Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR hvað hefur breyst – hvað er framundan? Ráðstefna um hlutverk og skyldur 112 við almenning og viðbragðsaðila og þróun neyðarþjónustu. Haldin á Hótel Loftleiðum kl. 13-17 föstudaginn 10. febrúar 2006 í tilefni af 112 deginum og tíu ára afmæli Neyðarlínunnar. Dagskrá • Setningarávarp: Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. • Tilkynnt um val á skyndihjálparmanni Rauða krossins 2005. • Jónína Sigurðardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóranum: Samvinna 112 og ríkislögreglustjórans. • Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu: 112 og heilbrigðisþjónustan – samstarfið eflt. • Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri SHS: Var stofnun Neyðarlínunnar aðeins atrenna að stóra stökkinu? • Sigurgeir Guðmundsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, og Kristján Maack, formaður landsstjórnar björgunarsveita: 112 – viðbragð björgunarsveita. • Jyrki Landstedt, framkvæmdastjóri 112 í Finnlandi: 112 í Finnlandi – staða og þróun. Umræður og fyrirspurnir að hverri framsögu lokinni. Ráðstefnustjóri: Björn Friðfinnsson. Ráðstefnan er opin öllum án endurgjalds. Skráning í síma 570 2000, á www.112.is og með tölvupósti á 112@112.is fyrir þriðjudaginn 7. febrúar. 112 í tíu ár Fulla ferð til Færeyja, kafteinn. Segja má að óvenjuhlýtt hafi verið íveðri á landinu und- anfarna tíu daga og hefur hitinn vart farið undir frostmark, ásamt því að fremur hægur vindur hef- ur leikið um landann. Hafa því margir tekið gleði sína á ný eftir nokkurra daga frost og snjókomu um miðjan janúarmánuð, með tilheyrandi ófærð á vegum og talsverðum fjölda um- ferðaróhappa sem rekja má til hálku. Aðrir eru hins vegar hundfúlir því hlýindin bjóða ekki upp á iðkun vetraríþrótta á borð við skíði. Ekki var hægt að halda skíða- svæðinu í Bláfjöllum opnu nema í 11 daga, og má segja að færri hafi komist að en vildu, en yfir 20 þús- und gestir sóttu svæðið á þeim tíma. Ekki er útlit fyrir að hægt sé að opna aftur nema duglega snjói á nýjan leik, og er ekkert í spá- kortum Veðurstofunnar sem bendir til þess, enn sem komið er. En þrátt fyrir talsverða snjó- komu um miðjan janúar var með- alhitinn í Reykjavík 2 gráður, sem er 2,5 gráðum yfir meðallagi, og hefur ekki verið hlýrra í höfuð- borginni síðan árið 1996 – en þá var meðalhitinn 2,2 gráður. Mesta frost sem mældist í Reykjavík í mánuðinum var 11,4 gráður, en mesta frost á landinu mældist í Veiðivatnahrauni hinn 17. janúar en þá var 23,2 stiga frost. Óvanalega mikinn kulda gerði í Borgarfirði í mánuðinum en þar fór frost í meira en 20 stig. Úrkoma í Reykjavík var yfir meðaltali og mældist 153 milli- metrar, sem er tvöföld meðalúr- koma og mesta úrkoma í borginni frá janúar árið 1947 – eða í 59 ár – en þá var úrkoma töluvert meiri. Úrkoman hefur einnig alloft verið lítillega minni í janúar. Sólskinsstundir í höfuðborginni voru þá 13 og er það 14 sólskins- stundum undir meðallagi, en þær hafa þó oft verið færri í janúar, síðast fyrir sex árum. Helmingur meðalúrkomu mældist á Akureyri Trausti Jónsson, veðurfræðing- ur á Veðurstofu Íslands, segir hlý- indaskeið, eins og nú hefur verið yfir landinu, nánast árlegan við- burð um vetrartímann en misjafnt er hvenær þau ganga yfir. „Það hafa komið svona kaflar alla síð- ustu vetur en það hefur yfirleitt verið í fyrr eða síðar. Janúar núna er sá hlýjasti í Reykjavík síðan ár- ið 1996 þannig að það hefur verið frekar ólíklegt að hlýindakafli komi í janúar,“ segir Trausti og bætir við að síðastliðin ár hafi það frekar gerst í desember, febrúar eða mars. Það var ekki aðeins í höfuð- borginni þar sem hitinn var yfir meðallagi því á Akureyri var 1,8 stiga meðalhiti í janúar, sem er fjórum gráðum yfir meðallagi, og hefur ekki verið hlýrra í janúar síðan árið 1992. Þá mældist aðeins helmingur af meðalúrkomu í bæn- um eða 27 millimetrar en mörg dæmi eru hins vegar um minni úr- komu á svæðinu, síðast árið 2001. Sjö sólskinsstundir voru á Akur- eyri sem er í kringum meðallag en yfirleitt er lítil sól á Akureyri í janúar sökum fjalla. Trausti segir spár benda til þess að það eigi eftir að kólna lítils háttar á næstunni en bendir hins vegar á að ef veðurspáin fyrir næsta hálfa mánuðinn rætist verði meira og minna hláka á næstunni. Hafís nokkuð nálægt landi Síðastliðin þriðjudag fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norður- landi. Þykir hafís nokkuð nálægt landi, eða meira en í meðallagi, og segir Þór Jakobsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, það orsakast af því að sunnan- og suð- vestanáttir hafa verið ríkjandi að undanförnu. Það veldur því að ís- inn í Grænlandssundi, milli Ís- lands og Grænlands, hrekst aust- ur á bóginn. Næst er ísinn 52 sjómílum VNV af Rit, 38 sjómílum NNV af Kögri, 40 sjómílur norður af Horni og svo 53 sjómílur norður af Skagatá. Þór segir ísinn vera kominn vel austur fyrir miðlínuna á milli Ís- lands og Grænlands en hann sé þó það langt frá landi enn að ekki er ástæða til að óttast um áhrif íssins á skipasiglingar umhverfis landið. Hann segir fremur hagstæða vindátt næsta sólarhringinn en um helgina mun snúast í sunn- anátt og svo vestan sem eru óhag- stæðar og á hann því allt eins von á að ísinn muni berast enn lengra í austurátt. Í fyrravor var óvenju mikill haf- ís í kringum landið og í marsmán- uði mældist meiri hafís úti fyrir norðanverðum Vestfjörðum og Norðurlandi en síðan árið 1979. Var það vegna langvarandi vest- anáttar í Grænlandssundi og norðan við landið. Um miðjan mars voru því ísdreifar á siglinga- leiðum úti fyrir öllu Norðurlandi, við strandir, á leiðinni fyrir Horn og allt suður fyrir Langanes. Spurður um hvort búast megi við slíku í ár segir Þór það fara al- veg eftir vindáttum, og hann treysti sér ekki til að spá fyrir um þær langt fram í tímann. Fréttaskýring | Veðurfar í janúar Hlýtt og blautt í Reykjavík Tvöföld meðalúrkoma í höfuðborginni í janúar – ekki verið meiri síðan árið 1947 Margir nýttu sér hlýindin í janúar til útiveru. Óvanalegt hlýindaskeið miðað við síðustu ár  Hlýtt var í veðri lengst af á landinu í janúarmánuði og úr- komusamt um landið sunnan- og vestanvert, en fremur þurrt á norðausturlandinu. Trausti Jóns- son veðurfræðingur segir hlý- indaskeið eins og gengið hefur yfir landið að undanförnu nokk- uð óvanalegt fyrir janúar, slíkir kaflar hafa frekar komið upp í desember, febrúar eða mars und- anfarin ár. Í Reykjavík hefur ekki verið hlýrra í janúar í tíu ár. Eftir Andra Karl andri@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.