Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 1

Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 1
Gúllassúpa kórstjórans Nauðsynlegt að matbúa þjóðarrétt Ungverja rétt | Daglegt líf í mars Fermingar, Bílar og Íþróttir Fermingar | Hugvekja  Fermdur með leyfi biskups  Gjafir  Skeyti  Myndir  Uppskriftir  Föt Bílar | Tvísýn keppni í Formúlunni  Reynslu- akstur Íþróttir | Keflavík og Snæfell sigruðu  Henry til Barcelona? Iðnþing 2006 á Hótel Loftleiðum 17. mars: Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning á www.si.is Nýsköpun í hnatt- væddum heimi Framtíðarsýn fyrir atvinnulífið 37 ÁRA Svíi hefur ef til vill framið heimskulegasta þjófnað ársins í Svíþjóð, að sögn fréttavefjar danska blaðsins Berlingske Tid- ende í gær. Svíinn kom auga á eftirlits- myndavél í verslun í Norrköping og taldi að hún gæti komið að góðum notum á heimili sínu. Hann tók því myndavélina niður, setti hana síðan upp heima hjá sér og tengdi hana við flatskjá sem var einnig stolinn. Þjófurinn áttaði sig hins vegar ekki á því að eftirlitsmyndavélin var í gangi þegar hann baksaði við að taka hana niður. Þegar lögregluþjónar birtust á heimili mannsins mundi hann ekki eftir neinu. En þegar hann sá sönn- unargögnin – myndir af honum taka niður myndavélina – var hann fljótur að játa á sig þjófnaðinn. Heimskasti þjófur Svíþjóðar? STOFNAÐ 1913 75. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Kaupmannahöfn. AP. | Stjórnvöld í Danmörku greindu í gær frá því að rannsóknir hefðu staðfest að villtur vákur, öðru nafni músafálki, sem fannst dauður á Svinøströnd við Næstved á suðurhluta Sjálands fyrr í vikunni hefði verið smitaður af H5N1-afbrigði fuglaflensu. Dönsk yfirvöld höfðu tilkynnt um sérstakar ráðstafanir vegna fuglaflensu á miðvikudag eftir að fréttist að grunur léki á að áður- nefndur vákur hefði verið með H5N1-afbrigði veirunnar. Fela þær m.a. í sér að sérstaklega verður reynt að koma í veg fyrir smit á Sjálandi, en höfuðborgin danska, Kaupmannahöfn, er einmitt á Sjá- landi. Að minnsta kosti 98 manns hafa dáið af völdum fuglaflensunnar í Asíu, Mið-Austurlöndum og í Tyrk- landi frá því að hún kom fyrst upp 2003. Sérfræðingar óttast heims- faraldur stökkbreytist veiran þann- ig að hún geti borist á milli manna. Fuglaflensa staðfest í Danmörku Reuters Danskir vísindamenn kanna dauðan fugl í síðasta mánuði. MAGNUS Carlsen, 15 ára norskt undrabarn í skák, vann óvæntan sigur á Glitnismótinu, opnu hrað- skákmóti til minningar um Harald heitinn Blöndal hrl., sem lauk í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærkvöldi. Glitnismótið er talið vera eitt sterk- asta hraðskákmót í heiminum í ár. Magnus lagði Hannes Hlífar Stefánsson í æsispennandi úr- slitaeinvígi eftir að hafa sigrað tví- vegis heimsmeistarann í hraðskák, Vishy Anand, og næststigahæsta skákmann heims. Meðal keppenda á mótinu var einnig Judith Polgar, sterkasta skákkona allra tíma. Hún varð að lúta í lægra haldi fyrir An- and í bráðabana. „Þetta er ótrúlega góð tilfinn- ing,“ sagði Magnus Carlsen þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöldi. Magnus var að vonum ánægður með sigurinn, en sagði að hann hefði verið óvæntur. „Sér- staklega eftir hraðskákirnar á mið- vikudag þegar mér fannst ég ekki tefla sérstaklega vel. Svo taldi ég að það yrði mjög erfitt að sigra An- and,“ sagði Magnus. Aðspurður sagði hann að Anand hefði verið svolítið erfiður viðureignar. Frammistaða Magnusar vakti mikla athygli og sérstaklega sigur hans á ísraelska stórmeistaranum Sergey Erenburg í átta manna úr- slitum. Þar tókst Magnusi að vinna sigur í bráðabana í stöðu sem virt- ist vera jafntefli. Uppskar hann mikið lófatak mörg hundruð áhorf- enda sem fylgdust með mótinu. Norska undra- barnið sigraði Morgunblaðið/Ómar Magnus Carlsen og Hannes Hlífar Stefánsson einbeittir í úrslitaeinvíginu, en Norðmaðurinn náði að tryggja sér sigurinn. Í baksýn er mynd af Anand, heimsmeistara í hraðskák, en Magnus sigraði hann í undanúrslitum. Mexíkóborg. AFP. | Heimsráðstefna um vatnsbúskap á jörðinni hófst í gær í Mexíkó og var hvatt til þess að gripið yrði til ráðstafana til að koma í veg fyrir sóun á vatni. „Við viljum að menn fari aftur að umgangast vatn með vinsemd og við skulum því hafa hraðar hendur vegna þess að ástand- ið er mjög hættulegt,“ sagði Loic Fauchon, leiðtogi Heimsráðsins um vatn sem hefur bækistöð í Frakk- landi. Þúsundir sérfræðinga um vatnsbú- skap frá fjölda ríkja taka þátt í ráð- stefnunni. Fauchon sagði skort á vatni valda ekki aðeins áhyggjum heldur sums staðar átökum. Nóg væri til af vatni á jörðunni en því væri misskipt og ástandið í þeim efnum versnaði stöðugt. Umhverfismálaráðherra Mexíkó, Jose Luis Tamargo, sagði að millj- ónir manna fengju sér vatnssopa án þess að velta nokkru sinni fyrir sér vatnsskorti í heiminum. „En það er til annar og ljótur veruleiki,“ sagði hann. Tamargo minnti á að á hverj- um degi láta um 3.900 börn lífið í heiminum vegna skorts á vatni eða sjúkdóma vegna mengaðs drykkjar- vatns. Um 1.100 milljónir manna hafa ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni og um 3.000 milljónir manna eru ekki með vatnsleiðslur í húsum sínum. Varað við skorti á vatni ROBERT G. Loftis, formaður bandarísku samninganefndarinnar um framtíð varnarsamstarfsins, segir ljóst að eftir að þoturnar og þyrlurnar fara frá Íslandi eigi bandarísk stjórnvöld ekki von á að vera með nema óverulegan liðsafla hér á landi. Geir H. Haarde utanríkisráð- herra greindi frá því í umræðum um varnarmálin á Alþingi í gær að Íslendingar hefðu lagt til í viðræð- um við Bandaríkjamenn að þeir greiddu allan kostnað vegna snjó- moksturs og slökkviliðs á Keflavík- urflugvelli og búnaðar vegna flug- umferðarstjórnar. Einnig að Íslendingar myndu greiða helming kostnaðar við viðhald á flugbrautum frá næsta hausti, allan kostnaðinn frá haustinu 2008 og loks að við myndum frá 2008 greiða allan kostnað við rekstur þyrlubjörgunar- sveitarinnar. Utanríkisráðherra segist vona að hægt verði að efna til funda samn- inganefnda Íslands og Bandaríkja- manna innan fárra vikna. „Þar verður farið yfir þeirra hugmyndir um hvað geti komið í staðinn fyrir þoturnar sem geti gert sama gagn, þótt það verði á öðru formi. Það sem kom fram í gær er að þeir vilji ekki vera með vélar hér með fasta viðveru og spurningin er hvort hægt sé að haga því með öðrum hætti án þess að vélarnar hafi hér heimahöfn eða aðalbækistöðvar, t.d. eftirlitsflugi eða annars konar við- veru.“ Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra óskaði eftir því við framkvæmdastjóra NATO í gær að hann ræddi stöðuna í varnarmál- unum við forseta Bandaríkjanna. Samningur við Dani? Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra vill að Íslendingar geri form- legan samning við Dani um öryggis- eftirlit á hafinu við Ísland. Björn var í heimsókn í Danmörku sl. sum- ar og ræddi þá þessi mál við danska varnarmálaráðherrann en Danir halda úti eftirlitsskipum á hafinu milli Færeyja og Grænlands. Helstu fréttastofur og margir fjölmiðlar í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum fjölluðu um málið í gær og sögðu íslenska ráðamenn hafa lýst vonbrigðum með hana. Boston Globe benti á að Banda- ríkjamenn gætu ef til vill látið orr- ustuþotur með bækistöð í Bretlandi sjá um að verja Ísland ef hætta skapaðist. Fréttastofan AFP fjallar einnig um málið og vitnar í banda- ríska hermenn á Keflavíkurflugvelli sem eru lítt sáttir við ákvörðunina. Einn þeirra segist vera reiður, þar sem margir hermannanna þurfi annaðhvort að hætta í hernum eða flytjast í aðra herstöð. Robert G. Loftis, formaður bandarísku samninganefndarinnar, um varnarmálin Óverulegur bandarískur liðsafli verði eftir á Íslandi Eftir Árna Helgason, Brján Jónasson, Egil Ólafsson og Kristján Jónsson  Nýr kafli | 10  Kemur á óvart | 11  Hótun um uppsögn | 12  Á eftir að koma | Miðopna ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.