Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Er Moggakallinn ekki læs? Það er ekki stafur um það í Biblíunni né Rómarsáttmálanum að
ekki megi taka upp evruna, og ekki heldur ekki svo mikið sem ýjað að því í „Litlu gulu hæn-
unni“.
Tekjuskattur er lagð-ur á alla styrki semsjúklingar fá úr
sjúkra- og styrktarsjóðum
stéttarfélaganna. Hins
vegar hefur það ekki alltaf
verið svo. Eftir því sem
blaðamaður kemst næst
var endurgreiðsla á
sjúkra- og endurhæfingar-
kostnaði almennt álitin
skattfrjáls allt fram til árs-
ins 2002, en þá varð ákveð-
in stefnubreyting hjá
skattayfirvöldum og fóru
einstaka starfsmenn hjá
Skattstofunni að leggja á
styrkina skatt. Samkvæmt upplýs-
ingum blaðamanns voru mörg
þessara mála kærð og felld niður
vegna formgalla. Árið 2004 gaf
ríkisskattstjóri hins vegar út
ákvarðandi bréf um að fyrrgreind-
ir styrkir skyldu vera stað-
greiðsluskattskyldir og á síðasta
ári kom úrskurður frá yfirskatta-
nefnd sem staðfesti þá túlkun rík-
isskattstjóra á skattalögum. Þess
ber að geta að ekki voru gerðar
neinar breytingar á skattalögum
því samfara, hér var aðeins um að
ræða nýja og þrengri túlkun á
skattalögum.
Aðspurður segir Indriði H. Þor-
láksson ríkisskattstjóri að reglan
sé sú að allar tekjur sem menn fái
myndi skattstofn og ekki sé gerð-
ur greinarmunur á hvaðan pening-
arnir komi eða í hvað þeir séu not-
aðir. Hins vegar sé heimild í
skattalögunum til að lækka tekju-
skattstofninn.
Samkvæmt heimildum blaða-
manns hefur þessari nýju túlkun
verið mótmælt af ýmsum stéttar-
félögum, auk þess sem málið hefur
verið til skoðunar hjá BRSB og
ASÍ. Samkvæmt upplýsingum frá
Gunnari Páli Pálssyni, formanni
VR, hefur félagið mótmælt þessari
nýju túlkun skattayfirvalda á
skattalögunum bæði við forsætis-
ráðherra og fjármálaráðherra, en
án árangurs. Að mati Magnúsar
Norðdahl, lögfræðings ASÍ, er
fráleitt að skattleggja sjúkra-
styrki sem og líkamsræktarstyrki.
„Við erum að veita fjármuni sem
spara samfélaginu gífurlegan
kostnað, bæði í forvarnarstyrkjun-
um og eins þegar við endurgreið-
um kostnað,“ segir Magnús og
bendir á að sá kostnaður sé ekki
endurgreiddur að ástæðulausu.
Aðspurður segir Gunnar Páll á
bilinu 9–10 þúsund félagsmenn
VR hafa fengið greidda sjúkra- og
fræðslustyrki á síðasta ári gegn
framvísun reiknings fyrir útlögð-
um kostnaði. Alls greiddi félagið
rúmlega 100 milljónir króna í slíka
styrki, sem jafngildir því að hver
og einn félagsmaður hafi fengið
um 10 þúsund króna styrk. Að-
spurður um hvað falli undir
sjúkrastyrki nefnir Gunnar Páll
hluti eins og gleraugnakaup,
sjúkraþjálfun, sálfræðikostnað,
tannlæknakostnað, hjálpartækja-
kaup, líkamsrækt og krabba-
meinsskoðun, svo fátt eitt er nefnt.
Eins og fyrr er getið segir rík-
isskattstjóri að hægt sé að sækja
um undanþágu frá skattgreiðslum
af sjúkrastyrkjum. Þess ber þó að
geta að ekki er um að ræða nið-
urfellingu á skatti af tilteknum
styrkjum, þ.e. að ákveðnar tekjur
séu undanskildar skattstofni,
heldur er um að ræða ívilnun
vegna mikils útlagðs kostnaðar,
t.d. vegna veikinda. Eftir því sem
blaðamaður kemst næst er for-
senda slíkrar ívilnunar að viðkom-
andi sýni fram á að hann hafi orðið
fyrir verulegri tekjuskerðingu
vegna veikinda sinna og geti því
ekki séð fyrir sér.
Að mati Gunnars Páls væri eðli-
legt að bæði sjúkra- og fræðslu-
styrkir væru undanþegnir skatti
enda um að ræða forvarnar- og
endurhæfingarstyrki sem komi
samfélaginu til góða. Hins vegar
leggur hann áherslu á að setja
þurfi skýran ramma utan um
styrkina til að koma í veg fyrir
misnotkun á þeim.
Sjúkrasjóðir eru nokkurs
konar viðlagasjóðir
Að sögn Ögmundar Jónassonar,
alþingismanns og formanns
BSRB, hafa sjúkrastyrkir og
skattlagning á þeim verið rædd í
stjórnum sjúkrasjóða sem heyra
undir regnhlíf BSRB sem og í rétt-
indanefnd bandalagsins þar sem
menn vildu að málið yrði tekið upp
og að leitað yrði leiða til þess að
tryggja að greiðsla sjúkrastyrkja
yrði skattfrjáls. Ögmundur
fundaði nýverið með ríkisskatt-
stjóra um málið. „Eftir þann fund
hef ég sannfærst um að það verði
að breyta lögum og kveða skýrt og
afdráttarlaust á um skattfrelsi
sjúkrastyrkja þar,“ segir Ög-
mundur og tekur fram að næst á
dagskrá sé að ganga á fund fjár-
málaráðherra og óska eftir því að
hann beiti sér fyrir slíkri laga-
breytingu. Bendir Ögmundur á að
sjúkrasjóðir séu í raun sameigin-
legur sparnaður sem fólk hafi
komið sér upp. „Þetta er eins kon-
ar viðlagasjóður. Bæði er fráleitt
að skattleggja þessa peninga með
hliðsjón af því hvaðan þeir eru
komnir sem og í hvaða augnamiði.
Síðan er einnig á hitt að líta að það
er eins ranglátt og hugsast getur
að skattleggja fólk sem er að fá
greiðslur upp í kostnað vegna
sjúkdóma,“ segir Ögmundur.
Fréttaskýring | Skattlagning sjúkra- og
fræðslustyrkja
Kalla eftir
lagabreytingu
Að sögn ríkisskattstjóra mynda
allar tekjur sem menn fá skattstofn
Sjúkrastyrkir bera 36% tekjuskatt.
Fram til ársins 2002 voru
sjúkrastyrkir skattfrjálsir
Í Kastljósi Sjónvarpsins sl.
þriðjudagskvöld var rætt við
Árna Heimi Jónsson, kennara við
Menntaskólann í Reykjavík, en
hann greindist með krabbamein
fyrir rúmu ári. Fram kom að í
fyrra greiddi hann að jafnaði 10
þúsund krónur í komu- og rann-
sóknargjöld á mánuði. Hann sótti
um styrk til sjúkrasjóðs Kenn-
arasambandsins og fékk 53 þús-
und krónur í styrk, en bar að
greiða 36% tekjuskatt af upp-
hæðinni í staðgreiðsluskatt.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
smáauglýsingar mbl.is