Morgunblaðið - 17.03.2006, Síða 12

Morgunblaðið - 17.03.2006, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMDRÁTTUR á varnarviðbúnaði Bandaríkjanna á Íslandi er skýrt brot á varnarsamningi landanna, og mun samband Ís- lands og Banda- ríkjanna líklega kólna í framhald- inu. Líkur eru á því að þetta al- varlega áfall geti riðið varnar- samningnum að fullu. Þetta er skoð- un Michael T. Corgan, dósents í alþjóðasamskipt- um við Boston-háskóla í Bandaríkj- unum, sem er höfundur bókarinnar Ísland og bandalög þess: Öryggi smáríkis (Iceland and Its Alliances: Security for a Small State). Hann segir þá ákvörðun George W. Bush Bandaríkjaforseta að draga herþotur og björgunarþyrlur á brott frá Íslandi virðast sprottna af ör- væntingu stjórnvalda í Washington vegna þess mikla álags sem er á her- afla Bandaríkjanna vegna áfram- haldandi stríðsreksturs í Írak. Corgan segir það að ákvörðunin var tekin einhliða, á meðan heita átti að viðræður ættu sér stað, geta haft alvarlegar afleiðingar. „Ég tel þetta vera mikið áfall fyrir Ísland, og ég skil vel að íslensk stjórnvöld séu í uppnámi vegna þessa, og einhverj- um gæti fundist þetta afar móðg- andi,“ segir Corgan. „Ég held þetta hljóti að hafa mikil og neikvæð áhrif á samskipti þess- ara tveggja landa,“ segir Corgan. Hann bendir á að í þriðju grein varn- arsáttmálans frá 1951 komi skýrt fram að samsetning heraflans sem staðsettur er hér á landi skuli ákveð- in af ríkisstjórnum landanna beggja. Því sé augljóst að brotið sé beint gegn varnarsáttmálanum með þess- ari einhliða ákvörðun. Á lista hinna viljugu „Þetta hlýtur, réttilega, að koma íslenskum stjórnvöldum í uppnám. Þau hafa verið bandamenn Banda- ríkjanna, og voru á lista George W. Bush yfir viljugar þjóðir vegna stríðsins í Írak. Bush hefur hingað til talið Ísland til bandalagsþjóða Bandaríkjanna, eins og allir forsetar Bandaríkjanna frá Harry Truman [sem var forseti þegar varnarsamn- ingurinn var undirritaður árið 1951],“ segir Corgan. Framtíð varnarsamstarfsins virð- ist hanga á bláþræði. „Þetta er mikið áfall fyrir varnarsamninginn, og hugsanlega getur þetta riðið honum að fullu. Þetta er brot á grein þrjú í samningnum, og virtist koma öllum á Íslandi á óvart, sérstaklega í ljósi þess að viðræður höfðu meðal ann- ars átt sér stað milli Condoleezzu Rice [utanríkisráðherra Bandaríkj- anna] og Geirs H. Haarde [utanrík- isráðherra Íslands]. Ég mundi búast við því að íslensk stjórnvöld vildu endurskoða varnarsáttmálann, og gera það upp við sig hvort hann hafi enn einhverja þýðingu,“ segir Corg- an. Spurður hvers vegna þessi háttur sé hafður á, að minnka varnir Ís- lands með ákvörðun Bandaríkjafor- seta, í miðjum viðræðum við íslensk stjórnvöld, segir Corgan það sína skoðun að þetta sé merki um ör- væntingu Bandaríkjastjórnar. „Her- afli Bandaríkjanna hefur nú tekið að sér afar viðamikil verkefni vegna ástandsins í Írak, sem hefur ekki þróast á nokkurn hátt í líkingu við það sem æðstu menn í Pentagon [bandaríska varnarmálaráðuneyt- inu] gerðu ráð fyrir.“ Corgan segir þetta ekki eina dæmið um það að öllu sé tjaldað sem til er í herafla Bandaríkjanna. „Ég útskrifaðist úr Flotaskólanum [Na- val Academy], og síðustu 150 ár hafa bandarískir landgönguliðar staðið vörð um hlið skólans, sem er afar merkilegur staður í sögu flotans. Nú hafa jafnvel þessir landgönguliðar verið sendir í önnur verkefni, vegna þess að það er þörf á öllum land- gönguliðum sem fyrirfinnast í önnur verkefni. Þetta sýnir svart á hvítu hvað heraflinn þarf að teygja sig langt til að berjast áfram í Írak.“ Öllu tjaldað sem til er Bandaríkjaher tjaldar því öllu sem til er þar sem þörfin er fyrir hendi, og það á sérstaklega við um herflugvélar, orrustuþotur og þyrlu- sveitir, segir Corgan. „Það er ekkert eftir sem ekki þarf að nota, það er enginn afgangur.“ Lykilspurningin hlýtur að vera hvort það sem eftir verður er nægj- anlegt til að verja Ísland, eða hvort það verður bara hugsað sem aðstaða fyrir bandarískan herafla til að verja hagsmuni Bandaríkjanna, þegar og ef slík þörf myndast, segir Corgan. „Hvað gæti liðsaflinn í herstöðinni gert til að verja Ísland sem víkinga- sveitin gæti ekki gert?“ Corgan segir það misskilning að fjórar orrustuþotur hafi hvort eð er ekki haft mikla þýðingu. Fjórar orr- ustuþotur geti gert það erfitt að gera árás óhindrað, t.d. ef lítill hópur árásarmanna tæki hér land með ákveðið skammtímamarkmið fyrir augum, nokkuð sem búast megi við að Íslendingar hafi einhverjar áhyggjur af. Lítill hópur sé veikur fyrir árás úr lofti með nákvæmum sprengjum sem orrustuþoturnar hafi yfir að ráða og því hafi þær ákveðinn fælingarmátt. „Með þotun- um var hægt að gera eitthvað, en eftir að þær fara getið þið ekkert gert.“ Vildu einn breskan hermann Herafli hér er einnig táknrænn, segir Corgan, og bendir á svör Frakka fyrir fyrri heimsstyrjöldina, þegar þeir voru spurðir hversu marga breska hermenn þyrfti í land- inu til að hjálpa til við að verja Frakkland. Þeir sögðust bara þurfa einn. „Það sama má segja um banda- rískan herafla á Íslandi, þó hér séu fáar þotur og lítill herafli er hann þó alltaf partur af stærri heild, sem þýðir að þegar þessi litli hluti beitir sér, gerir hann það með fulltingi alls herafla Bandaríkjanna, og getur bú- ist við öllum þeim stuðningi sem til þarf, komi til átaka. Ef enginn her- afli er á Íslandi verður þetta ekki til staðar.“ Corgan segir líklegt að Banda- ríkjaher vilji viðhalda þeirri aðstöðu sem sé fyrir hendi hér á landi, skýl- um fyrir flugvélar og þyrlur, bens- íntönkum, íbúðum og öðru, með það í huga að geta fært hingað herafla ef þess gerist þörf í framtíðinni. „Þá eiga sömu rök við og notuð voru í kalda stríðinu, ef upp kemur ógn sem veldur því að rétt þykir að færa aftur herafla í stöðina getur það eitt að koma stöðinni í gang aftur og færa þangað herafla haft alvarlegar afleiðingar og ýtt undir ógnina.“ RÆTT hefur verið um að koma upp varnarkerfi hér á landi svipuðu því sem notað er í Eystrasaltslöndunum, þar sem herþotur frá öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins (NATO) fljúga reglulega yfir löndin til að tryggja öryggi þeirra. Michael T. Corgan, dósent í alþjóðasamskiptum við Boston-háskóla í Bandaríkj- unum, segir þetta fyrirkomulag þó hafa í för með sér stóran galla. „Það hljómar alltaf vel að segja að þotur verði sendar frá öðru landi gerist þess þörf, en hvað gerist þeg- ar sú ógn sem steðjar að Íslandi ógn- ar einnig því landi sem ætlar að leggja til þotur á þeim tíma? Það verður að teljast ólíklegt að þotur sem gætu nýst við varnir heima- landsins verði sendar til Íslands á meðan ógn steðjar að báðum lönd- unum,“ segir Corgan. Hugmyndir um eftirlitsflug gallaðar Bandarískur sérfræðingur segir samdrátt á varnarviðbúnaði brot á varnarsamningi Getur markað upphaf enda- loka varnar- samstarfsins Morgunblaðið/Golli Michael T. Corgan segir ákvörðun Bush Bandaríkjaforseta virðast sprottna af örvæntingu stjórnvalda í Wash- ington vegna þess mikla álags sem er á herafla Bandaríkjanna vegna áframhaldandi stríðsreksturs í Írak. Michael T. Corgan Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is HÓTUN íslenskra stjórnvalda um að slíta varnarsamstarfi við Bandaríkin verði orrustuþotur og þyrlusveit kall- aðar á brott frá landinu virðist hafa verið orðin tóm, ef marka má viðbrögð Halldórs Ásgrímssonar for- sætisráðherra og Geirs H. Haarde utanríkisráð- herra. Þetta segir Val- ur Ingimundar- son, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, en hann hefur um árabil rannsakað varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. „Það er margbúið að hóta því í diplómatískum samskiptum þjóðana að varnarsamningnum verði sagt upp ef þetta gerist. Það var sagt margoft árið 2003. Svo þegar þetta gerist á bara að halda áfram viðræðum. Þá er þessi hótun innantóm,“ segir Valur. „Þegar litið er á þróun þessa máls síðustu árin virðist sem ofuráhersla íslenskra stjórnvalda á að halda orr- ustuþotunum virðist hafa skyggt á allt annað. Þetta varð hálfgerð þrá- hyggja, öryggismálin voru ekki sett í neitt annað samhengi. Það er eins og íslensk stjórnvöld hafi áttað sig á þessu seint og þá viljað taka að sér starfsemi þyrlusveitarinnar, sem ég tel að Bandaríkjamenn hafi talið mik- ilvægara að fá til nota annars staðar en sjálfar þoturnar.“ Brot á varnarsamningi að mati Pentagon? Hvor aðilinn getur sagt varnar- samningnum upp með 12 mánaða fyr- irvara að undangengnu sex mánaða óbindandi umsagnarferli NATO. „Ís- lensk stjórnvöld geta nú sagt að þau líti svo á að með þessu hafi Bandarík- in brotið varnarsamninginn, vegna þess að samkvæmt honum á samsetn- ing herliðsins að vera sameiginleg ákvörðun,“ segir Valur. „Þetta er það stórt mál að það mun leiða til grund- vallarendurmats á samskiptum Ís- lands við Bandaríkin.“ Hann bendir á að lögfræðingar Pentagon, bandaríska varnarmála- ráðuneytisins, hafi komist að þeirri niðurstöðu á sjöunda áratugnum að það að kalla þoturnar heim án sam- þykkis íslenskra stjórnvalda væri brot á varnarsamningnum. Valur segir að þegar orrustuþotur og þyrlusveit verði farnar frá herstöð- inni á Keflavíkurflugvelli verði afar lítið eftir. Trúlega bara viðhald á stöð- inni, enda svo til öll starfsemin þar í dag tengd þessum sveitum sem nú eiga að hverfa á braut. „Ég tel að þetta hafi alltaf verið markmið Bandaríkjamanna, að gera þetta að varaherstöð með nokkrum tugum manna til að sjá um viðhald,“ segir Valur. Við þessa ákvörðun bandarískra stjórnvalda hlýtur sú spurning að vakna hvort endurskoða þurfi öll hernaðarréttindi þeirra hér á landi, segir Valur. „Eins og ég lít á málið mun þessi ákvörðun, og það hvernig hún er tekin, hafa þau áhrif að Ísland mun fjarlægjast Bandaríkin í utanrík- ismálum.“ Ísland snúi sér til NATO Spurður hvert Íslendingar geti snúið sér í framtíðinni með varnarmál landsins segir Valur: „Ég geri ráð fyr- ir því að nú þegar þotur Bandaríkja- manna hverfa á braut muni Íslend- ingar fara fram á það að eitthvert NATO-ríki taki að sér þetta loftferða- eftirlit, eins og gert var með Eyrstra- saltsríkin. Það eru fordæmi fyrir því, en það eru margir á móti þessu innan NATO og finnst það tíma- og pen- ingasóun.“ Valur Ingimundarson segir að viðbrögð stjórnvalda komi á óvart Hótun um uppsögn varnar- samnings virðist orðin tóm Valur Ingimundarson Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is „REYKJANESBÆR ítrekar að ein- hliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar að flytja orrustuþotur af varnar- svæðinu setur störf hundraða ís- lenskra starfsmanna í hættu sem starfað hafa beint og óbeint í þjón- ustu við Varnarstöðina. Ríkisstjórn- in þarf að skýra með hvaða hætti endurráðið verður í þau varnarverk- efni sem hér verða,“ segir í ályktun sem send var út eftir fund bæjarráðs Reykjanesbæjar í gærmorgun. Segir þar enn fremur að óskað verði eftir því að rædd verði þau verkefni sem ríkið þurfi að taka á sig vegna breyttrar stöðu og einnig af- stöðu ríkisstjórnarinnar til styrking- ar öðrum atvinnutækifærum á svæð- inu. Fjöldi íslenskra starfsmanna hjá Varnarliðinu eigi fá ár eftir til eft- irlaunaaldurs og muni eiga erfitt með að aðlagast nýjum störfum auk þess sem hópur starfsmanna hafi sérhæft sig í þjónustu við Varnarlið- ið og þurfi því tíma til aðlögunar að nýjum störfum. Ræða þarf þau verkefni sem ríkið tekur á sig

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.