Morgunblaðið - 17.03.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.03.2006, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF HREYFANLEIKI neytenda á fjár- málamarkaði á Norðurlöndum er minni en á öðrum samkeppnismörk- uðum. Um 4–5% viðskiptavina nor- rænna banka fluttu viðskipti sín á milli banka á árinu 2004, en það er mjög lágt hlutfall í samanburði við aðra markaði. Þetta gefur vísbend- ingu um að samkeppnin á milli banka á Norðurlöndum sé lítil. Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í skýrslu sem unnin var á vegum norrænu ráðherranefndarinnar um hreyfanleika viðskiptavina á milli fjármálastofnana á Norðurlöndum, samanburð á vöxtum, þjónustugjöld- um og ýmsum fleiri þáttum er varða fjármálamarkaðinn. Henrik Juul, lektor við viðskiptaskólann í Kaup- mannahöfn hafði umsjón með rann- sókn sem skýrsl- an byggist á. Í skýrslunni segir að vaxta- kostnaður og þjónustugjöld sem viðskiptavinir fjármálastofnana á Norðurlöndum greiða sé mestur á Íslandi, næst mestur í Svíþjóð, svo í Noregi og Dan- mörku, en hann er lægstur í Finn- landi. Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, segir að skýrslan staðfesti grun margra, og sé í samræmi við niður- stöður í úttekt Neytendasamtakanna frá því fyrr í vetur, um að kjör við- skiptavina íslensku bankanna séu lak- ari og líklega mun lakari en kjör við- skiptavina hinna norrænu bankanna. Það eigi ekki síst við um kjörin á íbúðalánum, sem séu stærsti einstaki þátturinn og mikið í umræðunni núna. Í umræðunni að undanförnu hefur verið rætt um þann möguleika að gera Íbúðalánasjóð að heildsölu- banka, eftir að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vék að því á frétta- mannafundi síðastliðinn mánudag. „Ég tel að það komi því aðeins til greina að samhliða verði gerðar breytingar sem auka neytendavernd og samkeppni um lánakjör neytenda. Með neytendavernd á ég við að það er ekki í takt við aðrar neytendareglur að áhætta af verðbólguþróun sé alfar- ið hjá neytandanum. Ég hef ekki komist að niðurstöðu, en ég er að skoða hvort núverandi fyrirkomulag á tengingu neytendalána, þar á meðal íbúðalána, við vísitölu neysluverðs, stangist á við réttindi og hagsmuni neytenda. Ef ég kemst að þeirri nið- urstöðu mun ég leggja fram tillögur í þeim efnum. Þar kemur margt til greina,“ segir Gísli Tryggvason. Lítil samkeppni á fjármálamarkaði Gísli Tryggvason Aðeins 4–5% viðskiptavina norrænna banka fluttu viðskipti sín í fyrra ● TILKYNNT var um flöggun inn í Kauphöllina í gær um að hlutur Landsbankans í Glitni hefði farið úr 4,99% í 5,004%, alls 707,3 milljónir hluta. Af eignarhlut bankans eftir við- skiptin eru 689 milljónir hluta vegna framvirkra samninga, eða 4,87% af heildarhlutafé Glitnis. Landsbanki kominn með yfir 5% í Glitni ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 0,62%, fór í 6.183 stig, og krónan styrktist um 1% í gær. Viðskipti með hlutabréf námu 11,4 milljörðum króna, þar af 4,5 milljörðum með bréf KB banka. Bréf Alfesca hækkuðu um 5,09%, bréf Marels um 3,63% og Flögu um 3,56%. Bréf Glitnis lækkuðu um 0,52% og Actavis um 0,5%. Krónan styrktist um 1% ● ICELANDAIR og SAS hafa und- irritað samkomulag um áframhald- andi samstarf félaganna um gagn- kvæm afsláttarkjör. „Það er okkur mikið ánægjuefni að hafa gengið frá þessum samningi, því með honum tryggjum við farþegum okkar hag- stæð fargjöld í framhaldsflugi um all- an heim með SAS,“ er haft eftir Gunnari Má Sigurfinnssyni, fram- kvæmdastjóra sölu- og markaðs- sviðs Icelandair, í fréttatilkynningu. Icelandair flýgur tvisvar á dag til Kaupmannahafnar og fjölgar ferðum upp í fjórar á dag í sumar og félagið flýgur daglega til Óslóar og Stokk- hólms. Fjölmargir farþega félagsins fljúga með SAS áfram bæði innan Norðurlandanna og til fjarlægari staða. SAS og Icelandair starfa áfram saman ● SPRON hefur ákveðið að markaðs- setja e-kortið á Norðurlöndunum, einkum Noregi, Danmörku og Finn- landi. Á fréttavefnum Finextra segir að útrás e-kortsins verði gegnum sam- starfsaðila erlendis, en kortið er drifið af XLS greiðslutækni Welcome fyr- irtækisins. Segir í fréttinni að eftir að e-kortinu var komið á laggirnar hér á landi hafi markaðshlutdeild SPRON á greiðslukortamarkaði aukist um 10% og að vegna þess hve norrænu og ís- lensku markaðirnir séu líkir vonist SPRON til að geta náð góðum árangri erlendis með e-kortinu. E-kortið í útrás ● SKÝRR hefur lokið áreið- anleikakönnun vegna kaupa á 58,7% eignarhlut í EJS hf. Í kjölfar- ið hafa verið undirritaðir endanlegir samningar um kaupin. EJS verður dótturfélag Skýrr en velta EJS- samstæðunnar á síðasta ári nam um 3,6 milljörðum króna. Þar starfa um 150 starfsmenn. Auk móðurfélagsins teljast til samstæðunnar dótturfyrirtækin Eskill, iSoft, Símland ehf. og Hýs- ing. Aðalfundur í EJS hf. var haldinn á fimmtudaginn 9. mars þar sem kosin var ný stjórn fyrir félagið. Kaup á EJS frágengin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.