Morgunblaðið - 17.03.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.03.2006, Qupperneq 18
Belgrad. AFP, AP. | Hundruð stuðn- ingsmanna Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, vott- uðu minningu hans virðingu sína á safni í Belgrad þar sem lík hans var haft til sýnis í gær. Stuðningsmennirnir lutu höfði, sumir grétu, aðrir krossuðu sig og þeir sem biðu fyrir utan safnið kveiktu á kertum í snjónum. Flestir þeirra sem komu á safnið voru aldraðir og margir héldu á rauð- um rósum – tákni sósíalistaflokks Milosevic. „Serbía verður óhuggandi vegna þess að enginn er þjóðhollari en hann var, eða hefur varið land sitt eins og hann gerði,“ sagði Milovan Majic, 72 ára ellilífeyrisþegi. Bæjarstjórn heimabæjar Milosev- ic, Pozarevac, heimilaði í gær að hann yrði borinn til grafar í garði stórrar lóðar í eigu fjölskyldu hans í bænum. Haft var eftir ættingja Mil- osevic að lík hans yrði grafið undir aldargömlu linditré sem honum hefði verið kært. „Fjölskyldan vildi fá að grafa hann í garði fjölskylduhússins,“ sagði einn af forystumönnum Sósíalistaflokks- ins, sem stjórnar bænum. „Við virðum það og vökvum gröfina á hverjum degi með tárum okkar.“ Borgaryfirvöld í Belgrad, þar sem andstæðingar Serbíustjórnar eru við völd, synjuðu beiðni um opinbera út- för og fjölskylda Milosevic og stuðn- ingsmenn hans þurftu því að skipu- leggja flutninginn á kistu hans og útförina. Stjórn Serbíu hefur þó aðstoðað stuðningsmenn Milosevic á bak við tjöldin til að tryggja að þeir geti vott- að honum virðingu sína. Nokkrir hátt settir embættismenn stjórnarinnar aðstoðuðu t.a.m. við að skipuleggja sýningu á kistu Milosevic á safni í Belgrad í gær og í dag. Stuðningsmenn Milosevic vildu að kistan yrði höfð til sýnis í þinghúsinu í Belgrad en eftir að þeirri beiðni var synjað völdu þeir Byltingarsafnið sem stofnað var á valdatíma komm- únista. Safnið er í niðurníddri bygg- ingu í Dedinje-hverfi í Belgrad. Á safninu eru margar gjafir sem Tító marskálkur fékk frá erlendum gest- um á valdatíma hans frá síðari heimsstyrjöldinni til 1981. Safnið hefur verið lokað í mörg ár vegna lít- illar aðsóknar. Tók Milosevic lyf til að veikjast? Milosevic dó í fangelsi stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var og réttarmeina- fræðingar, sem krufðu líkið, komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði dá- ið af völdum hjartaáfalls. Hollenskur eiturefnafræðingur, Donald Uges, sagði á mánudag að í blóði Milosevic fyrr á árinu hefði fundist lyf sem honum hafði ekki verið ávísað og kynni að hafa komið í veg fyrir að hjartalyf, sem Milosevic átti að taka, virkuðu sem skyldi. Hann kvaðst vera sannfærður um að Milosevic hefði tekið þessi skaðlegu lyf inn til að auka líkurnar á því að hann fengi að fara til Moskvu í læknismeðferð, í þeirri von að hann þyrfti aldrei að snúa aftur til Haag. Dómsskjöl sýna að saksóknarar stríðsglæpadómstólsins höfðu miklar áhyggjur af því að Milosevic beitti öllum ráðum til að draga réttarhöldin á langinn. Þeir gátu sér þess jafnvel til að Milosevic kynni að vilja deyja fremur en að verða dæmdur sekur. Saksóknarnir vitnuðu í skýrslu frá hjartalækni Milosevic þar sem fram kom að læknirinn taldi að fanginn tæki ekki inn hjartalyfin, heldur önn- ur lyf. „Við vorum mjög undrandi á því að við fundum nýlega óþekkt lyf í fórum Milosevic, lyf sem starfsfólkið hafði ekki látið hann hafa. Þessum lyfjum hlýtur að hafa verið laumað inn í fangelsi Sameinuðu þjóðanna með einum eða öðrum hætti,“ sagði í skýrslu hjartasérfræðingsins Paul van Dikjman frá ágúst 2004. Saksóknararnir sögðu skýrsluna renna stoðum undir þá tilgátu þeirra að Milosevic hefði sleppt því að taka inn hjartalyfin í því skyni að verða of veikur til að koma fyrir réttinn. „Vökvum gröfina á hverjum degi með tárum okkar“ AP Einn stuðningsmanna Slobodans Milosevic krýpur og kyssir mynd af honum fyrir framan kistu hans á safni í Belgrad-borg í gær. Reuters Gömul kona grætur og heldur á mynd af Slobodan Milosevic.  "     .    #0123'001456024)7  'A ,     .0 "> 1 . *.   "* 8)3)98:;,4)<;8=>  'A 0  ";. A A$ ;  %M % 767=?:6    (  ,    0   7% 1 %   0 M "N 0 . %% %" %  0 %" A% @=?2<;8=>  & ,   ;""  7%  % A 2* ;  % ) %"$ 0 A "* ABC)463)D   %%   " A "0 $ A  " 2  ;* ,    $$# %$ &   $              $  '  #( )*+, %-./0-1 5   8645-)  .  "  18 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Belgrad. AFP. | Meðan stuðnings- menn Slobodans Milosevic í Serbíu syrgja hann hafa Svart- fellingar mestar áhyggjur af því að fulltrúar þeirra fái ekki að taka þátt í söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva. Ríkissjónvarp Svartfjalla- lands hefur skorað á skipuleggj- endur söngvakeppninnar að skerast í leikinn og útkljá deilu sem hefur orðið til þess að ríkja- sambandið Serbía-Svartfjalla- land neyddist til að draga sig út úr keppninni í ár. Tildrög deilunnar eru þau að No Name, hljómsveit frá Svart- fjallalandi, sigraði í forkeppni Serbíu-Svartfjallands í Belgrad á laugardaginn var. Serbneskir áhorfendur, sem voru í meiri- hluta í salnum, urðu æfir yfir úr- slitunum, gerðu hróp að sigur- vegurunum og sökuðu svart- fellska dómara í forkeppninni um hlutdrægni. Helmingur dómaranna var frá Svartfjalla- landi og kaus No Name. Svartfellska hljómsveitin fór af sviðinu án þess að leika sig- urlagið aftur og vinsælasta hljómsveit Serbíu var látin leysa hana af hólmi. Deilan varð til þess að formaður sambands sjónvarpsstöðva Serbíu-Svart- fjallalands neitaði að staðfesta sigur svartfellsku hljómsveitar- innar. Útlit er því fyrir að ríkja- sambandið sendi ekki fulltrúa í söngvakeppnina sem haldin verður í Aþenu 20. maí. Daginn eftir fer fram þjóðaratkvæða- greiðsla í Svartfjallalandi um hvort það eigi að slíta samband- inu við Serbíu. Hafa mestar áhyggjur af Evróvisjón Jerúsalem. AFP. | Kadima, stjórn- arflokkurinn í Ísrael, jók fylgi sitt eftir árás Ísraelshers á palestínskt fangelsi á Vesturbakkanum á þriðjudag, ef marka má þrjár skoð- anakannanir sem birtar voru í gær, tólf dögum fyrir þingkosningar í landinu. Þótt Ehud Olmert, starf- andi forsætisráðherra, neitaði ásökunum um að árásin hefði verið fyrirskipuð í pólitískum tilgangi staðfestu kannanirnar spár um að árásin myndi auka fylgi Kadima. Kannanir dagblaðanna Yediot Aharonot og Maariv benda til þess að Kadima fái 39 af 120 þingsæt- um, tveimur fleiri en flokknum var spáð í síðustu könnunum fyrir árásina. Verkamannaflokknum er nú spáð 19 eða 20 þingsætum og Likud fimmtán. Könnun, sem ísraelska ríkisút- varpið birti, benti til að Kadima fengi fleiri þingsæti, eða 43. Likud var þar spáð sextán þingsætum og Verkamannaflokknum 14. Kannanirnar benda til þess að Kadima hafi tekist að snúa vörn í sókn eftir að hafa tapað fylgi í skoð- anakönnunum síðustu fimm vikur. Í könnun Maariv sögðust 60% aðspurðra telja að árásin á fang- elsið á Vesturbakkanum hefði ver- ið fyrirskipuð til að tryggja öryggi landsins. Um 34% sögðu að hún hefði verið gerð í pólitískum til- gangi. Í árásinni handsömuðu ísr- aelskir hermenn sex liðsmenn pal- estínskrar hreyfingar sem lýsti á hendur sér morði á ísraelskum ráð- herra árið 2001. Fylgi Kadima jókst eftir árásina Minsk. AP, AFP. | Yfirmaður hvít-rúss- nesku öryggislögreglunnar, KGB, varaði í gær við því að þeir sem tækju þátt í mótmælum nú á sunnu- dag, en þá fara fram forsetakosn- ingar í landinu, gætu átt yfir höfði sér að verða ákærðir fyrir hryðjuverk. Séu menn dæmdir fyrir hryðjuverk í Hvíta-Rússlandi geta þeir átt yfir höfði sér átta til fimmtán ára fangelsisdóm, og í al- varlegustu tilfellum jafnvel lífstíðar- fangelsi eða dauðadóm. „Við munum ekki heimila að menn reyni að hrifsa til sín völdin í landinu undir yfirskini forsetakosninga,“ sagði Stepan Sukhorenko, yfirmaður KGB, á fréttamannafundi í Minsk. „Til þeirra sem taka þá áhættu að fara út á göturnar og reyna að skapa glundroða beini ég þeim skilaboðum, að framganga þeirra mun verða skil- greind sem hryðjuverk.“ Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rúss- landi hafði hvatt fólk til að taka þátt í friðsamlegum mótmælum á kjördag sé það mat manna að svindl einkenni framkvæmd kosninganna. Almennt er álitið öruggt að Alexander Lúk- asjenkó, forseti Hvíta-Rússlands sl. tvö kjörtímabil, sigri í kosningunum en ýmislegt þykir hins vegar benda til að kosningarnar verði ekki frjáls- ar að neinu marki. Réttlæting fyrir ofbeldi? Fjöldi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn síðustu daga og helsti keppinautur Lúkasjenkós, Al- exander Milinkevtsj, hefur lítinn að- gang haft að ríkisfjölmiðlunum. Þá hafa yfirvöld í landinu haft horn í síðu kosningaeftirlitsmanna, sem komnir eru til Hvíta-Rússlands. En Sukhorenko sagði í gær ljóst að stjórnarandstaðan væri ekki að undirbúa friðsamleg mótmæli held- ur hefði hún í bígerð valdaránstil- raun. Milinkevtsj neitaði þessum ásökunum, um hræðsluáróður að ræða af hálfu stjórnvalda og sakaði hann þau um að ætla að storka mót- mælendum þannig, að réttlæta mætti beitingu ofbeldis gegn þeim. Þátttaka í mótmælum skilgreind sem hryðjuverk Spenna í Hvíta- Rússlandi vegna forsetakosninga Alexander Lúkasjenkó London. AFP, AP. | Fyrirætlanir stjórn- ar Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, um umbætur í mennta- málum, hlutu á miðvikudag samþykki á þingi en stjórnin varð að reiða sig á stuðning stjórnarandstöðunnar í mál- inu. 51 þingmaður í flokki Blairs greiddi atkvæði gegn tillögunum. Blair vill m.a. veita skólum í Eng- landi og Wales aukið sjálfræði í því skyni að undirbúa nemendur betur fyrir alþjóðlegt samkeppnisumhverfi. Margir verkamannaflokksmenn segj- ast vera á varðbergi gagnvart aðgerð- um sem geti leitt til tvöfalds mennta- kerfis þar sem börn auðugra foreldra fái betri menntun en þau sem koma úr fátækum fjölskyldum. Skólaum- bætur Blairs samþykktar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.