Morgunblaðið - 17.03.2006, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.03.2006, Qupperneq 20
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Laugalandi, Holtum, föstudaginn 31. mars 2006 og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga að breytingu á 1. mgr. 16. gr. samþykkta félagsins. 3. Tillaga um sameiningu deilda. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 14. mars 2006. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Akureyri | Tilkynnt var um al- varlegt bílslys á Krossanes- braut á Akureyri í gærdag, árekstur tveggja bifreiða, og hafði önnur þeirra farið fram af klettum og hafnað úti í sjó. Sem betur fer var um æfingu að ræða, hluti af námi atvinnu- slökkviliðsmanna, og tóku þátt í henni menn úr Slökkviliði Ak- ureyrar og Slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins. Þær hafa síðustu daga verið við svo- nefndar útkallsæfingar þar sem þeim er falið að leysa marg- vísleg verkefni. Verkefnið á Krossanesbrautinni var leyst með stakri prýði, en nota þurfti bát til að komast að öðrum bíln- um og beita klippum til að ná ökumanni úr hinum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leystu verkefnið með stakri prýði Útkallsæfing Austurland | Akureyri | Höfuðborgin | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Kosningar | Almennar sveitarstjórn- arkosningar fara fram 27. maí næstkom- andi. Frestur til að skila framboðslistum til yf- irkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 6. maí. Sveitar- stjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til yf- irkjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests, segir í auglýsingu félagsmálaráðuneytis vegna sveitarstjórnarkosninganna. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 3. apríl næstkomandi.    Fjölmenn árshátíð | Ein fjölmennasta árshátíð sem haldin hefur verið norðan heiða verður um aðra helgi, 25. mars, þegar starfsmenn Samherja koma saman í Íþróttahöllinni á Akureyri, en gert er ráð fyrir um 800 gestum. Árshátíð landvinnslu Samherja hefur að jafnaði verið haldin annað hvert ár og var síðast haldin 2004. Sjómenn félagsins hafa ekki haldið sérstaka árshátíð fyrir sig en hafa hins vegar skemmt sér með öðrum sjómönnum við Eyjafjörð á sjó- mannadaginn. Nú hefur verið ákveðið að reyna að ná eins mörgum stafsmönnum Samherja saman og hægt er og gera þar með árshátíð félagsins stærri en nokkru sinni fyrr. Með það að markmiði var út- gerðaráætlunum skipa Samherja hagað þannig að þau verða nær öll í landi þann 25. mars.    hafa verið haldnir til styrktar málefninu og einstaklingar og fyr- irtæki hafa lagt söfn- uninni lið. Munar þar miklu um framlag ónefndra hjóna á Rang- árvöllum, sem gefið hafa um 350 þúsund krónur til söfnunarinnar en mestu skipta framlög Rang- árþings ytra og Orku- veitu Reykjavíkur, sem afhent voru á dögunum. Gjafir til kaupa áflygli fyrir Safn-aðarheimili Odda- sóknar á Hellu voru af- hentar á samkomu sem haldin var í safn- aðarheimilinu á dög- unum. Fulltrúar Rangárþings ytra og Orkuveitu Reykjavíkur veittu hvor um sig styrk að upphæð kr. 500 þúsund til hljóð- færasjóðs Oddakirkju, sem stofnaður var til kaupa á flygli í safn- aðarheimilið á Hellu. Hljóðfærið, sem er af gerðinni K. Kawai og smíðað í Japan, hefur ver- ið keypt og kostaði lið- lega 1,6 milljónir kr. Hófst fjársöfnun á síðasta ári. Allmargir tónleikar Píanó Glódís Margrét Guðmundsdóttir frá Brekku í Þykkvabæ, píanónemandi við Tónlistarskóla Rang- æinga, leikur á hljóðfærið við athöfnina. Afhentar gjafir til hljóðfærakaupa Hallmundur Krist-insson yrkir umatburði mið- vikudagsins: Baugsmenn eru sýknir saka. Sullenberger lélegt vitni. Bushmenn herinn burtu taka. Best er að taka lán hjá Glitni. Hreiðar Karlsson dregur þennan lærdóm af Baugs- málum: Það er ekki sama hver er hver og hversu merkilegur hann telst vera. Stóri Jón má lána sjálfum sér, sem við hinir megum ekki gera. Þegar Jóhannes í Bónus sagði að hann seldi kjöt- fars en skipti sér ekki af bókhaldi orti Tómas Waage: Jón Ásgeir ei játar neitt Jón Sull kærir höldinn Jói selur farsið feitt farsi réttarhöldin. Af Baugi pebl@mbl.is Svarfaðardalur | Menningarhátíðin Svarf- dælskur mars verður haldin í sjötta sinn um aðra helgi, dagana 24. og 25. mars. Að venju hefst hátíðin með því að háð er heimsmeistaramót í brús að Rimum, en spilamennska hefst kl. 20.30. Í hliðarsal verða kennslu- og æfingabúðir. Fjölbreytt dagskrá tekur svo við á laugardeginum, 25. mars, en nefna má að Þorri Hringsson opn- ar sýningu á verkum sínum í Ráðhúsinu, rithöfundarnir Þórarinn Eldjárn og Einar Már Guðmundsson lesa úr verkum sínum og spjalla við hlustendur í Bakaríinu og um kvöldið flytur Karlakór Dalvíkur söngdag- skrá að Rimum, en að því loknu veður marsinn stiginn fram eftir nóttu. Svarfdælskur mars í 6. sinn Ísafjörður | Rúmlega 400 tonnum af eld- isþorski hefur verið slátrað hjá Hraðfrysti- húsinu Gunnvöru hf. frá áramótum, eða um 30–40 tonnum á viku, að sögn Þórarins Ólafssonar, sjávarút- vegsfræðings og verk- efnisstjóra þorskeldis hjá HG. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta, bb.is. Um er að ræða svipað verð og á síð- astliðnu ári og verðið nú betra en þá, þótt vissulega mætti það vera hærra. Fram kemur í máli Þórarins að hátt gengi krónunnar eyði fyrir þeim, geng- ið mætti vera hagstæðara. Allt hráefni úr þorskeldinu er nú selt inn í frystihúsið og unnið þar og flutt út að mestu til Bretlands eða meginlands Evrópu. Ekk- ert hefur verið hausað eða slægt í gáma til útflutnings síðan í fyrra. 400 tonnum af eldisþorski slátrað ♦♦♦ Fréttir á SMS Innbrot upplýst | Snemma sl. mið- vikudagsmorgun var brotist inn í snyrti- stofuna Hilmu við Garðarsbraut á Húsavík. Útidyrahurð var brotin upp með verkfær- um og nokkru magni af vörum stolið, að verðmæti um 100 þúsund krónur. Lög- reglan á Húsavík upplýsti málið samdæg- urs og hafði uppi á brotamanninum sem vís- aði á þýfið. Skarpur á Húsavík segir frá þessu.    Vesturland | Óvenjumikill doði og deyfð virðist ríkja yfir framboðsmálum á Vest- urlandi á þessu kosningavori, segir á vef Skessuhorns. Þar kemur fram að aðeins liggi fyrir fjögur framboð, þ.e. hjá Sjálf- stæðismönnum í Stykkishólmi annars veg- ar og hinsvegar hafi þrír framboðslistar verið kynntir í nýju sameinuðu sveitarfé- lagi í Borgarfirði og Kolbeinsstaðahreppi. Athygli vekur að í stærsta sveitarfélaginu á Vesturlandi, Akraneskaupstað, hefur enginn framboðslisti enn verið kynntur til sögunnar aðeins rúmum tveimur mánuð- um fyrir kosningadag. Doði og deyfð Safnaðarstarf | Bæjarráð Akureyrar vís- aði í gær erindi frá formanni sóknarnefndar Akureyrarkirkju og sóknarpresti, þess efn- is að aðstaða fengist fyrir safnaðarstarf í fyrirhuguðum Naustaskóla, til verkefnis- liðs um byggingu Naustaskóla. ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.