Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SVEITUNGI minn, Ragnar Ósk-
arsson, fyrrum bæjarfulltrúi og
framhaldsskólakennari hér í Vest-
mannaeyjum, virðist hafa farið öfug-
um megin fram úr rúminu nú nýver-
ið. Afleiðingar þess birtust síðan í
grein Morgunblaðinu fimmtudaginn
2. mars sl. Þar fer Ragnar mikinn og
lætur þung orð falla um íslenska
fiskveiðistjórnunar-
kerfið og lúskrar svo á
mér í leiðinni.
Það er ekki nýtt að
Ragnar fjargviðrist yf-
ir sjávarútvegsmálum
og finni fiskveiðistjórn-
unarkerfinu flest til
foráttu. Mér finnst það
samt nýmæli að hann
sendi mér tóninn af því
tilefni. Ég tel mig ekki
hafa til þess unnið og
veit ekki til að hafa
gert blessuðum mann-
inum neitt. Ég kannast
heldur ekki við að hafa gert neitt það
í störfum mínum að ég verðskuldi
árás frá Ragnari Óskarssyni.
Það rifjaðist upp fyrir mér þegar
ég las skammir Ragnars í minn garð
að hann hefur setið sem varamaður á
Alþingi, fyrir Alþýðubandalagið. Sat
hann á þingi árin 1988, 1989 og 1995.
Það var árið 1990 sem lög um núver-
andi fiskveiðistjórnunarkerfi voru
sett á Alþingi og þeir stjórn-
málaflokkar sem stóðu að lagasetn-
ingunni voru Framsóknarflokk-
urinn, Alþýðuflokkurinn og
Alþýðubandalagið, sá stjórn-
málaflokkur sem Ragnar tilheyrði á
þeim tíma. Það voru þannig flokks-
systkin Ragnars sem settu þau lög
sem kerfið byggist á og Ragnar
skammast út í. Ég fæ ekki betur séð
en að Ragnar beri þar sjálfur ein-
hverja ábyrgð, a.m.k. óbeina. Má
þakka Ragnari það.
Ragnar nefnir í grein sinni að
Norðmenn ætli að hverfa aftur til
fortíðar og banna aðgerðir sem
nauðsynlegar þykja hér á Íslandi til
að stuðla að hagræðingu og bættri
nýtingu aflaheimilda. Það er stað-
reynd að frá því framsal var heimilað
hér á landi hefur mikill meirihluti
aflaheimilda skipt um hendur og má
m.a. þakka því þá miklu hagræðingu
sem orðið hefur í íslenskum sjávar-
útvegi á undanförnum árum. Hag-
ræðingin hefur orðið til þess að
greinin í heild stendur nú miklu
styrkari fótum en áður og stendur
þannig undir velferð í landinu. Sjáv-
arútvegurinn í Noregi nýtur mikilla
ríkisstyrkja og nýjustu
vendingar stjórnvalda
þar í landi munu tæpast
verða til að það breyt-
ist. Þessu er hins vegar
öfugt farið á Íslandi.
Hér er sjávarútvegur-
inn ekki styrktur af al-
mannafé. Vill Ragnar
að íslenskur sjávar-
útvegur verði ríkisrek-
inn og á framfæri
skattborgaranna?
Ragnar sakar
„óprúttna peninga-
menn“ um að flytja
kvóta úr einum stað í annan. Slík við-
skipti eiga sér jafnan stað í tengslum
við hagræðingu sem er forsenda
þess að fyrirtækin geti greitt hærri
laun. Þegar veiðiheimildir eru fluttar
á milli byggðarlaga styður það við
byggð á öðrum stöðum um landið.
Það er heldur ekki sjálfgefið að
fólksfjöldi vaxi í kjölfar bættrar
kvótastöðu. Ég get samt ómögulega
skilið að hann skuli ráðast að mér í
þessu samhengi. Allir sem fylgjast
með sjávarútveginum hér í Eyjum
vita að ég hef verið að auka við veiði-
heimildir fyrirtækis míns, Bergs-
Hugins ehf., í allmörg undanfarin ár
og hef keypt kvóta fyrir 200–400
milljónir króna á hverju ári. Í síðasta
mánuði keypti ég kvóta fyrir 300
milljónir og stuðla þannig að auknu
atvinnuöryggi og bættri afkomu
minna starfsmanna. Jafnframt hef
ég nýlega skrifað undir samning um
nýsmíði á fiskiskipi sem er vænt-
anlegt hingað um næstu áramót. Ég
hef heldur aldrei tekið þátt í því að
selja veiðiheimildir frá Vest-
mannaeyjum, þvert á móti hef ég
keypt heimildir og fyrirtæki hér í
Eyjum, til þess að forða því að kvót-
inn flyttist burt.
Mig langar líka til að nefna það að
mér finnst að Ragnar hefði alveg
getað sagt mér það beint að hann sé
svona ósáttur við mín störf hér í Eyj-
um. Það er ekki það langt á milli okk-
ar að við sjáumst aldrei, við sitjum
meira að segja saman í stjórn eins
fyrirtækis hér í Vestmannaeyjum.
Miðað við þær skoðanir sem Ragnar
virðist hafa á mér yrði ég ekki undr-
andi þótt hann reyndi að bola mér
þaðan út við fyrsta tækifæri.
Lög um stjórn fiskveiða frá 1990
gáfu sjávarútveginum svigrúm til
þess að komast til bjargálna og með
þeim var sköpuð ákveðin festa sem
nauðsynleg er í öllum atvinnurekstri.
Í sjávarútvegi glíma menn við meiri
óstöðugleika en þekkist í flestum
öðrum greinum, einkum vegna
sveiflna í stofnstærð fiskistofna.
Þess vegna er stöðugleiki í starfs-
skilyrðum fyrirtækjunum lífs-
nauðsynlegur. Sjávarútvegur er
meginstoð íslensks efnahagslífs og
afkoma hans skiptir sköpum fyrir
lífskjör almennings hvar sem er á
landinu. Ragnari Óskarssyni væri
nær að kynna sér málin áður en hann
ræðst að fólki sem hefur ekki annað
til saka unnið en að reyna að styðja
við atvinnulíf í sinni heimabyggð.
Það hlýtur að vera hægt að gera
slíka kröfu til manns sem hefur at-
vinnu sína af því að uppfræða ung-
menni hér í Eyjum.
Óverðskulduð árás
Magnús Kristinsson svarar
grein Ragnars Óskarssonar ’Ragnari Óskarssyniværi nær að kynna sér
málin áður en hann ræðst
að fólki sem hefur ekki
annað til saka unnið en að
reyna að styðja við at-
vinnulíf í sinni heima-
byggð.‘
Magnús Kristinsson
Höfundur er útgerðarmaður.
Í FYRIRSPURNARTÍMA á Al-
þingi nýlega urðu miklar umræður
um ástæður þess að enn væri flutt
mikið magn af þotueldsneyti með
tankbílum frá Reykja-
vík til Keflavíkur-
flugvallar sem óhjá-
kvæmilega ylli töfum í
umferðinni og veru-
legri hættu á vegum.
Samgönguráðherra
taldi að þetta myndi að-
allega stafa af drætti á
samþykki varnarliðsins
á notkun birgðageyma
hersins til afnota á
birgðageymum þeirra
eftir að aðstaðan til
beinnar uppdælingar
frá hafnarmannvirkj-
unum í Helguvík en þar hefir síðan
1981 verið í notkun bryggjuaðstaða
fyrir stór úthafstankskip. Þetta er
gamalt mál sem ástæða er til að rak-
ið sé gagnvart almenningi. OLIS sá
um sölu til Loftleiða á Keflavík-
urflugvelli um margra ára skeið og
eru neðangreindar upplýsingar tekn-
ar úr umsókn OLIS til varnar-
máladeildar utanríkisráðuneytisins
með bréfi.
Hin mikla aukning á flutningum á
árunum 1967–1970 og einkum á
árinu 1970 þegar flutningarnir OLIS
námu 25.646 tonnum, leiddi til þess
að þá var fyrir alvöru hafist handa
um að athuga möguleika á uppdæl-
ingu þotueldsneytis á Keflavík-
urflugvöll. Yfirmenn varnarliðsins
höfðu lengi sýnt því mikinn áhuga að
koma slíkri uppdælingu á og höfðu
þá þegar boðið fram afnot af tveim 8
tommu leiðslum þeirra í þessu skyni.
Var þá gengið út frá því að úthafs-
tankskipum myndi lagt fram af
Vatnsnesi í Keflavíkurhöfn. BP Tan-
kers féllst á þessa stað-
setningu og Shell tan-
kers hafði einnig áhuga
á málinu. Var talið að
ná mætti 600–700 tonna
hraða á klukkustund í
uppdælingu. Olís sótti
þá um aðstöðu til bygg-
ingar tveggja 10.000
rúmmetra tanka með
flotúttaki fyrir þotu-
eldsneyti á flugvell-
inum.
Varnarmáladeild ut-
anríkisráðuneytisins
ákvað hins vegar 06.07.
1973 að fresta málinu „vegna fyr-
irhugaðrar endurskoðunar á varn-
arsamningnum“ þar sem mögulegt
væri að geymarými losnaði að endur-
skoðun lokinni. Flugleiðir hf. var
stofnað með sameiningu Loftleiða og
Flugfélagsins árið 1973 en það ár
námu flutningar til Keflavíkur 76.716
tonnum en þar af námu flutningar
OLIS 43.043 tonnum eða 56,1%.
Verkfræðingar frá Shell höfðu síðan
sumarið 1976 samþykkt þessi áform
og eftir það var gert ráð fyrir þrem
10.000 tonna geymum fyrir þotuelds-
neyti, 12 tommu uppdælingarleiðslu
og 2.000 tonna dælingu á klukku-
stund. Miðað var við að úthafstank-
skip lægju fram af Vatnsnesi sem þá
var talin fullnægjandi aðstaða af
hálfu allra viðkomandi stjórnvalda.
Ný umsókn til varnarmáladeildar
var síðan send 13.01. 1978.
Nú kom hins vegar í ljós að Am-
eríkanar voru orðnir þreyttir á þess-
um seinagangi og höfðu í samstarfi
við íslenzk hafnarmálayfirvöld gert
ítarlegar athuganir á nýrri aðstöðu
fyrir uppdælingu á eldsneyti í Helgu-
vík. Varð þetta til þess að enn þurfti
að fresta um sinn afgreiðslu þessa
máls. Ný höfn með bryggju fyrir stór
úthafstankskip var byggð í Helguvík
á árunum 1979–1981. Landflutningar
eru hins vegar enn í gangi eftir 26 ár
og enn er þess beðið að varnarliðið
láti eftir hluta af sínum geymum
undir þotueldsneyti fyrir allt milli-
landaflug. Þorsteinn Pétursson hjá
Shell upplýsti að á síðasta ári hefði
sala á þotueldsneyti á Keflavík-
urflugvelli numið alls um 150.000
tonnum, þar af um 140.000 tonn eða
yfir 90% á vegum Shell og allt flutt
landleiðina.
Uppskipun þotueldsneytis
á Keflavíkurflugvöll
Ønundur Ásgeirsson fjallar um
þróunina í flutningi á þotuelds-
neyti til Keflavíkurflugvallar ’Landflutningar eru hinsvegar enn í gangi eftir 26
ár og enn er þess beðið að
varnarliðið láti eftir hluta
af sínum geymum undir
þotueldsneyti fyrir allt
millilandaflug.‘
Ønundur Ásgeirsson
Höfundur er fyrrverandi
forstjóri Olís.
FYRIR stuttu birtist grein mín
hér í blaðinu um hjónavígslu sam-
kynhneigðra, hjónabandsskilning-
inn og um það sem fráleitt þykir í
þeirri mikilvægu
mannréttindaum-
ræðu. Í lokaorðum
hennar segir: „Ofan-
greind orð eru ekki
sett fram í þeim til-
gangi að brjóta niður
heldur til að upplýsa
um að fáránleikinn í
þessu máli á sér tvær
hliðar.“
Kirkjulegir sér-
fræðingar ríkisins
Þrátt fyrir þennan
fyrirvara skrifar
Kristján Björnsson
ríkisstarfsmaður
grein hér í blaðið
(Mbl. 9.3. sl.) og fer
mikinn í vandlætingu
og hneykslan. Hann
virðist skynja Frí-
kirkjuna sem eins
konar ógn við sig og
nefnir hana (að vísu í
ólíkum orðmyndum)
alls 12 sinnum í grein
sinni!
En grein mín
fjallar alls ekki um
Fríkirkjuna. Hún
kemur hvergi við
sögu í greininni!
Ríkisstarfsmað-
urinn virðist einnig
búa yfir sérfræðings-
kennivaldi í geðlæknisfræðum, því
að í grein sinni dæmir hann mig
hugsjúkan og talar um ofsókn-
aræði í leiðinni.
Ríkisstarfsmaðurinn starfar hjá
þjóðkirkjunni og skrifar vænt-
anlega sem opinber embætt-
ismaður þess ríkis sem á að gæta
hagsmuna allra þegna, óháð trú-
félagaskráningu.
Skyldi það koma sér vel fyrir
þjóðkirkjustofnunina eða hið op-
inbera að hafa slíka sérfræðinga á
sínum vegum sem álykta og
greina af svo mikilli fagmennsku?
Ríkisstarfsmaðurinn hefur ekk-
ert nýtt að segja um meginefnið.
Hann vill bíða eftir að sérfræð-
ingar þjóðkirkjustofnunarinnar
birti sinn dóm á næsta ári eins og
lýðnum hefur verið gert kunnugt.
Þá mun stofnunin opinbera hvaða
samfélagshópar fá að nálgast Jesú
Krist beint og njóta náðar hans.
Og þá munum við einnig fá að vita
hverja stofnunin útilokar frá náð
Jesú Krists.
Mikið hljótum við hin sem erum
ósammála þessu að hafa misskilið
lúterskuna og lúterskan kirkju-
skilning. Hér virðist ríkistrúar-
stofnunin gerð æðri ef ekki óháð
hinum opinbera umræðuvettvangi
sem er jú kjarninn í nútíma lýð-
ræðissamfélögum.
Verði ljós
Ríkisstarfsmaðurinn vill að það
verði ljós í Fríkirkjunni! Ég
fagna.
Stofnun Fríkirkjunnar í lok 19.
aldar var sem ljós í myrkri og
markaði sannarlega tímamót í ís-
lenskri kirkjusögu. Í dag eru frí-
kirkjur í örum vexti hér á landi
sem og víða um heim.
Nýliðin öld vitnar augljóslega
um stöðugt undanhald ríkiskirkna
og það svo mjög að þar sem þær
eru enn til staðar þora starfsmenn
þeirra ekki að nefna þær réttu
nafni. Þær eru víða taldar hamla
og jafnvel skaða eðlilega þróun
hins kristna anda í samfélaginu og
þola alls ekki vöxt frjálsra kirkna.
Forstöðumenn Fríkirkjunnar í
Reykjavík hafa sent biskupi þjóð-
kirkjunnar ýtarlegt erindi þar sem
fjallað er um stöðu Fríkirkjunnar
og ójafna stöðu trúfélaga í land-
inu. Þar segir m.a.: „Fríkirkjan er
ætíð reiðubúin að ræða við biskup
Íslands og einkum um allt það
sem stuðlar að eflingu Guðs ríkis
á meðal manna.“
Biskupi er fullkunnugt um hróp-
lega ójafna stöðu trú-
félaga í landinu. Hann
veit að við væntum
svars. Ekkert svar
hefur borist frá bisk-
upi. Í þrjú ár og fjóra
mánuði höfum við beð-
ið eftir svari frá bisk-
upi. Þögnin viðheldur
mismunun og rang-
læti.
Ekki útiloka
Trúfélagið Fríkirkj-
an í Reykjavík byggir
nákvæmlega á þeim
sama trúargrunni og
íslenska þjóðin hefur
byggt á um aldir.
Það eru mörg og
margvísleg ljós sem
loga í Fríkirkjunni í
Reykjavík. Sum eru
stór, önnur lítil. Sum
veik, önnur sterk og
síðan allt þar á milli.
Sum eru blátt áfram
og auðsýnileg. Önnur
dulúðug, seiðandi,
furðuleg og heillandi.
Við trúum að þau hafi
öll upprunalega fengið
loga sinn frá því frum-
glæði ljóssins sem við
flest syngjum um á
ljósanna hátíð hvert
ár. Við trúum að allir
menn eigi nú þegar jafnan aðgang
að Jesú Kristi og náð hans.
Fríkirkjan í Reykjavík rúmar
margar ólíkar skoðanir og það er
afar mikilvægt. Fríkirkjan fagnar
fjölbreytileika sköpunarinnar en
lítur ekki á hann sem ógn eða
synd.
Fríkirkja er fólk á vegferð. Við
höfum ekki höndlað sannleikann.
Hver sú trúarstofnun sem telur
sig hafa höndlað stóra sannleikann
er þegar dæmd af fyrsta boðorð-
inu og hefur snúist upp í and-
hverfu sína.
Við leitumst við, í auðmýkt, að
vera höndluð af sannleikanum og
ganga í því nýja ljósi sem Guð
gefur hvern dag.
Mannréttindi og trú – eitt ljós
Fríkirkjan í Reykjavík hefur
leitast við að hafa víðsýni, um-
burðarlyndi og mannréttindi að
leiðarljósi.
Það var í þeim kristna anda sem
framsýni fríkirkjupresturinn og
alþingismaðurinn Ólafur Ólafsson
sagði í baráttu sinni fyrir rétt-
indum kvenna, fyrir meira en öld:
„… Það á að koma og kemur ein-
hvern tíma sá tími, að konur sitja
hér á þingmannabekkjum og taka
þátt í löggjöf lands og þjóðar, að
konur sitja í dómarasætum, boða
guðsorð, gegna læknastörfum,
kenna við skóla og rækja hver
önnur störf, sem karlmennirnir nú
hafa einkarétt til að hafa með
höndum … Það kemur að því ein-
hvern tíma, að þetta, sem nú
þykja öfgar, mun þykja í alla staði
eðlilegt.“
Öld er liðin. Það sem þá taldist
öfgar þykir nú í alla staði eðlilegt.
Það sem þá taldist óraunsæ
draumsýn er nú hluti af okkar
hversdagsveruleika. Það sem áður
var talið ganga í berhögg við Guðs
vilja, skikkan skaparans og rót-
grónar hefðir telst nú kristilegt og
alveg aldeilis sjálfsagt.
Göngum öll saman í ljósi Guðs.
Hættum að útiloka og dæma.
Uppgötvum frekar nýja hluti sam-
an.
Ljósin í Fríkirkj-
unni í Reykjavík
Hjörtur Magni Jóhannsson
fjallar um Fríkirkjuna
Hjörtur Magni
Jóhannsson
’Fríkirkjan íReykjavík rúmar
margar ólíkar
skoðanir og það
er afar mik-
ilvægt. Fríkirkj-
an fagnar fjöl-
breytileika
sköpunarinnar
en lítur ekki á
hann sem ógn
eða synd.‘
Höfundur er forstöðumaður
og prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík.