Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 31

Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 31 UMRÆÐAN HEILBRIGÐISSTEFNA til framtíðar – á hvaða leið erum við? var yfirskrift málþings sem haldið var 10. mars sl. Á málþinginu var lögð fram skýrsla, svokallaðrar „Jónínunefndar“, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipaði fyrir rúmum tveimur árum og hafði það hlutverk að endurskilgreina verksvið innan heilbrigðisþjónustu. Í skýrslunni er m.a. fjallað um al- menn atriði heilbrigðisþjónust- unnar, skipulag hennar og hlutverk sjúkrahúsanna en síðast og ekki síst er fjallað um fjármögnum heil- brigðisþjónustu. Þær tillögur sem nefndin leggur til að verði skoðaðar til að mæta vaxandi fjárþörf heil- brigðisþjónustunnar hafa vakið mikil viðbrögð. Eru þau skiljanleg í ljósi þess að þær tillögur ganga í berhögg við það velferðarsamfélag sem við teljum okkur búa við um jafnt aðgengi allra til heilbrigð- isþjónustu. Tillögur nefndarinnar ganga m.a. út á að skoðaður verði möguleiki á tvöföldu heilbrigðiskerfi, þ.e. að þeir efnameiri geti greitt hærra gjald fyrir heilbrigðisþjónustu og fái skjótari þjónustu en þeir sem greiða almennt gjald. Það þarf vart að taka það fram að ÖBÍ leggst ein- dregið gegn öllum slíkum tillögum enda sýnt að slíkt er ávísun á ójöfn- uð og dýrara heilbrigðiskerfi. For- maður nefndarinnar sagði í viðtali við fjölmiðla, að ekki væri hægt að halda áfram í sama fari, það yrðu að koma nýjar hugmyndir um hvernig fjármagna ætti heilbrigðiskerfi sem krefðist sífellt meiri útgjalda og að sá kostnaður ætti eftir að aukast vegna hærri lífaldurs þjóðarinnar. Eitthvað yrði að gera þegar svo væri komið að skurðstofur stæðu tómar og ónotaðar sökum fjár- skorts. Það vekur athygli að á sama tíma og skurðstofur standa tómar sökum fjárskorts og lagt er til að komið verði á tvöföldu heilbrigðiskerfi er stefnt að byggingu hátæknisjúkra- húss sem áætlað er að kosti að lág- marki 36 milljarða að sögn nýs heil- brigðisráðherra. Hlýtur sú spurning að vakna hvort bygging hátæknisjúkrahúss sé svar við fjár- hagsvanda heilbrigðiskerfisins. Í öllu falli hefur heildarsamtökum sjúkra og fatlaðra ekki verið sýnt fram á að framkvæmdin muni leiða til betri þjónustu. Önnur tillaga nefndarinnar til að mæta sífellt meiri fjárþörf heil- brigðiskerfisins eru aukin not- endagjöld. Á sama tíma og þær til- lögur eru lagðar fram benda sérfræðingar Tryggingarstofnunar ríkisins á, í skýrslu sinni „Réttlátari notendagjöld í sjúkratryggingum á Íslandi“, að ekkert bendi til að þau lönd sem hafa hlutfallslega há not- endagjöld hafi lægri heilbrigð- isútgjöld. Aukin notendagjöld dragi ekki úr auknum kostnaði við heil- brigðisþjónustu. Tilraunir sem hafa verið gerðar til að draga úr vaxandi kostnaði og meintri óþarfa notkun á heilbrigðisþjónustu, með því að auka notendagjöld, hafa sýnt að notendagjöld eru ámóta líkleg til að draga úr nauðsynlegri þjónustu og ónauðsynlegri. Rannsóknir hafa sýnt fram á að aukin notendagjöld geta orðið til þess að þeir efnaminni leiti síður eftir læknisþjónustu og við það aukist heildarkostnaður við heilbrigðiskerfið. Hærri not- endagjöld geta því leitt til frekari heilsuskaða þeirra sem ekki hafa efni á að greiða fyrir læknisþjón- ustu. Heilsuskaðinn, sem hefði mátt bæta með læknisheimsóknum í byrjun, verður þann- ig að meiriháttar að- gerð með tilheyrandi óþægindum og heil- brigðiskostnaði. Á fundi formanna og framkvæmda- stjóra aðildarfélaga ÖBÍ í febrúar sl. var samþykkt ályktun um mikilvægi þess að all- ir kostir varðandi há- tæknisjúkrahús verði gaumgæfilega skoð- aðir með fulltrúum notenda þjónustunnar. Mestu skipti að komið sé til móts við þarfir fatl- aðra, aldraðra og sjúkra við upp- byggingu á sjúkrahúsþjónustu. Með þessari ályktun vill ÖBÍ hvetja til umræðu þar sem notendur þjón- ustu eru hafðir með í ráðum og þeir spurðir hvernig þjónustu þeir vilja. Með nýrri stefnu í heilbrigð- ismálum sem gengur í takt við aðr- ar framsýnar þjóðir hljótum við að leggja aukna áherslu á nærþjón- ustu við notendur og þverfaglegan stuðning út í samfélagið. Í öllum nútíma þjónustufyr- irtækjum er ánægja viðskiptavina grundvallaratriði fyrir afkomu fyr- irtækisins samhliða skynsamlegum rekstri og fjárfestingum. Heilbrigð- isþjónusta lýtur sömu lögmálum að því leyti að hana þarf að móta út frá þörfum notenda og hún þarf að vera einstaklingsmiðuð þar sem enginn notandi hefur nákvæmlega sömu þarfir. Hingað til hefur stefnumótun í heilbrigðisþjónustu að mestu farið fram með þátttöku stjórnmálamanna og heilbrigð- isstarfsfólks. Hagsmunasamtök fatlaðra, sjúkra og aldraðra, sem eru helstu notendur heilbrigð- isþjónustu, hafa í allt of litlum mæli komið að þeirri stefnumótun. Heild- arsýn í heilbrigðisþjónustu getur ekki talist árangursrík án þátttöku þeirra. ÖBÍ hvetur stjórnvöld til að koma á víðtæku samstarfi til að vinna að stefnumótun í heilbrigð- isþjónustu. Leggur ÖBÍ áherslu á að sú vinna fari af stað sem allra fyrst áður en lengra er haldið í skipulagsbreytingu heilbrigðismála á Íslandi. Heilbrigðisþjónusta – fyrir hverja? Sigursteinn Másson og Hafdís Gísladóttir fjalla um rekstur heilbrigðiskerfisins ’ÖBÍ hvetur stjórnvöldtil að koma á víðtæku samstarfi til að vinna að stefnumótun í heilbrigð- isþjónustu.‘ Hafdís Gísladóttir Sigursteinn er formaður ÖBÍ. Hafdís er framkvæmdastjóri ÖBÍ. Sigursteinn Másson Í SÍÐUSTU stóru kosningum um sam- einingu sveitarfélaga var sameining sam- þykkt á einu samein- ingarsvæði á landinu öllu. Það voru íbúar Fjarðabyggðar, Aust- urbyggðar, Fá- skrúðsfjarðarhrepps og Mjóafjarðar- hrepps, sem einir tóku undir markaða stefnu ríkisstjórnar Íslands og sam- þykktu fram komna tillögu um samein- ingu þessara sveitar- félaga. Áður höfðu Reyðarfjörður, Eski- fjörður og Neskaup- staður sameinast í Fjarðabyggð, svo og Stöðvarfjörður og Búðahreppur í Aust- urbyggð. Það er staðreynd, að til þess að samein- ing sveitarfélaga heppnist vel og upp- fylli kröfur og vænt- ingar íbúanna, þurfa ákveðnir grunnþjón- ustuþættir að vera í góðu lagi og eru samgöngur þá afar ofarlega á blaði. Því ef samgöngur innan sveitarfélags eru ótryggar og erf- iðar nær sameiningin einfaldlega ekki að virka fyllilega og hamla eðlilegum samskiptum innan sveit- arfélagsins. Sú er einmitt raunin í Fjarða- byggð, vegurinn um Oddsskarð með Oddsskarðsgöngum er sá far- artálmi sem verulega hindrar eðli- leg samskipti og samgang innan sveitarfélagsins (ekki hvað síst hugarfarslega). Þetta blasir nú enn betur við þegar hin frábæru Fáskrúðsfjarðargöng eru komin í notkun, með styttingu vegalengda og bættu aðgengi suðurfirðinga að stærra atvinnusvæði m.a. með til- liti til atvinnu við álver Alcoa og uppbyggingar þess. Það er því orðið aðkallandi svo ekki sé meira sagt, að tekin verði ákvörðun um ný jarðgöng á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og um þau hafist handa sem allra fyrst. Það er fleira en bara ofangreint sem kallar á að sem fyrst verði byrjað á nýjum Norðfjarðar- göngum. Hér í Norðfirði eru stað- settar mikilvægar stofnanir sem þjóna Austurlandi öllu, þar sem hér eru bæði Fjórðungssjúkrahús Austurlands og Verkmenntaskóli Austurlands. Auk þess sem vöru- flutningar á landi hafa stórlega aukist á undanförnum árum. Það þarf ekki sérlega glöggan ein- stakling til að sjá að umferð stórra vöruflutningabíla, oft með stóra aftanívagna skapar mikla hættu á slysum á þessum mjóa og hlykkjótta vegi sem Norðfjarð- arvegur er, og eru íbúar við göt- urnar neðan vegarins á Eskifirði í mestri hættu ef eitthvað út af bregður, að bílstjórum og farþeg- um undanskildum. Þá gerist það æ oftar að umferð tefst í Odds- skarðsgöngum vegna þess að stór- ir vöruflutningabílar festast í göngunum eða eiga í erfiðleikum með að komast í gegn- um göngin sökum þess hve þröng þau eru. Nú í vetur hafa staðið yfir umfangs- miklar og kostn- aðarsamar end- urbætur á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, bæði húsnæðinu sjálfu og tækjakosti, og hefur röntgendeildin m.a. gengið í endurnýjun lífdaga og er hún nú búin fullkomnustu tækjum sem völ er á þ.á m. fullkomnu sneiðmyndatæki. Það kom fram í fréttum í svæðisútvarpi Austur- lands á dögunum að starfsemi sjúkrahúss- ins hefur verið að vaxa umtalsvert á síð- ustu misserum og er það vel. Enda hefur mikilvægi sjúkrahúss- ins aukist verulega með tilkomu þeirra miklu fram- kvæmda sem hér eru nú hafnar og allri þeirri uppbyggingu og fólks- fjölgun sem fyrirsjáanleg er í ná- inni framtíð. Ný Norðfjarðargöng eru því orðin afar brýn framkvæmd sem ráðast þarf í hið fyrsta til að styrkja hér stoðir samfélagsins og klára þar með sameiningu þessara sveitarfélaga. Því vil ég beina því til sam- gönguyfirvalda að taka með vel- vilja öllum þeim ábendingum sem fram hafa komið að undanförnu, og sem eiga vafalaust eftir að koma fram á næstu mánuðum, varðandi þetta mikilvæga málefni okkar Austfirðinga. Ný Norðfjarðargöng – Mikilvægari en nokkru sinni Hjörvar O. Jensson fjallar um samgöngubætur Hjörvar O. Jensson ’… vegurinn umOddsskarð með Oddsskarðs- göngum er sá farartálmi sem verulega hindrar eðlileg samskipti og samgang inn- an sveitarfé- lagsins …‘ Höfundur er bankamaður og áhuga- maður um samfélagsmál. Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábátaeigendum, þar sem ekk- ert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.