Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÚ BÍÐUR afgreiðslu á borði iðn-
aðar- og viðskiptaráðuneytis fjöldi
umsókna um rann-
sóknar- og nýtingarleyfi
á hinum ýmsu svæðum í
náttúru Íslands. Lög og
reglur á þessu sviði eru
afar frumstæð og ekk-
ert sem bendir til ann-
ars en að virkjunar- og
nýtingarleyfi verði gefin
þeim sem hafa fjárfest í
rannsóknum. Ég end-
urtek; gefin. Ekki eru til
nein lög um gjaldtöku
fyrir nýtingarleyfi svo
erfitt er að sjá annað en
að þeir sem fá nýting-
arleyfi fái í raun orkuna afhenta end-
urgjaldslaust.
Hvað liggur mönnum á?
Fyrstur kemur fyrstur fær! Þótt
engin þörf sé fyrir orkuna í bráð og
ljóst að hagkerfið þolir ekki meiri upp-
byggingu stóriðju liggur orkufyr-
irtækjum, fjárfestum og öðrum hags-
munaaðilum á að merkja sér svæðin.
Ástæðan er nýfengið frelsi á raf-
orkumarkaði. Þeir sem ekki taka þátt
í kapphlaupinu sitja eftir orkulinda-
lausir. Hlutabréf í þeim fyrirtækjum
verða lítils virði á væntanlegum orku-
markaði miðað við þau sem eiga nýt-
ingarréttinn á orkulindum Íslands.
Það hafa menn lært á reynslunni í
sjávarútveginum. Hlutabréf í sjáv-
arútvegsfyrirtæki eru
lítils virði útaf fyrir sig
ef ekki fylgir með einka-
réttur á að veiða fiskinn
í sjónum. Ekkert þeirra
opinberu, hálfopinberu
og einkafyrirtækja sem
sótt hafa um rannsókn-
arleyfi á orkulindum Ís-
lands ætlar að láta það
henda sig.
Drifkraftur stór-
iðjustefnunnar?
Þegar þessir aðilar
hafa fengið rannsókn-
arleyfin sín frá iðnaðarráðherra munu
þeir senda nokkra jarð-, vist- og líf-
fræðinga til að safna gögnum og rann-
saka hvort ekki sé örugglega allt í lagi
að sökkva landi og bora. Rannsóknir
kosta töluverða peninga en eru engu
að síður góð fjárfesting ef vel er á mál-
um haldið því ef ekki fara fram rann-
sóknir missa leyfishafar leyfið og þar
með væntanlegan nýtingarrétt. Vegna
fjárfestingar í rannsóknum er hins
vegar áríðandi að búið sé að finna
kaupanda að orkunni þegar nýting-
arleyfið er í höfn. Það getur jafnvel
verið snjallt að útvega kaupandann
áður en leyfið er fengið, ekki síst ef
það er orkufrek stóriðja sem gæti
skapað nokkur verksmiðjustörf í ná-
lægum firði. Slíkt hljómar vel í eyrum
sveitarstjórnarmanna viðkomandi
byggðar, einkum ef byggðin á í vök að
verjast, og getur liðkað til fyrir því að
nýtingarleyfið fáist hjá ráðherra.
Náttúra Íslands er kjöt
Ráðamenn þjóðarinnar hamra á því
að vatnsföll og jarðhiti landsins séu
vannýttar auðlindir sem þeim beri
heilög skylda til að virkja til heilla og
hagsbóta fyrir þegna sína. Sláandi er
sú staðreynd að í núverandi auðlinda-
lögum er ekki á nokkurn hátt gert ráð
fyrir því að ósnortin náttúra sé auð-
lind í sjálfri sér og að verndun hennar
bjóði upp á arðbæra nýtingu. Í lönd-
unum í kringum okkur þykja þetta þó
sjálfsögð viðhorf. Náttúra Íslands hef-
ur hins vegar ekki að neinu marki ver-
ið rannsökuð nema með gleraugum
þeirra sem ætla að virkja hana. Þar
sem hestamenn sjá gæðing sjá slátr-
arar kjöt.
Öfug sönnunarbyrði
Það er hlálegt að fyrir mun minna
fé en varið hefur verið til að auglýsa
Ísland sem paradís álrisa hefði mátt
klára grunnrannsóknir á náttúrufari á
hálendi Íslands. Þá stæðum við e.t.v.
ekki í þeim sporum að fjárvana ein-
staklingar og félagasamtök þyrftu að
sanna að það borgi sig ekki fyrir þjóð-
ina að eyðileggja þessa eða hina nátt-
úruperluna til að stinga álveri í sam-
band við rafmagn. Þá væri þessu
kannski á hinn veginn farið að þeir
sem hafa hagsmuni af að virkja þyrftu
að sýna fram á að slíkt borgaði sig
frekar fyrir þjóðina en að eiga um-
rædda náttúruperlu um alla framtíð.
Framtíðargull á útsölu
Allt bendir til þess að orkuverð sé á
hraðri uppleið á heimsvísu, einkum á
olíu og gasi. Það eru líka töluverðar
líkur á að eftir 5–10 ár verði raforka á
formi vetnis raunæfur valkostur við
bensín á bíla, skip og jafnvel flugvélar.
Þá er ekki ólíklegt að þjóðinni þyki
slæmt að útvaldir einkaaðilar séu bún-
ir að slá eign sinni á orkulindir lands-
ins. Það er líka sennilegt að þá þyki
mörgum illt að sömu aðilar verði búnir
að gera samninga áratugi fram í tím-
ann um söluna á orkunni til stóriðju á
mun lægra verði en nauðsynlegt var.
Nú þarf að segja stopp!
Áður en fleiri rannsóknarleyfi á
auðlindum í jörðu verða veitt þarf að
klára að semja lög um hvernig auð-
lindum skal útdeilt og ákveða hvernig
skuli greiða fyrir nýtingu á þeim. Inn í
þessi lög verður að taka það sjónarmið
að verndun náttúrunnar geti einnig
verið arðbær nýting. Klára þarf
grunnrannsóknir á náttúru hálendis
Íslands svo hægt verði að taka hag-
kvæma ákvörðun um hvernig skuli
ráðstafa þessum þjóðarverðmætum.
Snúa verður sönnunarbyrði um hag-
kvæmni við þannig að þeir sem sækja
um nýtingu á tilteknu svæði þurfi með
óyggjandi hætti að sýna fram á hag-
kvæmni framkvæmda umfram vernd-
un. Þessa grundvallarreglu verður að
setja þegar farið er í óafturkræfar
framkvæmdir í náttúru landsins: Ef
vafi leikur á um hagkvæmni fram-
kvæmda umfram verndun og sjálf-
bæra nýtingu ber að hætta við þær
framkvæmdir.
Kapphlaupið um orkuauðlindirnar
Dofri Hermannsson fjallar um
náttúruauðlindir ’Áður en fleiri rannsókn-arleyfi á auðlindum í
jörðu verða veitt þarf að
klára að semja lög um
hvernig auðlindum skal
útdeilt …‘
Dofri Hermannsson
Höfundur er meistaranemi í hagvís-
indum með áherslu á umhverfis- og
auðlindahagfræði og nýsköpunar- og
frumkvöðlafræði og skipar 7. sæti á
lista Samfylkingar.
ÞAÐ er alkunna að fylgi kennara
við styttingarhugmyndir þær um
framhaldsskólann sem
nú eru í farvatninu er
lítið. Á fundi sem
menntamálaráðherra
hélt í MH í febrúar
2005 til að kynna
kennurum fyrirhugaða
styttingu framhalds-
skólans í landinu, var
fátt um rökræður.
Ráðherra talaði mikið
og lengi og kennarar
fengu lítið svigrúm til
þess að fara ofan í mál-
ið með ráðherra eða
fylgdarliði hans,
ástæður þess, framgang og allt sem
ræða þarf í svona stóru máli. Síðan
hefur ekkert af óskýrðum atriðum
heldur verið skýrt nánar fyrir kenn-
urum að viðunandi marki. Kenn-
arar, nemendur og landsmenn allir
standa því frammi fyrir því að fram-
kvæmdin muni skella á með lélegum
undirbúningi. Kennarar eru all-
flestir afar óánægðir með framvindu
málsins í öllum meginatriðum.
Ég tek fram að ég er einn þeirra
sem eru á móti styttingunni. Ástæð-
ur fyrir því eru þær að ég sé ekki
gagnið sem af þessu á að hljótast en
sé hins vegar glögglega hvernig
þessar breytingar munu koma niður
á færni og kunnáttu nemenda og
ennfremur að menntunarstig þjóð-
arinnar lækkar við þetta og það er
ekki til bóta í harðri þekking-
arsamkeppni nútímans. Ég er hins
vegar mjög meðmæltur endur-
skoðun og endurbótum á náms-
tilhögun í skólakerfinu, þar með tal-
ið bæði grunnskólanum og
kennaramenntuninni. Kennarar
sem hafa tjáð sig um stytting-
armálið á opinberum vettvangi eru
flestir á móti breytingunni og hafa
fært fyrir afstöðu sinni aragrúa af
gildum rökum sem
snerta málið beint.
Menntamálaráðherra
hefur hins vegar engin
rök fært fyrir breyt-
ingunni. Á áðurnefnd-
um fundi leitaði ég að
rökunum í máli ráð-
herra en fann aðeins
þrennt sem kalla
mætti ástæður fyrir
styttingunni, en engin
þeirra er í raun rök-
semd. Þessi þrjú atriði
voru: „eðlilegt fram-
hald“, „svigrúm hefur
skapast“ og „eins og í nágranna-
löndunum“. Eðlilegt framhald af
hverju? Hvernig og hvers konar
svigrúm? Hver er þörfin á því að við
Íslendingar séum eins og Danir?
Ekkert af þessu sannfærir mig um
nauðsyn breytinganna sem eru boð-
aðar.
Hins vegar lagði ráðherra á það
þunga áherslu að sparnaður í rík-
isfjármálum væri ekki ein af ástæð-
unum fyrir styttingu. Einnig lagði
hann sterka áherslu á að námið
myndi ekki skerðast við þessa stytt-
ingu námstímans þar sem annað
kæmi á móti, nokkrir dagar fyrr á
haustin og seinna á vorin, en núna
er. Eitt eða jafnvel bara hálft ár =
fáeinir dagar, er stærðfræði sem
ekki gengur upp, þannig að fullyrð-
ingin virkar strax grunsamleg. Nú
er líka komið í ljós að svo er. Til-
lögur að aðalnámskrá framhalds-
skólanna eftir styttingu hafa litið
dagsins ljós. Þar kemur fram að í
sumum tilvikum er tveim áföngum
slengt saman í einn og námið á þeim
sviðum þannig minnkað um 50%.
Áfangar eru í öðrum tilvikum felldir
brott.
Námsframboðið er skert strax í
fyrstu drögum námskrárinnar,
þrátt fyrir yfirlýsingar ráðherra og
sparnaður ríkissjóðs við styttinguna
er svo augljós að það er hreinn
barnaskapur að halda öðru fram.
Þar með er ráðherra orðinn uppvís
að blekkingum og falskri máls-
meðferð. Ekki styrkist rýrt fylgi
kennara við málið við það.
Nú hefur aðstoðarmaður ráð-
herra reiknað þetta allt fyrir okkur
á síðum Morgunblaðsins og sýnt
fram á að skerðingin á náminu verð-
ur aðeins 4,6%. Samt mun þurfa að
segja upp u.þ.b. 20% kennara. Þess-
ir útreikningar segja okkur að sjálf-
sögðu að skólakerfið muni stórbatna
við þessa aðgerð, eða hvað? Nokk-
urn veginn sama magn kennslu (-
4,6%) mun eiga sér stað í fram-
haldsskólum og þar að auki mun
heilmikið nám bætast við í grunn-
skóla þar sem enginn er reyndar
tilbúinn til að taka við því.
Styttingarmálið er svo van-
hugsað, óvinsælt og erfitt í fram-
kvæmd, eins og það er boðað, að það
er í raun ekkert vit í öðru en að
hætta algjörlega við það að sinni og
taka endurskoðun skólakerfisins til
nýrrar meðhöndlunar á allt öðrum
forsendum og af meiri metnaði.
Vandamál skólakerfisins er nefni-
lega alls ekki lengd námstímans eða
annar ytri aðbúnaður heldur fyrst
og fremst innra starfið, áherslur og
aðferðir – of lítill árangur, alls ekki
of mikill.
Ráðherra virðist alls ekki gera
sér grein fyrir einu meginatriði sem
snertir þetta mál: Það er órjúf-
anlegt samband á milli menntunar
og mannauðs. Því þýðir ekkert að
breyta skólakerfinu með styttingu
eða illa grunduðum aðgerðum, sem
leiða til lakari útkomu. Mannauð-
urinn minnkar þá bara og nýtist
verr og síður. Ríkisstjórnin hefur
kallað eftir betri nýtingu og eflingu
mannauðs í landinu og því er þetta
offors í styttingarmálinu með öllu
óskiljanlegt og í raun í andstöðu við
stefnu ríkisstjórnarinnar.
Lækkandi menntunarstig
þjóðarinnar og vaxandi
mannauður
Páll Imsland fjallar
um menntamál ’Styttingarmálið er svovanhugsað, óvinsælt og
erfitt í framkvæmd, eins
og það er boðað, að það
er í raun ekkert vit í öðru
en að hætta algjörlega
við það að sinni …‘
Páll Imsland
Höfundur er jarðfræðingur og
menntaskólakennari.
NÆRRI lætur að um fjórðungur
heimilisúrgangs sé umbúðir enda
fylgja þær nánast öllu því sem keypt
er. Neytendur virðast sammála um
að minnka skuli umbúðir, eftir því
sem aðstæður leyfa, en hver á að
gera það?
Umbúðir eru búnar
til úr mismunandi efn-
um á borð við (frauð)
plast, pappír og kart-
on, málm, gler eða
blöndu af þeim. Gott
dæmi eru leikföng sem
pökkuð eru inn í
pappakassa með
glugga úr glærri plast-
filmu. Inn í kassanum
er svo gjarnan spjald
úr stífum pappa. Til að
halda öllu á sínum stað
er svo notað ýmist
glært hart plast eða
málmbönd. Aukahlutir
koma síðan oft í litlum
plastpokum eða þeim
haldið saman með öðr-
um hætti. Utan um
þetta er síðan oft gjafa-
pappír eða -plast. Þeg-
ar leikfangið er loks
komið í notkun liggur í
valnum mikill fjöldi
umbúða sem er oft
mun meiri að fyrirferð
en sjálft leikfangið.
Engin þessara umbúða hentar vel til
endurvinnslu og því þarf að brenna
þær eða urða. Að vísu hafa neytendur
ekki mikil áhrif á því hvernig vörur
eru settar fram í verslun en ljóst má
vera að öll innpökkunargleði kemur
ekki að kostnaðarlausu; um er að
ræða kostnað sem fylgir vörunni og
kemur því fram í verðinu. Það er
áhugavert rannsóknarefni hvort
sambærileg vara sem kemur með
færri umbúðum sé kannski fáanleg?
Nettó kílóverðið af vöru í smærri
neytandapakkningum er nefnilega
oft miklu hærri en ef keypt er í stærri
einingum. Gott dæmi þar um eru
örfáar skrúfur eða naglar í plastboxi,
stykkja-pakkað nammi, hentug lítil
dós af niðursuðuvöru svo bara eitt-
hvað sé nefnt.
Pokaflóðið
Heimilisinnkaupunum fylgir líka
gjarnan flóð af plast- og bréfpokum
inn á heimilið. Algengt er að (auka)
poki sé settur utan um vöru – sem
þegar er pökkuð tryggilega. Það væri
fróðlegt að telja hversu margir pokar
berist inn á heimilið og síðan mætti
spyrja sig hvort ekki væri hægt að
draga úr fjölda þeirra. Væri til dæm-
is mögulegt að draga úr notkun burð-
arpoka með því að geyma nokkur
stykki í bílnum og endurnota þegar
verslað er næst? Eða taka með sér
innkaupatösku eða margnota tau-
poka? Eða afþakka aukapoka utan
um vörur sem keyptar
eru sér? Árlega eru
seldar um 16 miljónir af
burðarpokum á Íslandi,
að meðaltali um 125 á
hvert heimili …
Úrvinnslugjald
Úrvinnslusjóður hef-
ur frá og með áramótum
tekið upp svo nefnt úr-
vinnslugjald á umbúðir.
Markmiðið er að skapa
sem hagkvæmust skil-
yrði fyrir endurnotkun,
endurvinnslu og end-
urnýtingu umbúða. Fyr-
irkomulagið er svipað
og gildir fyrir spilliefni;
úrgangshafinn getur
losað sig við flokkaðan
umbúðaúrgang á næstu
gámastöð eða endur-
vinnslustöð, sér að
kostnaðarlausu þar sem
inni í kaupverðinu er
innifalið ákveðið gjald
sem nægir fyrir flutn-
ingi og endurnýtingu
eða förgun þegar um-
búðir eru orðnar að flokkuðum úr-
gangi. Úrvinnslugjald er þannig not-
að til að greiða fyrir meðferð
flokkaðs úrgangs á söfnunar-
stöðvum, flutning, endurnýtingu,
endurvinnslu eða förgun með eða án
skilagjalds.
Úrgangshafinn getur þar með tak-
markað það úrgangsmagn sem hann
annars myndi setja í ruslatunnuna
sína heima. Íbúar í þeim sveitar-
félögum eða hverfum þar sem boðið
er upp á sveigjanlega sorphirðu geta
þar með hugsanlega dregið úr los-
unartíðninni og borgað lægra sorp-
hirðu- og eyðingargjald. Sveitarfélög
hafa í hyggju að bjóða upp á sveigj-
anlega sorphirðu í náinni framtíð,
m.a. til að stuðla að betri flokkun og
endurnýtingu úrgangs. En hvað sem
öllum aðgerðum sveitarfélaga liður,
er árangurinn í að minnka úrgangs-
magn frá heimilum að verulegu leyti
undir neytendunum sjálfum kominn.
Ert þú með?
Viltu poka?
Cornelis Aart Meyles
fjallar um umbúðir
Cornelis Aart Meyles
’Neytendurvirðast sammála
um að minnka
skuli umbúðir,
eftir því sem að-
stæður leyfa, en
hver á að gera
það?‘
Höfundur er sérfræðingur
hjá Umhverfisstofnun.
Fréttasíminn
904 1100