Morgunblaðið - 17.03.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 17.03.2006, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Böðvar Guð-mundur Bald- ursson fæddist í Reykjavík 25. júní 1948. Hann lést á heimili sínu 8. mars síðastliðinn. For- eldrar hans eru Marta Kristín Böðv- arsdóttir, f. 14. september 1931 og Baldur Guðmunds- son, f. 11. apríl 1929. Böðvar ólst upp að miklu leyti hjá móðurömmu sinni Signýju Bjarnadóttur, f. 8. mars 1893, d. 23. mars 1975. Böðvar var elstur sinna systkina sambýliskona hans er Sigrún Hrefna Sverrisdóttir, f. 27. sept- ember 1969, og eiga þau nýfædd- an son, f. 5. mars sl., 2) Signý Marta, f. 29. júlí 1970, gift Páli Gunnari Pálssyni, f. 15. septem- ber 1967, synir þeirra eru Oliver Ómarsson, f. 23. ágúst 1990, Sig- urður Páll Pálsson, f. 24. mars 1992, Arnór Harðarson, f. 23. júní 1997 og Böðvar Bragi Pálsson, f. 28. maí 2003 og 3) Haukur, f. 30. apríl 1972. Böðvar starfaði hjá Brimborg hf. og var áður starfsmaður hjá forverum Brimborgar, Velti hf. og Gunnari Ásgeirssyni hf. Böðv- ar var vörustjóri í verslun Brim- borgar á atvinnutækjasviði og bar ábyrgð á sölu- og vörustjórn- un varahluta fyrir Volvo vörubif- reiðar og Volvo Penta bátavélar. Útför Böðvars verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. og átti fjóra bræður sammæðra; Má og Finn Hinrikssyni og Þorkel Gunnar og Sigurð Þorkelssyni. Einnig átti Böðvar níu systkini sam- feðra; Ólöfu, Jen- nýju, Grétu, Ingi- björgu, Guðlaugu, Ingunni, Hilmu, Guðmund og Stein- unni. Hinn 7. apríl 1969 kvæntist Böðvar eft- irlifandi eiginkonu sinni, Gerði Jensdóttur, f. 28. nóv- ember 1948. Börn þeirra eru 1) Grétar, f. 21. september 1968, Það er ekki hægt að hugsa sér betri föður. Á öllum tímum lífs míns hefur hann verið mín helsta stoð og stytta. Minningarnar um hann eru umvafðar hlýju og ástúð. Við systkinin áttum yndislega barnæsku. Pabbi og mamma voru mjög dugleg og lífsglöð og gerðu hversdagslega hluti skemmtilega. Pabbi lék mikið við okkur, til dæmis í boltaleikjum, ýmsum spilum, bíla- leikjum og borðtennis. Þá eru ógleymanlegar allar samverustund- irnar með pabba og mömmu í sveit- inni hjá ömmu og afa, ferðalögin, skíðaferðirnar og utanlandsferðirn- ar. Pabbi var alltaf mikill vinur minn og samband mitt við hann mjög náið alla tíð. Þegar upp komu vandamál var alltaf hægt að leita til hans. Það var sama hvað ég ákvað að taka mér fyrir hendur í námi, vinnu, uppeldi barna minna eða öllu lífinu, alltaf stóð hann við bakið á mér. Afahlutverkið nálgaðist pabbi af sömu hlýjunni. Enda hændust allir strákarnir mínir að honum frá fyrsta degi og sóttust eftir því að vera í kringum hann. Síðustu dagar hafa verið þeir erf- iðustu í mínu lífi. Í sorginni getum við systkinin og afabörnin þó huggað okkur við yndislegar minningar um góðan vin, sem eiga eftir að ylja okk- ur og styrkja alla tíð. Signý Marta Böðvarsdóttir. Böðvar tengdafaðir minn var heil- steyptur maður í allri viðkynningu. Trygglyndi, væntumþykja, jákvæðni og dugnaður einkenndu allt hans fas. Þessir mannkostir komu skýrt fram í öllum samskiptum hans við nánustu fjölskyldu og vini. Við Signý Marta dóttir hans höfðum ekki lengi verið samvistum þegar ég áttaði mig á því að hún er pabbastelpa í orðsins bestu merkingu. Flesta daga töluð- ust þau við og alltaf mótuðust sam- tölin af einlægum áhuga hans á öllu sem hún og afastrákarnir tóku sér fyrir hendur. Þannig vissi hann allt- af nákvæmlega hvað framundan var hjá hans nánustu og áhugi hans veitti þeim styrk og sjálfstraust. Allt frá fyrsta degi var mér og syni mín- um, sem ég kom með í búið, tekið opnum örmum af tilvonandi tengda- foreldrum, afa og ömmu. Trygglyndið fylgdi honum einnig í vinnuna, en Böðvar starfaði alla sína tíð hjá Brimborg og forverum henn- ar. Hann var eindreginn stuðnings- maður síns fyrirtækis og þótti ekki lakara að hans nánustu aðhylltust bíla og vörur sem þar eru boðnar. Þegar veikindi steðjuðu að endur- guldu stjórnendur Brimborgar og samstarfsmenn honum trygglyndið með tillitssemi og samhug, sem var honum og fjölskyldu hans mikils virði. Af sama meiði var samlyndi Böðv- ars og Gerðar, sem deildu ævinni í hartnær fjóra áratugi. Ferðalög um landið og heiminn voru hluti af sjálf- sögðu lífi fjölskyldunnar áður en þessi iðja varð almennur lífstíll þorra Íslendinga. Á stuttri samleið höfum við Signý Marta og strák- arnir átt fjölmargar eftirminnilegar stundir með Böðvari og Gerði, m.a. í sumarbústöðum víðsvegar um land- ið, við spilamennsku, golfiðkun og eldamennsku. Þannig virkjuðu þau sameiginleg áhugamál til góðs í heilsu, þroska afkomendanna og öllu samlífi. List þeirra að lifa mætti vera mörgum til fyrirmyndar. Þessi sýn þeirra á lífið nýttist vel þegar vágestur kvað dyra. Jákvæðni þeirra og barátta við veikindi Böðv- ars var einstök og skilaði sigrum í mörgum orrustum þó endataflið yrði ekki umflúið. Það lá ekki í eðli Böðvars að bera sig aumlega yfir orðnum hlut. Það gerir fjölskylda hans ekki heldur. Þótt sorgin sé erfið viðureignar og leiðir hafi skilið allt of snemma, má að einhverju leyti sækja huggun í það að ævi manns verður ekki mæld í árafjöldanum einum. Það sem mað- ur skilar til fjölskyldu sinnar og samferðamanna er líka þungt á met- unum. Böðvar tengdafaðir minn gaf sínum nákomnu veganesti sem á eft- ir að fleyta þeim langt fram á veg- inn. Sjálfur er ég innilega þakklátur fyrir að hafa eignast þetta fólk að fjölskyldu. Jafnframt er ég þakklát- ur fyrir það að strákarnir okkar Sig- nýjar Mörtu hafi átt Böðvar að afa. Páll Gunnar Pálsson. Ég kynntist mági mínum þegar hann var að gera hosur sínar græn- ar fyrir flottu skvísunni henni Gerði systur minni, ég á 8. ári og þau 17– 18 ára. Heiðurssess fékk ég hjá þeim sem unglingur þar sem mér var treyst til passa Grétar, Signýju Mörtu og Hauk. Á heimilinu var ógrynni af bókum til að lesa í vist- inni enda Böðvar annálaður lestr- arhestur. Tóku þau Stefáni vel þeg- ar hann kom til sögunnar og varð fljótt góður vinskapur með okkur fjórum. Fyrsta íbúðin okkar var í sama húsi og þeirra og síðustu 16 ár höfum við búið í göngufjarlægð frá hvort öðru. Stefán og Böðvar spiluðu fótbolta saman vikulega í áratugi. Útivistin átti vel við Böðvar og því létt fyrir okkur að heilla þau Gerði með skíðaíþróttinni. Ekki varð aftur snúið eftir frábæra páska- skíðaferð með allri fjölskyldunni 1979 til Húsavíkur. Skíðaferðirnar hafa verið sjálfsagður liður síðan og saman höfum við farið í ógleyman- legar ferðir í austurrísku og ítölsku alpana og til Bandaríkjanna. Nátt- úran heillaði og áttum við frábærar fjölskyldu- og tjaldferðir um landið þar sem ökutæki ,,Bóbó sterka“ voru m.a. Volvo Lapplander. Við hjónin ásamt sonum okkar urðum sjálfsagðir gestir á Akurtröðum hjá móður Böðvars. Hálendisgönguferð- ir tóku við, þrjár þær minnisstæð- ustu voru um Hornstrandir. Útsjón- arsemi var í nestisgerð og áttum við ávallt kassa á völdum áfangastöðum, þar sem biðu steikur og góð vín. Böðvar var mikill matgæðingur og liðtækur við grillið. Nutum við fjög- ur þess að gera sem oftast góða veislu með fjölskyldum okkar, m.a. hjá mömmu og pabba í Landsveit- inni. Heiti potturinn var sjálfsagður stefnumótastaður heima hjá okkur eða þeim og hjá Signýju Mörtu og Páli í seinni tíð. Þar voru málin kruf- in til mergjar og ekki ósjaldan lögð plön að næstu ævintýrum og ferð- um. Fjölskyldugolfið gaf Böðvari mikið í veikindunum og var golf- keppnin á Hólmavík síðasta sumar og ferðin okkar til Tyrklands í vetur mikil gjöf. Böðvar og Gerður áttu gott líf, og kveðjum við Stefán besta vin okkar með þökkum fyrir að hafa fengið að njóta þess með þeim. Anna Birna Jensdóttir. Kæri Bóbó, þegar við kveðjumst nú óskum við þér góðrar ferðar. Við biðjum þess í bænum okkar að nú líði þér vel og látir fara vel um þig. Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit komið er sumar og fögur er sveit. Sól er að kveðja við bláfjalla brún brosa við aftanskin fögurgræn tún. Seg mér hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri sveit. (Guðm. Guðm. skólaskáld.) Við biðjum Guð að varðveita Gerði systur, börnin ykkar tengdabörn og barnabörn. Kær kveðja Eiríkur Bragi, Að- alheiður og börn. Í dag er til moldar borinn Böðvar G. Baldursson verslunarmaður. Þar er kvaddur alltof snemma mikill ágætismaður eftir hetjulega baráttu við illvígt krabbamein. Kynni okkar hófust fyrir nokkrum árum þegar við bundumst fjöl- skylduböndum. Strax við fyrstu kynni var ljóst að Böðvar var ein- staklega geðfelldur maður, glæsileg- ur og vel á sig kominn. Framkoma hans var prúðmannleg og mjög hátt- vís. Þau hjón Böðvar og Gerður Jensdóttir voru mikið útivistarfólk, stunduðu fjallgöngur, golf, skíða- ferðir og ferðalög innanlands og ut- an. Þrátt fyrir heilbrigða lifnaðar- hætti og líkamlegt atgjörvi var Böðvar lostinn skæðu krabbameini. Hann tók þeirri raun af ótrúlegri karlmennsku og æðruleysi. Þau hjón héldu háttum sinum með ferðalög og útivist þrátt fyrir hin al- varlegu veikindi Böðvars. Það var aðdáanlegt að verða vitni að þeirri bjartsýni og lífsþrótti sem hann sýndi. Strax og lyfjakúr eða sjúkra- húsdvöl var lokið voru þau hjón farin eitthvað út í heim í golf eða á skíði. Böðvar átti mikla ágætis- og mynd- arkonu og voru þau hjón mjög sam- hent. Gerður hjúkraði manni sínum af alúð og fórnfýsi allt þar til yfir lauk. Böðvar andaðist á heimili þeirra í umönnun þeirra sem stóðu hjarta hans næst. Við vottum Gerði, börnum þeirra Signýju Mörtu, Grétari, Hauki, tengdabörnum og barnabörnum, svo og eftirlifandi móður Böðvars okkar dýpstu samúð. Þau hafa mikið misst, en eftir lifir minningin um einstakan öðlingsmann. Böðvar G. Baldursson var maður sem bætti allt í kringum sig og það var mikill fengur að kynn- ast honum. Sigrún Magnúsdóttir, Páll Pétursson. Hár. Grannur. Vel á sig kominn. Yfirvegaður. Skemmtilegur. Kannski smástríðinn, í góðu. Þannig myndum við lýsa Böðvari. Við rótum í minningum. Eins og gerst hafi í gær. Við kynntumst Böðvari í júlí 1988. Það var þegar Brimborg tók yfir rekstur Veltis, fyrrum umboðs- aðila Volvo á Íslandi. Þá var Böðvar verslunarstjóri í varahlutaverslun Veltis fyrir stóru atvinnutækin frá Volvo þ.e. vörubíla, vinnuvélar, báta- vélar og strætisvagna. Á þessum tíma hafði Böðvar þegar starfað fyr- ir Velti og Volvo vörumerkið í rúm 20 ár og því var reynsla hans ómet- anleg fyrir okkur. Fagmaður sem vann starf sitt af alúð. Maður með blátt blóð í æðum – Volvo blátt. Það er ekki víst að Böðvari hafi nokkuð litist á okkur sem nýjan um- boðsaðila Volvo á þeim tíma. Skilj- anlega, enda höfðum við aðeins selt japanska smábíla frá Daihatsu. Böðvar og hans menn voru Heavy duty. Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn náðum við strax vel saman. Við lærðum af Böðvari og hann lærði af okkur. Samstarf af bestu gerð. Böðvar starfaði sem sölu- og vöru- stjóri varahluta fyrir Volvo vörubíla og Volvo Penta bátavélar. Í sínu starfi þurfti Böðvar að glíma við flókna og margbreytilega vöru og miklar kröfur viðskiptavinanna, ekki síst eigenda atvinnutækja, sem eiga allt sitt undir því að tækið sé í lagi. Þarna skipti reynsla Böðvars miklu máli. Í flóknum og erfiðum málum var auðvelt að leita til Böðvars og á undraskömmum tíma lagði hann fram staðreyndir á skipulegan og skilmerkilegan hátt. Þegar Böðvar féll frá hafði hann starfað í næstum 40 ár fyrir Volvo vörumerkið og þar af 17 ár fyrir Brimborg. Það er ljóst að önnur eins tryggð er ekki auð- fundin og getum við aðeins vonað að í huga Böðvars og hans fjölskyldu hafi sú tryggð verið endurgoldin af okkar hálfu. Böðvar var fjölskyldu- og útivist- armaður mikill, naut þess að klífa fjöll, fara á skíði, í gönguferðir, spila golf og heimsækja framandi lönd. Böðvar og Gerður, eiginkona hans, fóru ófáar ferðirnar saman sem nú er án efa gott að eiga sem góðar minningar. Okkur er það minnis- stætt, þegar veikindi Böðvars upp- götvuðust, þá sagði Böðvar okkur að þau hjónin hefðu ákveðið að lifa sínu lífi eins og ekkert hefði í skorist. Vinna. Ferðast. Endurnýja bílinn. Í hnotskurn, að halda áfram að njóta lífsins. Það þarf styrk til að taka svona afstöðu en um leið veitir hún manni eflaust ákveðinn styrk líka. Lærdómsríkt fyrir okkur sem eftir lifum og horfa á eftir góðum félaga og samstarfsmanni. Samstarfsmenn hjá Brimborg og hjá Volvo AB í Svíþjóð kveðja í dag frábæran starfsmann og einstakan félaga sem verður sárt saknað í okk- ar góða hópi. Fjölskyldu Böðvars, ættingjum og vinum sendum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Brimborgar og sam- starfsmanna Egill Jóhannsson. Það var sorg í huga okkar vinnu- félaga Böðvars, þegar við fréttum andlát hans í kjölfar alvarlegra veik- inda. Við höfðum fylgst með baráttu hans og dáðst að kjarki hans og bjartsýni. Hann hélt sínu striki til hins síðasta, vann meðan stætt var og breytti í engu áætlunum sínum. Hann gafst í raun ekki upp fyrr en á síðustu metrunum. Böðvar var einstaklega jákvæður og bjartsýnn maður, sem við, sem unnum með honum, nutum ríkulega. Við hittumst daglega til skrafs og ráðagerða, leystum landsmálin og dægurmálin auðveldlega, fórum oft með himinskautum í þessum um- ræðum en Böðvar kom okkur aftur í jarðsamband með glettni sinni og fyndni. Hann var vinsæll meðal sam- starfsmanna og viðskiptamanna, naut starfa sinna og leysti þau þann- ig af hendi, að hann átti ávallt fullt traust þeirra, sem hann starfaði með og starfaði fyrir. Böðvar var glæsilegur maður, grannur og hávaxinn, hafði mikla ánægju af ferðalögum og íþróttum með fjölskyldu sinni og vinum. Hann átti margt að lifa fyrir og er því sárt, að för hans skuli vera stöðvuð nú á þeim tíma, sem hann hefði getað notið enn ríkulegar með fjölskyldu sinni og afkomendum. Um leið og við þökkum samfylgdina sendum við aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Genginn er dreng- ur góður. Arnór Jósefsson, Arnór Sveinsson, Ólafur H. Ólafsson, Stígur Steingrímsson. Við fórum háar heiðar og höfðum brekkur langar og hæst af hjalla hverjum sást himin-dýrðarland. En yndislegast angar þó auðnató við sand. (Sigurður Jónsson frá Brún.) Að gefa sér tíma til að skoða land- ið sitt og njóta útiveru er lífsstíll. Þeir sem þannig lifa þekkja hversu mikils virði er að eiga samferða- menn sem kunna að njóta umhverf- isins og eru notalegir ferðafélagar. Böðvar Baldursson var veitull í þessum lífsstíl. Starfsmannafélag Landsvirkjun- ar hefur lengi staðið fyrir einni sum- arferð ár hvert og er þá gjarnan far- ið um óbyggðir eða öræfi landsins. Hópurinn sem sækir í þessar ferðir breytist að stærð og samsetningu frá ári til árs en samferðamenn koma frá hinum mörgu vinnustöðum fyrirtækisins. Í þessum ferðum myndast kynni sem hafa ákaflega góð og gefandi áhrif og auðvelda samskipti á öðrum vettvangi. Við Böðvar áttum fyrst samleið í Hornstrandaferð 1992. Þar var þá á ferð hópur starfsmanna Landsvirkj- unar sinn úr hverri áttinni og þekkt- ust misvel. Nokkrir voru þar með maka sinn í för, aðrir með syni eða dætur. Gerður hafði haft veg og vanda af undirbúningi ferðarinnar og Böðvar stutt hana með ráðum og dáð, traustur að vanda. Hann var ætíð tillögugóður ferðafélagi á sinn hógværa hátt. Þau hjón voru þá þeg- ar reynslumikil í óbyggðaferðum, útivistarfólk, samhent og sterk og gátu miðlað okkur af reynslu sinni. Þessi fyrsta ferð tókst svo sem best mátti verða. Allur undirbúning- ur stóðst sem stafur á bók og þess vegna lifir ferðin svo ljúf í minning- unni. Hún varð upphaf að nær ár- vissri metnaðarfullri sumarferð þessa hóps. Þar hafa þau góðu hjón Böðvar og Gerður lagt til stóran skerf. Þau hafa ætíð verið í kjarna hópsins. Einmitt vegna öflugs kjarnahóps varð framhald á ákaf- lega gefandi og skemmtilegum sum- arferðum. Þannig hefur hópurinn í sameiningu notið útiveru marga góða sumardaga og farið miklu víðar um Ísland heldur en annars hefði orðið. Frá Hornbjargi í vestri að Glettingi í austri eigum við óteljandi sameiginlegar minningar. Sumarið 2005 var skipulögð ferð að vanda og í ágústbyrjun söfnuðust við saman úr ýmsum áttum austur á Borgarfirði, til að njóta saman, í annað sinn, vikugöngu um Víkna- slóðir. Þar komu þau Böðvar og Gerður, stundvís sem ætíð, þar var fagnaðarfundur. Það var þó vitað og okkur ljóst að Böðvar gekk ekki heill til skógar. Hann lét þó á engu bera en bar sig vel og gekk allt til jafns við aðra, hvort sem dagleið var lengri eða skemmri. Hár og grann- ur, bjartur yfirlitum. Hæglátur, prúður og traustur ferðafélagi, ætíð stundvís og öruggur til að aðstoða ef með þurfti. Það var notalegt að ganga samstiga Böðvari hvort sem það var á Hælavíkurbjargi eða Kækjuskörðum og ræða við hann um dýrð náttúrunnar allt um kring, eða jafnvel nýjustu bílmódelin. Böðvar hafði einkar notalega nær- veru. Á fögru ágústsíðdegi í Bakkagerð- isþorpi að lokinni vel heppnaðri gönguferð, kvöddust ferðafélagarn- ir. Menn óskuðu hver öðrum þess að mega mætast að ári í enn einni gef- andi sumarferð. Okkur ferðafélög- um Böðvars kom þá ekki til hugar að hann færi ekki fleiri slíkar. Þar er skarð fyrir skildi, þar sem Böðvar var. Við söknum nú og syrgjum öll góðan dreng. Samferðamenn Böðvars Baldurs- sonar úr sumarferðum Landsvirkj- unar votta Gerði og fjölskyldunni allri, dýpstu samúð. Birkir Fanndal. BÖÐVAR G. BALDURSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.