Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 39

Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 39 MINNINGAR ✝ Guðbjörg Frið-riksdóttir fædd- ist í Reykjavík 22. júní 1938. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Kumbaravogi á Stokkseyri 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Ögmundsdóttir, f. 6. nóvember 1909, d. 6. des. 1977 og Friðrik A. Jónsson, f. 25. maí 1908, d. 13. júní 1974. Systk- ini Guðbjargar eru Halldóra, f. 31. maí 1941, d. 31. okt. 1979, Jón, f. 12. des. 1944 og Ögmund- ur f. 25. sept. 1949. Hinn 15. september 1972 giftist Guðbjörg Michael T. Whalen, f. 5. maí 1940, d. 23. apríl 1993. Þau eignuðust einn son, Friðrik Thomas, f. 5. mars 1977, kvæntan Huldu Ósk Whalen Gunnarsdótt- ur, f. 16. september 1976. Sonur þeirra er Michael Freyr Friðriksson Whal- en, f. 1. september 2004. Guðbjörg lauk námi í Kvennaskól- anum í Reykjavík árið 1955. Hún stundaði enskunám í Englandi og fór síðan á húsmæðra- skóla í Danmörku áður en hún hóf störf sem flugfreyja hjá Loftleiðum, en þegar hún giftist og stofnaði heimili í Bandaríkjunum starfaði hún við flugafgreiðslu Flugleiða á Ken- nedy flugvelli í New York, allt þar til þau hjónin fluttu búferlum til Flórída árið 1990. Útför Guðbjargar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nú er hún Guðbjörg frænka í Garðastrætinu dáin. Þannig aðgreindi ég hana frá hin- um mörgu nöfnum hennar í ættinni. Þetta var nafn ömmu okkar, Guð- bjargar Kristjánsdóttur frá Grenj- aðarstað í Aðaldal. Heimilið í Garðastræti stóð mér ætíð opið þegar ég kom í heimsókn „suður“ og seinna meir þegar ég flutti ung að árum til Reykjavíkur. Þetta var fallegt heimili þar sem gestrisni og glaðværð réðu ríkjum. Friðrik og Rúna voru samstiga í því að slá þennan tón glaðværðar og glæsileika. Þegar ég kom þar fyrst barn að aldri fannst mér ég ganga inn í ævintýraheim. Stofurnar voru svo fallegar, mér fannst ég vera komin til útlanda. Og ég gleymi ekki svölunum út úr eldhúsinu, þar stóð ég oft og horfði yfir borgina – þetta var Reykjavík. Í þessu húsi ólust þær upp systurnar Guðbjörg og Halldóra ásamt bræðrunum Jóni og Ögmundi. Amma bjó á neðstu hæð- inni og frænkurnar Fríða og Kaja á miðhæðinni, þetta var því allsér- stakt heimilislíf og ávallt margt um manninn. Ein af mínum fyrstu minningum um Guðbjörgu er ákaflega skýr. Hún var á fermingaraldri þegar hún steig út úr bifreiðinni í Þykkvabæn- um klædd smekkgallabuxum með uppbroti og ég skynjaði strax að þetta var hátíska. Seinna man ég eftir henni á leið á árshátíð, líklega í Kvennaskólanum. Hún var glæsileg i brúnum kjól – eða koníakslituðum eins og hún sagði. Hann var auðvitað keyptur í útlöndum. Guðbjörg varð síðar flugfreyja og ég sé hana fyrir mér þeytast út og inn í flugfreyju- búningnum með töskuna á leið til framandi landa. Árin liðu. Það var hamingjusöm kona sem kom heim veturinn 1977 frá New York. Hún var ástfangin og full tilhlökkunar að eignast sitt fyrsta barn. Seinna naut ég gestrisni þeirra Michaels bæði í New York og Flórída og átti margar ánægju- stundir með þeim og litla Friðrik. Síðustu ár voru Guðbjörgu erfið, hún syrgði mann sinn sárt og var farin að heilsu. Hún dvaldi síðasta ár á sjúkrastofnunum hér heima. Hennar stoð og stytta voru Friðrik og Hulda og sólargeislinn hennar hann Mike litli. Megi góður guð styrkja þau um alla framtíð. Guðrún Gyða Sveinsdóttir. Í dag er elskuleg vinkona mín, Guðbjörg Friðriksdóttir, kvödd hinstu kveðju. Minningar frá yfir 30 ára langri vináttu koma í hugann. Guðbjörg eyddi fyrstu árum ævi sinnar í Hafnarfirði þar sem foreldr- ar hennar bjuggu í Gerðinu, sem svo var nefnt. Þegar Guðbjörg var um 10 ára gömul fluttu foreldrar hennar með þrjú börn sín, sem þá voru fædd, í Garðastræti 11 í Reykjavík. Í húsinu bjuggu einnig móðuramma Guðbjargar, föðursystir og tvö frændsystkini. Á neðstu hæðinni rak Friðrik, faðir hennar, verkstæði, en hann var útvarpsvirkjameistari. Það er óhætt að segja að Guðbjörg ólst upp við gott atlæti á æskuheimilinu. Eftir skólaárin tóku ævintýrin við. Hún fór að starfa sem flugfreyja hjá Loftleiðum og naut þess að ferðast til fjarlægra staða. Starfið átti líka mjög vel við hana, hún hafði ríka, meðfædda þjónustulund og var lagin og þægileg í viðskiptum við fólk. Á flugárunum kynntist hún manni sínum, Michael Whalen, sem var lögreglumaður í New York. Brúð- kaupið var haldið hér á Íslandi, en framtíðarheimilið var á Long Island í New York. Guðbjörg breytti um starf, en fór þó ekki langt, því næstu 18 árin vann hún við farþegaaf- greiðslu hjá Flugleiðum á Kennedy- flugvelli í New York, allt þar til hún flutti með manni sínum og syni til Flórída, eftir að Mike fór á eftirlaun. Guðbjörg var mjög dul kona á til- finningar sínar þó að hún hefði alltaf glaðlega framkomu. Skyndilegt lát föður hennar fékk mjög á hana, en þau höfðu verið mjög samrýnd. Þeg- ar móðir hennar dó af slysförum þremur árum síðar og svo systir einnig fyrirvaralaust stuttu seinna, átti hún mjög erfitt. Ekki löngu eftir flutninginn til Flórída, þar sem þau Mike ætluðu að njóta fullorðinsár- anna, veiktist hann og dó, rétt rúm- lega fimmtugur. Þó að Guðbjörg reyndi af fremsta megni að halda sínu striki var það augljóst að hún náði aldrei að vinna úr sorg sinni. Friðrik sonur hennar hefur reynst móður sinni einstaklega vel og var sannarlega ljósið í lífi hennar síð- ustu árin. Stuttu eftir að Guðbjörg settist að í Bandaríkjunum árið 1972 flutti ég einnig þangað. Þó að við hefðum þekkst áður, en vinátta var milli for- eldra okkar, höfðu leiðir okkar ekki legið oft saman. Nú vorum við báðar sestar að í öðru landi og þó að allt landið væri á milli okkar, hún á aust- urströndinni en ég á vesturströnd- inni, töluðum við mikið saman í síma og hittumst alltaf þegar við fórum um New York á leið heim og einnig komu þau Mike nokkrum sinnum í heimsókn til okkar í Kaliforníu. Einnig voru margar samverustundir hér heima og í Flórída. Seinna höguðu örlögin því svo þannig að tengsl okkar áttu enn eftir að styrkjast með hjónabandi Frið- riks og Huldu Óskar, dótturdóttur minnar. Það er sorglegt að Guð- björg skuli ekki hafa fengið að njóta þess lengur að eignast tengdadóttur og ekki síst að eiga litla Mike, ömmustrákinn sinn. Guðbjörg var einstaklega bóngóð og hjálpsöm. Hún var mjög gestrisin og naut þess að elda góðan mat og bera hann fallega fram fyrir gesti sína. Hún hafði einstakt lag á því að láta gestum sínum líða vel og finnast þeir velkomnir. Þeir sem eignuðust vináttu hennar áttu hana til fram- búðar. Hún var trygglynd með af- brigðum. Ég kveð vinkonu mína með sökn- uði og þakka af alhug vináttu hennar öll árin. Guð blessi minningu Guðbjargar Friðriksdóttur. Hulda Ó. Perry. GUÐBJÖRG FRIÐRIKSDÓTTIR ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir fæddist á Akranesi 16. júní 1964 og ólst upp á Eyri í Flóka- dal. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Sigríður Guðrún Skarphéðinsdóttir, f. 15. júní 1927, og Guðmundur Lárus- son, f. 15. nóvember 1926, d. 28. apríl 1995. Systkini Guðrúnar eru Lár- us Rúnar, f. 26. júní 1952, og Dagný Ósk, f. 13. febrúar 1957. Guðrún giftist hinn 25. desem- ber 1983 Valdimari Stefáni Hólmsteins- syni, f. 18. ágúst 1958. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Ólöf, f. 5. nóvember 1983, unnusti Ólafur Lárus Gylfason, f. 18. júlí 1982, og 2) Hólmsteinn Þór, f. 20. febrúar 1986. Guðrún var í skóla á Kleppjárns- reykjum en lauk grunnskólagöngu sinni í Fjölbrauta- skólanum á Akranesi. Útför Guðrúnar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku bestasta mamma mín. Núna ertu farin frá okkur og þarft ekki lengur að glíma við erfiðu veik- indin þín sem voru búin að hrjá þig mikið og lengi. Margar minningar skjótast upp í hugann um þig, elsku mamma mín. Það er til dæmis það sem ég er mjög þakklát fyrir að síð- astliðinn miðvikudag þegar við fórum í labbitúr saman útí búð. Það var alveg yndislegt að fara út með þér að labba og þér þótti líka svo vænt um það að mér þótti þetta svona gaman. Ég man á föstudaginn síðast- liðinn þegar ég var nýkomin úr bank- anum fyrir þig fórst þú að grínast með það að nú gætir þú og María farið út að spreða peningunum og svo kyssti ég þig og knúsaði þig bless því ég og Óli ætluðum að skreppa upp í sveit um kvöldið, og auðvitað kysstir þú mig á móti eins og alltaf. Síðan skelltuð, þú og María, ykkur í búðina að spreða. Akkúrat á þessum degi gat maður ekki hugsað sér, elsku mamma mín, að þú ættir eftir að kveðja okkur daginn eftir. Þú varst svo yndisleg og ert auðvitað enn. Ég elskaði svo mikið að koma hingað yfir á Kirkjubrautina á hverjum degi eftir vinnu eða fyrir vinnu og knúsa þig og fá knús á móti, og ef það leið t.d. heil helgi á milli þess að við sæjumst þá var sko mikið bros- að, knúsast og kysst þegar við hitt- umst aftur. Alltaf kallaði ég þig rús- ínuna mína og þá var ég líka bara kölluð sveskja á móti. Elsku rúsínan mín, þetta er það erfiðasta sem ég hef gert, að skrifa minningargrein um þig, ég sit bara hér við eldhúsborðið þitt og skrifa. Ég vildi óska þess að ég þyrfti ekki að vera að gera neitt af þessu. Ég vildi bara að ég gæti verið að knúsa þig núna og klípa í yndislegu mjúku bollukinnarnar þínar eins og ég var vön að gera margoft á dag. Elsku mamma mín, ég þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar okkar saman, alla hjálpina sem þú hefur veitt mér í gegnum tíðina, það var alltaf hægt að koma til tín ef eitthvað var að. Elsku mamma mín, ég kveð þig í bili með tár í augum og sorg í hjarta og svo sjáumst við aftur þegar minn tími mun koma. Ég elska þig. Þín dóttir Sigríður Ólöf. Elsku Gunna, það er með söknuði sem ég kveð þig og þakka þér fyrir þær góðu samverustundir sem mér voru forréttindi að deila með þér. Það er mér svo glöggt í minni er ég fyrir rúmum tuttugu árum, þá níu og tíu ára gömul fór með Akraborginni að heimsækja þig og Stebba frænda, þegar frumburðurinn, hún Sigga Lóa var nýfædd. Það var alltaf tilhlökk- unarefni að hugsa til þess að mega að- stoða við umönnun lítillar frænku. Þar átti ég margar og gleðilegar stundir með litlu fjölskyldunni ykkar. Þremur árum seinna fæddist svo lítill sólargeisli, hann Steini Þór. Það er mikil gæfa að eignast jafndugleg og æðrulaus börn og þau Siggu Lóu og Steina Þór sem hafa staðið sig svo vel í gegnum þín erfiðu veikindi og svo í lífinu almennt. Oft heyrir maður talað um sjaldgæfa sjúkdóma sem eru manni fjarlægir og framandi en svo gerist það að einhver manni nákom- inn veikist og sjúkdómurinn verður skyndilega áþreifanlegur. Það olli ef- laust miklu raski fyrir þig og fjöl- skylduna að þurfa að aka frá Akranesi til Reykjavíkur til meðferðar, nokkr- um sinnum í viku, allan ársins hring. Aldrei heyrði maður ykkur kvarta yf- ir nokkrum hlut, hvorki ykkur hjónin né krakkana. Heilsu þinni hrakaði mikið síðustu árin en alltaf varstu sama notalega og hlýja persónan. Þrautseigja og dugnaður þinn snart mig djúpt fyrir rúmum 4 árum er yngri drengurinn minn var skírður. Þú lást ekki á liði þínu og varst fremst allra reiðubúin að aðstoða við skírn- arveisluna og hafðir þá nýlega gengið gegnum enn eina veikindalotuna. Elsku Gunna, megir þú hvíla í friði eftir erfiða baráttu til fjölda ára. Á tímum sem þessum óskar maður þess að hafa haldið betur sambandi, hringst á og hist oftar. Hér á vel við erindi úr Hávamálum: Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Elsku Stebbi, Sigga Lóa og Steini Þór, ég votta ykkur mína einlægu samúð á erfiðum tímum. Megið þið finna styrk til að takast á við sorgina og hlúa hvert að öðru. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Guðný Arnardóttir. Í vikunni fór ég í göngutúr í góða veðrinu. Sólin skein og lífið leit út fyr- ir að vera yndislegt. Ég fann betur en nokkru sinni fyrr hve mikið lán það er að vera hraustur, geta hreyft sig eðli- lega og sársaukalaust og hafa næga orku til að líkaminn beri mann þangað sem hugurinn stefnir. Þetta lán er ekki sjálfgefið. Gunna frænka mín var ein þeirra sem fóru lengi, lengi á mis við þessi gæði lífsins. Fyrir 20 árum greindist hún með lúmskan sjúkdóm. Fyrstu 15 árin voru vægast sagt erfið en síðustu fimm árin voru algjör þrautaganga. Nýrun ónýt, endalaus veikindi og oft miklar þjáningar. Mátturinn fór stöð- ugt minnkandi og sjúkrahúsin urðu aðaldvalarstaðir hennar. Mitt í öllu þessu var vonin um bata tekin frá henni, hún var ekki lengur á biðlista yfir nýrnaþega. Gunna varð að horf- ast í augu við þá grimmu staðreynd að nú færi í hönd bið eftir hinu óumflýj- anlega. Öllum þessum hremmingum tók hún með aðdáunarverðu jafnaðargeði og æðruleysi. Þegar ég kom í heim- sókn og spurði hvað hún segði nú í dag var svarið oftast: „Nú bara allt gott,“ og brosti sínu fallega brosi. Þessi góða og yndislega stelpa, tæplega 42 ára, er farin. Spurningar um völundarhús tilverunnar þyrlast um í huga þeirra sem þekktu Gunnu. Fátt verður um svör. Hún lét ekki mikið yfir sér, ástrík við allt sitt fólk og bráðgáfuð. Hún var mikið náttúru- barn en síðustu árin varð hún að mestu að láta sér nægja göngutúra í huganum. Það var stundum mikið af- rek að geta gengið spítalaganginn á enda. Ég vona að núna geti hún flogið um frjáls eins og fuglinn, því hún á allt það besta skilið. Hennar verður sakn- að með miklum sársauka og trega. Fjölskyldu hennar allri votta ég mína dýpstu samúð og megi allar góð- ar vættir hugga þau og styrkja. Fyrir hönd foreldra minna og systkina, Ásrún Lára Jóhannsdóttir. Elsku Stebbi, Sigga Lóa og Steini. Við samhryggjumst ykkur innilega á þessum erfiða tíma og sendum ykk- ur styrk og hugsum til ykkar. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Petrína og Tinna. GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR ZOPHONÍASSON, Borgarheiði 16, Hveragerði, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands mánudaginn 6. mars sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðfinna Hannesdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær faðir okkar, VILHELM MARSELÍUS FRIÐRIKSSON, Hlíðarvegi 45, Siglufirði, er lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar fimmtu- daginn 9. mars, verður jarðsunginn frá Siglu- fjarðarkirkju laugardaginn 18. mars kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, börn hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.