Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kristján Þórð-arson fæddist í
Hafnarfirði 13.
október 1928. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sólvangi
laugardaginn 11.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Þórður Ein-
arsson sjómaður, f.
25. janúar 1898, d.
1966, og Guðrún
Kristjánsdóttir, f.
10. mars 1900, d.
1934. Systkini
Kristjáns voru Ásdís, f. 1. október
1924, d. 1993, og Einar, f. 24. apríl
1927, d. 2004.
Hinn 25. desember 1954 kvænt-
ist Kristján Sigrúnu Sigurðardótt-
ur, f. 15. september 1935. Foreld-
ar hennar voru hjónin Sigurður
Eiríksson og Jenný Ágústsdóttir.
Kristján og Sigrún eignuðust sex
börn, þau eru: 1) Guðrún, f. 18.
október 1954, d. 16. mars 1956. 2)
Rósa, hjúkrunarfræðingur og
djákni, f. 14. nóvember 1955, maki
Benedikt Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra
bókaútgefenda, börn þeirra eru:
Kolbrún lögfræðingur, f. 1978, í
sambúð með Hauki Agnarssyni,
dóttir þeirra Rósa, f. 12. janúar
2006, d. 12. janúar 2006, Kristján
verkamaður, f. 1980, og Kristrún
nemi, f. 1988. 3) Fjóla, sjúkraliði
Soffía, f. 2004. Sonur Kristjáns og
Þóru Valdimarsdóttur er Gunnar
sjómaður, f. 1. desember 1949,
maki Ingigerður Sigurgeirsdóttir,
dóttir þeirra er Guðlaug Þóra, f.
1994. Fyrir átti Gunnar tvær dæt-
ur, Ásdísi, f. 1974, í sambúð með
Þór Magnússyni, og Helgu, f.
1977, í sambúð með Gisle Nondal.
Kristján bjó í Hafnarfirði alla
sína tíð. Hann fæddist og ólst upp
á Suðurgötu 50, en eftir að hann
og Sigrún hófu búskap fluttu þau
að Móabarði 2, í húsnæði sem þau
byggðu. 1973 fluttu þau sig svo
um set í hinn enda bæjarins og
reistu sér hús í Miðvangi 1. Hann
hóf snemma sjómennsku, en sett-
ist síðar á skólabekk og lauk loft-
skeytamannsprófi 1946. Hann
gerðist loftskeytamaður á togur-
um og vann við það í ein 15 ár. Ár-
ið 1965 réð hann sig til starfa hjá
Slökkviliði Keflavíkurflugvallar
og starfaði þar samfellt í 34 ár,
lengst af sem skrifstofustjóri.
Helsta áhugamál Kristjáns var
söngur og söng hann með karla-
kórnum Þröstum frá 1968. Hann
var lengi í stjórn og vann hin
ýmsu félagsstörf fyrir kórinn. 19.
febrúar 2002, á 90 ára afmæli
kórsins, var Kristján gerður að
heiðursfélaga. Árið 1999 var
Kristján sæmdur heiðursmerki
sjómannadagsins í Hafnarfirði.
Kristján greindist með Alzheim-
ersjúkdóminn og var í dagþjálfun
í Hlíðabæ, en frá ágúst 2005 til
hjúkrunar á Sólvangi þar sem
hann lést.
Kristján verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
og leikskólakennari,
f. 19. febrúar 1959,
maki Jón Trausti
Harðarson, deildar-
stjóri í prentsmiðj-
unni Odda, börn
þeirra eru: Sigrún, f.
22. nóvember 1980,
d. 15. maí 1981,
Trausti, hagfræðing-
ur í KB banka, f.
1982, í sambúð með
Sigríði Svövu Sigur-
geirsdóttur, c) Hild-
ur nemi, f. 1986, og
Elín Rún, f. 1994. 4)
Kristján, ritstjóri Vikudags á Ak-
ureyri, f. 7. mars 1960, maki
Borghildur Kjartansdóttir skrif-
stofum. hjá Ásprenti, börn þeirra
eru: Daði nemi, f. 1984, Bjarki, f.
1990, Fanney, f. 1991, og Laufey,
f. 1995. Dóttir Kristjáns og Svöfu
Bjargar Einarsdóttur er Kristel, f.
1979. 5) Sigurþór matreiðslumað-
ur, f. 13. febrúar 1962, d. 15. sept-
ember 1996, maki Guðrún Bríet
Gunnarsdóttir bókari hjá Ratsjár-
stofnun, börn þeirra eru: Gunnar
Rúnar nemi, f. 1987, og Brynjar, f.
1993. Dóttir Sigurþórs og Stefan-
íu Guðjónsdóttur er Hlín, f. 1983.
6) Reynir kerfisfræðingur í KB
banka, f. 29. desember 1964, maki
Soffía Helgadóttir ferðafr. hjá
Ferðaskrifstofu Íslands, börn
þeirra eru: Kristín Fjóla, f. 1990,
Sigrún Elva, f. 1996, og Helga
Til minningar um föður minn,
Kristján Þórðarson.
Dags er geislar dofna
dauðinn hraðar för
sælt er að mega sofna
með sigurbros á vör.
Minning manninn lifir
að mold þó hverfi hann
auga þínu yfir
aldur lífsins brann.
Yndi er að eiga
ást og fórnarblóð
þín margir sakna mega
er meta verkin góð.
Þér ég þakkir færi
þín var kynning hlý.
Vík nú vinur kæri,
verksvið inn á ný.
(GK.)
Elsku pabbi, ég þakka þér allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an og allan þann stuðning sem þú
veittir mér í gegnum tíðina. Minn-
ing um traustan og skemmtilegan
föður mun lifa í hjarta mínu að ei-
lífu. Guð blessi þig.
Reynir Kristjánsson.
Hann elsku afi minn er dáinn.
Baráttunni við erfiðan sjúkdóm
loksins lokið og hann hefur hlotið
hvíld. Á kveðjustundu lít ég til baka
og rifja upp allar þær góðu og ynd-
islegu minningar sem ég á um afa.
Fjölskyldan hefur alltaf verið
mjög náin og samgangurinn við
ömmu og afa á Miðvangi alltaf verið
mikill og nánast frá því að ég man
eftir mér hefur fjölskyldan hist í
kaffi á Miðvangi eftir vinnu á föstu-
dögum. Ég man svo vel hvað það var
gaman að koma í heimsókn til ömmu
og afa, sérstaklega að vera í næt-
urpössun því þá fengum við systk-
inin alltaf ís í eftirmat og máttum
borða hann inni í sjónvarpsher-
bergi. Daginn eftir gerðum við afi
svo morgunleikfimi í stofunni með
útvarpinu. Frá því að ég man eftir
mér starfaði afi hjá slökkviliðinu á
Keflavíkurflugvelli. Þetta fannst
mér mjög merkilegt starf og fannst
afi svo flottur í búningnum sem
hann klæddist í vinnunni.
Fyrir fimm árum greindist afi
með Alzheimer og því hefur kveðju-
stundin verið löng og oft erfið. Þó
svo að afi hafi smám saman horfið
inn í þennan hræðilega sjúkdóm þá
geymi ég með mér fallegar stundir
sem við áttum saman á síðustu mán-
uðum og vikum. Göngutúrar í fal-
legu veðri síðasta sumar þegar afi
var í hvíldarinnlögn á Landakoti og
stundin sem við áttum í síðustu
heimsókn minni til afa á Sólvangi
fyrir skemmstu en þá lá svo vel á
honum. Þetta eru góðar minningar
sem ég mun alltaf geyma.
Ég kveð þig nú, elsku afi minn, og
veit að þú hefur loksins fundið frið.
Ég bið þig að passa hana litlu Rósu
mína fyrir mig.
Takk fyrir allt,
Kolbrún.
Farinn ertu jörðu frá
og sárt ég þín sakna
stundum þig ég þykist sjá
á morgnana þegar ég vakna
Ég veit þér líður vel, afi minn
vertu nú hress og kátur
innra með mér nú ég finn
þinn yndislega hlátur
Fyrir sál þinni ég bið
og signa líkama þinn
í von um að þú finnir frið
og verðir engillinn minn
Hvert sem ég fer
ég mynd af þér
í hjarta mér ber
(Hanna Sigga.)
Gunnar Rúnar og Brynjar.
Elsku afi
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Guð geymi þig
Þín
Hlín Sigurþórsdóttir.
Elsku afi.
Þó að það sé erfitt að kveðja þig
og söknuðurinn sé mikill þá er líka
gott að vita að þér líður loksins vel.
Nú þegar þú ert farinn þá skjótast
allar minningarnar um þig, afi
Stjáni, upp í kollinn. Þegar þú fórst
með okkur afastelpurnar upp á
Keflavíkurflugvöll og við fengum að
keyra um í slökkviliðsbílnum og sjá
þig í vinnunni. Það var ekkert lítið
sem við vorum stoltar af að eiga afa
sem vann á vellinum.
Þú tókst þig alltaf vel út við grillið
í grillveislunum á Miðvangi 1 og svo
gastu reddað matnum með uxahala-
súpu ef amma var upptekin.
Það sem okkur er minnisstæðast
er hversu frábær söngvari þú varst
og hvað þú varst duglegur að taka
lagið hvenær sem tækifæri gafst.
Þú passaðir alltaf að við afabörnin
færum okkur ekki að voða. Eins og
þegar þú fórst með okkur í göngu-
túr síðasta sumar passaðirðu að við
leiddum þig alltaf yfir göturnar.
Elsku afi, nú kveðjum við þig og
þökkum þér fyrir allar þær góðu
stundir sem við áttum með þér.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Við elskum þig.
Þínar afastelpur
Hildur, Kristrún og Kristín
Fjóla.
Þá erum við afi Stjáni búin að fara
í okkar síðustu gönguferð saman en
þó afi væri búin að vera lasin rosa-
lega lengi, allavega finnst mér það,
þá vildi hann alltaf fara í gönguferð
og þá var svo gott að halda í höndina
hans.
Ég veit að afa líður vel núna og ég
mun alltaf muna fallega brosið hans
og hlýja hönd.
Takk fyrir allt elsku afi minn.
Þín
Elín Rún.
Kristján Þórðarson föðurbróðir
minn, Stjáni frændi, er fallinn frá.
Pabbi var einu og hálfu ári eldri en
Stjáni og núna einu og hálfu ári eftir
fráfall pabba eru þessir samrýndu
bræður saman á ný. Frá því að ég
man eftir mér var samband pabba
og Stjána mjög náið og þar sem þeir
bræður voru giftir systrum hefur
samgangur og vinátta fjölskyldn-
anna verið sérstaklega rík. Í gegn-
um heimsóknir, veislur, ferðalög, að
vera í pössun næturlangt eða jafnvel
nokkra daga eru minningar mínar
ljúfar með þeim Sigrúnu, Stjána og
krökkunum þeirra.
Stjáni var sérlega léttur og hress
og átti drjúgan þátt í að gera mann-
fagnaði eftirminnilega og skemmti-
lega. Hann var mikill húmoristi og
söngmaður mikill, enda söng hann
með Karlakórnum Þröstum í ára-
tugi. Okkar vinátta styrktist mikið
eftir að við eitt sinn í góðum hópi,
sungum saman heilt kvöld og í fram-
haldinu fékk hann mig til að slást í
hópinn með Þröstunum. Þar áttum
við saman tvö skemmtileg ár, sung-
um inn á plötu með kórnum fyrir ut-
an reglulega konserta sem voru mér
19 ára unglingnum ómetanleg lífs-
reynsla. Ég var einnig byrjaður að
syngja með þeim hjónum, Stjána og
Sigrúnu í Söngflokki Eiríks Árna
þegar ég hélt til Kaupmannahafnar
í arkitektanám og þurfti að segja
skilið við þessar samverustundir
okkar. Á þessum tíma er Stjáni að
vinna hjá slökkviliðinu á Keflavík-
urflugvelli og um hálfs árs skeið
vann ég sem verkamaður hjá ÍAV á
vellinum með Kristjáni syni hans.
Ég var oft samferða þeim feðgum í
og úr vinnu og þar fór aldrei fram
hjá mér stundvísi og dugnaður
Stjána sem var önnur hlið á þessum
frænda og vini sem ég bar mikla
virðingu fyrir. Það er mér huggun
að eftir erfið veikindi er Stjáni
frændi minn kominn í hóp ástvina
sem margir hafa kvatt þennan heim
allt of fljótt.
Elsku Sigrún, Gunnar og Ingi-
gerður, Rósa og Benni, Fjóla og
Trausti, Kristján og Bogga, Rúna,
Reynir og Soffía, við Birna sendum
ykkur og ykkar fjölskyldum, okkar
dýpstu samúðarkveðjur og megi
Guð gefa ykkur styrk í sorginni.
Minningin um góðan dreng mun lifa.
Sigurður Einarsson.
Þú ert vinur minn víst
eins og veröldin snýst
á víxlana skrifa ég, eins og þér líst.
Þessar ljóðlínur, eru meðal þess,
sem kemur upp í hugann, við and-
látsfregn Kristjáns Þórðarsonar
loftskeytamanns. Mig langar, fyrir
hönd okkar söngfélaga hans í karla-
kórnum Þröstum, að minnast hans í
fáum orðum.
Kristján gekk í Þresti árið 1969
eða fljótlega eftir að hann kom í
land, en hann var loftskeytamaður
hér áður til sjós.
Með þátttöku Kristjáns í kórnum,
má segja að Þrestir urðu ríkari eft-
ir. Allt sem kórinn tók sér fyrir
hendur, hvort heldur voru tónleikar,
söngferðir, fjáraflanir eða uppbygg-
ing félagsheimilisins, ævinlega
mátti sjá hann þar fremstan í flokki.
Hann var í stjórn kórsins um árabil
og sat í ýmsum nefndum. Öll þau
störf voru unnin af heilindum Hann
var sæmdur heiðursmerki Þrasta á
90 ára afmæli kórsins árið 2002, og
var hann vel að þeim heiðri kominn.
Kristján var hvers manns hug-
ljúfi, með sinni rólegu framkomu,
glettni og góðmennsku, sem ávallt
var í fyrirrúmi, og skipaði hann veg-
legan sess meðal kórfélaganna.
Ófár eru minningar frá heimboð-
um þeirra hjóna Sigrúnar og Krist-
jáns að Miðvangi 1, þar sem kankast
var á og hlegið og Kristján sem var
mikill ljóðaunnandi fór gjarnan með
sín uppáhaldsljóð.
Elsku Sigrún, kærar kveðjur
sendum við þér og fjölskyldu ykkar,
vegna fráfalls hans.
Við minnumst hans með mikilli
vinsemd og þökk.
F.h. karlakórsins Þrasta
Helgi S. Þórðarson.
Kristján eða hann Stjáni var hjá
okkur í Slökkviliðinu á Keflavíkur-
flugvelli í yfir 35 ár. Upphaflega
kom hann til okkar sem fjarskipta-
tæknimaður og tók einnig að sér rit-
un. Fljótlega kom í ljós hvern mann
Stjáni hafði að bera og var hann
færður til og gerður að skrifstofu-
stjóra Slökkviliðsins.
Alkunna er að Slökkviliðið á
Keflavíkurflugvelli hefur getið sér
gott orð í gegnum tíðina og var það
ekki síst Kristjáni Þórðarsyni að
þakka, þar sem hann gegndi lykil-
hlutverki í stjórn liðsins. Talaðu við
hann Stjána, heyrðist oft sagt þegar
starfsmenn þurftu á hjálp að halda
með launaseðilinn sinn eða hvernig
lífeyrissjóðurinn gengi, eitthvað
þurfti að panta eða leysa önnur
vandamál. Stjáni var einstaklega
laginn að tjónka við félaga sína,
hann var réttsýnn, góður vinur vina
sinna, fastur fyrir, ljúfur, drengur
góður og traustur til verka.
Undirritaður skrifar þessar línur
með þakklæti til afburða starfs-
manns. Síðustu nær tuttugu ár
minnar starfsævi sem slökkviliðs-
stjóri var Stjáni mín hægri hönd og
leiddi góðan árangur okkar allra af
einstakri tryggð og natni. Stjáni var
mikill söngunnandi og veit ég að
hann var lengi í karlakórnum
Þresti, félagar hans þar hafa sagt
mér að betri félaga sé erfitt að finna.
Gaman var að vera með Stjána og
Sigrúnu eiginkonu hans að
skemmta sér, bæði svo einlæg og
björt, hann hélt uppi söngnum og
allir vildu dansa við Sigrúnu, hún er
mjög flink að dansa og skemmtileg.
Ég átti þess ekki kost að kynnast
allri fjölskyldunni hans en er þess
viss að þar fer úrvalsfólk sem mikið
hefur misst við að sjá á bak pabba
sínum. Mér eru minnisstæðar
stundirnar með Stjána í vinnunni og
hversu bóngóður hann var við fé-
lagana, hvort sem var viðvik með
pappíra er sneru að starfinu eða
persónulegir greiðar við okkur.
Seint gleymast þeir sem vel gera.
Eitt af því sem Stjáni átti stóran
þátt í var stofnun og rekstur Lífeyr-
issjóðs Slökkviliðsins, þar kom í ljós
framsýni og fórnfýsi Kristjáns
Þórðarsonar sem aldraðir félagar
hans njóta nú að loknum störfum og
eru ánægðir með. Það er svo margs
að minnast sem skeð hefur á löngum
gifturíkum ferli manns eins og hans
Stjána. Það er ekki endilega vert að
reyna að lýsa kostum hans í smá-
atriðum, við þekkjum þá, en eitt
skal sagt að Kristjáns Þórðarsonar
er minnst af hlýju og virðingu með
þakklæti fyrir afburða störf og sam-
veru.
Sigrúnu og allri fjölskyldunni
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Haraldur Stefánsson.
KRISTJÁN
ÞÓRÐARSON
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
HARALDUR BRYNJÓLFSSON,
Aflagranda 40,
áður til heimilis á Faxabraut 70,
Keflavík,
andaðist á Kanaríeyjum þriðjudaginn 14. mars
síðastliðinn. Útför auglýst síðar.
Berta G. Rafnsdóttir, Eggert N. Bjarnason,
Kristinn T. Haraldsson, Jónína Þrastardóttir,
Margrét B. Haraldsdóttir, Ástþór B. Sigurðsson,
Haraldur Dean Nelson, Guðrún Hulda Gunnarsdóttir,
Jón Ragnar Ástþórsson, Þórunn Katla Tómasdóttir,
Særún Rósa Ástþórsdóttir, Jóhann Þór Helgason,
Berglind Harpa Ástþórsdóttir,
Sigurður Freyr Ástþórsson
og langafabörn.