Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ ÖgmundurHelgason fædd-
ist á Sauðárkróki
28. júlí 1944. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
8. mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigríður Ögmunds-
dóttir, f. á Sauðár-
króki 2. maí 1921, d.
á Sauðárkróki 19.
ágúst 2000, og Helgi
Einarsson, f. á
Akranesi 2. maí
1912, d. á Sauðár-
króki 9. janúar 1964. Systkini Ög-
mundar eru: 1) Halldóra, f. 25.
nóvember 1945, eiginmaður henn-
ar er Ingimar Pálsson. 2) Kristín, f.
26. desember 1946, eiginmaður
hennar er Ingimar Jóhannsson. 3)
þeirra eru Ragna, f. 20. október
1995, og Þórhildur, f. 30. mars
1997. 2) Ólafur, f. 15. febrúar 1976,
unnusta hans er Hallrún Ásgríms-
dóttir, f. 25. júní 1982. Sonur Ólafs
og fyrri konu hans, Nínu Ýrar, er
Ingimar, f. 17. júlí 2003.
Ögmundur varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri 1965,
stundaði nám í íslensku og sagn-
fræði og lauk cand.mag. prófi í
sagnfræði 1983. Ögmundur var ís-
lenskukennari í Menntaskólanum
við Tjörnina (síðar við Sund) 1973–
82, stundaði fræðastörf í Kaup-
mannahöfn 1983–86, lengst af sem
starfsmaður Árnastofnunar þar.
Árið 1986 réðst hann sem starfs-
maður að Handritadeild Lands-
bókasafns og varð síðar forstöðu-
maður hennar, einnig eftir að
Landsbókasafn og Háskólabóka-
safn sameinuðust 1994. Um síðustu
áramót réðst hann til starfa við
Stofnun Árna Magnússonar.
Útför Ögmundar verður gerð
frá Neskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Einar, f. 3. desember
1949, eiginkona hans
er Brynja Jósefsdótt-
ir. 4) Magnús Hall-
dór, f. 14. janúar
1962, eiginkona hans
er Dísa María Egils-
dóttir.
Hinn 1. janúar
1966 kvæntist Ög-
mundur Rögnu Ólafs-
dóttur, f. í Neskaup-
stað 7. maí 1944.
Foreldrar hennar
eru Guðný Péturs-
dóttir, f. 31. júlí 1917,
og Ólafur Guðmundsson, f. 13. des-
ember 1912, d. 11. desember 1983.
Börn Ögmundar og Rögnu eru: 1)
Helga, f. 15. september 1965, eig-
inmaður hennar er Reynir Sigur-
björnsson, f. 11. maí 1966. Dætur
Mig langar til að minnast föður
míns, Ögmundar Helgasonar, í fá-
einum orðum.
Við pápi áttum samleið í þau rúm
40 ár sem ég hef gengið á þessari
jörð og ég hef oft óskað þess að þau
yrðu miklu fleiri, einkum undanfarn-
ar vikur og mánuði þegar krabba-
meinið herti tökin um hann. En úr
því að árin urðu ekki fleiri reyni ég
að orna mér við allar þær góðu minn-
ingar sem ég á um hann, sérstaklega
í faðmi fjölskyldunnar þar sem hon-
um leið best. Við sem eftir lifum eig-
um hvert og eitt okkar mynd af hon-
um sem aldrei hverfur. En það eru
kannski barnabörnin hans sem einna
mest hafa misst, svona nýlögð af stað
út í lífið og hafa nú engan Ögmund afa
til að segja sér sögur um hvernig til-
veran er innréttuð og hver tilgangur-
inn sé eiginlega með þessu öllu.
Ég hef mikið hugsað um hvernig
hægt sé að orða það sem ég rita nú.
Annars vegar kemur upp í hugann allt
sem ég vildi segja en hins vegar sú
gullna regla pabba að vera stuttorður
og gagnorður og gæta þess að meitla
hverja setningu vel og lengi. Það væri
líka óvinnandi vegur að segja frá þeim
heimi sem við upplifðum saman, góðu
stundunum og svo hinum þegar við
tókumst á eins og vera ber hjá for-
eldrum og börnum. Þessi heimur er
líka raunverulegur og sem slíkur
minnisvarði um hann.
Sjálfsmynd Íslendinga er mjög
samofin þeirri iðju er þeir stunda.
Pabbi var einn af þeim lánsömu sem
gátu sameinað áhugamál og atvinnu,
en fræðimennskan gerði einmitt það.
Það var því mikið reiðarslag fyrir
hann þegar skipanir ofanfrá kipptu
fótunum undan honum á þeim vinnu-
stað sem hafði verið vettvangur hans
í mörg ár. Áhrif slíks á manneskjur
skyldi aldrei vanmeta. Sú tilfinning
að þarna hafi farið að halla undan
fæti í heilsu hans mun naga okkur
lengi.
Ögmundur faðir minn kenndi mér
margt. En það sem ber hæst er ást
hans á landinu og þeirri sögu sem
það geymir, áhugi á lífi íslensks al-
múgafólks gegnum aldirnar og
menningin er það skapaði og sú
skylda þeirra sem eftir koma að
geyma og skilja þetta allt. Þetta er
kjarninn í arfleifð hans til mín og
þess vegna kjarninn í mér sem ég
get aldrei fullþakkað.
Pabbi bar ljóðlistina snemma inn í
líf mitt og nú leita ég huggunar í
henni. Einhverra hluta vegna kemur
eitt ljóð oftast upp í hugann þessa
dagana, en það las hann eitt sinn fyr-
ir mig á unglingsárunum og hefur
það verið greypt í huga minn æ síð-
an. Það er um haustið og þótt vorið
sé á næsta leiti haustar óneitanlega í
hjarta okkar sem söknum Ögmund-
ar. Með þessu ljóði Hannesar Pét-
urssonar, úr bók hans Í sumardöl-
um, kveð ég pápa:
Þú spyrð mig um haustið
Þú spyrð mig um haustið. Það kemur og
eignar sér engin
sem ilma nú vel eftir sláttinn með síl-
grænar lanir
það kemur og reikar á nóttunni niður við á;
og þar sem hún rennur glaðvær hjá bökk-
um og blá
bindur það hörpu tunglsins þvert yfir vatn-
ið
og kallar á vindinn, lætur hann leika á
strenginn
löng og dapurleg rökkurstef og hlustar
fram undir morgun.
En þú verður farin þá.
Helga Ögmundardóttir.
Í minningu föður míns.
Þegar ég hugsa til baka til þeirra
stunda sem við pabbi áttum saman
koma óneitanlega margar minningar
upp í hugann. Eitt það fyrsta sem
mér datt í hug er tengt því þegar
mamma fór í nám út til Danmerkur
og við pabbi fórum að sjálfsögðu
með. Ég var sjö ára og fór þar af leið-
andi í skóla. Hann var í tíu mínútna
hjólafjarlægð frá þar sem við bjugg-
um. Pabbi reiddi mig alltaf á slánni
og hjólaði þannig með mig í skólann.
Einu sinni gerðist það að löggan
stoppaði okkur og tók pabba á bein-
ið. Það var jú bannað að reiða á slá.
Bót og betrun var heitið en um leið
og löggan hvarf fyrir næsta horn var
mér vippað á slána aftur og brunað
með mig í skólann. Ótrúlegt en satt,
við vorum aldrei stöðvaðir aftur. Ég
átti svo að ganga einn heim úr skól-
anum. Svona gengu dagarnir hjá
okkur feðgum af því að hann var
heima með mig fyrsta veturinn úti.
Fyrir ekki svo löngu sagði pabbi mér
svo frá því, að þegar ég taldi mig
vera einan í heiminum, kíkjandi inn í
leikfangabúðir og fleira, á leið heim
úr skólanum, þá var hann oftar en
ekki einhvers staðar fyrir aftan mig
að fylgjast með því að ég kæmist
öruggur heim.
Þessi saga finnst mér lýsa vel
hvernig pabbi var. Hann var alltaf að
hugsa um að halda verndarhendi yfir
fjölskyldunni og gæta þess að ekkert
slæmt kæmi fyrir. Á sama tíma var
passað upp á að maður héldi sjálf-
stæði sínu og bæri ábyrgð á að koma
sjálfum sér heim því ekki mátti ala á
ósjálfstæði.
Það hlutverk sem pabbi var svo
mjög upptekinn af í seinni tíð var
afahlutverkið. Helga systir er sögð
hafa sagt þegar ég fæddist, að hún
hafi nú aldrei vitað til þess að pabbi
hennar væri svona mikið fyrir börn,
og sömu sögu er að segja af mér þeg-
ar litlu stúlkurnar hennar Helgu
komu í heiminn. Þessi orð voru ef til
vill sögð í gríni, en öllu gamni fylgir
nokkur alvara. Með árunum varð
pabbi nefnilega alltaf meiri og meiri
barnagæla, og þótt hann Ingimar
minn hafi nú ekki fengið að njóta afa
síns í langan tíma er sá tími samt
ómetanlegur fyrir hann líkt og fyrir
stelpurnar, þær Rögnu og Þórhildi.
Allur þessi lestur og söngur sem
honum fannst skemmtilegast að
verja tímanum í með barnabörnun-
um. Haustið sem leið fórum við í bú-
stað í Munaðarnesi þar sem barna-
börnin voru með í för. Það var
ógleymanleg ferð þar sem lesið var
frá morgni til kvölds, litað og sungið.
Pabbi var þá líka það hress að hann
gat farið í gönguferðir með okkur. Í
huga okkar munum við ætíð geyma
yndislegar minningar af frábærum
pabba og afa.
Ólafur Ögmundarson.
Okkur langar til að minnast Ög-
mundar afa okkar. Hann var mjög
góður afi og vinur og kenndi okkur
margar sögur og vísur sem við mun-
um aldrei gleyma. Hann las stundum
fyrir okkur frá morgni til kvölds á
laugardögum, þegar við gistum hjá
ömmu og afa á Tómasarhaga. Svo
fórum við oft í sund með þeim og afi
lofaði okkur alltaf ís á eftir. Hann
sagði okkur mikið frá því þegar hann
var lítill strákur á Króknum og allt
var öðruvísi en í dag. Svo fórum við í
margar göngur um fjöll og firnindi
og afi sagði okkur frá dýrunum og
blómunum og hvað allt hét í lands-
laginu. Við fórum til dæmis í okkar
fyrstu alvöru fjallgöngu á uppá-
haldsfjallið hans afa, Tindastól, þeg-
ar hann átti 60 ára afmæli. Þá vorum
við með nesti og það var svo hlýtt að
við gátum verið á stuttbuxum. Í
fyrrasumar fórum við með afa og
ömmu og Stínu frænku og fjölskyldu
til Danmerkur og það var svo gam-
an. Við fórum í Dýragarðinn, Tívolí
og á Bakkann og ýmislegt fleira. Nú
kveðjum við Ögmund afa og vitum að
englarnir taka vel á móti honum.
Ragna og Þórhildur.
Fyrir hönd okkar Ingimars langar
mig að skrifa nokkrar línur um góð-
an afa sem við kveðjum í dag með
miklum söknuði. Afi Ögmundur var
einstaklega ljúfur og blíður afi. Hann
lagði mikla áherslu á að greiða leið
barna sinna, tengdabarna og barna-
barna út í lífið. Lagði áherslu á að
menntavegurinn væri genginn,
tengsl við æskuvini væru ræktuð og
að bækur væru gulls ígildi. Á ég hon-
um margt að þakka í þeim efnum, því
þau hjónin veittu mér ómetanlegan
stuðning og hvatningu þegar ég nam
við Kennaraháskóla Íslands.
Lítill drengur hefur nú eignast afa
á himnum sem fylgist með honum
þegar hann bregður sér í ýmis gervi
og syngur vísurnar sem afi kenndi
honum.
Í bænum okkar, besti afi
biðjum fyrir þér
að Guð sem yfir öllu ræður,
allt sem veit og sér
leiði þig að ljóssins vegi
lát́þig finna að,
engin sorg og enginn kvilli á þar samastað.
Við biðjum þess í bænum okkar
bakvið lítil tár,
að Guð sem lífið gaf og slökkti
græði sorgarsár.
Við þökkum Guði gjafir allar
gleði og vinarfund
og hve mörg var ávallt með þér
ánægjunnar stund.
(Sigurður Hansen.)
Elsku amma Ragna, megi Guð
gefa þér, börnum þínum, tengda-
börnum og barnabörnum styrk í
sorginni. Öðrum aðstandendum
votta ég einnig samúð mína.
Minning um yndislegan afa lifir
með okkur.
Nína.
Mér er þungt fyrir hjarta er ég
skrifa kveðjuorð um elsta bróður
minn og vin, Ögmund. Við systkinin
ólumst upp á Sauðárkróki hjá for-
eldrum okkar. Á heimilinu bjuggu
einnig Ögmundur móðurafi okkar og
Magnús móðurbróðir.
Þessir heiðursmenn tóku þátt í
uppeldi okkar en faðir okkar, sem
var sjómaður, var langdvölum í
burtu. Ögmundur var ungur þegar
hann fékk áhuga á fjöllunum, örnefn-
um og sögum tengdum þeim. Hann
var smaladrengurinn hans Egils í
Tungu, eins og hann sagði oft sjálfur,
hljóp þá um Molduxa-svæðið og fékk
óslökkvandi áhuga fyrir Vesturfjöll-
um Skagafjarðar og Austur-Húna-
vatnssýslu og kallaði þau fjöllin sín.
Á æskuárum sínum fór hann oft á
vetrum ásamt vini sínum Ragga
Skorr á skauta upp á Molduxatjörn.
Okkur systkinum hans þóttu þetta
miklar svaðilfarir og undruðumst
þennan áhuga. Ögmundur var
óþreytandi við að spyrja afa og
Magga frænda um örnefni og fékk
hann mikinn fróðleik frá þeim og
margar vísurnar. Í Menntaskólanum
á Akureyri kynntist bróðir minn
Rögnu er varð eiginkona hans. Þau
voru alla tíð mjög samrýnd, mikið
útivistarfólk og saman gengu þau
um fjöll og gamlar þjóðleiðir. Á
hverju sumri var farið vestur í fjöll
og þar þekkti bróðir minn hverja
þúfu og var Víðidalurinn honum sér-
staklega kær enda fjallaði ein af rit-
gerðum hans um byggð þar fyrr á
öldum. Æskuheimili okkar varð fyrir
miklu áfalli er faðir okkar og móð-
urbróðir létust með tveggja mánaða
millibili en Ögmundur bar hag okkar
systkinanna ætíð fyrir brjósti og á
heimili hans og Rögnu vorum við
ávallt velkomin. Það var mikið reið-
arslag fyrir alla fjölskylduna þegar
hann greindist með krabbamein í
maí 2005 og þurfti að þola erfið veik-
indi.
Hugur minn reikar til liðinna
stunda þegar ég á skólaárum mínum
fékk lykil að húsi þeirra hjóna og gat
komið þegar ég vildi; ferðanna sem
ég fór með þeim inn í fjöllin, gleði-
stunda norðan og sunnan heiða við
söng og veisluföng og alltaf var Pres-
ley settur á fóninn eins og á ung-
lingsárunum.
Ingimar eiginmaður minn og Ög-
mundur urðu miklir mátar og bar
aldrei skugga á þeirra vináttu. Hug-
ur Ögmundar var fram til hins síð-
asta við fræðistörf, bókina sína sem
rétt var ólokið við og átthagana.
Hann gat ekki hugsað sér að skilja
við fjölskyldu sína og sjá ekki barna-
börnin sín vaxa úr grasi.
Ragna annaðist Ögmund til síð-
asta dags ásamt börnum þeirra. Við
Ingimar sendum þeim öllum innileg-
ar samúðarkveðjur, einnig öllum
þeim sem þótti vænt um Ögmund.
Ég veit að vel hefur verið tekið á
móti bróður mínum í öðrum heimi,
hann var alls staðar velkominn. Ég
kveð með miklum trega.
Blessuð sé minning Ögmundar
Helgasonar bróður míns.
Kristín Helgadóttir.
Ögmundur, bróðir minn, lést þann
8. mars. Viku fyrr hafði ég kvatt
hann með þeim orðum að við mynd-
um hittast um páskana, en ég bý á
Egilsstöðum.
Ég held að við höfum báðir vitað
að orð mín voru marklaus því við
vissum að endalokin yrðu mun fyrr.
Ögmundur var 18 árum eldri en ég
og elstur í hópi fimm systkina. Faðir
okkar lést þegar ég var á öðru ald-
ursári og Ögmundur tók, á vissan
hátt, þátt í uppeldi mínu. Hann var
sá aðili sem ég leitaði oftast til ef ég
þurfti á ráðleggingum að halda.
Móðir okkar giftist Árna M. Jóns-
syni nokkrum árum eftir dauða föð-
ur okkar. Hann gekk mér í föður-
stað. Ein af fyrstu æskuminningum
mínum var þegar ég var á ferð með
foreldrum mínum og Ögmundi á leið
frá Sauðárkróki til Reykjavíkur.
Leiðin var löng og eflaust var ég,
sem barn, óþolinmóður að geta ekki
séð viðkomustaðinn fyrr en eftir
langan akstur. Þegar Ögmundur
fann fyrir óyndi mínu fór hann að
segja mér sögur af fornum köppum.
Fyrir mig breyttist þessi langa ferð
úr leiðindum í ævintýri og þegar við
komum loks á áfangastað vildi ég
fara aftur til Sauðárkróks til þess að
fá að heyra fleiri sögur frá bróður
mínum. Ögmundur átti einstaklega
gott með að umgangast börn og ég
fann það einnig síðar varðandi mín
eigin börn. Um tvítugt fluttist ég frá
Sauðárkróki til Reykjavíkur og þá
urðu kynni okkar Ögmundar enn
nánari. Á hverjum degi var ég í mat á
heimili þeirra Ögmundar og Rögnu
þar til ég stofnaði mitt eigið heimili.
Eftirminnilegustu stundir mínar
með Ögmundi voru þó þegar við
bræðurnir drukkum saman gin og
tónik, hlustuðum á Elvis, sem var í
miklu uppáhaldi hjá honum, og nótt-
in virtist eilíf í samræðum okkar. Nú
er nóttin liðin og Ögmundur farinn á
vit fornra kappa sem hann sagði mér
frá í bernsku minni. Ögmundur var
sagnfræðingur og kröfuharður
fræðimaður. Hann var þó umfram
allt kröfuharður við sjálfan sig. Eftir
hann liggja margar fræðigreinar auk
þess sem hann ritstýrði og sá um út-
gáfu fjölda bóka. Fyrir mig var þó
Ögmundur umfram allt einstakur
bróðir.
Með bróðurkveðju,
Magnús H. Helgason.
Við andlát Ögmundar mágs míns
hvarflar hugurinn austur í Neskaup-
stað þar sem Ragna systir kynnir
mannsefni sitt fyrir fjölskyldunni.
Þau höfðu laðast hvort að öðru í
menntaskóla á Akureyri.
Þó Ögmundur sé fæddur og upp
alinn í sjávarplássi hugsaði hann á
margan hátt á annan veg en við sam-
ferðamenn hans eystra. Fyrir okkur
var sjómennska eða vinna í fiski dag
og nótt lífið sjálft. Ögmundur tók
vissulega þátt í því striti en hugur
hans hvarflaði örugglega oft til verð-
mæta sem skiptu okkur minna máli í
þá daga. Bókmenntirnar, þjóðfræðin
og sagnfræðin áttu huga hans.
Framan af ævi eignaðist hann tölu-
vert safn bóka sem snertu þessi
áhugamál hans. Svo dró úr bóka-
söfnuninni enda lítið pláss orðið í
bókaherberginu á Tómasarhagan-
um.
Mági mínum kynntist ég fyrst vel
þegar ég bjó á heimili þeirra Rögnu
á námsárum mínum í Reykjavík.
Fyrir hans tilstuðlan fór ég einnig að
meta hluti sem höfðu skipt mig
minna máli við okkar fyrri kynni.
Það var gott að leita til hans og fá hjá
honum ráð er kom að íslensku máli,
rituðu og töluðu. Þau ráð hafði hann
unun af að gefa.
Á Ljósvallagötunni var oft glatt á
hjalla. Bæði var þar töluverður
gestagangur og svo hitt að við sem
þar bjuggum vorum ung að árum og
fannst að lífið ætti að vera fjörugt.
Gestirnir skiptust nokkuð í tvö horn.
Annars vegar voru þeir sem blönd-
uðu geði við alla íbúana og hins vegar
þeir sem eingöngu voru komnir til að
hitta Ögmund. Þá var lokað að sér
inni í stofu sem jafnframt var bóka-
herbergi. Til okkar hinna bárust lág-
værar raddir, umræðuefnið greini-
lega alvarlegt. Stundum heyrðust
lesin ljóð. Í þessum hópi voru meðal
annarra gamlir félagar úr MA sem
hann hélt tryggð við.
Þegar ég fór frá Reykjavík að
loknu námi urðu fundir okkar Ög-
mundar strjálli. Oft var þó komið við
á Tómasarhaganum er skroppið var í
bæinn. Oftar en ekki var hann þá að
fást við skriftir eða grúska í ritverk-
um, fást við það sem bæði var að-
alstarf hans og áhugamál. Að sjálf-
sögðu varð gesturinn að fá sýnishorn
af því sem fengist var við hverju
sinni.
Við Ásta kveðjum Ögmund með
söknuði og þakklæti fyrir þær góðu
stundir sem við áttum saman. Rögnu
og fjölskyldu hennar vottum við okk-
ar dýpstu samúð.
Stefán Ólafsson.
Síldarbrælan lá yfir bænum í suð-
vestan blíðunni, varla hægt að sjá
Hellisfjarðarnesið og þvottinum því
kippt inn af snúrunni. Það er í þess-
ari mynd sem ég man fyrst eftir Ög-
mundi mági mínum. Hann var þá
orðinn kærasti Rögnu systur og þau
komin heim til Neskaupstaðar til
sumardvalar og vinnu í bræðslunni.
Ég man aldrei eftir að Ögmundur
ÖGMUNDUR
HELGASON