Morgunblaðið - 17.03.2006, Side 43
kvartaði yfir vinnunni í „peninga-
lyktinni“ enda var þetta uppgripa-
vinna sem gerði það mögulegt að
halda áfram námi og stofna fjöl-
skyldu, en eflaust hefði hann frekar
viljað grúska yfir bókum. En það var
nú hægt að stela sér smá tíma í hugð-
arefnin, skeiða um nærliggjandi fjöll
og dali, setja saman ljóð og segja
sögur. Það varð síðan hans lán að fá
vinnu við fræðistörf. Þar sameinuð-
ust lifibrauðið og áhugamálin.
Á lífsgöngunni hafa spor okkar
verið náin. Fyrir rúmum þrjátíu ár-
um keyptum við Ögmundur og
Ragna saman hús á yndislegri þúfu
við Tómasarhagann þar sem fjöl-
skyldur okkar festu rætur. Þegar
Ögmundur greindist með krabba-
mein fyrir tæpu ári deildum við sam-
eiginlegri reynslu. Við töluðum um
vonina sem héldi okkur gangandi og
listina að lifa í núinu –að njóta hverr-
ar mínútu, hverrar klukkustundar,
hvers dags sem okkur er gefinn. Við
vonuðum að dagarnir yrðu fleiri. Á
kveðjustund hef ég í huganum geng-
ið með mági mínum um hans uppá-
haldsslóðir, dalina í skagfirsku fjöll-
unum. Það er gott að eiga góðan stað
til að kveðja á. Takk fyrir gönguna.
Guð gefi systur minni og fjöl-
skyldu styrk.
Margrét.
Hjartfólginn frændi minn og vin-
ur, Ögmundur Helgason, er látinn,
fallinn fyrir aldur fram eftir stutta
baráttu við ólæknandi sjúkdóm, dá-
inn, horfinn, harmafregn. Slitin orð
og ofnotuð en þó sönn fyrir okkur
sem eftir lifum og syrgjum góðan
dreng, ástvinir, ættingjar og vinir,
fjöldi vina því Ögmundur var fram-
úrskarandi vinsæll maður og margir
fleiri en ég vissu sig skipa sérstakan
sess í hjarta hans.
Ögmundur var frændi minn. Móð-
urafar okkar voru systkinabörn. Ég
man fyrst eftir honum hjá frændfólki
okkar á Akureyri á 7. áratugnum
þegar hann var stúdent í Mennta-
skólanum og ég ung stelpa, en ég
kynntist honum ekki fyrr en meir en
30 árum síðar þegar ég fór að venja
komur mínar á handritadeild Lands-
bókasafns til að lesa þar handrit með
rúnafræðilegu efni í sambandi við
rannsóknir mínar á sögu rúnanna á
Íslandi. Hann var þá forstöðumaður
deildarinnar og tók mér sem lang-
þráðri frænku. Við urðum strax góð-
ir vinir, enda áttum við margt sam-
eiginlegt annað en skyldleikann. Við
höfðum sama áhuga á íslenskum
þjóðlegum fróðleik og fræðimönn-
um, sérstaklega á ættarslóðum okk-
ar í Skagafjarðar- og Húnavatns-
sýslum. Hann sagði mér enda margt
um ættir okkar sem ég ekki vissi og
sem mér er mikils virði að vita.
Hann miðlaði mér einnig af þekk-
ingu sinni á handritum og sögu
þeirra og samhengi, las með mér og
bjargaði mér frá mörgum mistökum.
Hefði hans ekki notið við hefði ég
aldrei þorað að takast á við þetta
verkefni þar sem handritin voru
mörg og ég er ekki handritafræðing-
ur. Meðal annars aðstoðaði hann mig
við að skrifa upp elsta handritið af
rúnaþætti þeim sem Björn Jónsson á
Skarðsá ritaði 1642 og aldrei hefur
verið prentaður. Við höfðum mikla
ánægju af að fást við handritið og
töluðum um að gefa það út saman.
Ögmundur mundi þá skrifa um
handritið, sem sennilega er frá því
um 1645, og ég myndi svo sjá um
rúnafræðilegu hliðina. Því miður
gafst okkur aldrei tími til að sinna
þessu mikilvæga verkefni en ég mun
reyna að heiðra minningu hans með
því að halda áfram rannsóknum mín-
um á þessum merkilega þætti.
Til Ögmundar á handritadeildinni
lá stöðugur straumur af fólki sem
leitaði aðstoðar hans við ýmis verk-
efni varðandi handrit, þjóðlegan
fróðleik og þjóðsögur. Hann tók öll-
um jafnvel, frá yngsta stúdentinum
til elsta prófessorsins, miðlaði þeim
af þekkingu sinni og hjálpaði þeim af
stað með verkefnið. Með hjartahlýju
sinni, tillitssemi, hugulsemi og glað-
væru fasi laðaði hann alla að sér.
Honum var einnig mjög annt um að
enginn yrði útundan við matar- eða
kaffiborðið, að öllum fyndist að ein-
mitt þeir væru sérstaklega velkomn-
ir og mikilvægir gestir. Mér er líka
minnisstætt hvað honum var annt
um þá öldunga sem voru hættir að
vinna en dvöldu löngum á handrita-
deildinni yfir ýmsum verkefnum sér
til dægrastyttingar.
Þegar ég kynntist Ögmundi varð
ég þar að auki þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast fjölskyldu hans og
átti margar glaðværar stundir á
heimili þeirra á Tómasarhaga 12
einnig eftir að veikindin voru farin að
hrjá hann.
Sorg og söknuður verða eins og
opið sár í hjörtum ástvina hans og
vina í langan tíma því hann skilur
eftir mikið tómarúm í lífi okkar. En
með tíð og tíma mun minningin um
hann ylja okkur um hjartarætur og
við munum ætíð minnast hans þegar
við heyrum góðs manns getið.
Þórgunnur Snædal.
Að Ögmundur frændi okkar sé lát-
inn er óraunverulegt. Hann var
bróðir hennar mömmu og vinur
pabba. Í hann hringdum við þegar
okkur vantaði aðstoð við ritgerðir í
skólanum og hjá Rögnu og Ögmundi
gistum við þegar við fórum til
Reykjavíkur. Það voru alltaf fagnað-
arfundir er þau komu á Krókinn. Þá
var glaðst saman, sungið og Pres-
leylögin spiluð. Ferðir voru
ákveðnar inn í fjöllin og allir vel-
komnir með. Ögmundur þekkti allar
leiðir og sögur af fólkinu sem þar
hafði búið. Ferðin okkar sl. sumar til
Danmerkur var líka ógleymanleg.
Ögmundur var góður frændi okkar
og eigum við eingöngu góðar minn-
ingar um hann. Rögnu og fjölskyldu
sendum við innilegar samúðarkveðj-
ur.
Júlíana og Sóley.
Merkilegt og órætt er eðli vinátt-
unnar, ekki síst þeirrar, sem endist
um tugi ára og dýpkar og eflist eftir
því sem tíminn líður.Vináttan er dýr-
mæt eign, ofar hlutbundnum verð-
mætum. Traust og trúnaður ein-
kenna hana, allt eins þótt skoðanir
vinanna þurfi ekki ævinlega að fara
saman. Að lokinni samferð um jarð-
arslóðir, sem dauði annars batt enda
á, er þeim, sem eftir lifir, að vísu
söknuður búinn, en hærra ber þó í
minningunni allar gjafir vináttunn-
ar, sem urðu að fjársjóði í áranna
rás, er mölur, ryð og tímans tönn fá
ekki grandað – allt þar til þeim lang-
lífari hverfur heimur. Og hver veit –
hver veit nema vinirnir finnist á ný, á
fjarlægum ströndum, handan alls
sem er, þar sem þráðurinn verði tek-
inn upp að nýju og stefnt verði sam-
an inn í birtu og hlýju enn æðri gilda
vináttunnar, í sjálfri eilífðinni.
Við fráfall ævivinar míns, Ög-
mundar Helgasonar, hrannast upp
minningar frá nærfellt sex áratuga
samfylgd okkar með óteljandi sam-
fundum, oftast í gleði en einnig á
sorgarstundum, gjarna einir en ella í
hópi vina og kunningja auk fjöl-
skyldna okkar. Ég minnist allra
samræðnanna, oft yfir góðum kaffi-
sopa (og guðaveigum stöku sinnum),
stundum á heimilum okkar en þó enn
oftar á kaffihúsum, ekki síst í Nor-
ræna húsinu, þar sem við hittumst
reglubundið, vikulega, eftir því sem
frekast varð við komið, hvernig sem
allt veltist í daglega amstrinu að
öðru leyti, en þar áttum við vinum og
góðkunningjum að fagna við kaffi-
borðið um áratuga skeið. Þær sam-
verustundir, þar sem margt var
rætt, allt frá dægurmálum til dýpri
sanninda, hafa gefið mér meiri styrk
og lífsfyllingu en orð fá lýst og veit
ég að Ögmundi voru þær einnig dýr-
mætar.
Mér er enn í fersku minni fyrsti
fundur okkar á Sauðárkróki, þar
sem við uxum úr grasi. Þetta var á
haftaárum og fátt um barnaleikföng
á markaði, allra síst dýr leikföng, en
frændi Ögmundar, sem var í sigling-
um, hafði fært honum frá útlöndum
forláta grip, fótstigna bifreið úr ekta
blikki, með stýri, stuðara, flautu og
öllu, sem hópur smástráka beið nú í
röð eftir að fá að prófa. Ég gleymi
ekki sælutifinningunni sem því
fylgdi að taka smá bunu á bílnum
þegar röðin kom að mér, þó undir
vökulu auga eigandans. Við þetta
tækifæri held ég að vinátta okkar
hafi stofnast en Ögmundur hélt því
hins vegar fram að hún væri jafnvel
nokkuð eldri, næði allt til sandkass-
ans, kannski meðan við vorum enn
ómálga! Stundum fengum við að
dunda okkur, t.d. við að tálga, inni á
sameiginlegri vinnustofu afa Ög-
mundar, nafna hans söðlasmiðsins,
og Magnúsar skósmiðs, sonar gamla
mannsins og um leið móðurbróður
vinar míns. Minningin um kyrrðina,
öryggið, iðjusemina og leðurlyktina,
sem þar ríkti, hefur síðan fylgt mér.
Þessi vinnustofa var einnig tengd
heimili fjölskyldu Ögmundar, for-
eldra hans og systkina, auk öðlings-
mannanna tveggja, er fyrr voru
nefndir, en þar átti ég alltaf góðu að
mæta. Upp í hugann kemur mynd af
sveinstaulum að reykja illa fengnar
sígarettur í hnipri undir fjárhúsvegg
uppi á Nöfum, með tilheyrandi af-
leiðingum (en hvorugur reykti vind-
linga upp frá því), og minningar um
strákahasar með óvægnum bardög-
um, þar sem vopnin voru trésverð,
sem við tálguðum sjálfir, en fyrir-
myndir sóttar til skylmingakvik-
mynda með frægum Hollywood-
hetjum, sem Sauðárkróksbíó sýndi
gjarna á þeim árum. Allt frá ungum
aldri fórum við einnig margar
gönguferðir um fjalllendið vestur af
Sauðárkróki, er var Ögmundi síðan
sérlega hugleikið alla tíð og sem
hann lærði smám saman að þekkja
eins og lófann á sér sem og allar
sagnir, heimildir og örnefni, er þessu
stóra og fagra svæði fylgja. Síðar
tóku við menntaskólaár okkar á Ak-
ureyri, þar sem ýmislegt dreif á dag-
ana, og enn síðar háskólaár í Reykja-
vík, þegar ungir og alvarlegir menn,
sem lifðu í skugga kalda stríðsins,
brutu til mergjar það sem máli skipti
í íslenskri menningu og þjóðlífi frá
upphafi til okkar daga, ekki endilega
sammála í öllum greinum – og töldu
sig finna lausn á margri gátu enda
þótt sú sannfæring dofnaði oftar en
ekki með tímanum!
Sameiginleg áhugamál okkar Ög-
mundar, sem voru sannarlega nokk-
uð margbrotin, fylgdu auðvitað
hækkandi aldri og auknum þroska,
og var svo meðan báðum entist ald-
ur. Dvalir erlendis við framhaldsnám
og störf stóðu í vegi fyrir vinafund-
um um nokkurra ára bil, fyrr og síð-
ar, en ætíð var þráðurinn tekinn upp
að nýju jafnskjótt og tækifæri gafst
til. Vissulega dýpkaði vináttan á
margan hátt eftir því sem árin liðu
og fann ég það ekki síst eftir að Ög-
mundur hafði tekið sjúkdóm þann, er
varð honum að aldurtila, en á þeim
erfiða tíma sýndi hann mikla þraut-
seigju og þolinmæði gagnvart því
sem orðið gat og blasti að lokum við
– en var þó ef til vill aldrei jafn hlýr
og gefandi sem þá.
Ég hygg að segja megi með sanni
að Ögmundur Helgason hafi verið
vinmargur en þó grunar mig að
hverjum og einum vina hans hafi oft
fundist, þegar þeir voru návistum við
hann, að þeir væru sérstakir einka-
vinir hans, svo örlátur og einlægur
var hann. Hann var einnig mjög ætt-
rækinn. Ræktarsamur og rausnar-
legur var hann við þá sem stóðu hon-
um nærri og gæfumaður í einkalífi
sínu, umvafinn ástúð góðrar eigin-
konu, barna og barnabarna, sem
hann mat að vonum umfram allt ann-
að. Þau hjónin voru mjög samhent
um að skapa sér fallegt og hlýlegt
menningarheimili og var þar oft
gestkvæmt, fyrr og síðar.
Á vinnustöðum löðuðust margir að
Ögmundi og sóttu til hans aðstoð,
fróðleik og hvatningu, enda horfði
hann ekki í tíma og fyrirhöfn í því
sambandi. Samvinna við aðra um
hvers kyns verkefni, t.d. útgáfur
rita, var honum eðlileg og sjálfsögð.
Hélt hann þá oftast fremur fram hlut
samverkamannanna en eigin þætti í
verkunum enda var framhleypni
andstæð skapferli hans.
Listræn æð vakti í Ögmundi. Á
yngri árum fékkst hann allmikið við
ljóðagerð og gaf Ragnar Jónsson í
Smára út ljóðabók eftir hann í
tengslum við listahátíð 1970. Mátti
vissulega vænta þess að hið unga og
efnilega ljóðskáld myndi ekki láta
þar við sitja, en svo varð þó af ein-
hverjum ástæðum, sem mér hafa
aldrei verið fyllilega ljósar enda var
vinur minn dulur á skýringar í því
sambandi. Hann trúði mér þó reynd-
ar fyrir því að síðar hefði hann feng-
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 43
MINNINGAR
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns og
föður okkar,
GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR,
Hlíf ll á Ísafirði.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Rebekka Jónsdóttir og börn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR HELGA JÓNASSONAR.
Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og starfs-
fólki gjörgæsludeildar Landspítala háskólasjúkra-
húss fyrir alúð og aðstoð á erfiðum tímum.
Pétur Georg Guðmundsson, Guðrún Kristín Bachmann,
Rúna H. Guðmundsdóttir, Heimir Karlsson,
Bragi Guðmundsson, Hjördís Sævarsdóttir,
Snævarr Guðmundsson, Brynhildur Kristinsdóttir,
Snorri Guðmundsson, Linda Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
RAGNARS KR. KARLSSONAR
læknis.
Björn R. Ragnarsson,
Karl Ragnarsson, Jóhanna Þormóðsdóttir,
Ásta Margrét Ragnarsdóttir, Ólafur Mar Jósefsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ELÍNAR S. GÚSTAFSDÓTTUR
frá Borgarholti, Djúpavogi,
síðast til heimilis í
Gullsmára 7,
Kópavogi.
Svavar Björgvinsson,
Sigrún Elín Svavarsdóttir, Jón Arelíus Ingólfsson,
Svava Hugrún Svavarsdóttir, Sigursteinn Steinþórsson,
Gústa Þórlaug Svavarsdóttir, Stefán Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför hjartkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
ÖNNU STEINDÓRSDÓTTUR HAARDE,
Aflagranda 40,
Reykjavík.
Steindór Haarde, Jórunn Bergmundsdóttir,
Geir H. Haarde, Inga Jóna Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Systir okkar og frænka,
MÁLFRÍÐUR HANNESDÓTTIR,
áður til heimilis
á Víðimel 21,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík
miðvikudaginn 8. mars.
Útförin var gerð frá Lágafellskirkju þriðjudaginn
14. mars í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristinn Gunnarsson.