Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ist eitthvað við kvæðasmíð, en þá einungis fyrir sjálfan sig og skrif- borðsskúffuna. Engu að síður er lík- legt að enn meira hafi verið ort en fest var á blað, og má þá mikið vera ef þau verk eru ekki geymd einhvers staðar í „hinum mikla sjóði tilver- unnar og eilífðarinnar“ og opinberist fyrst við endurfundi handan móð- unnar miklu. Þá var hann einnig mikill unnandi góðrar hljómlistar. Ögmundur kunni sannarlega að njóta ýmissa lystisemda lífsins, oft í góðum og glöðum hópi, en þó með hófsamlegum hætti. Höfðingi var hann heim að sækja og hrókur alls fagnaðar í samkvæmum, m.a. söng- maður góður ekki síður en fyndinn og andríkur sögumaður, með eftir- hermum þar sem við átti. Skopskyn hans, sem ekki birtist síður í tveggja manna tali, mun mörgum verða minnisstætt. Einn þáttur lífsnautn- arinnar fólst í löngum gönguferðum, ekki síst um eyðibyggðir og öræfi, og var hann svo léttur og kappsamur á göngu allt til síðustu ára að fáir höfðu við honum. Þá naut hann þess mjög að fara til Kaupmannahafnar öðru hvoru, enda hagvanur og þaul- kunnugur þar, en gaf hins vegar lítið fyrir heimshornaflakk. Menntun Ögmundar var víðtæk, á sviði sagnfræði, bókmenntafræði og íslenskra þjóðfræða, og voru honum þessi fræði ætíð afar hugleikin. Segja má að fram undir síðasta dag hafi hann fengist við þessi vísindi og kappkostað að bæta við sig þekkingu á vissum þáttum þeirra. Fræðimað- ur var hann góður, afar vandvirkur og nákvæmur (sumir sögðu ofurná- kvæmur) og aldrei var hlífst við ýtr- ustu heimildaöflun og rýni heimilda. Eftir hann liggja fjölmörg ritverk og útgáfur, bæði um skagfirsk fræði og almenn þjóðmenningarfræði, sem ekki er ráðrúm til að rekja, auk byggðarsögu Norðfjarðar, en öll auðkennast þau af þeim eiginleikum hans, er hér voru nefndir, sem og fá- dæma smekkvísi um efni jafnt sem útlit verkanna þar sem hin listræna æð fékk að njóta sín. Munu þessi menningarverk lengi halda minn- ingu hans á lofti. Ögmundi varð þess auðið að starfa á fullorðinsárum við þau svið, sem menntun hans laut að, fyrst árum saman sem farsæll framhaldsskóla- kennari og síðan í meira en tvo tugi ára sem virtur starfsmaður Lands- bókasafns, seinast í Þjóðarbókhlöð- unni frá 1994. Lengi var hann for- stöðumaður handritadeildar safns- ins, þar sem hann naut sín einkar vel og veitti mörgum liðsinni enda þaul- kunnugur handritakostinum. Varð hann m.a. með tímanum einhver öruggasti og nákvæmasti handrita- lesari á landinu og nutu margir þess, er til hans leituðu um aðstoð við lest- ur erfiðra texta, auk þess sem sjá má þessa glögg merki í sumum ritum hans og útgáfum, er hann annaðist um. Undir ævilok varð Handrita- stofnun Íslands starfsvettvangur hans að því marki sem heilsa leyfði, og hefði þar mátt vænta markverðs árangurs við fræðatök, ef honum hefði orðið lengra lífs auðið. Þá ann- aðist hann um árabil stundakennslu í þjóðfræði við Háskóla Íslands og fórst það vel úr hendi. Við hjónin vottum fjölskyldu Ög- mundar Helgasonar innilega samúð okkar og þökkum henni alla vinátt- una á liðnum árum, er við vonum að megi endast meðan sól er á lofti, í anda þess mæta manns, sem nú er til moldar borinn en verður lengi minnst. Páll Sigurðsson. Fardagar Ögmundar vinar míns komu fyrr en nokkurn varði. Ég sit á hóteli í Höfn og horfi út í snjóinn. Snjókarlinn í bakgarðinum brosir svo breitt að líklega fær hann kul í tennurnar. En mér er þungt í huga. Líklega hef ég misst besta vin minn. Hugurinn hvarflar langt aftur í tím- ann, til þeirra daga er við vorum ungir og róttækir og nýbúnir að kynnast í heimspekideild Háskóla Íslands. Hann kom að norðan, var skáld og bjó með Rögnu sinni og Helgu litlu á Ljósvallagötunni. Ég var sunnanmaður og ekki skáld. Reyndar leist mér ekki meir en svo á þennan ljóshærða norðanstrák við fyrstu sýn. Mér fannst hann nokkuð þungbúinn – svona tilsýndar. En svo vorum við tveir valdir af hálfu heim- spekideildar til að vera fulltrúar í svokallaðri Stúdentaakademíu sem starfaði um stutta hríð. Þar unnum við öfluglega að því að Skagfirðing- urinn dr. Jakob Benediktsson fengi stúdentastjörnuna, sem akademían veitti, og höfðum sigur. Í sigurvím- unni urðum við bestu vinir og hefur sú vinátta haldist óslitin síðan. Ég sogaðist meira að segja inn í vinahóp hans að norðan. Þó að við Ögmundur værum ólíkir að mörgu leyti mynd- aðist ótrúlegur samhljómur á milli okkar. Líklega var það áhuginn á þjóðlegum fræðum, sögu og skáld- skap sem batt okkur fastast. Svo vorum við báðir róttækir í stjórn- málaskoðunum og fyrirlitum íhaldið – eða svo létum við. Þetta var á árum stúdentabyltinga og hippa. Ögmund- ur reyndist alls ekki þungbúinn þeg- ar til kom heldur allra manna skemmtilegastur í glöðum hópi, sögumaður mikill og með næmt auga fyrir hinu skoplega. Ég varð heima- gangur á fallegu heimili þeirra hjóna á Ljósvallagötunni og síðan Tómas- arhaga og naut gestrisni, hjartahlýju og glaðværðar sem þau gáfu óspart af sér og brást aldrei. Árið 1971 ákváðum við Ögmundur ásamt konum okkar að fara út í heiminn og skoða uppsprettur tíðar- andans. Við vorum mánuð í ferðinni og Biblía okkar var bókin „Europe on 5 dollars a day“. Við gengum spekingslega um Carnaby Street í London, horfðum inn í gapandi byssuhlaup Parísarlögreglunnar og sátum með hippum í Amsterdam. Ferðinni lauk í Kaupmannahöfn og var það í fyrsta skipti sem við kom- um þangað, borg sem við Ögmundur áttum báðir eftir að taka miklu ást- fóstri við, hvor með sínum hætti. Og ævintýraferðinni sumarið 1971 lauk á þjóðlegu nótunum í Höfn, nótum sem voru okkur eiginlegastar þrátt fyrir allt. Við sátum uppveðruð í stig- anum þar sem Jónas fótbrotnaði og leituðum uppi Árnasafn sem þá var til húsa í Proviantgarðinum á Hall- arhólmanum. Við gengum lotningar- full upp tröppur og gengum fram á mann sem sat ábúðarfullur á stiga- skörinni og reykti pípu. Við þekktum auðvitað manninn. Þetta var sjálfur Jón Helgason prófessor og skáld sem við höfðum í fjarlægð dáð meira en aðra menn. Hann var löngu orð- inn goðsögn í lifandi lífi. Okkur fannst hann horfa illilega á okkur, þorðum ekki lengra og hrökkluð- umst út. Síðar átti það fyrir Ög- mundi að liggja að verða síðastur ná- inna samstarfsmanna Jóns Helgasonar á Árnasafni í Kaup- mannahöfn, síðastur þeirra sem gátu kallað hann lærimeistara og fóstra. Þau Ragna urðu heimagangar á heimili hans og síðari konu hans, Agnethe Loth. Leiðir skildust. Ég fór vestur á Ísafjörð að kenna og var síðan blaða- maður í Reykjavík, Ögmundur kenndi fyrst eftir nám í Reykjavík en fór síðan til Kaupmannahafnar eins og áður sagði og var þar við hand- ritarannsóknir á Árnasafni. En alltaf var vináttan óslitin og ræktuð eftir því sem ástæður leyfðu. Einu sinni tókum við okkur til og örkuðum um þverar Hornstrandir. Í fáein ár var ég í nokkrum ólgusjó í einkalífi mínu en alltaf átti ég víst athvarf hjá þeim Ögmundi og Rögnu og mætti þar skilningi og hjálpsemi. Það var svo ekki fyrr en ég hóf ritstörf og fræði- mennsku og Ögmundur var orðinn starfsmaður og síðar forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns að samvera jókst verulega á nýjan leik. Ögmundur var óþreytandi hjálpar- hella og fróðleiksbrunnur þeirra fræðimanna sem leituðu á handrita- deild Landsbókasafn, hann var orð- inn helsti sérfræðingur landsins um handrit síðari alda. Þess naut ég nú í ríkum mæli. Sjálfur stundaði hann rannsóknir, einkum á sviði þjóð- fræða, og var afar nákvæmur og vandvirkur. Allt sem frá honum fór var hugsað í þaula og tilfinning hans fyrir íslensku máli var óbrigðul. Að því leyti varð hann mér, sem átti það stundum til að láta vaða á súðum, góð og holl fyrirmynd. Eftir því sem árin liðu treystist vinátta okkar. Vik- um og mánuðum saman áttum við daglegt samneyti á Landsbóksafn- inu, á laugardögum var það samver- an í Norræna húsinu og svo var skipst á matarboðum þar sem Ög- mundur var sannkallaður hrókur alls fagnaðar. Svo vel fyllti hann upp í rýmið hvar sem hann var að það er ótrúlegt og óskiljanlegt að hann skuli vera farinn. Við Hildur söknum hans ákaflega. Enda mun hann aldrei hverfa okkur. Guðjón Friðriksson. Þegar góður vinur hverfur sjónum lokast dyr að heimi sem maður á innra með sér og hann breytist í fal- lega minningu. Þetta er það lögmál breytinganna sem allt verður að lúta. Vitanlega hljótum við að sætta okkur við að missa þá sem okkur eru kærir, það er partur af því að finna til og lifa. En við skynjum glöggt að líf okkar verður aldrei það sama og fyrr. Þessu hafa ýmsir lýst, en ég veit engan hafa gert það með einfald- ari hætti og um leið í skáldlegri mynd en Stefán frá Hvítadal: Er Hel í fangi minn hollvin ber, þá sakna ég einhvers af sjálfum mér. Við fráfall Ögmundar Helgasonar sé ég á bak manni sem hefur staðið mér nærri í meir en fjörutíu ár. Við hittumst í Menntaskólanum á Akur- eyri, ungir piltar, hvor úr sínu plássi á Norðurlandi, hann frá Sauðár- króki, ég frá Dalvík. Við vorum ekki bekkjarbræður en sameiginlegt áhugamál tengdi okkur þegar bönd- um sem aldrei hafa slitnað. Það var skáldskapurinn. Við vorum báðir rómantískir og draumlyndir, hrif- umst af sömu skáldunum og vorum að bera okkur að yrkja í skólablaðið. Hann komst það lengra en ég á skáldabraut að fá birt ljóð í virðu- legum tímaritum og gefa út ljóðabók hjá Helgafelli. Hún hét Fardagar og kom út vorið 1970. Þá var Ögmundur á Sauðárkróki og ég á leið norður með rútunni. Ég færði honum fyrstu eintökin þangað. Bókin var græn og Ögmundur kallaði hana grænjaxlinn sinn. Hann mátti vera ánægður með þessa frumsmíð, en framhald varð ekki á skáldskapariðkunum hans fyrir annarra sjónum. Skáldskapurinn, bæði í bundnu máli og lausu, var honum jafnan kær. Það síðasta sem hann birti á prenti var fróðlegt erindi um skagfirska sagnameistarann Indriða G. Þor- steinsson, persónulegur sagnaspeg- ill af uppeldisslóðum höfundarins nefnist það og stendur í nýjasta ár- gangi Ritmenntar sem Ögmundur stýrði síðustu ár með ágætum. Í menntaskólanum tókust ástir með Ögmundi og stúlku frá Nes- kaupstað sem var með okkur í skól- anum, Rögnu Ólafsdóttur. Eftir stúdentsprófið sem hann lauk ári á undan mér héldu þau suður í nám; ég heimsótti þau á Skólavörðustíg þar sem þau bjuggu þá og dóttirin Helga lá í vöggu. Brátt kom ég sömu leiðina suður, svo tók við háskólanám, starf, hjúskapur og fjölskyldulíf, en alltaf voru Ögmundur og Ragna á næstu grösum í Vesturbænum. Þar hafa þau starfað alla tíð, hún við kennslu og síðan skólastjórn í Melaskóla, hann lengst af á handritadeild Landsbókasafns, um árabil sem for- stöðumaður deildarinnar og eftir það við útgáfustörf fyrir safnið. Enn er ótalinn samkomustaður okkar Ögmundar og fleiri vina um áratugaskeið, kaffistofa Norræna hússins á laugardögum. Þar hitt- umst við, skeggræddum málefni dagsins og gamlan fróðleik, blönd- uðum geði og gamni. Fastur punktur í þeim hópi var vinur okkar, Reynir Unnsteinsson, sem lést skyndilega fyrir rúmum sjö árum. Að honum var mikil eftirsjá, en við hinir héldum áfram að hittast. Og nú er annað stórt skarð höggvið í þennan fá- menna hóp. Ég er þó viss um að Ög- mundi hefði verið að skapi að við héldum merkinu enn á lofti. Ögmundur Helgason var fágætur vinur, hlýr, tryggur og drenglyndur í öllum viðbrögðum. Hann var oftast léttur í máli og gamansamur, ör og gat verið nokkuð þrjóskur og fyrir- tektarsamur. Í fræðum sínum var hann traustur, nokkuð smámuna- samur og hægvirkur eins og ýmsir fleiri fræðimenn, og er það raunar heiður slíkra manna. Hann naut sín jafnan vel við fræðistörf. Um þann þátt í lífi Ögmundar kunna aðrir bet- ur að fjalla, en ég vissi hve kröfu- harður og nákvæmur hann var í hví- vetna. Vel var hann metinn í hópi þjóðfræðinga, en þjóðfræði hafði hann lagt stund á og kenndi hana um skeið. Gott var að leita til hans á handritadeildinni eins og margir hafa vottað. Oft lá leið hans til Kaup- mannahafnar til lengri eða skemmri dvalar við fræðistörf á Árnastofnun og í Konungsbókhlöðu, og tvær ferð- ir gátu þau Ragna farið þangað eftir að hann veiktist. Þau unnu bæði borginni við Sundið; Ögmundur var sannur arftaki hinna gömlu Hafnar- Íslendinga og gaman að hitta hann á þeim slóðum. Hlutverk einstaklingsins í þjóð- félaginu er eitt. Þegar til þess er litið á það við sem oft er sagt, að maður komi í manns stað. En hver kemur í stað góðs vinar og þess sálufélags, yndis og uppbyggingar sem fylgir návist hans? Okkur vinum Ögmund- ar Helgasonar er dimmt fyrir sjón- um nú þegar við fylgjum honum síð- asta spölinn, eftir baráttu við illvígan sjúkdóm í tæpt ár. Lengst af þess tíma varðveitti hann bjartsýni sína og lífslöngunin var sterk. En hér reyndist við ofurefli að etja. Ög- mundur kveður með hreinan skjöld og lætur eftir sig dýrmætar minn- ingar í huga þeirra sem best vissu hvern mann hann hafði að geyma. Við hugsum til Rögnu, lífsförunautar hans og heilladísar alla tíð. Henni og börnum þeirra vottum við Gerður einlæga samúð á sorgarstundu. Ég bið vini mínum Guðs blessunar í djúpri þökk fyrir allar gjöfular sam- verustundir. Hann hvíli í friði. Gunnar Stefánsson. Í dag er borinn til hinstu hvíldar góður vinur. Ýmsar svipmyndir og góðar minningar leita á hugann. Fund okkar Ögmundar Helgasonar bar fyrst að fyrir um aldarfjórðungi. Mig vantaði góðan íslenskumann til þess að lesa yfir rit sem skólarann- sóknadeild menntamálaráðuneytis- ins ætlaði að gefa út. Einn starfs- félagi minn benti mér á Ögmund. Hann tók erindinu af mikilli ljúf- mennsku eins og honum var eigin- legt. Eitthvað var mig farið að lengja eftir að fá textann aftur leiðréttan og minnti á hann nokkrum sinnum. „Ég er alveg að ljúka þessu, mig vantar bara smátíma í viðbót,“ var svar Ög- mundar. Þegar textinn kom harmaði ég ekki að hafa þurft að bíða. Hverri setningu, hverju orði hafði Ögmund- ur velt vandlega fyrir sér og fært í fagran búning íslenskunnar. Allar leiðréttingar og ábendingar voru nostursamlega ritaðar með blýanti með fíngerðri og fagurri rithönd. Ög- mundur var mjög hagur á íslenskt mál og naut þess sérstaklega að fara höndum um fagurlega innbundnar bækur. Nokkrum árum seinna átti ég því láni að fagna að kynnast Rögnu, Ög- mundi og Óla nánar er þau dvöldu í Kaupmannahöfn. Ragna var við nám í danska kennaraháskólanum og Ög- mundur stundaði fræðistörf á Árna- stofnun. Við áttum margar góðar stundir saman. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt kvöld heima hjá mér í Hellerup. Nýlokið var fundi í ráð- gjafarnefnd um menntamál hjá nor- rænu ráðherranefndinni. Bauð ég fulltrúum Íslands þeim Rósu Björk Þorbjarnardóttur og Guðmundi Arn- laugssyni og mökum í kvöldverð ásamt Rögnu og Ögmundi og Ingv- ari Sigurgeirssyni. Sjaldan voru sagðar eins margar sögur og hlegið eins dátt á Judithsvej eins og þetta kvöld. Einstök frásagnargáfa Ög- mundar naut sín vel þetta kvöld. Hann var víðlesinn og hafði yfir að ráða víðtækum fróðleik sem hann var óspar á að veita öðrum. 28. júlí 1994 lagði mjög fámennur hópur af stað í göngu frá Sauðár- króki yfir í Blöndudal. Tilefnið var fimmtugsafmæli Ögmundar. Hann vildi fagna deginum á æskuslóðum og líta yfir það svæði sem hann ætl- aði að rita um fyrir Ferðafélag Ís- lands. Þoka var niður í fjallsrætur um morguninn þegar ég leit út um gluggann á Dalvík þar sem ég dvaldi hjá vinkonu minni. Leist mér ekkert á göngu í svona skyggni og boðaði forföll. Samt fór svo að ég hringdi og spurði hvort þau væru lögð af stað. Svo var ekki, þokan hafði frestað för- inni. Ég hraðaði mér yfir í Skaga- fjörðinn og náði í skottið á hópnum. Ögmundur fræddi okkur á sinn lif- andi máta um horfnar bújarðir og ábúendur, um örnefni og kennileiti. Þetta varð ógleymanlegur dagur sem endaði í glampandi sól og góðri veislu. Ögmundur og fjölskylda sýndu mér mikinn vinarhug að bjóða mér með, einni utan fjölskyldunnar. Ögmundur unni íslenskri náttúru og var mikill göngumaður. Hann var léttur á fæti og naut þess að ganga á fjöll. Ég fór með þeim Ögmundi og Rögnu í nokkrar gönguferðir en þær hefðu mátt vera fleiri. Enn einu sinni naut ég ríkulegs fróðleiks Ögmundar þegar hann og Ragna sóttu mig heim á Signubakka í París fyrir rúmu ári. Eftirminnileg- ust eru ferð okkar til Bayeux til þess að skoða refilinn langa um orrustuna við Hastings og heimsókn til Franço- is Dillmann og fjölskyldu í Versölum. Þarna nutu sín í ríkum mæli sagn- fræðingurinn, íslenskumaðurinn, bókmenntaunnandinn, frásagnar- maðurinn og ekki síst góður vinur. Ögmundur lék á als oddi í heimsókn- inni og virtist ekki kenna sér neins meins. Ögmundur var mikill gæfumaður í einkalífinu. Á menntaskólaárunum á Akureyri kynntist hann Rögnu. Vandaðri og elskulegri lífsförunaut- ur er vandfundinn. Þau eignuðust tvö myndarbörn, Helgu og Ólaf, og barnabörnin eru þrjú. Nú er komið að leiðarlokum og kveð ég Ögmund með virðingu og þökk. Rögnu og fjölskyldunni votta ég mína innilegustu samúð. Guðný Helgadóttir. En þei, þei, þei – svo djúpt er vor samviska sefur, oss sönglar þó allan þann dag við eirðarlaus eyrun eitthvað þvílíkt sem komið sé hausthljóð í vindinn, eitthvað þvílíkt sem syngi vor sálaða móðir úr sjávarhljóðinu í fjarska. (Jóhann Jónsson.) Hinn 8. mars sl. dó Ögmundur Helgason. Sá dagur er svartasti sorgardagurinn í sögu Landsbóka- safns-Háskólabókasafns. Haustið 1992 hóf ég störf á Lands- bókasafninu í gamla safnahúsinu við Hverfisgötu, því fallega húsi sem aldrei hefði átt að vera annað en landsbókasafn. Fljótlega hittumst við Ögmundur á kaffistofunni og spjölluðum saman, en hann var þá og síðar í forstöðu fyrir handritadeild. Við komumst að því að skyldleiki var með okkur í fjórða lið; langamma mín og tvær langömmur hans, frá Beigalda í Borgarfirði, voru systur. Það jók á vinskapinn, en það fór strax vel á með okkur og alla tíð síð- an. Ein önnur systirin frá Beigalda var föðuramma Halldórs Laxness. Ögmundur var afburða fróður á sviði bókmennta, sagnfræði og þjóð- fræða og gat leitt þekkingu sína út í allar áttir, enda afar skapandi maður og skáldmæltur. Hann var skemmti- legur í samræðum, gamansamur og andríkur. Í honum bjó andi helstu menningarþjóða heimsins sem áður lögðu stund á mælskulist; þar taldist enginn maður með mönnum án þess að geta sér gott orð í þeirri grein. Húmor hans var jafnan elskulegur og ofurfínn, stundum var í honum broddur. Hann laðaði að sér spjall- félaga og fróðleiksfúsa í kaffitímum á safninu vestur á Melum og nefndi það til gamans „akademíuna“. Sjálf- ur var hann sólin og tunglið í þeim félagsskap. ÖGMUNDUR HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.