Morgunblaðið - 17.03.2006, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ VilhjálmurÁrnason fæddist
á Skálanesi við
Seyðisfjörð hinn 15.
september 1917.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi hinn 8. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Árni Vilhjálmsson,
útgerðarmaður, f. á
Hánefsstöðum 9.4.
1893, d. 11.1. 1973,
og Guðrún Þorvarð-
ardóttir húsfreyja,
f. 7.1. 1892 í Keflavík, d. 26.10.
1957. Föðurætt Vilhjálms var úr
Seyðisfirði, Mjóafirði og Loð-
mundarfirði og framættir norðan
úr Þingeyjarsýslum og sunnan úr
Austur-Skaftafellssýslu. Móðurætt
Vilhjálms var af Suðurnesjum úr
Innri-Njarðvík og Keflavík en
framættir einnig úr Reykjavík,
Kjós og Borgarfirði. Systkin Vil-
hjálms eru: Þorvarður, f. 1920, d.
1992, forstjóri, maki Gyða Karls-
dóttir, f. 1926, d. 2004; Tómas, f.
1923, ráðherra og seðlabanka-
stjóri, maki Þóra Eiríksdóttir, f.
1926, húsfreyja; og Margrét, f.
1928, athafnakona, maki Guðjón
Valgeirsson, f. 1929, d. 1992 (þau
skildu 1969).
Vilhjálmur ólst upp við Seyðis-
fjörð, á Skálanesi, Hánefsstöðum
og Háeyri á Hánefsstaðaeyrum
þar sem foreldrar hann reistu hús.
Hann hlaut almenna barnaskóla-
menntun á Hánefsstaðaeyrum og
var á héraðsskólanum á Eiðum tvo
vetur 1933 til 35. Á árunum 1937–
43 var hann formaður á vélbátnum
Magnúsi NS 210 sem faðir hans
gerði út. Hann gekk í MA, var in-
sem þau bjuggu með börnum sín-
um frá 1955 til 1987.
Eftirlifandi eiginkona Vilhjálms
er Sigríður Ingimarsdóttir, f. 1.10.
1923, húsfreyja og ritstjóri. For-
eldrar hennar voru Ingimar H. Jó-
hannesson kennari og skólastjóri,
1891–1982, frá Meira-Garði í
Dýrafirði og Sólveig E. Guð-
mundsdóttir, 1893–1971, frá Stóru
Háeyri á Eyrarbakka. Börn Vil-
hjálms og Sigríðar eru: 1) Sólveig,
f. 10.3. 1947, d. 26.7 1995, vistmað-
ur á Skálatúni. 2) Guðrún, f. 31.5.
1949, deildarstjóri dvalarheim-
ilinu Grund, maki Pétur Björns-
son, f. 1949, aðalræðismaður Ítal-
íu. Börn: a) Marta Sigríður, f.
1983, sambýlismaður Guðmundur
Thoroddsen, b) Valgerður, f. 1985,
og c) Svava, f. 1986. 3) Árni, f. 4.11.
1952, hæstaréttarlögmaður hjá
LOGOS lögmannsþjónustu, maki
Vigdís Einarsdóttir, f. 1953, líf-
fræðingur: Börn: a) Hulda, f. 1974,
maki: Atli Björn Þorbjörnsson,
þeirra dætur: Þórdís Huld, f. 2001,
og Vigdís Helga, f. 2005, b) Sól-
veig, f. 1981. 4) Stúlka, f. andvana
17.9. 1955. 5) Guðbjörg, f. 14.12.
1956, lektor í náms-og starfsráð-
gjöf við Háskóla Íslands, maki
Torfi H. Tulinius, f. 1958, prófess-
or í frönsku og miðaldabókm. við
Háskóla Íslands. Börn: a) Kári, f.
1981, maki Sonja Engdahl Buck-
ingham, b) Sigríður, f. 1986. 6) Ar-
inbjörn, f. 14.2. 1963, arkitekt,
skipulagsstjóri Garðabæjar, maki
Margrét Þorsteinsdóttir, f. 1965,
fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands og fiðlukennari. Börn: a)
Arna, f. 1986, móðir hennar er
María Kristjánsdóttir, b) Þor-
steinn, f. 1992, c) Steinunn, f. 1994.
7) Þórhallur, f. 14.2. 1963, mark-
aðsstjóri Nýsis hf, maki Glenn
Barkan, f. 1968, grafískur hönn-
uður.
Útför Vilhjálms verður gerð frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
spector scolae síðasta
veturinn og útskrif-
aðist þaðan 1942 og
nam síðan lögfræði
við Háskóla Íslands
og útskrifaðist þaðan
1946. Hann varð hér-
aðsdómslögmaður
1948 og hæstaréttar-
lögmaður 1962. Vil-
hjálmur starfaði hjá
SÍS. frá 1946 til 1960,
var forstöðumaður
fræðsludeildar,
kennari við Sam-
vinnuskólann og
skólastjóri Bréfaskóla SÍS. Árið
1960 stofnaði hann lögmannsstofu
ásamt Tómasi bróður sínum en rak
hana einn frá 1972. Frá 1978 rak
hann stofuna m.a. í félagi við Ólaf
Axelsson, Eirík Tómasson, Árna
Vilhjálmsson, Hrein Loftsson o.fl.
undir heitinu Lögmenn Höfða-
bakka. Með Gunnari Erni Harðar-
syni, véltæknifræðingi, stofnuðu
Lögmenn Höfðabakka einkaleyfa-
og vörumerkjastofuna Árnason &
Co., nú A&P Árnason. Vilhjálmur
gegndi ýmsum stjórnarstörfum,
sat m.a. í stjórn Íslenskra aðal-
verktaka um áratugaskeið, þar af
stjórnarformaður frá 1971–1984
og aftur frá 1988 til 1991, í stjórn
Kirkjusands hf, Vífilfells hf, Sport-
vers hf og Herrahússins hf. Hann
sat einnig í stjórn vistheimilisins á
Skálatúni.
Vilhjálmur var útivistarmaður
alla tíð, stundaði laxveiðar um ára-
bil og golfíþróttina frá því um 1960
og náði draumahögginu, þ.e. holu í
höggi tæplega áttræður á 2. braut
á Grafarholtsvelli. Vihjálmur
reisti ásamt eiginkonu sinni húsið
að Njörvasundi 2 í Reykjavík þar
Minningin er svo jákvæð.
Umburðarlyndi og einstakt skap
voru þitt aðalsmerki.
Mér alltaf góður.
Legstæði frátekið fyrir Siggu við
hlið elsku Sollu á Lágafelli, en aska
þín skal austur.
Austur að Skálanesi. Hringnum
lokað.
Síðar munu vegir okkar allra liggja
saman.
Þín
Vigdís.
Ef eitthvert eitt orð gæti lýst Vil-
hjálmi Árnasyni er það lífsgleði. Ekki
yfirborðskátína eða uppgerðarfögn-
uður, heldur einlæg ánægja með lífið
og þau verkefni og tækifæri sem það
býður. Lífsgleði Vilhjálms lýsti upp
tilveruna í kringum hann og var
grunnurinn að persónutöfrum hans.
Vegna hennar var öllum vel til hans,
hvort sem þeir kynntust honum náið
eða áttu með honum samleið um
stundarsakir.
Vilhjálmur ólst upp í Seyðisfirði
þar sem afi hans og alnafni rak mynd-
arbú á Hánefsstöðum. Vilhjálmur var
elstur fjögurra systkina og raunar
líka í fjölmennum hópi barnabarna.
Af frásögnum hans að dæma var gott
að alast upp þarna í faðmi bæði fjöl-
skyldu og stórfjölskyldu. Mikil hlýja
ríkti á æskuheimilinu og þótti Vil-
hjálmi vænt um allt sitt fólk og var
annt um sambandið við það.
Vilhjálmur tók snemma þátt í
störfum föður síns og afa, fyrst sem
háseti og síðar sem formaður á fiski-
bátum. Þetta var á kreppuárunum og
lítið upp úr þessari iðju að hafa. Vil-
hjálmur hafði kynnst skólagöngu
þegar hann dvaldi í alþýðuskólanum á
Eiðum. Hugur hans hneigðist til frek-
ara náms en lítil efni töfðu fyrir. Það
var ekki fyrr en á þrítugsaldri sem
hann hóf nám við Menntaskólann á
Akureyri. Honum þótti gaman að
segja frá því að það sem bjargaði hon-
um í inntökuprófinu í náttúrufræði
var að koma upp í þorskinum, enda
kynni hans af þeirri skepnu bæði löng
og náin. Eftir stúdentsprófið hóf hann
nám í lögfræði við Háskóla Íslands,
þaðan sem hann útskrifaðist 1946.
Minntist hann námsára sinna af mik-
illi hlýju.
Vilhjálmur átti farsæla og fjöl-
breytta starfsævi, bæði sem lögmað-
ur og í stjórnum fyrirtækja, en það
var fjölskyldumaðurinn sem ég
kynntist þegar ástir tókust milli mín
og Guðbjargar dóttur hans. Vilhjálm-
ur hafði mjög þægilega nærveru.
Hann var í eðli sínu kurteis, hlýr og
opinn í fasi, en jafnframt nærgætinn
og laus við tilfinningasemi. Það var
líka fjör í kringum hann og innlifunar-
kraftur hans með eindæmum. Oft
snerust samræðurnar um pólitík en
hann miðlaði líka af nægtabrunni frá-
sagna og vísna. Hann var forvitinn
um skoðanir viðmælenda sinna og átti
auðvelt með að smita þá af áhuga sín-
um á þeim viðfangsefnum sem voru
honum efst í huga hverju sinni.
Vilhjálmur bar ríka umhyggju fyr-
ir Sigríði eiginkonu sinni, börnum
þeirra og barnabörnum og náði sú
umhyggja ekki síður til tengdabarna.
Hann fylgdist vel með hverjum og
einum og hélt stöðugu sambandi í
síma sem hann notaði mikið. Það er
vont til þess að hugsa að fá ekki fleiri
upphringingar frá Villa.
Eftir að Vilhjálmur hætti störfum
fyrir fáum árum tók hann til við að
rita æviminningarnar. Hann byrjaði
á því að telja upp alla dvalarstaði sína
á langri ævi. Hét ritið lengi vel „Dval-
arstaðir Vilhjálms Árnasonar (þó
ekki gistihús)“. Svo fór minnið af stað
og hann fyllti út í þennan ramma með
mergð frásagna af sér og öðrum, auk
hugleiðinga um menn og málefni.
Þegar hann hafði lokið við bókina
fékk hún nýtt nafn, „Það er satt, því
hann Villi sagði það“, en það mun
hafa verið viðkvæðið í barnahópnum
á Hánefsstaðaeyrunum. Rit þetta er
bæði skemmtilegt og fróðlegt. Enn
dýrmætara er þó að persóna hans
birtist þar ljóslifandi og verður lest-
urinn vinum og vandamönnum í senn
huggun og ánægjuauki um ókomna
tíð.
Vilhjálmur dó eins og hann lifði,
umvafinn fjölskyldu sinni. Hann naut
góðrar aðhlynningar bæði á dvalar-
heimilinu á Dalbraut þar sem þau
Sigríður bjuggu síðustu tíu árin og á
deild 7A á Landspítalanum í Fossvogi
þar sem hann lá síðustu vikurnar.
Það er erfitt að trúa því að Vil-
hjálmur sé nú allur. En lífsgleðin sem
stafaði af honum ljómar í minning-
unni. Hann kunni svo vel að deila
henni með öðrum.
Torfi H. Tulinius.
Minningar mínar um afa eru ótelj-
andi. Þær eiga það þó allar sameig-
inlegt að vera góðar og til þess fallnar
að ylja mér á þessari stundu. Í æsku
var ég mikið hjá afa og ömmu í
Njörvasundinu. Þar var alltaf gott að
vera og fátt betra en kúra í afa og
ömmu holu eða fá sér bita af vel kæst-
um hákarli úti í bílskúr hjá afa. Á
Kirkjuhóli áttum við líka margar
ógleymanlegar stundir. Það var alltaf
fyrsta verk okkar afa þegar þangað
kom að taka fram kíkinn og kanna
ferðir selanna og þá helst kópsins
Kobba sem var sérstakur vinur okk-
ar. Ekki má gleyma símtölunum frá
Stúfi jólasveini sem ávallt komu
skömmu fyrir jól og ég beið með mik-
illi eftirvæntingu. Ég var orðin nokk-
uð stálpuð þegar ég uppgötvaði að
það var afi sem bar ábyrgð á þeim en
afréð að segja ekki frá því þar sem
mér þóttu þau ómissandi hluti af jóla-
haldinu. Ég átti því löng símtöl við afa
í gervi Stúfs langt fram eftir aldri. Þá
skipar ferð fjölskyldunnar með afa og
ömmu til Flórída sérstakan sess í
hjarta mínu, ekki síst vegna þess hve
afi hafði gaman af að rifja upp ýmis
skopleg atvik sem þar áttu sér stað.
Þegar ég var unglingur eyddum við
afi svo löngum stundum saman á golf-
vellinum þar sem ég gegndi hlutverki
kylfusveins. Þetta voru skemmtilegar
stundir þar sem við ræddum um allt
milli himins og jarðar. Eftir að ég
komst til vits og ára þótti mér mjög
gaman að hlusta á afa segja frá fyrri
tíð og það er mér óendanlega dýr-
mætt að hafa fengið tækifæri til að
hlýða á þær frásagnir. Ein besta
minning mín um afa frá því nýverið er
frá því að við Atli Björn og langaafa-
stelpurnar hans tvær drukkum kaffi
með honum og Systu austur á Egils-
stöðum síðasta sumar. Afi lék á als
oddi og dásamaði fegurð Austurlands
í hvívetna enda taldi hann stórkost-
legri stað hvergi vera að finna.
Það er sárt þegar einhver sem hef-
ur skipað stóran sess í lífi manns frá
upphafi kveður. Ég veit hins vegar að
elsku afa líður vel þar sem hann er
núna og kveð hann með söknuð í
hjarta og von um að leiðir okkar muni
mætast að nýju.
Ástarkveðja.
Hulda.
Þegar ég var þriggja ára var uppá-
halds flíkin mín svart- og grænköflótt
kaskeiti sem afi minn hafði keypt
handa mér í Skotlandi. Þetta var
smækkuð útgáfa af höfuðfati sem
hann átti og ég notaði mikið í alls kon-
ar leikjum. Þó að í dag sé ég hættur
að herma eftir afa Villa í klæðaburði
er margt annað sem ég vil líkjast hon-
um í. Til dæmis var hann ætíð dyggur
baráttumaður sinna hugsjóna. Sem
nýútskrifaður lögfræðingur vann
hann fyrir samvinnuhreyfinguna út
um allt land og boðaði hennar ágæti.
Síðastliðinn áratug barðist hann öt-
ullega gegn kvótakerfinu, til að
mynda skrifaði hann greinar í erlend
og íslensk tímarit. Þetta eru bara tvö
af mörgum baráttumálum hans. En
það mikilvægasta sem ég lærði af afa
mínum var það að það þarf að vinna
að því marki að vera jákvæður og
hamingjusamur. Maður verður að
nota tíma sinn og orku í það að
skemmta sér og öðrum til að auka
eigið lífsyndi. Það munaði litlu að ég
missti af því að þekkja afa minn. Fyr-
ir tuttugu og tveimur árum, á mínu
þriðja aldursári, var Vilhjálmur næst-
um því dáinn vegna ósæðargúlps. Ég
er því mjög þakklátur fyrir að hafa
getað þekkt hann þessa rúmu tvo ára-
tugi.
Kári Tulinius.
Hann afi Villi var einstakur maður
og svo sannarlega einstakur afi. Eins
mikið og við sjáum eftir honum og
söknum þá er ekki annað hægt en að
minnast hans með bros á vör.
Það eru ótal margar skemmtilegar
minningar um afa sem koma upp í
huga okkar á þessari stundu. Afi var
án efa einn hressasti maður sem við
höfum kynnst og sem börn vorum við
alltaf sannfærðar um það að hann
yrði að minnsta kosti hundrað ára.
Þótt hann næði ekki þeim aldri er
óhætt að segja að hann hafi notið og
nýtt vel þau rúmlega áttatíu og átta
ár sem hann lifði. Því er vafalaust að
þakka að hann hugsaði ávallt vel um
heilsu sína og líkama og ekki síður
hans létta og ljúfa lund.
Við eigum yndislegar minningar úr
Efstaleitinu þar sem afi Villi og amma
Sigga bjuggu í um tíu ár. Í þau fjölda-
mörgu skipti sem við systur gistum
hjá þeim var það órjúfanlegur hluti af
skemmtuninni að fylgjast með þeirri
serimóníu sem morgunverður afa var
á meðan við hámuðum í okkur kókó-
pöffsið. ,,Afa-ógeð“ kölluðum við
morgunmatinn hans. Það var ekki
hafragrauturinn, lýsið eða hálfa
greipaldinið sem olli þessari ein-
kennilegu nafngift, heldur súrmjólkin
sem kom á eftir sem afi skreytti með
alls kyns skringilegum fræjum og svo
grænu dufti sem kom okkur vægast
sagt spánskt fyrir sjónir. Á eftir
fylgdu svo leikfimiæfingar sem við
höfðum einnig ómælt gaman af.
Á meðan afa entist heilsa fór hann í
golf á nærri hverjum degi sem vafa-
laust stuðlaði meðal annars að hans
góðu heilsu. Það er okkur barnabörn-
unum ógleymanlegt þegar afi fór holu
í höggi þegar hann var 78 ára gamall
og var þá elsti maður Íslands sem
hafði afrekað það. Við vorum ákaflega
stolt af honum þá eins og alltaf en að
sama skapi var afi afskaplega stoltur
af öllum sínum afkomendum. Til
dæmis skipuðu listaverk barna-
barnanna jafn veigamikinn sess á
veggjum heimilis hans og ömmu líkt
og málverk viðurkenndra listamanna.
Afi unni hafinu og var sjómaður á
yngri árum og þrátt fyrir langan og
farsælan feril sem lögmaður var sjó-
mennskan honum ávallt hugleikin.
Það var því mikill heiður þegar afi
taldi eitthvert okkar barnabarnanna
vera orðið nógu stálpað til þess að
fara með honum í sjóferð með Akra-
borginni. Þar var það svo sannarlega
ekki áfangastaðurinn sem skipti máli
heldur ferðin sjálf og mun Akraborg-
in ávallt vera sveipuð ævintýralegum
ljóma í hugum okkar.
Elsku amma Sigga, missir þinn er
mikill, þið hefðuð átt sextíu ára brúð-
kaupsafmæli 21. júní næstkomandi,
en það er huggun í öllum góðu minn-
ingunum. Við erum þess sannfærðar
að afi sé kominn á góðan stað og að
Solla frænka hafi tekið vel á móti hon-
um. Megi guð og fiskarnir í sjónum
geyma afa Villa.
Marta Sigríður,
Valgerður og Svava.
Ég hef heyrt það sagt að þegar fólk
deyr eigi maður ekki að vorkenna að-
standendunum því þeir hafa hver
annan, heldur þeim sem fara einir yf-
ir. Ég er hins vegar viss um að við
þurfum ekki að hafa áhyggjur af
elsku afa því ég er viss um að um leið
og hann treystir sér til þá verður
hann kominn í golf með sínum ást-
kæra bróður Todda og færandi hon-
um fréttir af óförum Framsóknar-
flokksins. Tveimur dögum eftir að
hann fór yfir gat hann líka haldið upp
á afmæli með frumburði sínum, henni
Sollu frænku. Þannig trúi ég að við
þurfum ekki að hafa áhyggjur af hon-
um afa, hann hefur það eflaust mjög
gott, eins og Toddi bróðir hans sagði
við hann áður en hann dó þá leið hon-
um ágætlega áður en hann fæddist og
hann var viss um að honum myndi
líða ágætlega eftir að hann væri far-
inn. Þetta þótti afa mikil speki. Enda
er sagt í guðfræðinni að þeir sem gera
góðverk á jörðinni þeir safna sér ríki-
dæmi á himnum þannig að víst er að
afi hefur getað flutt inn í höll á himn-
um. Það er svo skrítið hverju maður
man eftir og hvað minnir mann á þeg-
ar maður missir einhvern sem manni
hefur þótt vænt um. Hann afi Villi var
til að mynda alveg einstaklega fynd-
inn maður, rosalega góður og um-
burðarlyndur og ég get eiginlega ekki
minnst hans án þess að brosa aðeins
og ég er viss um að hann myndi vilja
að sín yrði minnst með bros á vör og
ég held að við gerum það flest sem
þekktum hann vel. Afi var barn síns
tíma, en sökum síns einstaka um-
burðarlyndis var hann samt að vissu
leyti mikill frumkvöðull á ýmsum
sviðum. Hann var mikill fjölskyldu-
maður og var í miklum tengslum við
sín börn og barnabörn. Ég tel mig
hafa verið svo lukkulega að erfa beint
frá honum afa mínum hans einstöku
jákvæðni sem ég vona að fleyti mér
eins langt og vel og honum. Minning-
arnar um afa eru allar svo góðar og ég
mun geyma þær í hjarta mínu alla tíð
þannig að ég kveð þig nú, elsku afi
minn, með meira söknuði en sorg því
ég veit að þú verður sterkur liðsmað-
ur í liðinu sem vakir yfir okkur.
Þín
Sólveig.
Hann Villi mágur er dáinn og ég
sem hélt að hann yrði allra karla elst-
ur. Hann var þannig maður hann Villi
að hann lifði lífinu svo lifandi. En
hann var nú orðinn ansi fullorðinn, 88
ára gamall. Við Villi vorum búin að
þekkjast síðan ég var unglingsstelpa í
föðurgarði og hann var að gera hosur
sínar grænar fyrir elstu systur minni
– Sigríði. Ég man að mér leist strax
vel á þennan hressilega Austfirðing
og við urðum fljótlega miklir mátar.
Eitt haust þegar ég kom heim úr
sveitinni, en við bjuggum í Skerjafirð-
inum, var komið Tivoli í Vatnsmýrina.
Villi dreif sig strax með mig þangað
svo litla mágkona hans missti nú ekki
af neinu.
Þegar Sigga og Villi giftust og
börnin fóru að koma var ég oft
barnapía hjá þeim framan af áður en
vinnukonurnar þeirra komu til sög-
unnar. Mágur minn var góður fjöl-
skyldufaðir og reyndist líka tengda-
fólki sínu vel. Aðrir munu telja upp
allt sem hann Villi tók sér fyrir hend-
ur í pólitík og þess háttar en mig lang-
ar að segja frá því að þau hjónin voru
ein af stofnendum Styrktarfélags
vangefinna og hann sat mörg ár í
stjórn Skálatúns þar sem hún Solla
átti sitt annað heimili. En Solla slitn-
aði aldrei úr tengslum við sitt góða
heimili og foreldra sína en í þá daga
var talið best fyrir fólk eins og hana
að dvelja á stofnun.
Villi og Sigga eignuðust sjö börn,
þar var eitt fætt andvana svo þau fóru
ekki varhluta af sorgum lífsins þó efn-
in væru næg þegar fram í sótti. Mág-
ur minn var ákaflega þægilegur mað-
ur í umgengni og vildi hvers manns
vandræði leysa ef hann var þess
megnugur. Þegar við hjónin byggð-
VILHJÁLMUR
ÁRNASON