Morgunblaðið - 17.03.2006, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 49
MINNINGAR
þeim, sama hversu oft þú sagðir þá,
þá voru þeir alltaf jafnfyndnir. Þú
fékkst alla í kringum þig til að hlæja
og líða vel, hvernig var annað hægt
með hugmyndaflug eins og þú hafð-
ir, stundum varstu í þungum þönk-
um og allt í einu komu brandarar og
sögur sem þér hafði dottið í hug.
Á yngri árum vorum við leikfélag-
ar og alltaf var farið í strákaleiki,
hvað annað var hægt þegar einu
leikfélagarnir sem við lékum okkur
við voru frændur okkar, sem eru á
svipuðum aldri og við. Lögguleikir
og bílaleikir voru alls ráðandi í leikj-
um okkar, fyrir utan eltingaleik og
feluleiki. Ekki má gleyma því að við
fórum oft að slást og urðum ósátt en
það entist ekki lengi því að við
nenntum ekki að leika okkur ein í
sitthvoru horninu.
Við áttum okkar stundir þar sem
við lékum okkur í sama leiknum á
hverjum sólskinsdegi á sumrin. Þá
tókum við lóðina, fyrir framan hús-
ið, hershöndum og bjuggum til stórt
óðalsetur. Naglar hurfu úr kössum
sem við notuðum sem staura, garnið
hennar mömmu hvarf úr skúffunum
sem við notuðum sem vír eða hlið á
hverju túni fyrir sig. Við áttum kýr,
kindur, hesta, svín og hænur en ég
sá aðallega um það en þú litli „For-
dastrákurinn“ sást um allar vélar og
heyskapinn. Oft stigum við ofan á
„staurana“ og við vorum sárfætt í
nokkra daga á eftir.
Manstu þegar ég dró tönnina úr
þér í einum leiknum? Það var nú al-
veg óvart. Það er það fyndnasta
sem ég man eftir, þú grést ekki yfir
tönninni, heldur reyndum við að
finna ástæðu fyrir því að þú misstir
hana og þú fannst upp á einhverri
ótrúlegri sögu en mamma sá strax
hvers kyns var.
En manstu eftir fótboltaleiknum
sem við fórum svo oft í þegar við
vorum yngri, við kölluðum hann
„Arnar og Bjarki“ þar vorum við
samherjar og annað hvort okkar
skoraði í mark … þetta fannst okk-
ur svo gaman, þú kenndir mér að
standa í marki og kasta mér eftir
boltanum. Æfingarnar hjá Smáran-
um, hvort sem það var í yngri flokk-
unum eða meistaraflokkunum, eru
góðar minningar. Fótboltinn var líf
þitt, ég ætlaði líka að verða góð í
fótboltanum, en einhvernveginn
æxlaðist það þannig að ég fór í
Bændaskólann á Hvanneyri. Ég
mun æfa fótbolta í sumar með
meistaraflokki Smárans og ég veit
að þú munt vera með mér, kenna
mér og sjá til þess að ég skori í
markið hjá andstæðingunum.
Ættarmótið síðastliðið sumar var
líka minnisstætt, þar varstu hrókur
alls fagnaðar og reyttir af þér
brandarana og þar sem þú sast og
sagðir frá, komu fleiri ættingjar til
að hlusta á sögurnar þínar og
brandara. Allir hlógu að þeim, þó að
þú sagðir þá aftur og aftur. Brand-
arinn sem ég man best eftir, því að
þú sagðir hann svo oft, var brand-
arinn um Gula Bebe-ið. Hvað er
gult og segir bebe? – Gult
Bebe … og allir hlógu. Það verður
skrítið að fara á ættarmót án þess
að hafa þig til að skemmta fólki og
hafa þig við hlið mér, litla bróður
sem var samt stærri en ég.
Fyrir jólin síðustu fórum við að
kaupa jólagjafir saman eins og við
höfum gert síðan ég fékk bílprófið.
Svo valdi ég mína gjöf og þú þína,
þú valdir fallega bleika skyrtu sem
þú varst svo ánægður með, varst
svo sætur í henni.
Nýjársmorgun 2006 er mjög eft-
irminnilegur þar sem Didda systir
keyrði okkur heim eftir Sjalla-
skemmtun og við tvö og Pétur sát-
um við matarborðið og borðuðum
samlokur og kók. Þú varst að skjóta
einhverjum brandara á mig sem ég
skildi ekki alveg, en þið Pétur hlóg-
uð mikið að mér. Þetta kvöld situr í
mér, hverjum hefði dottið í hug að
þú myndir kveðja lífið á þessu nýja
ári.
Elsku fallegi, litli bróðir, vinur og
leikfélagi, ég elska þig og sakna þín
svo mikið og lífið verður erfitt án
þín, það eitt er víst. Ég vildi að við
hefðum átt meiri tíma saman á síð-
astliðnum tveimur árum, símtölin
voru skemmtileg en svo stutt.
Ég kveð þig nú, kæri bróðir, hitt-
umst þegar minn tími mun koma.
Man þig ætíð, minning um góðan
dreng mun lifa.
Þín systir
Sara
Elsku Sesar frændi.
Ég sakna þín svo mikið, ég skil
alveg að ég mun aldrei sjá þig aftur.
Ég var svo duglegur á kistulagning-
unni, lét myndina af okkur sem ég
gaf þér einu sinni í jólagjöf og
myndina sem ég teiknaði handa þér
í kistuna hjá þér. Ég er stoltur af
því að hafa strokið kinnina þína og
sett fingurkoss á ennið þitt. Ég ætla
sko að vera duglegur að æfa fót-
bolta eins og þú, reyndar ætla ég að
verða miklu betri en þú varst en þá
verð ég líka að leggja hart að mér
því þú varst svo góður. Ég ætla líka
að vera duglegur að segja litla
systkininu mínu frá þér. Ég veit að
þú átt fallegustu stjörnuna á himn-
inum og ég veit það líka að þú ert
hjá okkur og passar mig.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Hvíldu í friði elsku Sesar minn.
Ég elska þig.
Þinn uppáhaldsfrændi
Viðar (Viddi litli).
Laugardagsmorguninn 4. mars
byrjaði eins og hver annar dagur,
fallegur dagur og sólin skein.
Einu símtali seinna, var dagurinn
ekki eins bjartur.
Sesar var dáinn.
Erfitt er að lýsa í orðum hvernig
manni leið, en sennilega er vantrú
besta orðið.
Það var ekki fyrr en ég hitti fjöl-
skylduna þína að kaldur raunveru-
leikinn blasti við.
Þetta átti að vera svo skemmti-
legur dagur, við ætluðum að hittast
á skautasvellinu eftir hádegið, fé-
lagarnir í Þór og fjölskyldur, og svo
um kvöldið ætluðum við að borða
saman.
Þetta hefði verið í fyrsta sinn sem
að við hefðum skemmt okkur með
þér, kæri frændi, en það verður
ekki í þessari jarðvist.
Við biðjum um styrk handa fjöl-
skyldu þinni og öllum þeim sem
sakna þín.
Elsku Viddi, Ella, Siggi, Didda,
Sara og Viddi litli, amma og Erla,
Guð veri með ykkur.
Ég á margar góðar minningar úr
sveitinni, en alltof fáar eftir að þú
fæddist
Í sveitinni var gott að vera,
alltaf var þar nóg að gera,
fæddur varstu ekki þá,
en margar góðar stundir ég á,
frá sveitinni minni,
og fjölskyldu þinni.
Hver hefði trúað því Sesar minn,
að þú með þína rjóðu kinn,
brosið þitt bjarta,
stóra hjarta,
brúnu fallegu augun þín,
alltaf í þeim glettni skín,
skyldir fá kallið svo ungur,
er baggi svo þungur.
Við spyrjum, hvað ef að …
en fáum ei sefað,
sorgina og tárin,
en vonum að árin,
gefi ástvinum styrk,
í gegnum tímabil myrk,
þar til þið hittist á ný,
bak við gullroðin ský,
þar sem stjörnurnar skína,
inn í veröld þína,
opna faðm þinn þeim,
„verið velkomin heim“.
Hvíl í friði, elsku Sesar.
Kveðja
Sveindís og fjölskylda.
Elsku Sesar, það er erfitt að lýsa
þeim tilfinningum sem um mann
fóru, þegar okkur bárust þessar
hræðilegu fréttir að þú værir dáinn.
Og maður spyr sig af hverju þú, þú
sem alltaf varst svo glaður og hress.
Maður fer að velta fyrir sér að ekk-
ert er sjálfsagt í þessu lífi. Á tíma-
mótum sem þessum streyma fram
margar minningar um þig, við fjöl-
skyldan eru þeirra gæfu aðnjótandi
að eiga margar slíkar. Til dæmis
varstu einu sinni, í afmælinu hennar
Ástu, búinn að gera eina stelpuna
svo reiða að hún hljóp á eftir þér
með rafmagnsstaur og ætlaði að
berja þig með honum, en þú hafðir
verulega gaman af þessu, og við
fullorðna fólkið gátum lítið annað en
hlegið. Svona varstu alltaf, líf og
fjör í kringum þig. Þú hafði gaman
af að segja brandara sem ekki var
annað hægt en hlæja að þó að þeir
væru ekki fyndnir en þú sagðir þá
bara þannig að maður hló. Þegar þú
varst enn í Þelamerkurskóla og
komst oft heim með Arnóri eða
hann fór heim með þér, þó að fjög-
urra ára aldursmunur væri á ykkur,
skipti það þig engu máli, þið funduð
upp á mörgu skemmtilegu saman,
og svo þegar þið voruð orðnir eldri
breyttist þaðekkert, þú varst sann-
ur vinur vina þinna. Sumarið 2000
er okkur sérstaklega minnisstætt.
Þá varst þú oft hjá okkur og það var
sama hvað þú gerðir, hvort sem það
var að leika við krakkana eða hjálpa
okkur í heyskap, ekkert vafðist fyrir
þér, þú varst hörkuduglegur. Oftar
en ekki var hlegið og gantast við
matarborðið þegar þú varst í heim-
sókn. Og ekki síst er að minnast
þeirra stunda á haustin þegar þú
komst í göngur hjá okkur og alltaf
spurðu litlu strákarnir okkar hvort
Sesar kæmi ekki örugglega í göng-
ur.
Já, elsku Sesar, þær eru margar
góðu minningarnar um þig og þær
ylja okkur á þessum erfiðu tímum.
Kæri vinur, við kveðjum þig með
söknuði og vonum að þér líði vel á
nýjum stað. Guð blessi minningu
þína.
Elsku Viddi, Ella, Siggi, Sara,
Didda og Viddi litli, megi algóður
guð styrkja ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Aðalsteinn, Sigríður,
Ásta, Arnór, Birkir
og Davíð.
Elsku Sesar.
Mig langar að þakka þér fyrir all-
ar stundirnar sem við áttum saman.
Þær voru mér mjög ánægjulegar og
það er mjög erfitt að hugsa um það
að ég hafi aldrei almennilega getað
sagt þér hvað ég er þér þakklát fyr-
ir allt.
Elsku Sesar, aldrei leiddist manni
í kringum þig, þú fannst alltaf upp á
einhverju til að stytta okkur stund-
irnar. Ég vildi óska að stundirnar
okkar hefðu verið fleiri á síðustu ár-
um elsku Sesar. Takk fyrir allt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Ég votta fjölskyldu og vinum Ses-
ars innilega samúð.
Telma Ýr.
Í dag kveðjum við hinstu kveðju
einn af okkar ungu leikmönnum í
Þór. Þegar við fengum fréttir af því
laugardaginn 4. mars að Sesar hefði
látist í bílslysi þá um morguninn
setti mann hljóðan. Stórt skarð var
höggvið í raðir okkar. Eftir situr
maður og hugsar hvað lífið getur
verið fallvalt, ungur maður hrifinn á
brott í blóma lífsins.
Sesar æfði knattspyrnu með
yngri flokkum Þórs að undanskildu
einu ári sem hann var hjá KA. Hann
æfði og spilaði með meistaraflokki
félagsins eftir að hann gekk upp úr
2. flokki nú í vetur. Það er ljóst að
þar var á ferðinni góður drengur,
innan vallar sem utan.
Við sem eftir stöndum eigum góð-
ar minningar um prúðan dreng sem
var sér og sínum til sóma innan vall-
ar sem utan.
Fjölskyldu, ættingjum og vinum
vottum við samúð okkar. Megi al-
góður guð styrkja ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Guð blessi minningu Sesars Þórs
Viðarssonar.
Unnsteinn Jónsson,
formaður knattspyrnudeild-
ar Þórs,
Sigfús Ólafur Helgason,
formaður Íþróttafélagsins
Þórs.
Minning til vinar
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höfundur ók.)
Enginn veit sína ævina fyrr en öll
er. Sesar Þór Viðarsson, gamall
nemandi okkar héðan úr Þelamerk-
urskóla, er fallinn frá langt um ald-
ur fram, aðeins tæplega tvítugur að
aldri. Menn setur hljóða þegar ung-
ur maður í blóma lífsins er tekinn
frá okkur fyrirvaralaust.
Við viljum senda innilegustu sam-
úðarkveðjur til fjölskyldu hans og
ástvina. Minning um góðan dreng
lifir.
Starfsfólk Þelamerkurskóla.
Í dag kveðjum við einn af félögum
okkar úr Þór, einn af ungu strákun-
um okkar, Sesar Þór Viðarsson.
Kynni mín af Sesari og fjölskyldu
hans voru reyndar löngu áður en ég
byrjaði að þjálfa hjá Þór, það var
árið 1990 þegar ég kynnist konunni
minni Sveindísi. Sveindís eyddi
sumrum sínum þegar hún var ung í
Brakanda hjá ömmu sinni og afa, og
Vidda og Ellu.
Sesar var þá ekki nema 4 ára,
yngstur systkinanna Sigga, Diddu
og Söru.
Það var þó ekki fyrr en í haust,
þegar ég tók við þjálfun Þórs, að ég
fékk að kynnast Sesari fyrst al-
mennilega. Þrátt fyrir að ég hafi að-
eins þjálfað Sesar í 4 mánuði þá get
ég sagt margar góðar sögur af ung-
um kraftmiklum, duglegum og sam-
viskusömum dreng sem var alltaf
með bros á vör.
Sesar hringdi í mig daginn eftir
eina æfinguna, og sagði mér að
hann hefði látið athuga fingurna á
sér eftir samstuð á æfingu, og kom í
ljós að hann var puttabrotinn. Hann
tók það samt ekki í mál að sleppa
lyftingum þá um kvöldið.
Fyrir eina æfinguna tók ég eftir
því að Sesar var eldrauður í auganu
og virtist það pirra hann eitthvað.
Ég spurði hann hvað væri með aug-
að og Sesar svaraði að hann hefði
fengið steypu í augað í vinnunni.
Spurði ég hann þá hvort hann héldi
að hann gæti farið í útihlaupið, hann
hélt það nú.
Hjá okkur eru reglur með æfing-
argalla og ef menn mæta í vitlaus-
um galla er refsing á liðið.
Sesar var ævinlega mættur með
fyrstu mönnum, og á einni æfing-
unni virtist hann hafa áttað sig á því
að hann hafði komið með vitlausa
peysu. Ég frétti það síðar að í stað-
inn fyrir að láta félaga sína gera
refsingu, þá hringdi Sesar út í sveit
í pabba sinn Vidda, og bað hann að
koma til móts við sig með rétta
peysu. Þeir feðgar hittust á vega-
mótum hér fyrir utan bæinn og Ses-
ar náði til baka á æfingu í tíma og í
réttri peysu.
En það sem er mér efst í huga
þegar ég minnist Sesars, eru þær
framfarir sem hann sýndi í knatt-
spyrnu, með þessum dugnaði og
ósérhlífni, hann var sífellt að koma
okkur þjálfurunum, mér og Palla, á
óvart bæði á æfingum og í æfinga-
leikjunum. Eftirminnilegt er markið
sem hann skoraði á móti KA, sem
tryggði okkur sigur í þeim leik 1-0
og í rauninni sigur í Poweraid-
mótinu.
Þau lýsa kannski Sesari best, síð-
ustu orðin sem ég átti við hann.
Hann hringdi í mig á föstudeginum
og spurði hvort hann mætti ekki
fara á æfingu með 2. flokki af því að
það var frí hjá okkur þá um kvöldið.
Þetta eru búnir að vera erfiðir
tímar síðan Sesar lést, stórt skarð
hefur verið höggvið í hóp okkar í
meistaraflokki Þórs í knattspyrnu. Í
minningu Sesars munum við halda
tvíefldir áfram, með hans kraft,
dugnað og samviskusemi að leið-
arljósi.
Kæra fjölskylda, Viddi, Ella,
Siggi, Didda og Sara, það er búið að
vera aðdáunarvert að sjá hvernig
þið hafið tekist saman á við þennan
mikla missi og þessa miklu sorg, þið
hafið í raun verið stoð og stytta
allra þeirra fjölmörgu sem syrgja
Sesar. Megi Guð gefa ykkur styrk.
Minning um góðan dreng lifir.
Lárus Orri Sigurðsson,
þjálfari meistaraflokks
Þórs, Akureyri.
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar