Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 52

Morgunblaðið - 17.03.2006, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Notaðir Bílar - Bíldshöfða 10 587-1000 - Bílasalan SkeifanTilboð kr. 4.790.000,- Lexus RX300 Nýskráður 2.2006 Ekinn 950 km. Sjálfskiptur, loftkæling, leðuráklæði, rafopnun á afturhlerra, dökkar rúður, hraðastillir, rafdrifin sæti, o.m.fl. DR. RODA Verheyen, lögmaður hjá þýsku lögmannstofunni Günther, Heidel, Wollenteit og Hack í Hamborg, hefur unnið lögfræðiálit fyrir Náttúruvernd- arsamtök Íslands á því hverjar eru skuldbindingar Íslands gagnvart Kyoto-bókuninni og rammasamningi SÞ um lofts- lagsbreytingar. Í álitinu bendir dr. Verheyen á það að Ísland hafi skuldbundið sig til að vinna í samræmi við reglur og anda Kyoto-sáttmálans. Í samningnum felst að draga beri úr og koma stjórn á út- streymi gróðurhúsalofttegunda í hverju ríki fyrir sig og dugi það ekki til að ná settu markmiði er hægt að kaupa kvóta á alþjóð- legum markaði. Þrátt fyrir að hafa gengist undir ákvæði Kyoto-bókunarinnar fékk Ísland ókeypis til ráðstöfunar 8 milljón tonn af koltvísýringi 2008–2012, í samræmi við íslenska undan- þáguákvæðið. Dr. Verheyen bætir við að ef íslensk stjórnvöld ætli að fara fram á frekari und- anþágur á næsta skuldbinding- artímabili stríði það gegn skuld- bindingum Kyoto-sáttmálans um að snúa af braut síaukins út- streymis gróðurhúsalofttegunda og bætir NSÍ við að skuldbind- ingar Íslands verði að ná til ál- iðnaðar líkt og annars konar iðn- aðarstarfsemi. Einnig er farið yfir skuldbindingar Íslands gagnvart EES-samningnum í lögfræðiálitinu, þ.e. hvort að ís- lenska undanþáguákvæðið brjóti gegn samkeppnislöggjöf ESB. Vilja efla umræðu Með lögfræðiálitinu vilja Nátt- úruverndarsamtökin efla um- ræðu um alþjóðlegar skuldbind- ingar Íslands í umhverfismálum. Samningsmarkmið íslenskra stjórnvalda verða að byggja á þeim skilningi að koma verði í veg fyrir hættulegar loftslags- breytingar. Náttúruverndarsamtök Íslands fá lögfræðiálit á loftslagsstefnu Íslands Ísland vinni í samræmi við Kyoto-bókunina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.