Morgunblaðið - 17.03.2006, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 17.03.2006, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 53 ÍSLANDSMEISTARAMÓT í 10 dönsum, með frjálsri að- ferð, fór fram í Laugardalshöllinni sl. sunnudag. Mótanefnd Dansíþróttasambands Íslands hafði að venju veg og vanda af skipulagi keppninnar. Á annað hundrað pör voru skráð til leiks, annars vegar í Íslandsmeistaramótinu og hins vegar í keppni í dansi með grunnsporum sem einnig var boðið upp á samhliða 10 dansa keppninni. Þá var yngstu dansnemend- unum boðið að koma og sýna dans og var sá hópur dyggilega studdur af áhorfendum. Setningarathöfnin var hefðbundin og íslenzka fánanum vottuð tilhlýðileg virðing, eins og ávallt á dansmótum. Þetta er ákaflega fallegur siður, sem mér þykir vænt um að sé hafður í heiðri. Að þessu sinni flutti setningarávarp nýr heil- brigðisráðherra Siv Friðleifsdóttir og af orðum hennar má ráða að dansinn eigi þar öflugan stuðningsmann. Reynir á keppendur Að keppa í öllum 10 dönsunum er síður en svo auðvelt mál og reynir verulega á þolrifin hjá keppendum í slíkri keppni. Sérstaklega þó þegar keppendur keppa í fleiri en einum flokki, eins og eitthvað var um á sunnudaginn. Í heildina voru dansararnir í hörkufínu formi að mínu mati. Robert Bellinger er breskur danskennari, hann er yfirdóm- ari í barna- og unglingakeppninni í Blackpool, sem sennilega er einhver sterkasta keppni fyrir þennan aldurshóp sem haldin er. Það er mikill fengur að fá svo stór nöfn í dans- heiminum hingað heim til að dæma, en hann var nú í annað sinn að dæma hér og sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið: „Ég var mjög, mjög ánægður með daginn í dag, dansararnir dönsuðu yfirleitt mjög vel, mun betur en þegar ég var hér síðast. Í rauninni er ótrúlegt að sjá hversu miklu betri dans- inn var í dag en fyrir tveimur árum. Hér er gríðarlega mikill og góður efniviður og greinilega góðir fagmenn sem halda á spilunum. Ég er viss um að þónokkur af þeim pörum sem kepptu í dag geta náð langt, ef þau ætla sér það á annað borð!“ Dómarar keppninnar voru fimm, Annette Behrendsen Köhler frá Danmörku, Sissel W. Nilsen frá Noregi, Claus Wodstrup frá Svíþjóð, Heinz Riehn frá Þýskalandi og áð- urnefndur Robert Bellinger frá Englandi. Það er fastur liður í þessum greinum mínum að gera athugasemd við það að ekki séu allir dómararnir faglærðir og fær sú athugasemd að fljóta hér með að venju. Keppnin gekk vel fyrir sig í flesta staði, þó svo að tímatafl- an riðlaðist nokkuð og væri á undan áætlun, sem er ný- breytni. Það er svosem ekki mikið betra að vera á undan áætlun, en það er erfitt að gera ráð fyrir blessaðri flensunni, þegar tímatöflur eru settar upp í slíkri keppni. Ég tel það hafa verið rétt hjá keppnisstjóranum Eggert Claessen að keyra keppnina á þennan hátt og fækka þar með hléum yfir daginn, sem gera hann yfirleitt mjög langdreginn. Eins og áður sagði sýndu keppendur í langflestum tilfellum mjög góð- an og skemmtilegan dans og voru dyggilega hvattir af sínum stuðningsmönnum af hliðarlínunni. Í flokki unglinga I F var einungis eitt par skráð til leiks og teljast þau því öruggir sigurvegarar. Það er ekki auðvelt að vera eina parið í keppnisflokki en Hilmar og Elísabet gerðu þetta mjög vel og eru á mikilli siglingu. Sérstaklega var ég ánægður með mikla bætingu í fótaburði hjá þeim í sígildu samkvæmisdönsunum. Hörð keppni hjá unglingum Hörð keppni var háð í flokki unglinga II F. Fyrsta sætið hrepptu Alex og Ragna, eftir nokkuð harða baráttu. Þau dönsuðu mjög vel á sunnudaginn að mínu mati og eru greini- lega í góðri þjálfun. Í samkvæmisdönsunum þarf Alex aðeins að passa á sér vinstri höndina. Honum hættir til að missa olnbogann niður og þá „brotnar“ úlnliðurinn. Þetta veldur því að hann nær illa sway og swingi á vinstri hlið. Hins vegar var fótavinnan hjá honum til fyrirmyndar. Samban hjá þeim var í uppáhaldi hjá mér, vel dönsuð og skemmtileg. Alex og Ragna voru mjög glæsileg í þessari keppni og hafa þroskast mjög mikið sem dansarar á sl. vetri. Ég var líka mjög ánægður með Sigurð og Söru, sem unnu silfurverðlaunin. Að mínu mati var þetta það bezta sem þau hafa gert í keppni mjög lengi. Sérstaklega var ég ánægður með dansstöðuna í sígildu samkvæmisdönsunum, þau hafa greinilega sinnt fótvinnunni vel, því dansstaðan þeirra var miklu afslappaðri og formbetri en áður. Suður-amerísku dansarnir voru einnig skemmtilegir, ég myndi helst benda þeim á að reyna að klára betur allar hreyfingar, sérstaklega í línum og vinna alltaf í gegnum gólf- ið. Í flokknum ungmenni I F sigruðu Björn Ingi og Hanna Rún mjög örugglega að mínu mati. Þau voru sigurvegarar dagsins, það geislaði af þeim öryggi og dansgleði. Í sígildu samkvæmisdönsunum komst enginn nálægt þeim, að mínu mati og tangóinn … váááá. Jive-ið var að mínum dómi þeirra sísti dans, reyndar á það eiginlega við allan hópinn, en jive-ið þarf að dansa meira niður í gólfið og fá swingið með þeirri pressu, þegar það er dansað svona „hátt“ verður það svolítið skoppandi, ef svo má að orði komast. Jón Eyþór og Helga Soffía unnu til silfurverðlauna, eftir mjög harða keppni við Jónatan og Ástu. Jón Eyþór og Helga Soffía komu greinilega í þessa keppni til að láta að sér kveða og gerðu það svo sannarlega, sérstaklega í sígildu samkvæm- isdönsunum, sem að mínum dómi er þeirra sterkari grein. Þar hefur þeim farið mikið fram í vetur og sennilega hefur það átt einna stærstan þátt í því að þau hrepptu silf- urverðlaunin. Eins og áður hefur komið fram, stóðu keppendur sig með stakri prýði. Þarna var verið að velja fulltrúa Íslands til að taka þátt í Evrópu- og heimsmeistaramótum í 10 dönsum og það er ég viss um að þessi pör eiga eftir að bera hróður ís- lenzkra dansíþróttamanna mjög víða á komandi misseri. Úrslit í 10 dansa keppninni Unglingar I F Hilmar S. Gunnarsson/Elísabet Halldórsdóttir GT Unglingar II F Alex F. Gunnarsson/Ragna B. Bernburg HV Sigurður M. Atlason/Sara R. Jakobsdóttir DÍH Júlí H. Halldórsson/Telma R. Sigurðardóttir DÍK Sigtryggur Hauksson/Eyrún Stefánsdóttir GT Hörður Ö. Harðarson/Steinunn M. Gísladóttir Br.bl Sigurþór Björgvinsson/Þórdís Bergmann DÍH Ungmenni F Björn I. Pálsson/Hanna R. Óladóttir DÍH Jón E. Gottskálksson/Helga S. Guðjónsdóttir HV Jónatan A. Örlygsson/Ásta B. Magnúsdóttir GT Haukur F. Hafsteinsson/Denise M. Yaghi HV Baldur K. Eyjólfsson/Anna K. Vilbergsdóttir GT Magnús A. Kjartansson/Rakel Magnúsdóttir DÍK Fullorðnir F Björn I. Pálss./Hanna R. Óladóttir DÍH Jón E. Gottskálksson/Helga S. Guðjónsdóttir HV Alexander Mateev/Lilja Harðardóttir HV Magnús A. Kjartansson/Rakel Magnúsdóttir DÍK Jón G. Guðmundsson/Sigrún T. Gunnarsdóttir DÍK Haraldur Ö. Harðarson/Karen M. Magnúsdóttir Br.bl Nánari upplýsingar um úrslit má finna á www.danssport.is Á annað hundrað pör skráð til leiks Björn Ingi Pálsson og Hanna Rún Óladóttir í flokki Ungmenni F. Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir í flokki Unglingar II F. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Alex Freyr Gunnarsson og Ragna Björk Bernburg í flokki Unglingar II F. Pétur Fannar Gunnarsson og Aníta Lóa Hauksdóttir í flokki Börn I K. Jón Eyþór Gottskálksson og Helga Soffía Guðjónsdóttir í flokki Ungmenni F. DANS Laugardalshöll ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í 10 DÖNSUM Jóhann Gunnar Arnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.