Morgunblaðið - 20.03.2006, Page 4

Morgunblaðið - 20.03.2006, Page 4
4 MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við síðustu sætin til Kanarí 28. mars í eina eða 2 vikur á frábærum kjörum. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 28. mars frá kr. 29.990 kr.29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með tvö börn, 2-11 ára, í íbúð. Stökktu tilboð í viku 28. mars. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/ stúdíó. Stökktu tilboð í viku 28. mars. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Munið Mastercard- ferðaávísunina Síðustu sætin HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á fimmtudag Vátrygginga- félag Íslands (VÍS) til þess að greiða konu sem lenti í bílslysi þeg- ar hún ók undir áhrifum áfengis bætur fyrir tjón sem hún varð fyrir. Málsatvik voru þannig að konan var stadd í húsi við Öldugötu þegar kvartað var við hana um að bíl hennar hefði verið lagt ranglega. Þegar hún hugðist færa bílinn á hentugra stæði missti hún að eigin sögn stjórn á honum og keyrði á grjóthleðslu. Við það hlaut hún samfallsbrot, tognaði í hálsi og bringubeinsbrotnaði. Við próf í öndunarmæli hjá lögreglu mældist hún með 1,4 prómill alkóhólmagn í blóði, en er blóðprufa var tekin úr konunni um einum og hálfum tíma eftir slysið mældist alkóhólmagnið 1.03 prómill. Neitaði VÍS að greiða konunni bætur á þeim forsendum að hún hefði verið undir áhrifum áfengis og því sýnt stórkostlegt gáleysi, enda hefði áfengismagn í blóði hennar verið yfir 1,20 prómill þegar slysið varð, samkvæmt útreiknings- formúlu um minnkun áfengismagns í blóði. Hefði hún því fyrirgert bótarétti úr slysatryggingu öku- manns. Hins vegar þótti dómara ekki sýnt að alkóhólmagn í blóði hefði verið yfir 1,20 prómill, en sé það undir því hlutfalli er einungis um að ræða einfalt gáleysi, en ekki stórkostlegt. Héraðsdómur dró þá ályktun að ölvun konunnar hefði verið meg- inorsök slyssins. Konan hefði verið talsvert ölvuð og bersýnilega ná- lægt því að teljast með öllu óhæf til að aka. Ekki yrði komist hjá því að telja að konan hefði valdið slysinu af stórfelldu gáleysi og bæri því að lækka bætur hennar um þriðjung. Hins vegar hefði sönnunarbyrðin um að stefnandi hefði verið óhæfur til að aka bifreið hvílt á Vátrygg- ingafélaginu og það hefði verið ósannað, enda hefði verið um marga óvissuþætti að ræða. Árið 2001 dæmdi Hæstiréttur konu bætur sem hafði fengið far hjá drukknum ökumanni, vitandi um ástand hans. Þær voru þó skertar um 2/3. Þetta var í samræmi við þróun skaðabótaréttar hér á landi og erlendis. Drukknum ökumanni voru dæmdar bætur eftir slys Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is ÖKUMENN í Reykjavík sem ekki eiga erindi út fyrir borgarmörkin ættu alvarlega að íhuga að skipta nagladekkjum sínum út fyrir sumar- eða heilsársdekk. Veðráttan eins og hún hefur verið í ár gefur nefnilega ekki tilefni til þess að menn þurfi á nagladekkjum að halda um þessar mundir í höfuðborginni. Þetta er mat Einars Sveinbjörnssonar, veð- urfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Út frá veðurfarinu þennan vetur sé ég ekki þörfina fyrir að vera á nagla- dekkjum lengur þetta vorið hér í höfuðborginni,“ segir Einar. Tekur hann þó fram að spáð sé kólnandi veðri á næstu dögum og frosti á auða jörð, en slíkt frost veldur, að hans sögn, ekki hálku. Segir hann ástæð- una m.a. þá að sólin sé fljót að bræða hálku sem hugsanlega geti myndast. Leyfilegur notkunartími nagla- dekkja er frá 1. nóvember til 15. apr- íl ár hvert. Að sögn Einars eru þau veðurfarslegu skilyrði sem gera það að verkum að það myndast hálka á götunum fyrst og fremst bundin við haustin og miðjan vetur. „Framan af vetri, þ.e. síðla hausts og í svartasta skammdeginu yfir vetrartímann vill vatn oft frjósa á götum og mynda hálku, auk þess sem snjórinn getur safnast fyrir og valdið svellbunkum og það kallar á notkun nagladekkja. En þegar nokkuð er liðið á veturinn, eins og nú, og sólin farin á hækka á lofti þá er þessi hætta ekki lengur til staðar um að vatn frjósi viðvarandi á vegum. Vissulega getur vatnið frosið á vegunum á nóttinni en yfirleitt bræðir sólin þetta yfir daginn,“ segir Einar og bendir á að naglar nýtist best um miðjan mars ef á vegum er snjór, en honum er ekki til að dreifa núna. Að sögn Einars er meðalveðr- áttan í mars í Reykjavík með þeim hætti að búast megi við því að tæp- lega helming mánaðarins geti jörð verið alhvít, hins vegar sé reynsla síðustu þriggja ára sú að ansi snjólít- ið sé í marsmánuði. Þannig hafi að- eins verið alhvít jörð 10% marsmán- aðar í Reykjavík síðan 2003. Sighvatur Arnarson, skrif- stofustjóri gatna- og eignaumsýslu hjá framkvæmdasviði, tekur undir það að óhætt ætti að vera fyrir öku- menn að skipta út nagladekkjunum. Engin ástæða til að vera lengur á nagladekkjum Morgunblaðið/Árni Sæberg UMBOÐSMAÐUR Alþingis taldi tilefni til að vekja sérstaka athygli landbúnaðarráðherra á því hve illa hefði tekist til um stjórnsýslu í ráðu- neyti hans við afgreiðslu umsóknar eigenda tveggja jarða um leyfi til að reisa varnargarð í Hvítá í Borgar- firði vegna landbrots. Jarðeigendurnir kvörtuðu til um- boðsmanns Alþingis vegna ákvörð- unar landbúnaðarráðherra og gerðu einkum athugasemdir við lögmæti tveggja skilyrða sem landbúnaðar- ráðuneytið setti fyrir leyfisveiting- unni. Þetta kemur fram í áliti um- boðsmanns frá 7. mars síðastliðnum. Réttan lagagrundvöll skorti Í álitinu segir að við afgreiðslu málsins hefði „skort verulega á að lagður hefði verið réttur lagagrund- völlur að úrlausn þess og gætt að lögmæltri verkaskiptingu milli stjórnvalda. Þá voru annmarkar á meðferð málsins þannig að hún sam- rýmdist ekki þeim málsmeðferðar- reglum sem ráðuneytinu bar að fylgja.“ Landeigendur jarðanna tveggja sóttu um að fá að reisa 30 metra langan varnargarð til að breyta rennsli árinnar og forða landbroti en var veitt leyfi, með tilteknum skil- yrðum, til að reisa 12 metra varn- argarð. Jafnframt var eigendum ná- grannajarðar gert að þola lögnám hvað varðaði land undir fyrirhugað- an garð að hluta og umferð um land þeirra í tengslum við gerð garðsins. Umboðsmaður mæltist til þess að ráðuneytið taki málið upp að nýju óski jarðeigendurnir þess. Illa staðið að af- greiðslu umsókna GUÐRÚN Egilsdóttir og Guð- mundur J. Guðmundsson bændur í Holtsseli í Eyjafjarðarsveit hafa tekið í notkun nýja ísgerðarvél frá Hollandi. Dóttir þeirra Arna Mjöll tekur einnig þátt í verkefninu og verður að sögn móður sinnar aðal- ísgerðarkonan í sumar. „Guð- mundur rak augun í auglýsingu í breska bændablaðinu Farmers Weekly þar sem þessi vél var kynnt og ákváðum við fljótlega að festa kaup á einni slíkri,“ segir Guðrún. „Meginástæðan var sú að eftir að við höfðum gert miklar breytingar í fjósi skapaðist aukið rými í hlöð- unni og höfum við nú innréttað hluta af því plássi fyrir ísgerðina, en nýlega hrundu stjórnvöld af stað verkefninu: „Beint frá býli“, þar sem lögð er áhersla á að full- unnar afurðir verði á boðstólum heima á búunum án allra milliliða.“ Guðmundur sagðist því mjög undrandi á viðbrögðum yf- irdýralæknis sem hefur tafið málið mikið og reynt hreinlega að koma í veg fyrir að verkefnið yrði að veruleika. Þess má geta að ábú- endur í Holtsseli hafa fengið verð- laun Umhverfisnefndar Eyjafjarð- arsveitar fyrir framúrskarandi umgengni og snyrtimennsku. Guð- mundur þakkaði hins vegar Valdi- mar Brynjólfssyni heilbrigðisfull- trúa á Akureyri það að verkefnið er nú komið í gang. Aðalmarkhóp- ur Guðrúnar og Guðmundar verða betri veitingahús og einnig er hug- myndin að vera með gestamóttöku í Holtsseli þar sem boðið verður upp á ísinn góða. Ísinn er ger- ilsneyddur og án allra aukaefna og því hrein náttúruafurð en hefur samt eins árs geymsluþol í frysti. Ísvélin er afar fullkomin og tölvu- stýrð en hægt er að velja á milli 400 mismunandi uppskrifta við ís- gerðina og allar hugsanlegar bragðtegundir s.s. allar hefð- bundnar tegundir eins og jarð- arberja, vanillu, hnetu og súkku- laðiís en einnig framandi tegundir eins og bjórís, álaís, hvítlauksís og sveppaís þannig að ljóst má vera að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. U.þ.b. 2000 vélar af þessari tegund eru í notkun á evrópskum bændabýlum og hafa verið á mark- aði sl. 11 ár. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Arna Mjöll, Guðrún og Guðmundur við nýju ísgerðarvélina sem komið hefur verið fyrir í endurbættri hlöðunni í Holtsseli. Á veggnum er skiltið sem fylgdi ísvélinni og sett verður upp við heimreiðina að Holtsseli. Framleiðir ís í gömlu hlöðunni ÞEIR sem bera ábyrgð á meðferð geðfatlaðra þurfa að gefa sér meiri tíma til að hlusta á þá og hlusta eftir lýsingum þeirra á eig- in líðan. Þá er brýnt að efla per- sónulegan stuðning sem heldur áfram eftir að sjálfri innlögninni lýkur. Þetta kom fram í erindi sem Guðbjörg Sveinsdóttir, for- stöðukona hjá Vin, athvarfi Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða, hélt í safnaðarheimili Laugarnes- kirkju í gær, en þar kynnti hún niðurstöður rannsóknar sem unn- in var á vegum Rauða krossins og Geðhjálpar á þjónustuþörfum geð- sjúkra. Sagði Guðbjörg kjör geðfatlaðra oft afar bág, enda hefði stærstur hluti þeirra minna en 150.000 krónur í mánaðartekjur. Þetta yki enn á félagslega einangrun þeirra og erfiðleika. Fannst mörgum svarendum í rannsókninni lítið tillit tekið til skoðana sjúklinga og aðstandenda þeirra. Þá vildu svarendur auka samfellu í þjónustu og eftirfylgni eftir meðferð, enda gerðist það gjarnan að fólk félli milli kerfa, milli ríkis og sveitarfélags og milli heilbrigðis- og félagslega kerfis- ins. Þetta ylli miklum erfiðleikum fyrir geðfatlaða. Hlusta þarf á geðfatlaða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.