Morgunblaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tilfinnanlega skortirheildstæða sýn afhálfu stjórnvalda á
vegagerð á hálendinu. Í
öllum áætlunum á vegum
ríkisins er aðeins rætt um
hálendisvegi annars vegar
í Svæðisskipulagi miðhá-
lendis Íslands sem nær til
2015, en þar segir m.a. að
stefnt skuli að því að halda
vegaframkvæmdum á há-
lendinu í lágmarki, og hins
vegar í samgönguáætlun
2003-2014, en þar eru skil-
greindir fjórir svokallaðir
landsvegir, sem séu nú
malarvegir, sem stefna skuli að að
koma í gott horf, þetta eru
Sprengisandsleið, Kjalvegur,
Fjallabaksleið nyrðri og Kalda-
dalsvegur. Ekkert er hins vegar
minnst á hálendisvegi í t.d.
byggðaáætlun, ferðamálaáætlun
eða landgræðsluáætlun, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Þetta var meðal þess sem fram
kom í máli Ólafar Guðnýjar Valdi-
marsdóttur, arkitekts og fyrrum
formanns Landverndar, í mál-
stofu sem Landvernd efndi til í
síðustu viku þar sem kynntar voru
niðurstöður hálendisvegahóps
samtakanna sem haft hefur það að
markmiði að fjalla um áhrif há-
lendisvega og hvert stefni í þeim
málum.
Ólöf benti á að hinar ýmsu áætl-
anir um landnýtingu á miðhálendi
Íslands eru á forræði mismunandi
ráðuneyta og stjórnvalda og ekki
virðist nein samræming eða skýr
tengsl þar á milli. Nefndi hún máli
sínu til stuðnings mismunandi
flokkun vega annars vegar í sam-
gönguáætlun og hins vegar í
svæðisskipulagi miðhálendis Ís-
lands. „Þannig virðist hægri
höndin ekkert vita hvað sú vinstri
er að gera og öfugt. Svæðisskipu-
lagið tekur á þessu samræming-
arhlutverki að einhverju leyti, en
að mati vinnuhópsins er mikil-
vægt að gert verði heildarskipu-
lag eða landsskipulag, þar sem all-
ar þessar áætlanir eru kortlagðar
jafnóðum, til þess að hægt sé að
sjá og meta innbyrðis áhrif þeirra
hverrar á aðra og móta heildar-
stefnu. Það þýðir t.d. lítið að gera
ráð fyrir þjóðgarði eða annarri
verndun í náttúruverndaráætlun
ef samgönguáætlun gerir á sama
tíma ráð fyrir uppbyggðri hrað-
braut á svæðinu,“ sagði Ólöf.
Vegbótum fylgir
aukin umferð
Anna Dóra Sæþórsdóttir, land-
fræðingur, benti á að nýir vegir
opnuðu áður einangruð hálendis-
svæði fyrir almenningi. Reynslan
sýndi að bættum vegum fylgdi
aukin umferð, þar með aukinn
fjöldi ferðamanna sem leiddi til
aukins ágangs, í sumum tilfellum
meiri en náttúran réði við. Nefndi
hún Landmannalaugar sem
dæmi, en þar varð sprenging í um-
ferð ferðamanna í kjölfar vegbóta
árið 1970 með þeim afleiðingum
að náttúran væri víða tekin að láta
á sjá. Benti hún á að þeir ferða-
menn sem legðu leið sína upp á
hálendið væru í yfirgnæfandi
meirihluta tilfella að sækjast eftir
lítt snortinni náttúru, fjallasýn og
kyrrð í fámenni. Þetta sýndu við-
horfskannanir sem gerðar hefðu
verið meðal ferðamanna.
Í þessu samhengi má nefna að
þegar viðhorf Íslendinga til vega-
framkvæmda á hálendinu er
kannað kemur í ljós að þriðjungur
svarenda vill halda vegunum eins
og þeir eru nú, annar þriðjungur
vill lágmarkslagfæringar og að
helstu vatnsföll verði brúuð en að-
eins fjórðungur svarenda vill
byggja upp fullbúna vegi á há-
lendinu, þ.e. fullbrúaða vegi með
bundnu slitlagi.
Að mati Önnu þarf að skilgreina
þau landsvæði sem eru mikilvæg
með tilliti til ferðamennsku. „Þeg-
ar það hefur verið gert þarf að
marka stefnu um það hvers konar
ferðumennsku byggja á upp á
hverjum stað fyrir sig,“ sagði
Anna og benti á að ekki væri einu
sinni sjálfgefið að þróa ætti ákveð-
inn stað sem ferðamannastað, t.d.
ef náttúran og gróður á svæðinu
reynist of viðkvæm til að taka á
móti fjölda gesta. „Lykilatriðið er
að byrja ekki á því að leggja veg-
inn og sjá síðan til hvað gerist,
heldur að hugleiða hvar við viljum
byggja upp ferðamannastaði og
síðan leggja vegina og ákveða
hversu góðir þeir eiga að vera.“
Undirbúa lagningu
hálendisvegar
Á undanförnum árum hafa ver-
ið lagðar fram nokkrar tillögur og
hugmyndir um vegi um hálendið.
Markmið flestra þeirra hefur ver-
ið að stytta vegalendir milli lands-
hluta og þá einkum Norðurlands
og Suðurlands. Á síðasta ári var
stofnað félag sem ætlar að vinna
að undirbúningi lagningar vegar
úr Skagafirði um Stórasand, Arn-
arvatnsheiði og Kaldadal sem
stytti umrædda leið um 81 kíló-
metra. Félagið heitir Norðurveg-
ar ehf. og er hlutafé þess 11 millj-
ónir króna. Meðal stofnenda
félagsins eru KEA, Akureyrar-
bær og Hagar. Birgir Guðmunds-
son, umdæmisstjóri Vegagerðar-
innar, sagði á stofnfundinum að ef
miðað væri við að 700 bílum yrði
ekið eftir veginum daglega gæti
stytting leiðarinnar sparað vel á
annan milljarð króna á ári.
Fréttaskýring | Niðurstöður hálendisvega-
hóps Landverndar kynntar á málþingi
Heildstæða
stefnu skortir
Könnun sýnir að aðeins fjórðungur vill
byggja upp fullbúna vegi á hálendinu
Gróður á hálendinu er víða viðkvæmur.
Búið er að stofna félag um
lagningu Norðurvegar
Þeir sem vilja leggja Norð-
urveg hafa stofnað formlegt fé-
lag til að undirbúa fram-
kvæmdir. Þeir vilja hefja
framkvæmdir sem fyrst, en þær
myndu taka nokkur ár. Vegurinn
myndi hæst standa í 700 metra
hæð yfir sjávarmáli. Hálend-
ishópur Landverndar telur hins
vegar að marka þurfi stefnu um
hálendisvegi áður en ráðist er í
framkvæmdir. Meta þurfi alla
þætti málsins.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
og Egil Ólafsson
HEYRÐU, má ég fá svona hjól?
spurði þessi ungur piltur blaða-
mann þegar hann átti leið í Hag-
kaup á Akureyri um helgina.
Morgunblaðsmaðurinn vísaði á
föður drengsins sem stóð álengdar
á spjalli við kunningja sinn. Gutt-
inn sagðist heita Viktor og vera
„svona gamall – fimm ára,“ sagði
hann og rétt upp þrjá fingur. Fað-
ir hans staðfesti síðar að hann
væri þriggja ára. Vel hefur viðrað
til vorverka í höfuðstað Norður-
lands undanfarna daga, m.a. til
þess að kaupa hjól.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Má ég fá svona hjól?