Morgunblaðið - 20.03.2006, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
BORGARASTRÍÐ geisar nú í Írak
að mati Iyads Allawis, fyrrverandi
forsætisráðherra bráðabirgðastjórn-
ar í landinu, en breskir og bandarísk-
ir ráðamenn hafa á síðustu dögum
ítrekað neitað staðhæfingum í þá
veru, að borgarastyrjöld væri þegar
brostin á í landinu. Allawi sagði hins
vegar í viðtali við breska útvarpið,
BBC, að það væri ekki hægt að lýsa
ástandinu í Írak öðruvísi.
„Það er mjög miður að við skulum
nú standa frammi fyrir borgara-
stríði. Við missum að jafnaði 50 til 60
manns á degi hverjum í landinu öllu,
ef ekki fleiri,“ sagði Allawi en mikið
ofbeldi hefur varpað skugga á líf
Íraka síðustu vikur. „Ef þetta kallast
ekki borgarastríð þá veit guð einn
hvað borgarastríð er í raun og veru.“
Allawi tók fram að hann teldi enn
að hægt væri að snúa þróuninni við.
Írak stefndi þó hraðbyri að hengi-
fluginu, færu menn fram af því yrði
ekki aftur snúið.
Eftir að hvelfing helgidóms sjía-
múslíma í Samarra var eyðilögð í
sprengingu 22. febrúar sl. jókst of-
beldi milli sjía-múslíma og súnní-
múslíma í Írak til muna og menn
tóku að óttast, að allt færi í bál og
brand milli trúarhópanna tveggja.
Breskir og bandarískir ráðamenn
hafa þó dregið úr slíkum yfirlýsing-
um og Dick Cheney, varaforseti
Bandaríkjanna, lýsti sig einmitt
ósammála mati Allawis í gær.
Nasistum falin völdin á ný
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, galt í grein í
The Washington Post í gær varhug
við því að kalla Bandaríkjaher heim
frá Írak í einu vetfangi. Slíkt yrði
eins og ef nasistum hefði verið falin
stjórn aftur í Þýskalandi að síðari
heimsstyrjöldinni lokinni. Hryðju-
verkamenn myndu nefnilega þegar í
stað fylla það valdatóm sem skapast
myndi, ef Bandaríkjaher færi
skyndilega frá Írak.
Allawi segir
borgarastríð
geisa í Írak
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
Iyad Allawi Dick Cheney
yfir Viktor Janúkovytsj, þáverandi
forsetaframbjóðanda, og tóku síð-
ar nafn hans af sakaskrá.
Á þessum tíma var það orðið
svo algengt að menn byðu sig
fram til þings í því skyni að fá
friðhelgi frá saksókn að það þótt
ekkert tiltökumál.
Þetta breyttist eftir appels-
ínugulu byltinguna og Viktor
Jústsjenko forseti lofaði að skera
upp herör gegn spillingu og
hindra að lögbrjótar gætu boðið
sig fram til að komast hjá sak-
sókn.
Flestir sakaðir
um efnahagsglæpi
Eftir að innanríkisráðuneyti
Úkraínu komst að fyrrnefndri nið-
Kíev. AP. | Tíu hafa verið dæmdir
sekir um lögbrot, 37 sæta rann-
sókn saksóknara og 41 bíður rétt-
arhalda. Allir eru þeir eða hafa
verið frambjóðendur í þingkosn-
ingunum í Úkraínu 26. mars.
Margir hafa hneykslast á þessu
samsafni meintra lögbrjóta á
framboðslistunum og þeir segja
það sýna hversu lítið hafi breyst í
Úkraínu þrátt fyrir fögur fyrirheit
í appelsínugulu byltingunni 2004,
þegar hundruð þúsunda manna
fylktu liði á götunum og kröfðust
þess að glæpamenn yrðu hnepptir
í fangelsi.
„Steli menn hænu eða kornpoka
frá nágranna sínum fara þeir í
fangelsi, en steli þeir milljón setj-
ast þeir á þing,“ sagði Volodymyr
Stretovytsj, formaður þingnefndar
sem fjallar um baráttuna gegn
skipulögðum glæpasamtökum.
Aðrir benda á að úkraínskum
kjósendum er nú sagt frá vafa-
samri fortíð frambjóðenda og þeir
segja það framför í ljósi þess að á
árinu 2004 lögðu stjórnvöld mikið
á sig til að leyna fangelsisdómum
urstöðu um fjölda meintra af-
brotamanna á framboðslistunum
sagði Júríy Lútsenko innanrík-
isráðherra að aðeins ellefu af 45
flokkum, sem taka þátt í kosning-
unum, byðu ekki fram menn sem
bendlaðir væru við glæpi.
Á meðal þeirra sem bjóða fram
menn með vafasama fortíð eru
flokkur Jústsjenkos forseta og
annar undir forystu Júlíu Tymos-
henko, fyrrverandi forsætisráð-
herra og hetju í appelsínugulu
byltingunni.
Landslög kveða á um að þeir
sem hafa verið dæmdir fyrir lög-
brot geti ekki boðið sig fram til
þings. Tíu frambjóðendur hafa
verið teknir af framboðslistunum
vegna þessa ákvæðis. Þeir sem
sæta rannsókn eða bíða réttar-
halda geta á hinn bóginn sóst eftir
sæti á þinginu.
Flestir þeirra 37 frambjóðenda,
sem sæta rannsókn, eru sakaðir
um spillingu og efnahagsglæpi.
Margir Úkraínumenn telja að
umfjöllunin um dómana yfir Janú-
kovytsj hafi stuðlað að sigri Júst-
sjenkos í forsetakosningunum.
Janúkovytsj var dæmdur í
þriggja ára fangelsi fyrir rán og
árás árið 1967, þegar hann var
sautján ára. Hann var leystur úr
haldi vegna ungs aldurs og dóm-
stóll ógilti dóminn eftir að meint
fórnarlamb dró vitnisburð sinn til
baka. Þremur árum síðar var
Janúkovytsj dæmdur í tveggja ára
fangelsi fyrir árás og líkamsmeið-
ingar, en meint fórnarlamb dró
vitnisburðinn til baka og dómurinn
var numinn úr gildi.
Í framboði til að komast hjá saksókn
AP
Þingmenn slást á fundi á þingi
Úkraínu í síðasta mánuði.
’Steli menn hænu eðakornpoka frá nágranna
sínum fara þeir í fang-
elsi, en steli þeir milljón
setjast þeir á þing.‘
ættingja hans var viðstaddur útför-
ina. Ekkja hans, Mirjana Markovic,
og sonur, Marko, eru búsett í
Moskvu og hættu ekki á að fara til
Serbíu, en þar er Markovic eftirlýst
fyrir glæpi í stjórnartíð Milosevic.
Dóttir Milosevic, Marija, er hins veg-
ar búsett í Svartfjallalandi og hún er
SORGMÆDDIR stuðningsmenn Slo-
bodans Milosevics, fyrrverandi for-
seta Júgóslavíu, heimsóttu gröf hans
í serbneska bænum Pozarevac, 50
km austur af Belgrad, í gær en Mil-
osevic var jarðsettur á laugardag.
Milosevic var jarðaður undir linditré
í heimabæ sínum en enginn nánustu
allt annað en sátt við greftrunarstað
föður síns. „Hvergi annars staðar í
heiminum eru menn jarðaðir í garð-
inum heima hjá sér,“ sagði hún.
Hyggst hún sjá til þess að kista Mil-
osevics verði grafin upp og hann
jarðaður að nýju í Svartfjallalandi,
en þar fæddust foreldrar hans.
Heimsækja gröf Milosevics
AP
Gaza-borg. AFP. | Mikill matarskortur
er á Gaza-svæðinu í Palestínu og
neyðarástand er yfirvofandi ef helsta
flutningsæðin til Ísrael verður áfram
lokuð. Þetta segir John Ging, yfir-
maður sérstofnunar Sameinuðu
þjóðanna um málefni palestínskra
flóttamanna (UNRWA).
Sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael
reynir nú að miðla málum í deilu Ísr-
aela og Palestínumanna er varðar
ferðir og flutninga milli svæða, en
Ísraelar hafa haft helsta landamæra-
hliðið milli Gaza og Ísrael lokað
lengst af þessu ári á grundvelli ör-
yggishagsmuna. Sagði Johns Ging
mikilvægt að viðræðurnar skiluðu
árangri, UNRWA væri að verða
uppiskroppa með matvæli handa
allra fátækustu fjölskyldum á Gaza.
„Við færumst nær neyðarástandi á
hverjum degi,“ sagði hann. „Okkur
skortir ekki aðeins hveiti og korn-
meti. Það er líka skortur á sykri, olíu
og ýmsum öðrum nauðsynjum.“
Mikill mat-
arskortur
á Gaza