Morgunblaðið - 17.05.2006, Page 1

Morgunblaðið - 17.05.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 133. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Fá›u viðurkenningu við sjónvarpið! Stórhátíð kvik- myndanna Hundruð kvikmynda verða sýnd á hátíðinni í Cannes | Menning Úr verinu | Beitukóngsvinnsla í Grundarfirði heimsótt  Minni fiskafli í apríl Íþróttir | Ísland vann sigur á Hollandi  Stórsigur hjá Val og Breiðabliki  Gunnar og Stefán hættir að dæma Úr verinu og Íþróttir í dag Róm. AP. | Fyrrverandi öldungadeild- arþingmaður á Ítalíu, Guido Rossi, var í gær skipaður sérstakur um- sjónarmaður með ítalska knatt- spyrnusambandinu, FIGC. Á hann að reyna að stöðva margvíslega spill- ingu og svindl sem ljóst þykir að hafi verið beitt í leikjum, m.a. er talið að úrslitum hafi verið hagrætt vegna ólöglegra veðmála. Um er að ræða stórlið, þ.á m. Juventus, AC Milan, Lazio, Inter og Fiorentina. Meðal þeirra sem liggja undir grun er markvörður Juventus og landsliðsins, Gianluigi Buffon. Bréf í Juventus hafa hrapað um 20% eða 6.600 milljónir kr. síðustu daga. Blöð birtu í gær útskriftir grunsamlegra símtala milli Giuseppe Pisanu innanríkisráðherra og Luciano Moggi, framkvæmdastjóra Juventus. Moggi hefur þeg- ar sagt af sér vegna ásakana um að hann hafi tryggt liðinu jákvæða dómara og vék forseti FIGC einnig vegna málsins. Pisanu bað Moggi um að aðstoða þriðju deildar lið á Sardiníu en þaðan er ráðherrann. Moggi vildi hins vegar að leik gegn Fiorentina yrði ekki frest- að enda þótt þáverandi páfi lægi banaleguna. Fiorent- ina stóð höllum fæti um þetta leyti, tveir leikmenn í banni og tveir meiddir. Leiknum var frestað. Falið að hreinsa ítalska boltann Guido Rossi SIV Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra tók við undirskriftum 12.806 öryrkja og eldri borgara undir áskorun þess efnis að bæta kjör þessara hópa og afnema tekju- tengingu við maka á fjölmennum fundi um þjóðarátak í málum aldr- aðra í Háskólabíói í gærkvöldi. Hátt í þúsund manns sóttu fundinn en fyrir honum stóðu Landssamband eldri borgara og Aðstandendafélag aldraðra. Stefán Ólafsson prófessor flutti erindi á fundinum um lífskjör aldr- aðra á Íslandi og var niðurstaða hans að hagsmunir eldri borgara og öryrkja hefðu verið fyrir borð bornir í góðærinu sem ríkt hefði hér á landi frá 1995. Þessu til stuðnings nefndi Stefán m.a. aukna skattbyrði eldri borgara og lágtekjufólks á þessu tímabili og að þótt kaupmáttur þessara hópa hefði aukist, hefði kaupmáttar- aukning tekjuhærri hópa í þjóð- félaginu verið meiri á sama tíma. Ástæður aukinnar skattbyrði sagði Stefán vera rýrari skattleys- ismörk. Hann skipti skattgreið- endum í tíu jafnstóra hópa og sagði að á tímabilinu 1994–2004 hefði skattbyrðin aukist hjá öllum hópum nema þeim efsta, þar sem hún hefði minnkað. Í fjórum lægstu hópunum jókst skattbyrðin mest og sagði Stefán að í þessum hópum væru um 60% lífeyrisþega og um 80% þeirra sem þiggja lífeyri frá TR. Hann vék einnig að lífeyrissjóð- um og sagði meðaltekjur lífeyr- isþega árið 2004 hafa verið um 154 þúsund krónur á mánuði, þar af voru meðaltekjur úr lífeyrissjóðum um 58 þúsund krónur. Af þessu tæki ríkið hins vegar hátt í 70% í skerðingar og skatta og því mætti segja að ríkið væri mesti lífeyris- þeginn. Stefán rakti efni nýrrar skýrslu OECD um lífeyriskjör og sagði að lífeyriskjör Íslendinga væru undir meðallagi miðað við meðaltal OECD-ríkjanna. Að loknu erindi Stefáns tóku við pallborðsumræður sem Árni M. Mathiesen, Guðjón Arnar Krist- jánsson, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, Steingrímur J. Sigfússon, Siv Friðleifsdóttir, Dagur B. Eggerts- son, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða tóku þátt í. Þátttakendur svöruðu spurningum og var samhljómur þeirra á meðal um að málefni aldr- aðra færu í auknum mæli yfir til sveitarfélaga svo fremi sem þeim yrðu tryggðir tekjustofnar vegna þess, að einfalda yrði eins og kostur er bótakerfi almannatrygginga, draga úr tekjuskerðingu vegna at- vinnutekna aldraðra og gera átak í búsetumálum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikið fjölmenni var á fundi Landssambands eldri borgara og Aðstandendafélags aldraðra sem fram fór í Háskólabíói í gærkvöldi. Afhentu ráðherra hátt í 13 þúsund undirskriftir Tæplega þúsund manns sóttu fund um þjóðarátak í málum aldraðra Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is NEFND á vegum Evrópuráðsins, ECRI, er hefur á sinni könnu bar- áttu gegn rasisma og skorti á um- burðarlyndi, fer hörðum orðum um Dani í skýrslu sem birt var í gær og segir þá mis- muna ýmsum minnihlutahóp- um, einkum músl- ímum, að því er segir í skeyti AFP-fréttastof- unnar. „And- rúmsloftið í þess- um málum hefur almennt séð haldið áfram að versna í Danmörku, vissir stjórnmálamenn og ákveðnir fjöl- miðlar bregða stöðugt upp nei- kvæðri mynd af minnihlutahópum almennt og sérstaklega múslímum,“ segir í skýrslunni. Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, vísaði skýrslunni eindregið á bug í gær. „Það eru 24 staðreyndavillur og yfir 20 fullyrðingar sem ekki eru studdar heimildum [í skýrslunni],“ sagði ráð- herrann. Hann bætti því við að plaggið byggðist á sögusögnum, ekki væri hægt að taka skýrsluna alvar- lega og hún færi því beina leið í pappírskörfuna. Meðferð danskra stjórnvalda á innflytjendum og flóttafólki er gagn- rýnd harkalega í skýrslunni og sagt að af hálfu stjórnvalda sé ýtt undir fordóma. Nýlegar breytingar sem gerðar hafi verið á innflytjendalög- gjöf takmarki úr hófi „möguleika fólks úr minnihlutahópum til að öðl- ast ríkisborgararétt ... og fá aðgang að félagslegri aðstoð í sama mæli og aðrir í samfélaginu“. Lögum sem bönnuðu að hvatt væri til kynþátta- haturs væri sjaldan beitt og allir teldu sig þess vegna geta komist upp með slíka hegðun. Innflytjendum úr röðum múslíma hefur fjölgað hratt í Danmörku síð- ustu áratugi og jafnframt árekstrum milli þeirra og innfæddra Dana. Danir sakaðir um að mismuna Anders Fogh Rasmussen Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is YFIRMAÐUR hjá alþjóða- matsfyrirtækinu Fitch Ratings segir það vera jákvætt hvernig íslensku bankarnir brugðust við vegna viðvarana í sambandi við erlenda skuldastöðu þeirra. Þá segir hann að það hafi verið rétt hjá bönkunum að greina frá áætlunum sínum um eigin endurfjármögnun og að hjálpa til við að endurnýja traust á ís- lenskt efnahagslíf. Þetta kemur fram í viðtali við Paul Rawkins, framkvæmda- stjóra hjá Fitch Ratings, á fréttavef Bloomberg-frétta- stofunnar, en hann er höfundur skýrslu sem Fitch Ratings sendi frá sér þann 21. febrúar sl. Skýrslan varð upphafið að því að gengi krónunnar tók að lækka auk þess sem mikil um- ræða um íslenskt efnahagslíf hófst í kjölfarið í útlöndum. | 13 Viðbrögð bankanna jákvæð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.