Morgunblaðið - 17.05.2006, Page 2

Morgunblaðið - 17.05.2006, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KJÖR ALDRAÐRA Alls skrifuðu 12.806 öryrkjar og eldri borgarar undir áskorun til heil- brigðis- og tryggingaráðherra um að bæta kjör þessara hópa og afnema tekjutengingu við maka, en áskor- unin var afhent ráðherra á fjölmenn- um fundi í Háskólabíói í gær. Kveður Stefán Ólafsson prófessor hagsmuni hópanna hafa verið fyrir borð borna í góðærinu sem ríkt hefur frá 1995. Samgöngur bitbein Ný samgöngustefna Reykjavík- urborgar var samþykkt eftir ríflega tveggja tíma umræður á fundi borg- arstjórnar í gær. Sögðu sjálfstæð- ismenn þurfa að taka meira tillit til einkabílsins, en í samgöngustefn- unni er gert ráð fyrir meiri hlut hjól- reiða, almenningssamgangna og gangandi vegfarenda. Ásakanir um mismunun Nefnd á vegum Evrópuráðsins í Strassborg sakar Dani um að mis- muna minnihlutahópum og þá eink- um múslímum. Eru stjórnvöld m.a. sögð torvelda innflytjendum að ger- ast ríkisborgarar og ákveðnir fjöl- miðlar eru sagðir sýna minni- hlutahópa í slæmu ljósi. Vilja hærri byrjunarlaun LSH mun taka afstöðu til launa- ályktunar hjúkrunarfræðinema á lokaári við HÍ síðar í vikunni. Í út- skriftarhópnum eru um 75 nemar, sem segjast ekki munu ráða sig til starfa á LSH á lægri launum en sem nemur launaflokki 02 í stofn- anasamningi. Þrýst á de Villepin Þrýstingur eykst enn á Dom- inique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, sem sakaður er um að hafa reynt að sverta pólitískan keppinaut með óheiðarlegum aðferð- um. Þingið felldi þó vantrauststil- lögu á de Villepin í gær. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 26/29 Fréttaskýring 8 Forystugrein 26 Viðskipti 13 Minningar 30/31 Erlent 14/15 Dagbók 36/39 Minn staður 16 Víkverji 36 Höfuðborgin 18 Velvakandi 37 Akureyri 18 Staður&stund 38/39 Suðurnes 19 Af listum 23 Landið 19 Ljósvakamiðlar 50 Daglegt líf 20 Veður 51 Menning22/23, 40/45 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %         &         '() * +,,,                         FRAMKVÆMDIR hófust í gær- morgun við gerð reiðbrúar undir brúnni á Vesturlandsvegi yfir Leir- vogsá. Reiðvegur hefur þegar verið lagður við ána, ofan brúar. Var tek- ið að færa til jarðveg fast við brúna og eitthvað þrengt að ánni. Seinni- partinn í gær voru framkvæmdir stöðvaðar, að sögn Guðmundar Magnússonar, formanns Veiðifélags Leirvogsár, og í dag á að skoða hvort tilskilin leyfi séu til staðar fyrir framkvæmdinni. Í bréfi sem Árni Ísaksson, fag- sviðsstjóri veiðimálastjórnar hjá Landbúnaðarstofnun, sendi Mos- fellsbæ í gær kemur fram að fram- kvæmdir sem þessar, við og í veiði- ám, séu háðar leyfi frá embætti veiðimálastjóra. Slík umfjöllun hafi hins vegar ekki átt sér stað. Fer Árni fram á að framkvæmdin verði stöðvuð, þar sem hún hafi hvorki fengið faglega né lögformlega um- fjöllun. Leirvogsá er ein besta laxveiðiá landsins og Brúarhylur, neðan brú- arinnar á Vesturlandsvegi, gefur hátt í helming aflans. Stangaveiði- félag Reykjavíkur, sem leigir veiði- réttinn í ánni en ekkert samráð var haft við vegna reiðvegarins, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á Mosfellsbæ og aðra eig- endur árinnar að hlutast til um að horfið verði frá þeim áformum að leggja reiðveginn undir brúna og vegurinn liggi hvergi annars staðar svo nærri ánni að umferð hesta- manna geti truflað veiðimenn. Í áskoruninni er minnt á að göng séu undir brúna á þjóðveginum við Köldukvísl, aðeins nokkur hundruð metra frá Leirvogsá, beint ofan við hesthúsabyggðina. „Ættu þau að duga hestamönnum til að komast undir Vesturlandsveginn,“ segir í áskoruninni. Lausn sem við getum sætt okkur við Halldór H. Halldórsson er for- maður Reiðveganefndar í Kjalar- nesþingi hinu forna, sem er sam- starfshópur sjö hestamannafélaga. Nefndin beitti sér fyrir gerð reið- vegarins. Halldór segir tillöguna um reiðveginn hafa farið gegnum lögformlegt ferli hjá Mosfellsbæ og málið hafi verið rætt við stjórn Veiðifélagsins. Hann telur nauðsynlegt að geta farið undir veginn við Leirvogsá, ekki dugi til reiðvegurinn undir Köldukvísl sem er innan við kíló- metra vestar. „Það þarf þarna teng- ingu við Kjalarnesið. Leirvogstung- an er öll að fara í byggingu. Við teljum þetta lausn sem við getum sætt okkur við, fyrst Vegagerðin vill ekki ráðast í gerð undirganga að svo stöddu. Ég tel ekki að þarna verði óheppilegur árekstur. Þegar veiði- tímabilið byrjar eru hestamenn flestir farnir með hrossin í sum- arhaga og þegar þeir koma aftur með hrossin inn, þegar komið er fram í desember, þá er veiðitíma- bilinu lokið. Við Úlfarsá er reiðvegur með- fram ánni og gert er ráð fyrir okk- ur við brúarstöpulinn við nýju brúna sem verið er að gera úr Staðahverfinu. Og við Breiðholts- brautina er riðið yfir Elliðaárnar við brúarstöpulinn. Ég veit ekki til þess að þar hafi orðið neinir árekstrar við veiðimenn,“ segir Halldór. Morgunblaðið/Júlíus Starfsmenn verktaka mæla fyrir reiðveginum undir brúnni yfir Leirvogsá síðdegis í gær, en ákvörðun verður tek- in um framhaldið í dag. Hestamönnum og veiðimönnum sýnist sitt hvorum um framkvæmdirnar. Framkvæmdir við reiðveg stöðvaðar Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is LÆKKUN jarðaverðs er ekki fyr- irsjáanleg að mati Magnúsar Leo- poldssonar hjá Fasteignamiðstöð- inni, sem nú hefur til sölu jörðina Björk I í Grímsnesi fyrir 235 millj- ónir króna. Um er að ræða 700 hekt- ara jörð með 190 fm íbúðarhúsi. Magnús segir mjög fátítt að jarðir í Grímsnesi komi í sölu, svæðið sé eftirsótt og verðið, 235 milljónir, endurspegli gangverð fyrir þetta til- tekna svæði. „Oft eru einhver frávik frá ásettu verði þegar fjárhæðirnar eru orðnar svona miklar,“ bendir Magnús á. „En þetta er landmikil jörð, „hrein og tær“ þ.e. ekki hefur verið skipu- lagt neitt á henni, sumarhúsasvæði eða slíkt. Menn sjá ákveðna mögu- leika ef þeir vilja svo við hafa og það eru nýtingarmöguleikarnir sem ráða verðmynduninni.“ Magnús segir að jarðaverð hafi hækkað um 100% síð- astliðin fimm ár eða svo, þó það sé breytilegt milli svæða og jafnvel inn- an svæða líka. „Það hefur orðið meiri leiðrétting á jarðamarkaðnum heldur en íbúða- markaðnum og það má benda á að þegar fasteignaverð hækkaði síðast, þá hafði jarðaverðið staðið lengi í stað. En jarðaverðið hefur hækkað meira en íbúðaverðið. Ég spái því að jarðaverð eigi alls ekki eftir að lækka á næstunni. Framboðið er heldur minna en eftirspurnin og viðskiptin eru í tiltölulega góðu jafnvægi, þrátt fyrir svolítið pipraða umræðu um að allt sé að verða vitlaust á þessum markaði. Svo er hins vegar ekki, heldur er eftirspurnin aðeins meiri en framboðið.“ Jörð boðin til sölu á 235 milljónir króna Lækkun jarðaverðs ekki fyrirsjáanleg LEIT að Pétri Þorvarðarsyni, 17 ára pilti frá Egilsstöðum, var minnkuð verulega í gær og verður hlé gert á stórleit fram að helgi. Björgunarsveitir í héraði munu þó brúa bilið og leita á helstu leit- arsvæðum fram til laugardags þeg- ar stórlið björgunarsveitarmanna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg verður kallað saman á ný. Leitin að Pétri hefur verið gíf- urlega umfangsmikil en allt að 400 manns hafa leitað frá því á sunnu- dag. Leitað hefur verið í 30 km rad- íus frá Grímstungu en síðast sást til Péturs klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags þegar hann var staddur í gleðskap í Grímstungu, skammt frá Grímsstöðum á Fjöllum. Svo virðist sem hann hafi ákveðið að ganga til síns heima á Egilsstöðum sem er í 120 km fjarlægð. Hélt hann af stað nokkuð léttklæddur. Engar vísbendingar hafa borist um ferðir hans. Hlé á stór- leit fram að helgi MAÐURINN sem varð bráð- kvaddur á Fjarð- arheiði á sunnu- dagskvöld hét Sigurður Þor- geirsson, til heim- ilis að Múlavegi 59 á Seyðisfirði. Hann var fæddur 20. desember árið 1944 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. Sigurður gegndi ýmsum trúnaðar- störfum, m.a. sat hann í sveitarstjórn Búðahrepps fyrir Sjálfstæðisfélag Fáskrúðsfjarðar og í hafnarnefnd. Hann var virkur í Lions-hreyfingunni og var síðustu árin svæðisstjóri Lions-hreyfingarinnar á Austfjörð- um. Lést á Fjarðarheiði OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu í gær verðið á bensíni, dísil- og gasolíu um eina krónu á lítra. Skýring lækkunar- innar er lækkandi heimsmarkaðsverð auk styrkari stöðu krónunnar gagn- vart Bandaríkjadal. Algengasta verð á bensíni er nú um 124,40 krónur, en tæpar 123 krónur í sjálfsafgreiðslu. Bensínlítrinn lækkar um krónu ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.