Morgunblaðið - 17.05.2006, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VINSÆLASTI HÖFUNDUR Í HEIMI
DAN BROWN
NÝ BÓK Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU EFTIR
MEISTARA SPENNUSÖGUNNAR
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
7
1
5
7
- The Washington Post
SVONA Á AÐ SKRIFA
SPENNUSÖGUR.
ÞESSA BÓK LEGGURÐU
EKKI FRÁ ÞÉR FYRR EN
AÐ LESTRI LOKNUM“
„
NÚ Í KI
LJU
SAMTÖK atvinnulífsins sendu í
gær bréf til bankastjórnar Seðla-
bankans þar sem áhyggjum er lýst
vegna hugsanlegrar hækkunar
bankans á stýrivöxtum, en vaxta-
ákvörðunardagur er á morgun,
fimmtudag. Lýst er verulegum efa-
semdum um að vaxtahækkun nú
muni skila tilætluðum árangri. Hafa
greiningardeildir bankanna spáð
allt að 75 punkta hækkun, að stýri-
vextir fari í 12,25%.
„Sú lækkun sem nú hefur orðið á
íslensku krónunni frá marsbyrjun
varð vegna breytinga á væntingum
og trú erlendra aðila á gjaldmiðl-
inum og stöðu íslensks fjármála-
kerfis og efnahagslífs. Vaxtahækk-
un við þessi skilyrði mun tæplega
skapa á ný það ástand að gengi
krónunnar verði á svipuðu stigi og
það var fyrir lækkun og vaxta-
hækkun er því ólíkleg til þess að
hamla gegn verðbólgu svo nokkru
nemi. Allt eins má reikna með því
að vaxtahækkun þyki ótrúverðug
vegna þess hve vextir eru háir fyrir
og vegna þess að gengið lækkaði
þrátt fyrir þessa háu vexti,“ segir í
bréfi SA.
Hækkun yrði vafasöm
Samtök atvinnulífsins benda enn-
fremur á að á næsta ári sé miðað
við að það hægi verulega á í efna-
hagslífinu, meðal annars þar sem
framkvæmdum við stóriðju og
virkjanir ljúki í bili.
Samtökin benda á hættu á að
hraðar og meira dragi úr umsvifum
í efnahagslífinu á næsta ári en al-
mennt sé miðað við. Vaxtahækkun
nú sé því vafasöm. Því hvetja SA
Seðlabankann til þess að halda að
sér höndum með vaxtahækkun nú
og endurmeta stöðuna þegar betur
verður séð hvernig gengi krón-
unnar og fasteignamarkaðurinn
þróast.
SA lýsa áhyggjum vegna
vaxtahækkana Seðlabanka
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
STÓRA upplestrarkeppnin, frum-
kvöðlastarf þeirra Baldurs Sigurðs-
sonar, dósents við KHÍ, og Ingi-
bjargar Einarsdóttur, skrifstofu-
stjóra Skólaskrifstofu Hafnar-
fjarðar, hlaut í gær Foreldra-
verðlaun Heimilis og skóla en
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra afhenti verð-
launin við athöfn í Þjóðmenningar-
húsinu í gær.
Alls voru nítján verkefni tilnefnd
að þessu sinni en þetta var í ellefta
skipti sem verðlaunin eru afhent.
Í greinargerð með tilnefningu
Stóru upplestrarkeppninnar kom
fram að keppnin hefði verið haldin
árlega frá 1996 og stækkað og eflst
mjög á þeim tíma. Nú tækju um 150
skólar um allt land þátt í keppninni
og á fimmta þúsund nemendur, eða
nánast allir nemendur í 7. bekk á
landinu. Aðkoma foreldra að þessu
verkefni væri mikil, fulltrúar for-
eldra sætu gjarnan í dómnefnd auk
þess að taka virkan þátt í undirbún-
ingi barnanna fyrir keppnir með
því að velja ljóð og hlusta á börnin
æfa sig.
Kallaðir vorboðarnir
Ingibjörg Einarsdóttir tók við
verðlaununum og sagðist vera afar
þakklát. Vel hefði gengið að boða
þetta fagnaðarerindi undanfarin ár
og víða væru þau Baldur kölluð
vorboðarnir en þau sækja margar
af lokahátíðunum sjálf.
Tvö verkefni hlutu Hvatningar-
verðlaun Heimilis og skóla, annars
vegar verkefnið „Allir í sama liði“ í
Vesturbæjarskóla og hins vegar
hlaut Foreldrafélag Laugagerðis-
skóla á Snæfellsnesi verðlaun fyrir
markvisst og öflugt foreldrastarf
og samstarf heimilis og skóla. Heba
Sigurðardóttir og Bryndís Gunn-
arsdóttir tóku við verðlaunum fyrir
hönd Vesturbæjarskóla en verk-
efnið gengur út á að veita for-
eldrum aðgang að verkefnum sem
eru til þess fallin að auka líkurnar á
virku samstarfi kennara, foreldra
og nemenda.
Loks hlaut Össur Geirsson,
stjórnandi Skólahljómsveitar Kópa-
vogs, Dugnaðarforksverðlaun
Heimilis og skóla. Í greinargerð
með tilnefningu hans kom fram að
alls starfi um 150 börn í sveitinni á
hverjum tíma og að sveitin gegni
mikilvægu hlutverki í samfélaginu í
Kópavogi. Hitann og þungann af
þessu starfi beri Össur og með ótrú-
legum skipulags-, stjórnunar- og
leiðtogahæfileikum hafi hann skip-
að starfinu þann sess að það sé í al-
gjörum forgangi hjá þeim fjöl-
skyldum sem tengist hljómsveit-
inni.
Stóra upplestrarkeppnin hlaut
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir veitir þeim Ingibjörgu Einarsdóttur, skrifstofustjóra Skólaskrifstofu Hafnar-
fjarðar, og Baldri Sigurðssyni, dósent við Kennaraháskóla Íslands, Foreldraverðlaun Heimilis og skóla.
Eftir Árna Helgason
arnihelga@mbl.is
BREYTINGAR urðu á verðskrá
Póstsins um síðustu mánaðamót og
hækkaði póstburðargjald almenns
bréfapósts til dæmis um sjö til tíu
prósent, að sögn Önnu Katrínar
Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra
markaðs- og sölusviðs Póstsins. Hún
segir að flestir verðflokkarnir hafi
hækkað um 5%. Sumir hafi þó hækk-
að meira, aðrir minna. Þá hafi ein-
stakir verðflokkar lækkað, segir hún.
Anna Katrín segir hækkanirnar
tilkomnar vegna launahækkana hjá
fyrirtækinu og mikilla hækkana á
flutningskostnaði. Hún segir að
mánaðarlaun bréfbera hafi til að
mynda hækkað að meðaltali um 19%
frá febrúar 2005 til febrúar 2006. Þá
hafi eldsneytisverð hækkað og
þungaskattur verið lagður niður og
tekið upp olíugjald.
Síðast voru gerðar breytingar á
verðskrá Póstsins hinn 1. október sl.
en þá hækkaði póstburðargjald á
bögglapósti um 6%. Þar áður, eða
hinn 1. maí á síðasta ári, hækkaði
póstburðargjald á almennum bréfa-
pósti um u.þ.b. 7%. Anna segir að
þær hækkanir hafi einnig verið
vegna launahækkana og hækkana á
flutningskostnaði. „Við erum í raun
að mæta þessum hækkunum,“ segir
hún. „Við þurfum að standa undir
kostnaði.“ Anna tekur þó fram að
þrátt fyrir þessar hækkanir séu
póstburðargjöldin hér á landi al-
mennt aðeins lægri en í nágranna-
löndunum.
Póstburðargjald
almenns bréfapósts
hækkar um 7 til 10%
SEX hundruð miðar seldust á fyrstu
tveimur tímum miðasölu á fyrir-
lestur Mikhails Gorbatsjovs, fyrrver-
andi aðalritara
sovéska Komm-
únistaflokksins
og leiðtoga
Sovétríkjanna.
Gorbatsjov kem-
ur hingað til
lands í október í
minningu þess að
20 ár eru síðan
leiðtogafundur
hans og Ronalds
heitins Reagans Bandaríkjaforseta
var haldinn í Höfða. Mun Gorbatsjov
flytja hátíðarfyrirlestur í Há-
skólabíói fimmtudaginn 12. október
nk.
Það er Einar Bárðarson tónleika-
haldari sem stendur fyrir komu
Gorbatsjovs, sem hlaut friðar-
verðlaun Nóbels og var útnefndur
maður 9. áratugarins af tímaritinu
Time. Gorbatsjov er jafnan er talinn
hafa átt hvað stærstan þátt í falli
járntjaldsins, hnignun kommúnism-
ans og að kalda stríðið leið undir lok,
með Glasnost-stefnu sinni.
Fyrirlestur Gorbatsjovs verður sá
fyrsti í röð fyrirlestra sem Concert
stendur fyrir undir merkjunum
Stefnumót við leiðtoga. Í fyrirlestr-
inum, sem verður opinn öllum, mun
Gorbatsjov ræða um stjórnun á 21.
öldinni, frið, sögulega þýðingu og
minningar sínar frá leiðtogafund-
inum í Höfða.
Miðasala á
fyrirlestur
Gorbatsjovs fer
vel af stað
Mikhail Gorbatsjov
ÍSLAND er í fjórða sæti hvað varð-
ar kostnað við að greiða atkvæði í
söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva. Neytendasamtökin og Evr-
ópska neytendaaðstoðin (ENA) á Ís-
landi könnuðu verð á sms-skeytum
og símaatkvæðum fyrir söngva-
keppni evrópskra sjónvarpsstöðva
sem fram fer 18. og 20. maí.
Í frétt frá Neytendasamtökunum
kemur fram að aðeins Grikkir,
Rúmenar og Spánverjar greiða
hærra verð en Íslendingar. At-
kvæði, hvort sem er með smáskila-
boðum (sms) eða símtali, kostar 100
krónur á Íslandi. Samanburður við
Norðurlöndin sýnir að atkvæðið er
næstdýrast í Noregi þar sem það
kostar tæpar 60 krónur. Svíar
greiða 56 krónur, Finnar 45 krónur
en Danir sleppa best og greiða sem
svarar þremur íslenskum krónum
fyrir hvert símtal. Í Danmörku er
símaatkvæðið á sama verði og
venjulegt símtal. Ef sent er sms-
skeyti bætast við tíu krónur þannig
að sms-skeytið kostar um 13 krónur
í Danmörku.
Kostar 100 krónur
að greiða atkvæði
í Evróvisjón
ÖKUMAÐUR mótókrosshjóls á Ak-
ureyri slasaðist er hann féll af hjól-
inu í gær. Að sögn lögreglu ók mað-
urinn eftir stíg og þaðan á
malarbing eftir að sólin hafði blind-
að hann með fyrrgreindum afleið-
ingum.
Vegfarendur sáu til mannsins og
kölluðu eftir aðstoð og var hann
fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri til aðhlynningar en hann
kenndi eymsla í baki og á annarri
hendi.
Féll af bifhjóli sínu
GÁMAFLUTNINGASKIPIÐ Kárs-
nesið tók niðri í innsiglingunni í
Kópavogshöfn um hádegið í gær.
Kallaður var til dráttarbátur en
skipið losnaði af sjálfsdáðum síð-
degis og var komið að bryggju und-
ir kvöldið. Ekki var þó ljóst með
skemmdir á skipinu að sögn lög-
reglunnar í Kópavogi.
Tók niðri
í Kópavogshöfn