Morgunblaðið - 17.05.2006, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
– allt til framkvæmda
– allt til bygginga
Þegar fjárfesta á í tækjum er ómetanlegt að sérfróðir fagaðilar séu með í ráðum. Við
hjá MEST fylgjum viðskiptavinum okkar alla leið og veitum þeim alhliða fagþjónustu.
MEST býður upp á Metabo rafmagnsverkfæri fyrir fagaðila og framkvæmdafólk.
Hafðu samband við söluráðgjafa okkar fáðu nánari upplýsingar í síma 4 400 400.
Kraftur, gæði og öryggi
Láttu nú bévaða júðana hafa það óþvegið, Óli minn.
Söngvakeppni evr-ópskra sjónvarps-stöðva verður hald-
in í vikunni, og er þetta í
51. skiptið sem keppnin er
haldin. Undankeppnin fer
fram annað kvöld og 10
efstu þjóðirnar þar komast
í aðalkeppnina sem fram
fer á laugardagskvöld.
Keppnin fór fyrst fram
árið 1956 í borginni Lug-
ano í Sviss en þá tóku sjö
þjóðir þátt í henni, Hol-
lendingar, Belgar, Þjóð-
verjar, Frakkar, Lúxem-
borgarar ásamt gestgjafaþjóðinni,
sem bar sigur úr býtum með lagið
Refrain sem sungið var af Lys
Assia. Í upphafi var keppnin að-
allega útvarpskeppni en hún var
einnig send út í sjónvarpi fyrir þá
sem áttu sjónvarp. Keppnin sjálf
er hugarfóstur Marcel Baison,
starfsmanns Sambands evrópskra
sjónvarpsstöðva, EBU, og er hún
að einhverju leyti byggð á San
Remo tónlistarhátíðinni. Keppnin
þótti kjörin til að prufukeyra
möguleika beinnar útsendingar,
en sjónvarpstæknin var þá enn að
slíta barnsskónum.
Mikill kostnaður við þátttöku
Talsverður hópur fylgir Silvíu
Nótt til keppninnar í Aþenu og eru
meðal annars „kærasti“ hennar,
Romario, og Pepe vinur hans,
tveir lífverðir og höfundar lagsins
ásamt danshöfundum með í för.
Leiða má líkur að því að ærinn
kostnaður fylgi því að senda út
hóp til keppninnar en Bjarni Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
RÚV-sjónvarps, gat ekki gefið
upp kostnað vegna þátttöku ís-
lenska hópsins en gat þó upplýst
að kostnaðurinn rynni úr sjóðum
RÚV, en á annan tug manns er í
hópnum. Bjarni sagði hins vegar
að gestgjafaþjóðin nyti aðstoðar
frá öðrum keppnisþjóðum í gegn-
um EBU vegna kostnaðar við
keppnishald en að öðru leyti þyrfti
ríkissjónvarpsstöð að standa undir
kostnaði. Þó hefðu menn nýtt sér
ýmis tækifæri sem hefðu myndast
við keppnishaldið og minntist
Bjarni sérstaklega á keppni Dana
árið 2001 sem haldin var í Parken
íþróttaleikvanginum í Kaup-
mannahöfn. Bjarni sagði að auk
þess sem þeir hefðu selt inn á að-
alkeppnina hefðu þeir einnig selt
inn á æfingar fyrir keppni. Einnig
hefðu þeir selt sýningarréttinn á
Netinu og nýtt sér landkynn-
inguna sem fylgir í kjölfarið.
Úkraínumenn nutu einnig góðs af
keppninni í fyrra, meðal annars
kynntu þeir landið rækilega auk
þess sem þeir breyttu reglugerð-
um um vegabréfsáritanir inn í
landið í leiðinni. Bjarni taldi erfitt
að sýna hagnað af slíkri keppni,
mögulegt væri að koma út á núll-
inu en hann taldi að þjóðarbúið
myndi njóta góðs af slíkri keppni.
Íslandi spáð sigri í upphafi
Ísland tók fyrst þátt í Evró-
visjón í Bergen í Noregi árið 1986.
Eins og frægt er orðið þá var það
ICY-flokkurinn sem reið á vaðið
fyrir Íslands hönd með lagið Gleði-
bankinn. Mikil eftirvænting ríkti
hér á landi fyrir keppnina og stóð
meðal annars í Morgunblaðinu á
keppnisdag, hinn 3. maí, að ís-
lenski flokkurinn hefði fengið ým-
iss konar tilboð og að margir hefðu
spáð þeim sigri. Þrátt fyrir gríð-
arlegar væntingar náði íslenski
flokkurinn ekki tilskildum árangri
og lenti í 16. sæti, sem hefur verið
nokkurs konar einkennissæti okk-
ar því að næstu tvö ár á eftir lentu
íslensku framlögin í 16 sæti auk
þess sem Selma Björnsdóttir lenti
í 16. sæti í undankeppninni í fyrra.
2. sætið besti árangur okkar
Eins og áður hefur komið fram
lentu Íslendingar í 16. sæti fyrstu
þrjú árin og árið 1989 vermdu Ís-
lendingar botninn með laginu Það
sem enginn sér í flutningi Daníels
Ágústs Haraldssonar. Árið 1990
fengu Íslendingar uppreisn æru
og lentu í fjórða sæti með lagið
Eitt lag enn í flutningi Grétars
Örvarssonar, Sigríðar Bein-
teinsdóttur og hljómsveitarinnar
Stjórnarinnar. Mikill fögnuður
braust út á Íslandi í kjölfarið enda
glæsilegur árangur. Miklar vænt-
ingar voru því bundnar til fram-
lags næsta árs, Nínu í flutningi
Eyjólfs Kristjánssonar og Stefáns
Hilmarssonar, en það lag hreppti
15. sætið og voru vonbrigði þjóð-
arinnar nokkur. Var því brugðið á
það ráð að senda Sigríði og Grétar
út á ný, og nú með aðstoð Sigrúnar
Evu Ármannsdóttur, og þótti
þessi hópur gríðarlega sigur-
stranglegur. Hópurinn náði þó
þokkalegum árangri, 7. sætinu, en
árin eftir það reyndust mögur, og
datt Ísland út úr keppninni árið
1997 í eitt ár eftir flutning Páls
Óskars á laginu Minn hinsti dans.
Má segja að brottfall Íslands í eitt
ár hafi gefið þjóðinni vítamín-
sprautu því árið 1999 náði Selma
Björnsdóttir 2. sæti með lagið All
out of luck. Er það besti árangur
sem Ísland hefur náð og mátti litlu
muna á tímabili þegar Íslands
vermdi efsta sætið um stund. Síð-
an hefur Ísland misst út eitt ár, ár-
ið 2002, þegar lagið Angel í flutn-
ingi Two Tricky varð neðst. Nú
þarf að keppa í undankeppni til að
komast í aðalkeppnina, sökum
aukins fjölda keppnisþjóða.
Fréttaskýring | Undankeppni Evróvisjón
fer fram í Aþenu á morgun
Ögurstund hjá
Silvíu Nótt
Á annan tug manna fylgir Silvíu til Grikk-
lands og er henni til halds og trausts
Silvía Nótt mætir til veislu í Aþenu.
Sigur hefur fært mörgum
frægð og frama
Fjölmargir tónlistarmenn hafa
hafið feril sinn í söngvakeppni
sjónvarpsstöðvanna. Meðal ann-
ars sló ABBA-hópurinn í gegn
með lagið Waterloo árið 1974,
Olivia Newton-John tók þátt
sama ár, Julio Iglesias tók þátt
árið 1970, Cliff Richards árið
1968, The Shadows tóku þátt
1975 og stórstjarnan Celine Dion
sigraði í keppninni árið 1988.
Einnig má nefna að lagið Volare
var gert frægt í keppninni árið
1958.
Eftir Sigurð Pálma
Sigurbjörnsson
siggip@mbl.is
Innihaldið skiptir máli