Morgunblaðið - 17.05.2006, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• sími 581 2141
Sumarpils
margar gerðir
EcoGreen Multi
FRÁ
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
Vítamín, steinefniog jurtir
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Orkubomba og hreinsun
www.nowfoods.com
Mjódd, sími 557 5900
JENSEN dagar í FRÖKEN JÚLÍU
Spennandi tilboð í gangi
Einnig úrval af fatnaði frá og
Verið velkomnar
Það er aldrei of seint...
Vertu velkomin að kynnast nýjustu
uppgötvun la prairie sem hægir á
öldrunarferlinu.
ANTI-AGING COMPLEX
a cellular intervention cream
Bjóðum 10% staðgreiðslu-
afslátt og kaupauka.
Á morgun fimmtudag og
föstudaginn 19. maí kl. 13-17
Kringlunni • Sími 533 4533
Öllum sem heimsóttu mig á 80 ára afmæli mínu
30. apríl sl. og tóku þátt í á einn eða annan hátt
að gera mér daginn ógleymanlegan með gjöfum,
heillaskeytum, heillaóskum og eftir öðrum leiðum,
færi ég mínar bestu þakkir.
Einar Ingimundarson,
Brekkubraut 13,
Keflavík.
SUMARLEGIR VATTJAKKAR
15% AFSLÁTTUR ÞESSA VIKU
Laugavegur 63 • S: 551 4422
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
Við leitum að 400-800 fm skrifstofuhúsnæði til kaups eða leigu fyrir
fjármálafyrirtæki.
Húsnæðið þarf að vera staðsett miðsvæðis og til afhendingar fljótlega.
Aðeins mjög vandað húsnæði kemur til greina.
SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSKAST
„ÉG ER ekki sammála orðum Gylfa
og tel að verðsamkeppni á mark-
aðnum sé einmitt í fullum gangi enn
þá,“ segir Sigurður Arnar Sigurðs-
son, forstjóri Kaupáss, um ummæli
Gylfa Arnbjörnssonar, fram-
kvæmdastjóra Alþýðusambands Ís-
lands, um hækkanir á vísitölu
neysluverðs í Morgunblaðinu sl.
föstudag. Þar er haft eftir Gylfa að
þegar skoðaðar væru hækkanir sl.
tólf mánaða kæmi í ljós að innlendu
liðirnir hækkuðu mest, s.s. dagvöru-
liðirnir um rúm níu prósent sem
sýnir að sú mikla verðsamkeppni
sem verið hefði á matvörumarkaði í
maí á sl. ári væri gengin til baka.
Kaupás rekur m.a. matvöruversl-
anir Krónunnar og Nóatúns og seg-
ir Sigurður Arnar að virk sam-
keppni hafi ríkt á markaðnum
undanfarna fimmtán mánuði eða frá
því lýst var yfir að Krónan yrði með
samkeppnishæft verðlag. „Það sem
er að gerast þarna er að verð er tek-
ið miðað við tímabil þar sem verð-
stríðið var í algjöru hámarki, þ.e. í
maí á sl. ári, og
breytingar á vísi-
tölu frá þeim
tíma til maí í ár.
Út úr því má lesa
að hún hafi
hækkað um níu
prósent,“ segir
Sigurður og
bendir á að ef
tekin er vísitala
frá því í janúar á
sl. ári, þ.e. áður en Krónan kom inn
á markaðinn, þá hafi matvörur og
drykkjarvörur lækkað um tæp
0,7%. Það sýnir að matvara er á
lægra verði í dag en á sama tímabili
hefur gengisvísitalan hækkað um
14%.
„Mér finnst þetta ekki nógu
ábyrgðarfullt af forsvarsmönnum
ASÍ að setja þetta fram með þessum
hætti,“ segir Sigurður sem tekur
dæmi um verð á mjólk og ostum sem
lækkað hefur um tíu prósent frá því
í janúar í fyrra. „Enn þann dag í dag
erum við að selja mikið af mjólk-
urvörum undir kostnaðarverði
vegna þess að markaðurinn og sam-
keppnin við markaðsráðandi aðila
ræður útsöluverðinu en tekur ekk-
ert mið af kostnaðarverði vörunn-
ar.“
Aðspurður hvort að hann sjái
fram á að matvöruverð fari hækk-
andi í kjölfar aukinnar verðbólgu og
gengisbreytinga segist Sigurður
Arnar vel geta trúað að svo verði.
„Verðhækkanir hafa verið að demb-
ast yfir okkur frá áramótum, bæði
frá innlendum framleiðendum og
eins í innflutningi. Þannig er ljóst að
það er hækkunarþörf framundan,“
segir Sigurður sem telur sig ekki
geta spáð fyrir um hversu mikil
hækkunarþörfin er.
Afkoman léleg í fyrra
„Það er markaðurinn sem ræður
töluvert miklu um það og við höfum
til dæmis verið að taka á okkur mik-
ið af hækkunum, m.a. vegna þess að
samkeppnin á markaðnum er mjög
virk. Afkoman í smásölu með mat-
vöru var mjög léleg á síðasta ári og
það er ekki hægt að ætlast til þess
að fyrirtæki eins og okkar selji
vörur langt undir kostnaðarverði og
stuðli þannig að því að halda niðri
verðbólgunni svo mánuðum skiptir.“
Sigurður A. Sigurðsson, forstjóri Kaupáss, vísar því alfarið á
bug að samkeppni verslana á matvörumarkaði sé í rénun
Ábyrgðarlaust af
forsvarsmönnum ASÍ
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
Sigurður Arnar
Sigurðsson
LANDVERND hefur lagt töluverða
vinnu í verkefni um hálendisvegi.
Á heimasíðu samtakanna er að
finna frumdrög að skýrslu um það
verkefni. Þar kemur m.a. fram að
víða þurfi að lagfæra vegslóða með
ofaníburði og ræsum til að koma í
veg fyrir hjáleiðir og utanvegaakst-
ur. Hugmyndir Bláskógabyggðar
um lagfæringar Eyfirðingavegar
hins forna virðast að því leyti vera í
ágætu samræmi við sjónarmið
Landverndar. Þetta segir Bergur
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Landverndar.
Bergur segir þó málið ekki hafa
komið inn á borð til samtakanna og
samtökin því ekki haft tækifæri til
þess að átta sig á því hvað fólgið sé í
því. „Því er ekki hægt að taka af-
stöðu til málsins að svo stöddu, en
ljóst er að sjónarmið um verndun
fornra reiðleiða eiga einnig fyllilega
rétt á sér,“ segir Bergur.
Endurbygging Eyfirðingavegar
Víða þarf að laga
vegaslóða á hálendi
ÞÓRHALLUR Gunnarsson, rit-
stjóri Kastljóss, og Jóhanna Vil-
hjálmsdóttir, einn umsjónarmanna
þáttarins, rituðu Jóni Ásgeir Jó-
hannessyni, forstjóra Baugs Group
hf., bréf 11. maí síðastliðinn, en í
bréfunum var farið fram á að hann
bæðist afsökunar orðum sem hann
viðhafði í bréfi sem hann sendi út-
varpsstjóra og dagsett var 8. maí sl.
Þar sagði Jón Ásgeir meðal ann-
ars að Þórhallur og Jóhanna væru í
vinfengi við Jón Gerald Sullen-
berger og að annað þeirra hefði ver-
ið gestur hans um borð í bátnum
Thee Viking.
Þórhallur og Jóhanna staðfestu
bæði við Morgunblaðið í gær að þau
hefðu sent Jóni Ásgeiri bréf vegna
málsins og farið fram á afsökunar-
beiðni, en engin viðbrögð hefðu enn
borist.
Þórhallur kveðst enn ekki hafa
tekið neina ákvörðun um að aðhafast
frekar í málinu. Hann eigi ekki von á
öðru en Jón Ásgeir biðjist afsökunar
á ummælum sínum. Þórhallur segir
að áður en bréfið til útvarpsstjóra
var gert opinbert, hafi hann verið
búinn að benda fjölmiðlafulltrúa
Jóns Ásgeirs á að staðhæfingar, sem
fram kæmu um umsjónarmenn
Kastljóss í því, væru rangar.
„Hann sá ekki ástæðu til þess að
breyta bréfinu,“ segir Þórhallur
Gunnarsson.
Vilja afsökunarbeiðni frá forstjóra Baugs
Engin viðbrögð
fengist við bréfunum