Morgunblaðið - 17.05.2006, Side 11
TEKIST var á um nýja samgöngu-
stefnu Reykjavíkurborgar á borgar-
stjórnarfundi í gær. Samgöngustefn-
an var að lokum samþykkt eftir
ríflega tveggja tíma umræður með
átta samhljóða atkvæðum meirihlut-
ans, en borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokks sátu hjá.
Árni Þór Sigurðsson, formaður
Umhverfisráðs, mælti fyrir sam-
göngustefnunni en fyrr um daginn
hafði hann kynnt efni hennar fjöl-
miðlum. Megináherslur í samgöngu-
málum borgarinnar eru m.a. að
draga eigi úr neikvæðum áhrifum
samgangna á umhverfið. Efla beri
sjálfbæra samgöngumáta og almenn-
ingssamgöngur og að ferðaþarfir
verði uppfylltar með tilliti til um-
hverfisins. Auðvelda þurfi fólki að
virkja eigin orku til að ferðast á milli
staða og eru t.a.m. í því sambandi
markmið næstu 20 ára að auka sam-
spil samgönguhátta. Hjólreiðar á að
auka úr 3% upp í 6% og notkun stræt-
isvagna úr 4% upp í 8% en minnka
notkun einkabíla úr 77% í 66%.
Samkvæmt stefnunni er framtíð-
arsýnin í samgöngumálum sú að
Reykjavík verði borg sem tryggi
greiðar og öruggar samgöngur fyrir
alla en stuðlar jafnframt að bættu
umhverfi, góðri heilsu og aðlaðandi
borgarbrag.
Meira tillit þarf að taka
til einkabílsins
Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks, var í stýri-
hópi um samgöngustefnuna. Hann
sagði margt gott vera í henni og lof-
aði samstarfið í hópnum en sagðist þó
ekki geta samþykkt stefnuna sökum
vankanta. Hann sagði niðurstöðuna
valda sér miklum vonbrigðum og
nefndi að taka hefði átt á fleiri mál-
um, m.a. úrbótum á gatnakerfinu
sem hann sagði að myndi springa
fyrr en síðar, s.s. vegna 25 þúsund
manna byggðar sem fyrirhuguð er
við Úlfarsfell.
Hann sagði jafnframt að taka
þyrfti meira tillit til einkabílsins og
svo virtist sem samgöngustefnan
væri heilagt stríð gegn helsta ferða-
máta fjölskyldunnar. Guðlaugur vís-
aði einnig í framkvæmdaáætlun
stefnunnar og gagnrýndi að þar væri
tillaga að gjaldskyldu við framhalds-
skóla og háskóla.
Grá Reykjavík Guðlaugs
Björk Vilhelmsdóttir, borgar-
fulltrúi R-listans, gagnrýndi ræðu
Guðlaugs og benti honum vingjarn-
lega á að í samgöngustefnunni væri
frekar verið að gera öðrum sam-
gönguháttum hærra undir höfði
heldur en einkabílnum væri sagt
stríð á hendur. Björk ræddi jafn-
framt um gildi almenningssam-
gangna og að stefnt væri að því að
bæta ferðavenjur borgarbúa til þess
að nýta samgöngukerfið í sátt við
umhverfið. Hún sagði jafnframt
greinilegt á erindi Guðlaugs að hann
vildi gera Reykjavík að grárri bíla-
borg með fleiri akreinum og meiri
áherslu á að efla einkabílinn.
Síðar svaraði hún spurningu Guð-
laugs játandi, um hvort hún væri
hlynnt gjaldtöku á bílastæðum við
framhalds- og háskóla.
Gísli Marteinn Baldursson, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, gerði
byggðina við Úlfarsfell einnig að um-
ræðuefni. Hann benti á að mörg göf-
ug markmið væru í samgöngustefn-
unni, s.s. að hvetja borgarbúa til að
taka frekar strætisvagna eða hjóla til
vinnu. Honum kom hins vegar
spánskt fyrir sjónir hvernig fyrir-
huguð byggð við Úlfarsfell sam-
ræmdist markmiðum um að hjóla til
vinnu og þéttingu byggðar. Gísli
Marteinn varpaði jafnframt þeirri
spurningu fram hvort fólk, sem byggi
við Úlfarsfell, ætti að hjóla til vinnu í
miðbænum – á köldum vetrardegi.
Einnig benti hann á að á undanförn-
um tólf árum hefði aðsókn í strætó
ekki aukist og spurði hvort hægt
væri að virkja fólk til þess núna ef
það hefur ekki verið hægt á öllum
þeim tíma.
Eftir að borgarfulltrúar höfðu
skipst á skoðunum var málið tekið til
atkvæðagreiðslu þar sem það, eins og
áður segir, var samþykkt.
Ímynd endurspegli
skapandi hugsun íbúanna
Eftir atkvæðagreiðsluna las Guð-
laugur Þór upp bókun sjálfstæðis-
manna þar sem m.a. kom fram að
samgöngustefna sem ekki tæki tillit
til íbúa Grafarvogs og í nærliggjandi
hverfum, þ.e. vegna þess að gatna-
kerfið mun springa t.a.m. með nýrri
íbúðabyggð við Úlfarsfell og í Norð-
lingaholti, væri ekki trúverðug.
Árni Þór Sigurðsson kynnti einnig
nýja framkvæmdaáætlun Reykjavík-
urborgar sem tekur við af Staðardag-
skrá 21 og nefnist Reykjavík í mótun.
Þar er framtíðarsýnin að ásýnd og
ímynd Reykjavíkur endurspegli
skapandi hugsun íbúa hennar þar
sem mannlíf og umhverfi eru í fyr-
irrúmi og gott er að búa. Meðal
helstu áherslna er að samtvinna um-
hverfismál við heilsu manna, að
Reykvíkingar aðlagi sig betur vist-
vænum samgöngumáta, að móta fjöl-
breyttari útivistarsvæði, að tengja
saman neyslu og úrgangsmál, draga
úr loftmengun og að efla umhverf-
isstjórnun.
Sjálfstæðismenn sátu á nýjan leik
hjá við atkvæðagreiðslu og var tillag-
an samþykkt með átta samhljóða at-
kvæðum.
Einnig var tekin fyrir tillaga um
mannréttindastefnu Reykjavíkur-
borgar og var hún samþykkt með
fjórtán atkvæðum.
Einnig var á dagskrá borgar-
stjórnar að ræða málefni Miðborgar
og Breiðholtshverfis en þeim málum
var frestað til næsta fundar, sem er
eftir sveitarstjórnarkosningar.
Ný samgöngustefna og 2. útgáfa af Staðardagskrá 21
samþykktar af meirihluta í borgarstjórn
Tekist á í aðdrag-
anda kosninga
Morgunblaðið/ÞÖK
Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Björn Bjarna-
son sátu hjá við atkvæðagreiðslu á samgöngustefnu Reykjavíkurborgar.
Árni Þór Sigurðsson, formaður umhverfissviðs, kynnti samgöngustefnu
Reykjavíkurborgar á borgarstjórnarfundi í gær.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 11
FRÉTTIR
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Rimini
Tryggðu þér
síðustu sætin
Allt að seljast upp!
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
21
78
3
Króatía
Costa del Sol
Fuerteventura
Benidorm
Mallorca
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500
Netverð á mann, m.v. hjón með
2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð.
24. eða 31. maí í viku.
24. maí - 17 sæti
31. maí - nokkur sæti
7. júní - örfá sæti
29.995 kr.
Netverð á mann, m.v. hjón með
2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð.
31. maí í 2 vikur.
24. maí - 6 sæti
31. maí - 9 sæti
7. júní - örfá sæti
49.990 kr.– í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. hjón með
2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð.
18. maí í viku.
18. maí - 8 sæti
25. maí - 9 sæti
1. júní - 19 sæti
39.990 kr.
Netverð á mann, m.v. hjón með
2 börn, 2-11 ára á Barcelo Jandia
Golf. 21. júní í 6 nætur.
Uppselt í maí og júní
Aukaflug 7. júní - 17 sæti
Aukaflug 21. júní - nokkur sæti
41.195 kr.
Netverð á mann, m.v. hjón með
2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð.
18. og 25. maí í viku.
18. maí - örfá sæti
25. maí - örfá sæti
1. júní - nokkur sæti
29.990 kr.
Netverð á mann, m.v. hjón með
2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð.
25. maí í viku.
25. maí - örfá sæti
1. júní - nokkur sæti
29.990 kr.