Morgunblaðið - 17.05.2006, Qupperneq 18
Álftamýri | Nemendur í 9. RR
Álftamýrarskóla stóðu á dögunum
fyrir skemmtun fyrir nemendur á
miðstigi – 5. til 7. bekk. Allur
ágóði af skemmtuninni rann til
samtakanna „Blátt áfram.“
Skemmtunin er árviss hluti af
lífsleikninámi nemenda í 9. bekk
skólans. Hópurinn byrjaði á því að
ákveða hvaða málefni skyldi
styrkja þetta árið en síðan skiptu
þeir sér niður í ýmsa undirbún-
ingshópa.
Mikil skipulagning
Ófáar stundir fóru að sögn nem-
enda í að skipuleggja og undirbúa
skemmtunina en undirbúningur
fór að mestu fram utan hefðbund-
ins skóladags. Foreldrar barna í 5.
til 7. bekk fengu heim kynning-
arbréf og var skemmtunin einnig
kynnt meðal nemenda og auglýs-
ingar hengdar upp. Nemendur út-
veguðu viðurkenningar af ýmsu
tagi, happdrættisvinninga og
vörur til að selja í sjoppu sem rek-
in var á staðnum. Einnig var búið
að skipuleggja ýmsa leiki og
þrautir sem féllu í góðan jarðveg.
Að venju var „Álftamýrardansinn“
dansaður og allt gert til þess að
skapa skemmtilega og eftir-
minnilega dagstund.
Ágóðinn af skemmtuninni var að
þessu sinni tæplega 70.000 krónur
og var söfnunarféð afhent samtök-
unum Blátt áfram. Við það tæki-
færi var ákveðið að strax næsta
haust fá nemendur skólans sér-
staka kynningu á starfsemi Blátt
áfram og fræðslu um kynferðislegt
ofbeldi.
Nemendur
Álftamýrar-
skóla styðja
„Blátt áfram“
18 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
Dalvík | Helsta einkenni málefna-
skrár J-listans í Dalvíkurbyggð er
áhersla á íbúalýðræði; að sem flestir
geti komið skoðunum sínum á fram-
færi og haft áhrif á sitt nánasta um-
hverfi, segir í fréttatilkynningu frá
listanum. J-listinn hyggst m.a. efna
til íbúaþings um gerð aðalskipulags
fyrir Dalvíkurbyggð. Einnig að ung-
mennaþing verði þróuð sem leið til
að mæta áhuga þeirra og til að
virkja ungt fólk til þátttöku.
J-listinn, óháð framboð í Dalvík-
urbyggð, hefur kynnt markmið sín
og áherslur fyrir sveitarstjórnar-
kosningarnar nú í vor.
Meðal þess sem fram kemur í
stefnuskránni er að J listinn vill að
mótuð verði skólastefna sem miði að
fjölbreyttu og metnaðarfullu skóla-
starfi í samvinnu bæjaryfirvalda,
foreldra, nemenda og starfsmanna
skólanna.
Efnt verði til samkeppni meðal
arkitekta um götumyndina Skíða-
braut – Hafnarbraut á Dalvík svo
uppbygging verði markviss og að-
koma og ásýnd bæjarins betri.
Að Árskógsströnd verði skipu-
lögð og markaðssett sérstaklega
sem búsetumöguleiki í dreifbýli fyr-
ir fólk sem gæti sótt atvinnu annað
eða unnið heima, með öflugu skóla-
starfi, þéttingu byggðar og bú-
garðalóðir.
Að stofnaður verði framhaldsskóli
í byggðarlaginu.
Að tekið verði á í sorpmálum og
gjaldskrá ýti undir flokkun, endur-
vinnslu og nýtingu lífræns úrgangs
til jarðefnagerðar.
Að sérstök atvinnumálanefnd
virki hugmyndir og vinni með fyr-
irtækjunum í byggðarlaginu og að
fyrirtækjaþing verði haldið árlega.
Að kallað verði eftir aðkomu íbúa
við uppbyggingu á Húsabakka, m.a.
í anda þeirra hugmynda sem reif-
aðar hafa verið.
Að bygging íþróttahúss verði eitt
af forgangsverkefnunum og að
skoðuð verði tengsl við sundlaug til
að samnýta aðstöðu.
Fleiri leikskólapláss og að leik-
skólagjöld verði lækkuð, um 20%
strax á næsta ári og systkinaafslátt-
ur hækkaður.
J-listinn leggur áherslu á
íbúalýðræði í stefnuskrá
NÝTT aðalskipulag Seltjarnarness
sem gildir til ársins 2024 var í gær
staðfest formlega af Sigríði Önnu
Þórðardóttur umhverfisráðherra.
Bæjarstjórn Seltjarnarness sam-
þykkti samhljóða á fundi sínum í
febrúar tillögu að aðalskipulaginu,
en um er að ræða tillögu sem var
auglýst og kynnt á heimasíðu sveit-
arfélagsins, á bókasafni Seltjarnar-
ness á Eiðistorgi og á Skipulags-
stofnun frá 12. desember til 12.
janúar síðastliðins.
Athugasemdafrestur rann út 27.
janúar og bárust fjögur bréf með
athugasemdum, en þær leiddu til að
óverulegar breytingar voru gerðar
á greinargerð aðalskipulagstillög-
unnar. Gert er ráð fyrir því í að-
alskipulaginu að íbúðarbyggð verði
á Hrólfsskálamel og að iðnaðar-
hverfi við Bygggarða muni breytast
í íbúðarbyggð.
Fram kom hjá umhverfisráðherra
þegar hún undirritaði og staðfesti
aðalskipulagið að vinnubrögð við
skipulagsvinnuna hefðu verið til
mikillar fyrirmyndar. Ákveðnar
deilur hefðu skapast í vinnuferlinu í
bæjarfélaginu en tekist hefði að
leysa þær með mjög farsælum
hætti. „Það hefur náðst hér farsæl
lausn sem íbúarnir eru sáttir við og
það finnst mér skipta mestu máli,“
sagði Sigríður Anna. „Skipulagsmál
í hverju sveitarfélagi eru rammi ut-
an um alla starfsemi sem þar fer
fram og líf fólksins sem þar býr,“
sagði hún.
Nýtt aðalskipulag
Seltjarnarness staðfest
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Skrifað undir Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, Sigríður Anna Þórðardóttir, Jón-
mundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, og Inga Hersteinsdóttir bæjarfulltrúi við undirritunina.
Í TILEFNI af 70 ára afmæli Laug-
arnesskóla verður haldin afmælishá-
tíð laugardaginn 20. maí. Fjölbreytt
dagskrá verður allan daginn, þar
sem fléttast saman afmælishátíð
Laugarnesskóla og vorhátíð hverf-
isins – Laugarnes á ljúfum nótum.
Hátíðin hefst kl. 11 við Laugar-
nesskóla með morgunsöng þar sem
vígður verður nýr skólasöngur, en
morgunsöngurinn er eitt af aðals-
merkjum Laugarnesskóla.
Í framhaldi verður fjölbreytt
skemmtun og sýningar bæði úti og
inni fram til kl. 16. Milli kl. 11 og 13
verður dagskráin einkum miðuð við
Laugarnesskóla, sögu hans og starf-
semi með sýningaratriðum, pall-
dagskrá nemenda, dansi, samsöng
o.fl. Frá kl. 13 færist leikurinn út á
skólalóðina þar sem dagskrá verður
í boði. Þá mun Magnús Eiríksson
syngja lag sitt, „Góðan daginn,
gamla gráa skólahús“, og Þráinn
Bertelsson mun lesa eigin frásögn
af skólalífinu, en báðir eru þeir
gamlir nemendur. Þróttarar og
starfsmenn ÍTR munu annast
íþróttir á svæðinu en Blómaval og
skátafélagið Skjöldungar verða með
hoppkastala.
Margþætt dagskrá
Karatefélag Reykjavíkur verður
með sýningaratriði á lóðinni, lög-
reglan verður á svæðinu með hund
og bíl til sýnis en inni í gamla
íþróttahúsinu munu bílskúrshljóm-
sveitir hverfisins stíga á pall hver af
annarri á meðan prestar Laugar-
neskirkju stjórna hópleikjum á
skólalóðinni. Þá mun Þorvaldur
Halldórsson söngvari flytja gamlar
dægurperlur en eldri borgarar og
hreyfihamlaðir fá sérstök stúkusæti
í tjaldi þar sem vel sést um svæðið.
Stjórnandi útidagskrár verður Halla
Margrét Jóhannesdóttir leikkona.
Laugarnes-
skóli 70 ára
mjög vel á Akureyri,“ sagði Þórhild-
ur Helga.
Hún sagði að auðvitað yrðu það
viðbrigði að fást við skólastjórn í
mun stærri skóla en áður, en það
yrði bara gaman og spennandi að
glíma við ný verkefni. „Það verður
hins vegar mikil eftirsjá að því að
yfirgefa Fáskrúðsfjörð. Við höfum
kunnað mjög vel við okkur hér,“
sagði hún ennfremur.
Þórhildur Helga lauk kennara-
prófi frá KHÍ árið 1993 og er að
ljúka diploma-prófi í stjórnun
menntastofnana frá sama skóla í
haust eins og áður sagði.
„ÞETTA leggst
mjög vel í mig.
Þetta er spenn-
andi verkefni,“
sagði Þórhildur
Helga Þorleifs-
dóttir, sem ráð-
in hefur verið
skólastjóri í
Lundarskóla á
Akureyri frá 1.
ágúst næstkom-
andi, en hún er nú skólastjóri á Fá-
skrúðsfirði.
Um eitt hundrað börn eru í
grunnskólanum á Fáskrúðsfirði en
yfir 500 börn í Lundarskóla og segir
Þórhildur Helga að um talsverða
breytingu sé að ræða. Hún hefur
verið skólastjóri á Fáskrúðsfirði í
hálft fjórða ár og er að ljúka stjórn-
endanámi við Kennaraháskólann í
haust. Það fer því saman að hún
lýkur náminu og fer að spreyta sig í
stærri skóla.
Alltaf liðið vel
á Akureyri
„Við fjölskyldan bjuggum á Þela-
mörk í Glæsibæjarhreppi á árunum
1993 til 1997. Við þekkjum því til í
Eyjafirði og okkur hefur alltaf liðið
„Leggst mjög vel í mig“
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir ráðin skólastjóri Lundarskóla
Þórhildur Helga
Þorleifsdóttir
LEIKSKÓLINN Hólmasól við
Helgamagrastræti var tekinn í
notkun á laugardaginn var. Akur-
eyrarbær byggði skólann en Hjalla-
stefnan sér um rekstur hans sam-
kvæmt samningi þar að lútandi.
Alfa Björk Kristinsdóttir er leik-
skólastjóri í nýja skólanum. Skólinn
er kynjaskiptur og þegar eru 85
börn byrjuð í honum, en þau geta
flest orðið 147 talsins.
Alfa Björk segist gera ráð fyrir
að skólinn verði fullsetinn frá og
með hausti komanda. Hún bætti því
við að 95% starfsfólksins væru fag-
menntuð og þau þyrftu að vísa fólki
frá. Það væri meiri eftirspurn eftir
störfum en framboð.
„Þetta leggst mjög vel í mig.
Þetta er mjög glæsilegur skóli. Það
er vel til alls vandað og það er til-
hlökkunarefni að takast á við þetta
verkefni,“ sagði Alfa Björk enn-
fremur.
Nýr skóli Alfa Björk Kristinsdóttir leikskólastjóri og Margrét Pála Ólafs-
dóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, við opnun Hólmasólar.
Leikskólinn Hólmasól
tekur til starfa