Morgunblaðið - 17.05.2006, Síða 25

Morgunblaðið - 17.05.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 25 Garnaveiki barst fráÞýskalandi árið 1933 viðinnflutning á 20 karakúl-kindum. Þeim var dreift til 14 staða um allt land, eftir aðeins tveggja mánaða einangrun. Góð heilbrigðisvottorð fylgdu fénu og menn trúðu á þau. Veikin kom upp á fimm bæjum og breiddist út það- an frá einum stað sunnanlands, öðr- um norðanlands og þremur eystra, þ.e. Hæl í Hrepp, Hólum í Hjalta- dal, Krossavík í Vopnafirði, Út- nyrðingsstöðum á Völlum og Þver- hamri í Breiðdal. Tjónið varð gríðarlegt. Garnaveikin barst í nautgripi, sem sýktu svo nýjan fjárstofn. Veikin leggst á öll jórt- urdýr. Hún hefur fundist í geitum hér á landi og hún getur sýkt hrein- dýr. Um garnaveiki Garnaveiki er ólæknandi smit- sjúkdómur. Orsökin er lífseig bakt- ería af berklaflokki (Mycobacter- ium paratuberculosis). Hún veldur bólgum í mjógörn og oft einnig í langa, ristli og lifur. Sýklarnir dreifast með saurnum, geymast og geta lifað 1–1½ ár í óhreinindum og pollum umhverfis gripahús, við af- réttargirðingar, í sláturúrgangi og í líffærum skepna sem drepast út um haga. Sýking verður um munn með saurmenguðu fóðri og vatni. Með- göngutími í fé er 1–2 ár eða lengri. Tveim sinnum hefur garnaveiki þó fundist í haustlömbum sex mánaða gömlum. Meðgöngutími í kúm er 2½ ár eða lengri. Dæmi eru um gamlar ær og gamlar kýr (14 v. og 18 v.), sem smituðust á fyrsta ári, en urðu fyrst garnaveikar, er þær fóru að fella af vegna elli og höfðu trúlega dreift smiti annað kastið langa ævi. Meðfædd mótstaða er mismikil. Hún getur dregið á lang- inn að veikin komi fram. Ásetnings- lömb á sýktum svæðum skal bólu- setja. Ein vel gerð bólusetning nógu snemma er líftrygging fyrir lambið. Lömb vel bólusettra áa fá mótefni með broddinum, sem end- ast fram til hausts. Eftir það eru þau óvarin gegn smitberum í hjörð- inni. Bólusetja þarf, áður en lömbin smitast, annars verða til heilbrigðir smitberar. Að mestu gildir það sama um geitur og sauðfé. Sjald- gæfur sjúkdómur í fólki, Crohn’s disease, líkist garnaveiki. Allur vari er því góður. Viðbrögð komi garnaveiki upp þar sem ekki er bólusett Þegar garnaveiki kemur upp má reikna með því að nokkrar, jafnvel margar skepnur séu smitaðar og smithætta sé fyrir aðra bæi. Flutn- ingur jórturdýra til lífs frá garna- veikibæjum og einnig á öllu því sem óhreinkast hefur er bannaður í 10 ár án sérstaks leyfis héraðs- dýralæknis. Þegar garnaveiki finnst á svæði þar sem ekki er bólu- sett þarf að bregðast strax við, leita að smituðum gripum og hjörðum með blóðprófi og sýklaleit í saur og síðan hefja bólusetningu á svæðinu á öllum óbólusettum kindum, sem ekki mælast með mótefni gegn veikinni, en lóga hinum. Tjón af garnaveiki var gífurlegt áður en bólusetning varð skylda á sýktum svæðum árið 1966. Allt að 40% af fullorðnum kindum dó úr veikinni árlega. Vandlega framkvæmd bólu- setning í tæka tíð stöðvaði veikina og hélt henni í skefjum, en fleira þarf að gera til að uppræta veikina. Viðbrögð komi veikin upp á svæði þar sem bólusett er Þá hafa trúlega verið gallar á framkvæmd bólusetningarinnar, oftast vegna þess að of seint var bólusett. Reikna má með því að heilbrigðir smitberar séu í hjörð- inni og á fleiri bæjum. Þá verður ekki hægt að nota blóðpróf til að leita að smitberum. Blóðprófið þekkir ekki í sundur mótefni, sem verða við sýkingu og þau sem myndast við bólusetningu. Fylgj- ast þarf með þrifum kindanna, vigta þær og taka frá þær sem leggja af, leita að sýkl- um í saur og gæta þess að engar van- þrifakindur fari órannsakaðar ofan í gröf. Boðið er upp á rannsókn á grunsömum kindum án kostnaðar fyrir eiganda. Bólusetja skal ásetn- ingslömbin á garnaveikibæjum sem allra fyrst að haustinu, helst um réttir, og taka þau strax frá full- orðna fénu, setja á tún sem friðuð voru fyrir fé að vorinu og síðan inn í hreinar stíur og forðast að láta hey og vatn saurmengast. Aldrei má láta fullorðnar kindur til ásetnings- lambanna. Það er óráðlegt að velja ásetningslömb undan vanþrifa- kindum og ekki er mælt með því að setja á síðheimt lömb. Slík lömb skal bólusetja um leið og þau heimtast og lóga næsta haust. Eng- in lömb ætti að skilja eftir óbólu- sett. Garnaveiki í kúm Ekki hefur þótt nauðsynlegt að bólusetja kýr hérlendis. Leitað er að garnaveiki í kúm með end- urteknum blóðprófum og sýklaleit í saur eða slímhúð ristils. Það kostar enn lengri baráttu að losna við garnaveikina úr kúm en sauðfé. Það er óráðlegt að hafa geldneyti á húsi með sauðfé og að hafa sauðfé og nautgripi saman í þröngum beit- arhólfum. Einkenni Hægfara vanþrif, skituköst, sút- arsvipur. Í bólusettu fé, sem geng- ur með smit, ber minna á skit- uköstum. Best er að fylgjast með þyngd (þ.e. vigta) til að finna smit- bera. Þegar farið er innan í kind eða opnað í krufningu með gát í hægri nára upp við hrygg og mag- álnum flett frá kemur mjógörnin í ljós neðan til. Hún gengur inn í langann, sem er efst. Þegar garna- veiki er að byrja sést bólga aftast í mjógörn við langann. Görnin verð- ur grá og þykk á kafla, svo að saur- inn sést ekki í gegn. Eitlar við langa, en þó einkum neðst í hengi, stækka, verða móleitir og raka- fullir, en grána og minnka á löngum tíma. Slímhúðin þykknar mjög og görnin leggst í fellingar (barka- myndun), sogæða- bólga verður áberandi utan á bólginni görn- inni, sem rekst ekki eðlilega. Bólgan breiðist loks um alla mjógörnina samfellt, stundum aftur í langa og ristil. Stöku sinn- um er görn í veikri kind lítt bólgin. Þá þarf að leita að sýkl- unum í smásjá. Greining Sýklarnir sjást í smásjá eftir sér- staka sýklalitun á slími úr saur eða slímhúð. Þeir litast rauðir. Greining er þó óviss með því móti. Sýklarnir skiljast ekki út jafnt og þétt heldur í gusum. Þurft getur að lita oftar en einu sinni. Blóðpróf, sem mæla mótefni gegn sýklunum, er önnur greiningaraðferð. Hún er ónákvæm og hentar betur sem hjarðpróf en einstaklingspróf. Blóðpróf er ónot- hæft á bólusett fé nema til að kanna bólusetningarárangur. Hvar á landinu er garnaveiki og hvar ekki? Veikin var útbreidd um landið en hefur verið upprætt og bólusetn- ingu er hætt á eftirtöldum svæðum, þar sem hún áður var útbreidd og olli tjóni: Vestfirðir sunnan Djúps, Miðfjarðarhólf frá Hrútafirði að Hvammstanga, Skjálfandahólf milli Fljóts og Jökulsár í Öxarfirði, Hér- aðshólf og Austfjarðahólf mill Jöklu og Reyðarfjarðar og Eyjafjallahólf milli Jökulsár á Sólheimasandi að Markarfljóti. Vonir standa til að veikin verði upprætt á næstunni af Austurlandi frá Sléttu til Hamars- fjarðar. Heimamenn þurfa að hafa frumkvæði, annars gerist ekkert. Eftirtalin svæði eru sýkt og þarfn- ast áætlunar heimamanna og stjórnvalda um útrýmingu veik- innar: S-Austurland frá Hamarsfirði um Hornafjörð til Kolgrímu, Rang- árvallasýsla vestan Markarfljóts, Árnessýsla, Gullbringu- og Kjós- arsýsla, Borgarfjarðar- og Mýra- sýsla, Hnappadalssýsla að Snæ- fellslínu og Dalasýsla að Laxár- dalslínu og Norðurland frá Miðfirði að Skjálfandafljóti. Næstu svæði til að hreinsa af garnaveiki gætu orðið Snæfellsnes vestan línu og Dalahólf nyrðra til Gilsfjarðar. Bændur á svæðinu frá Skjálfandafljóti til Eyjafjarðar hafa ákveðið að stefna að þessu. Það þyrftu sveitarstjórnir og bændur í fyrrnefndum svæðum að gera líka. Garnaveiki hefur aldr- ei fundist í Skaftafellssýslum vest- an Kolgrímu, ekki í Öræfum, aldrei í V-Skaft. þ.e. Skaftárhreppi og Mýrdal, ekki heldur í Dalasýslu norðan Laxárdalsheiðar, Stranda- sýslu norðan Bitru, Austur- Barðastrandarsýslu og Mývatns- sveit, ekki heldur í Grímsey eða Vestmannaeyjum. Horfur Ef veikin er til staðar getur hún birst, fáum árum eftir að bólusetn- ingu er hætt, þótt enginn eða fáir verði hennar varir meðan bólusett er. Á einu litlu svæði (Vatnsnes) hefur þetta gerst. Þar varð mikið tjón á einum bæ. Bólusetning hafði dulið veikina. Rannsaka þarf hverja vanþrifakind og bólusetja snemma. Hættan vex á því að veik- in komi upp, þegar ekki er lengur bólusett, vegna smitefna, sem flutt eru inn á slík svæði í gáleysi og kæruleysi með heyi, gripaflutn- ingabílum, hestakerrum, sem sauðfé hefur verið flutt í o.fl. Yfir slíku þarf að vaka. Engir gera það betur en heimamenn sem til þess eru settir. Æskilegt væri að skipa heilbrigðisnefnd búfjár úr hópi heimamanna til aðstoðar við fram- kvæmd varnaraðgerða. Ef enginn bregst og menn sinna öllum var- úðarreglum má ætla að unnt verði án umtalsverðrar hættu að leggja niður bólusetningu gegn veikinni á einu svæði eftir öðru þar til veikin hefur verið upprætt úr landinu. Einstakir bændur, sem vilja láta bólusetja áfram, fá að gera það. Nokkrar ábendingar að lokum Sveitarstjórn (sveitarstjórnir) hafi frumkvæði að því að gera áætl- un um útrýmingu garnaveiki á sínu svæði. Hún tilnefni í samráði við héraðsdýralækni og yfirdýralækni fulltrúa eða nefnd, sem aðstoði stjórnvöld við baráttuna gegn garnaveiki og ef til vill fleiri smit- sjúkdómum.Verkefni, sem slík nefnd gæti aðstoðað við, eru m.a.: Safna að hausti upplýsingum um alla, sem eru með sauðfé á svæðinu og fjölda ásetningslamba. Fylgjast með því, að allt sé bólusett fyrir áramót og að ekkert verði útundan, að fylgst sé með heimtum á fé og framkvæmd bólusetningar o.fl. varnaraðgerða. Hlutast til um aukasmölun fjár, ef þarf. Eyðing á vanþrifafé í sláturhúsi eða í sér- stakri lógun og sýnataka úr því án kostnaðar fyrir eigendur. Vöktun og ráðleggingar um varnir svæð- isins gegn aðflutningi á smitmeng- uðum tækjum, heyi, varningi og umferð. Fræðslufundir fyrir sveit- arstjórnir og almenning. Hægt er að uppræta garnaveiki , -         !" #$$%  & &%$ "  Eftir Sigurð Sigurðarson Höfundur er dýralæknir á Keldum. Sigurður Sigurðarson ess vegna á toppinn símann mig ngufólkið a komið á ð láta ekki við yri ég svo nokkru er að aginn að uga með lukkan thuga örugg- svona,“ áll frá því að við Ólafsfjörð búi sjötugur félagi í ferðafélaginu sem fari í göngur um sveitina sína þrisvar fjórum sinnum í viku. Best finnist honum að fara í rigningu og stormi, þannig segist hann setja sálina í þvottavél- ina. „Þetta er líka besti stressbaninn sem þú finnur,“ bætir ein göngu- kvennanna við, en hún er tölv- unarfræðingur og karatekona um fertugt. Hún segist einmitt ætla að taka sér frí frá tölvunni í sumar í fyrsta sinn og gerast skálavörður á hálendinu. Fimm manns í fyrstu göngunni Þetta er annað árið sem Ferðafélag Íslands stendur fyrir slíkum morg- ungöngum og hefur fjöldi þátttak- enda farið stigvaxandi, að sögn Páls. „Í fyrstu göngu í fyrra mættu fimm, svo tíu og svo tuttugu. Í fyrstu gönguna núna sem var á mánudag mættu 22 og nú erum við orðin hátt í fjörutíu.“ Í dag, miðvikudag, er farið á Móskarðshnjúka, á Grímannsfell við Gljúfrastein á morgun, fimmtu- dag, og á Keili á Reykjanesi á föstu- dag. „Grímannsfellið er kallað fjall skáldsins, en á það gekk Halldór Laxness daglega,“ segir Páll. Hann bætir við að vel komi til greina að halda aðra morgungönguviku í sumar. Blótaði þar til bærinn sökk Það er spjallað á leiðinni og í hvíld- arpásunum sagðar sögur. Þannig segir einn úr hópnum sögu Vífils, þræls Ingólfs Arnarsonar, sem fjallið er heitir eftir. Hann er sagð- ur hafa búið á Vífilsstöðum og hlaupið upp á fjallið á hverjum morgni til að gá til veðurs áður en hann fór á sjó út af Gróttu. Þegar við horfum yfir Jósepsdalinn segir ein göngukonan okkur frá Jósep sem þar bjó og blótaði svo mikið að bærinn hans sökk. Gangan er nokkuð strembin fyrir óþjálfaða manneskju en þó alveg hæfilega erfið. Þeir sem komast upp á Esju fara létt með þetta. Það er líka oft stoppað stuttlega á leið- inni, sérstaklega í byrjun þegar fólk er að komast í gang. Þetta er meiriháttar skemmtilegt og mjög hressandi og svei mér þá ef ég vann ekki bara helmingi hraðar en venjulega eftir gönguna. Morgunblaðið/Eyþór l í nágrenni borgarinnar r vinnu orgni? Sólin Vífilsfelli. bryndis@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.