Morgunblaðið - 17.05.2006, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jóhannes VíðirSveinsson fædd-
ist á Siglufirði 16.
júlí 1943. Hann varð
bráðkvaddur við
vinnu hinn 3. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Anna Guðrún
Þórhallsdóttir frá
Hofsgerði í Skaga-
firði, f. 25. nóvem-
ber 1923, d. 22. júlí
2004, og Sveinn Jó-
hannesson frá
Glæsibæ í Staðar-
hreppi í Skagafirði, f. 1. júlí 1916,
d. 22. júní 1981. Systkini Jóhann-
esar eru Þórhallur, f. 13. júní
1944, kvæntur Eygló Stefánsdótt-
ur; Arnar, f. 25. júní 1948; Edda
Guðbjörg, f. 14. mars 1950, gift
Guðmundi Guðmundssyni.
Jóhannes var í sambúð með
Guðjónu Jóhannsdóttur frá Gilj-
um í Lýtingsstaðahreppi í Skaga-
firði. Sonur þeirra er
Róbert Logi, f. 4. maí
1970. Þau slitu sam-
vistir.
Jóhannes kvæntist
Sigrúnu Ingimars-
dóttur frá Flugumýri
í Skagafirði. Dóttir
Jóhannesar og Sig-
rúnar er Sæunn, f. 7.
ágúst 1974. Áður átti
Sigrún Heiðar Feyki,
sonur hans er Alex-
ander. Jóhannes og
Sigrún skildu.
Jóhannes ólst upp á
Siglufirði og var þar í barna- og
unglingaskóla. Eftir það fór hann
til Reykjavíkur og hóf nám í húsa-
smíði og lauk námi frá Iðnskól-
anum í Reykjavík. Jóhannes starf-
aði mestan hluta starfsævi sinnar
við smíðar í Reykjavík.
Útför Jóhannesar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Í dag kveðjum við hinstu kveðju
bróður og mág. Jóhannes fæddist á
sjúkrahúsinu á Siglufirði og var elst-
ur okkar systkina, 62 ára að aldri
þegar hann lést. Við systkinin ól-
umst upp á Hvanneyrarbraut 28, í
sama húsi og föðuramma og afi
bjuggu í, þau á neðri hæðinni og for-
eldrar okkar á efri hæðinni. Við nut-
um Jóhannesar afa ekki lengi en
ömmu Sæunni nutum við samvista
við og í minningunni var amma okk-
ur oft innan handar.
Á búskaparárum mömmu og
pabba var síldin í algleymingi og
þótti mjög gott að fá húsmæður á
síldarplönin ef tími gafst frá heimili
og barnauppeldi. Þá var til siðs að
senda börn til vinnu í sveit á sumrin.
Eins var það með okkur systkinin.
Við vorum send til skyldmenna. Jó-
hannes var sendur nokkur sumur til
skyldfólks sem bjuggu í Stóru-Gröf í
Skagafirði. Þegar kom að unglings-
árum okkar systkina var það eins og
með aðra unglinga, að þá fórum við
að taka þátt í síldarævintýrinu.
Jóhannes lauk húsasmíðanámi frá
Iðnskólanum í Reykjavík. Hann
starfaði lengst af í Reykjavík við
smíðar og síðustu árin vann hann hjá
Viktori Ægissyni við tjónaviðgerðir
hjá Sjóvá. Jóhannes lést við störf á
miðjum vinnudegi.
Jóhannes var duglegur til vinnu,
stundvís og traustur. Hann hafði
mikinn áhuga á útivist og veiðiskap.
Aðallega var veiðistöngin honum
hugleikin og átti hann margar stund-
ir við Elliðavatn. Þar kynntist hann
góðum mönnum sem áttu sér sama
áhugamál. Ekki var óalgengt að
hann væri búinn að fara upp í vatn
áður en hann mætti til vinnu að
morgni. Ef vel stóð á átti hann til að
skreppa í hádeginu líka. Jóhannes
var samkvæmur sjálfum sér og var
að sjálfsögðu mættur til veiði fyrsta
veiðidaginn 1. maí á þessu ári við
Elliðavatn.
Við minnumst góðs bróður og
mágs og sendum börnum hans sam-
úðarkveðjur okkar.
Þórhallur og Eygló.
Á vorin vaknar náttúran af dvala
vetrarins og farfuglarnir flykkjast til
landsins bláa. Þeir koma sér fyrir á
ýmsum stöðum, þar á meðal við nátt-
úruperluna Elliðavatn. Þangað
sækja líka á vorin mennskir furðu-
fuglar sem vita ekkert skemmtilegra
en að renna fyrir fisk í vatninu,
hlusta á fuglasöng og hver á annan.
Jóhannes eða Jói eins og við köll-
uðum hann alltaf var einn af okkur
furðufuglunum við vatnið. Við erum
ekki margir, en höfum sumir bundist
vinaböndum sem byggjast aðeins á
samveru okkar við vatnið. 1. maí er
okkur hátíðisdagur því þá hefst veið-
in. Þá er aðalatriðið að hitta fé-
lagana, óska þeim gleðilegs sumars
og spjalla um veiðina í fyrra og það
sem framundan er. Óskin um gleði-
legt sumar er fyrst og fremst ósk um
margar unaðsstundir við vatnið.
Jói var mættur 1. maí síðastliðinn
eins og alltaf. Hann var glaður og
hress og við stóðum lengi hlið við
hlið, köstuðum flugum okkar og
spjölluðum mikið því að lítil var veið-
in. Við rifjuðum upp gleðistundir lið-
ins sumars og Jói sagði mér frá einni
af veiðiferðum sínum í Þingvalla-
vatn. Nóttina fyrir ferðina dreymdi
hann föður sinn sem sagði honum að
í dag myndi hann veiða 16 fallegar
bleikjur. Jói rambaði á veiðistað sem
hann þekkti ekki og þar dró hann
hverja stórbleikjuna eftir aðra þang-
að til þær voru orðnar 16. Þá fannst
honum nóg komið.
Laugardaginn 6. maí undruðumst
við það margir að Jói kom ekki til
veiða í Elliðavatni. Þeir voru ekki
margir laugar- og sunnudagarnir í
maí sem hann lét ekki sjá sig við
vatnið. Við héldum að hann væri að
vinna eða kannski veikur. Okkur var
því mjög brugðið þegar við fréttum
að Jói hefði orðið bráðkvaddur að-
eins tveim dögum eftir að við hitt-
umst glaðir og kátir við upphaf veiði-
tímans.
Okkur Elliðavatnskörlunum var
hlýtt til Jóa. Hann var hreinskiptinn
og einlægur, vildi fá að vita hvaða
flugu fiskurinn tæki hjá næsta veiði-
manni og svaraði sjálfur slíkum
spurningum greiðlega. Hann gerði
dálítið af því að hnýta eigin flugur en
veiddi líka oft á flugur sem við hinir
gaukuðum að honum. Reyndist fluga
vel fékk hún virðingarheitið padda
hjá Jóa. Hann var einstaklega ötull
og þolinmóður veiðimaður sem
gladdist yfir góðum feng, hvort sem
það var einn vænn fiskur eða margir
smærri. Hann virti náttúruna og
gjafir hennar. Vorkuldar öftruðu
honum ekki frá því að reyna að veiða.
Einu sinni var hann orðinn svo lopp-
inn á fingrunum að hann kom upp á
bílastæði til mín og bað mig um að
hnýta flugu á tauminn fyrir sig. Jói
var búinn að veiða lengi í Elliðavatni
og þekkti það eins og lófann á sér.
Einn uppáhaldsstað átti hann en það
er steinn langt úti í vatni út af nesi
einu skammt frá Elliðavatnsbænum.
Það fór líka svo að nesið fékk nafnið
Jóhannes. Í vetur smíðaði Einar
veiðivörður bekk, skar út í hann
urriða og stafina Jóhannes. Og
þarna var bekkurinn þegar við kom-
um til veiða í vor.
Við Elliðavatnskarlar höfum misst
góðan félaga. Við söknum hans sárt
en hann lifir í minningum okkar og
bekkurinn góði er nú þegar orðinn
minnisvarði um góðan dreng.
Aðstandendum votta ég samúð
mína.
Björn Guðmundsson.
JÓHANNES VÍÐIR
SVEINSSONOkkar elskulega
HELGA INGVARSDÓTTIR,
Eiðismýri 30,
andaðist föstudaginn 5. maí.
Jarðsett verður frá Dómkirkjunni föstudaginn
19. maí kl. 13.00.
Baldur Böðvarsson,
Ingvar Jónadab Karlsson, Margrét Stefánsdóttir,
Guðrún Soffía Karlsdóttir, Jón Bjarnarson,
Hildur Halldóra Karlsdóttir, Gunnar Hrafn Birgisson
og fjölskyldur.
Elsku bróðir okkar, mágur og frændi,
JÓN HERMANN PÁLSSON
frá Hjallanesi,
Landsveit,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu laug-
ardaginn 13. maí sl.
Útför hans verður gerð frá Skarðskirkju á Landi
laugardaginn 20. maí kl. 11.00.
Elsa Dóróthea Pálsdóttir, Magnús Kjartansson,
Auðbjörg Fjóla Pálsdóttir,
Oddur Ármann Pálsson, Gógó Engilberts
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓLÍNA SIGRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR,
Sólvangsvegi 1,
Hafnarfirði,
lést mánudaginn 15. maí.
Sigríður Karlsdóttir, Jóhann Ólafur Ársælsson,
Þorvarður Karlsson, Rakel Ingvarsdóttir,
Karitas Rósa Karlsdóttir,
Júlíus Karlsson, Þóra Vilbergsdóttir,
Guðmundur Karlsson, Björg Gilsdóttir.
Ástkær systir, mágkona og frænka,
JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
áður Stigahlíð 32,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landakotsspítala mánu-
daginn 15. maí.
Valgerður Þ. Kristjánsdóttir,
Gunnar J. Kristjánsson,
Erla Kristjánsdóttir,
Sigrún Kristjánsdóttir
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
BJÖRNFRÍÐUR ÓLAFÍA MAGNÚSDÓTTIR
fyrrum bóndi og húsfreyja,
Ketilseyri,
Dýrafirði,
lést fimmtudaginn 11. maí.
Jarðarförin fer fram frá Þingeyrakirkju laugardaginn
20. maí kl. 14.00
Þórður Jakob Sigurðarsson,
Líni Hannes Sigurðsson, Gunnhildur Björk Elíasdóttir,
Guðfinna Sigríður Sigurðardóttir, Samúel Jón Guðmundsson,
Gunnar Gísli Sigurðsson,
Friðfinnur Sigurður Sigurðsson, Sigríður Helgadóttir,
Sigurbjörn Ingi Sigurðsson, Marta Bjarnadóttir,
Magnús Sigurðsson, Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir,
Rafn Sigurðson,
Guðný Erla Sigurðardóttir, Jón Steinar Guðmundsson,
Jón Reynir Sigurðsson, Ingibjörg Ósk Vignisdóttir,
Helga Björk Sigurðardóttir, Þórir Jens Ástvaldsson,
Sunna Mjöll Sigurðardóttir,
Óskar Jóhann Sigurðsson, Guðbjörg Leifsdóttir,
Ómar Dýri Sigurðsson, Guðrún Íris Hreinsdóttir,
Smári Sigurðsson, Alda Ólfjörð Jónsdóttir,
Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir, José Luis Garcia,
Sigurborg Guðrún Sigurðardóttir, Axel Jespersen,
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar, dóttir og systir,
HREFNA MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sléttahrauni 28,
Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 14. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
Hrefna Freyja Friðgeirsdóttir,
Ásthildur Friðgeirsdóttir,
Oddrún Lára Friðgeirsdóttir,
Hrefna Árnadóttir,
Ásdís Elín Guðmundsdóttir, Claus H. Magnússson,
Anna Guðmundsdóttir, Árni S. Unnsteinsson,
aðrir aðstandendur og vinir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi,
VIGFÚS GUÐBRANDSSON,
Dimmuhvarfi 7,
Kópavogi,
lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsinu í Foss-
vogi þriðjudaginn 16. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jóhanna Eydís Vigfúsdóttir, Þorbjörn Bjartmar Björnsson,
Ásgerður Fríða Vigfúsdóttir, Fjölnir Ernis Sigvaldason,
Aðalbjörg Sigurrós Vigfúsdóttir, Guðmundur Magnús Elíasson,
Jófríður Guðbrandsdóttir,
Andri Már Halldórsson,
Hulda María Þorbjörnsdóttir,
Róbert Högni Þorbjörnsson,
Úlfur Benedikt Fjölnisson,
Anton Vigfús Guðmundsson,
Ísól Hanna Guðmundsdóttir,
Jónatan Magnús Guðmundsson.