Morgunblaðið - 17.05.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 39
DAGBÓK
ER UPPSELT?
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Sverrir Kristinsson,
löggiltur fasteignasali.
Nei, reyndar ekki. En vegna mikillar sölu fasteigna (íbúðarhúsnæðis)
í grónum hverfum á síðustu vikum vantar okkur fjölda eigna fyrir
viðskiptavini okkar. Um er að ræða trausta kaupendur og góðar
greiðslur eru í boði.
Fossvogur: Traustur kaupandi óskar eftir raðhúsi nú þegar.
101 Skuggahverfi: 110-140 fm góð íbúð óskast.
Hlíðar: Kaupandi óskar eftir 130-150 fm hæð með bílskúr í gamla hluta Hlíðanna, gjarnan á 1. hæð.
Þingholt: Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsum á þessu svæði. Æskileg stærð 250-400 fm.
Suðurhlíðar: Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi eða raðhúsi. Æskileg stærð 250-350 fm.
Íbúðir fyrir fólk á virðulegum aldri: Óskum nú þegar eftir 80-110 fm íbúðum á eftirtöldum svæðum:
Kirkjulundi í Garðabæ, Sléttuvegi, Dalbraut eða Snorrabraut. Sterkar greiðslur í boði.
Espigerði: 110-130 fm íbúð í blokk við Espigerði óskast.
Seltjarnarnes: Óskum eftir sérbýlum, einbýlishúsum og raðhúsum á Seltjarnarnesi. Æskileg stærð
200-350 fm.
Vesturbær: Óskum eftir 120-170 fm sérhæð í vesturborginni.
Vesturbær: Óskum eftir góðri 3ja herb. íbúð á hæð. Æskileg stærð 70-90 fm.
Allt að 150 milljónir: Einbýlishús á sjávarlóð á Arnarnesi eða sunnanverðu Seltjarnarnesi óskast. Rétt
eign má kosta allt að 150 milljónir.
Atvinnuhúsnæði: Lagerinn af atvinnuhúsnæði hjá okkur er að verða tómur.
Höfum á skrá bæði fyrirtæki og fjárfesta sem óska eftir atvinnuhúsnæði nú þegar.
Seljendur athugið!
Hjá okkur hefur verið mjög góð sala í grónum hverfum á síðustu vikum.
Eignirnar hafa yfirleitt selst á mjög góðu verði.
Seljendur athugið einnig!
Hér að framan er einungis sýnt brot úr kaupendaskrá okkar.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3
Bb7 5. Bg5 h6 6. Bh4 Be7 7. e3 Re4
8. Rxe4 Bxe4 9. Bg3 d6 10. Bd3 Bb7
11. O-O Rd7 12. e4 Bf6 13. Hc1 g5
14. Bb1 h5 15. h3 Hg8 16. b4 g4 17.
hxg4 hxg4 18. Rh2 Bh4 19. Bf4 Bg5
20. Dxg4 Df6 21. Be3 Bxe3 22.
Dxg8+ Ke7 23. Dxa8 Bxa8 24. fxe3
Dg6 25. Hf4 e5 26. Hf5 Dh6 27. He1
exd4 28. exd4 Dd2 29. Rf3 Dxb4 30.
Hc1 Bb7 31. Hb5 Da3 32. He1 Dc3
33. Hb3 Dxc4 34. Bd3 Da4 35. Hc3
c5 36. Bc4 Db4 37. Hcc1 cxd4 38.
Rxd4 Re5 39. Rf5+ Kd7 40. Bd5
Bxd5 41. exd5 Df4 42. Hf1
Staðan kom upp á ofurskákmótinu
Mtel Masters sem fer fram þessa
dagana í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu.
Indverski stórmeistarinn Viswan-
athan Anand (2803) hafði svart gegn
Etienne Bacrot (2708). 42... Rf3+!
43. gxf3 hvítur hefði tapað hrók fyr-
ir riddara eftir 43. Hxf3 Dxc1+. Í
framhaldinu tapar hvítur óumflýj-
anlega öðru peði og við það verða
úrslitin ráðin. 43... Dxf5 44. f4 44.
Hcd1 hefði ekki getað haldið í peðið
vegna 44... Dc2 45. a3 Db3. Lok
skákarinnar urðu þessi: 44... Dxd5
45. f5 Dd2 46. f6 b5 47. Hce1 Kc6
48. Ha1 Dd4+ 49. Kg2 Db2+ 50.
Kg3 b4 51. Kg4 d5 52. Kg5 Dg2+
53. Kh4 Kd6 54. Kh5 a5 og hvítur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýnir Sig-
ríður myndir sem hún hefur tekið af börn-
um. Til 7. júní.
Veiðisafnið – Stokkseyri | Uppstoppuð
veiðidýr ásamt skotvopnum og veiðitengd-
um munum. Opið alla daga kl. 11–18. Sjá
nánar á www.hunting.is
Þjóðmenningarhúsið | Ný sýning í bókasal:
Það gisti óður – Snorri Hjartarson 1906–
2006. Skáldsins minnst með munum,
myndum og höfundarverkum hans. Aðrar
sýningar: Handritin – m.a. Snorra Edda,
Eddukvæðin og Íslendingasögur. Þjóð-
minjasafnið svona var það – þegar sýning
þess var í risinu. Fyrirheitna landið – vest-
urfarar.
Þjóðminjasafn Íslands | Boðið er upp á
fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru
sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið
alla daga kl. 10–17.
Þjóðminjasafn Íslands | Nú stendur yfir
sýning á níu fornleifarannsóknum
Kristnihátíðarsjóðs í Rannsóknarýminu á 2.
hæð. Hér gefst tækifæri til að skoða úrval
gripa sem komið hafa úr jörð á síðustu ár-
um en mikil gróska hefur verið í fornleifa-
rannsóknum. Vafalaust munu niðurstöður
þeirra með tímanum breyta Íslandssög-
unni.
Mannfagnaður
Mosfellsbær | Baráttusamkoma VG í Mos-
fellsbæ fer fram í Hlégarði 17. maí kl. 20.30.
Frambjóðendurnir Karl Tómasson og Bryn-
dís Brynjarsdóttir flytja ávörp, fram koma
Jón Gnarr, dúettinn Biggi og Frikki svo og
Jasskvintett Ktomm. Sérstakur gestur
verður Steingrímur J. Sigfússon formaður
VG. Allir velkomnir.
Fyrirlestrar og fundir
Háskólinn í Reykjavík | Dr. Mark Penn-
ington, University of London, fjallar um
einkaframtak í skipulagsmálum í dag, kl.
15–16.30. Í pallborðsumræðum eru: Egill
Helgason blaðamaður, Ragnheiður Rík-
harðsdóttir bæjarstjóri, Þór Sigfússon for-
stjóri og Þorkell Sigurlaugsson fram-
kvæmdastjóri. Nánar á www.rse.is
Kennaraháskóli Íslands | Nemendur á leik-
skólabraut KHÍ kynna verkefni á sviði heim-
speki, myndlistar, notkunar á ein-
ingakubbum, fjölmenningar, stærðfræði,
hreyfingar o.fl. Fer fram í Kennaraháskóla
Íslands 17. maí kl. 9–15.30. Allir sem áhuga
hafa á uppeldi og skólastarfi velkomnir.
Dagskrá kynningarinnar er á www.khi.is.
Málþing verður haldið til minningar um
Helgu B. Svansdóttur músíkþerapista sem
lést í mars 2005 og kynntar niðurstöður
rannsóknar sem hún vann að í samvinnu
við Jón Snædal lækni, um áhrif músík-
þerapíu á Alzheimerssjúklinga. Málþingið
fer fram 22. maí kl. 13. Skráning fer fram á
netfangið halldbj@landspitali.is
Kornhlaðan – salur Lækjarbrekku | Mann-
réttindaskrifstofa Íslands og Siðmennt
halda málþingið Trúfrelsi og lífsskoð-
anafélög, 18. maí kl. 16.15–18. Framsögur
flytja Oddný M. Arnardóttir, PhD., Sigurður
H. Gunnarsson, varaformaður Siðmenntar
og Lorentz Stavrum, lögfræðingur. Þá
munu fulltrúar stjórnmálaflokka taka til
máls.
Fréttir og tilkynningar
GA-fundir | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína
aðstandendur? Hringdu í síma: 698 3888.
Myndlistaskólinn á Akureyri | Útskrift-
arsýning nemenda Myndlistaskólans á Ak-
ureyri hefur verið framlengd til fimmtu-
dags 18. maí. Opið er frá 14–18. Sýningin er í
bakhúsi skólans.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar-
og fataúthlutun á miðvikudögum kl. 14–17 á
Sólvallagötu 48. Sími 551 4349 Netfang
maedur@simnet.is
Frístundir og námskeið
Rósin | Opinn kynningarfundur verður um
hvítugreiningu 18. maí kl. 18. Dr. Leonard
Mehlmauer mun gefa innsýn í augnvísindin,
hvernig og hvað má lesa úr hvítu augans
o.fl. Boðið verður upp á fullt nám í hvítu-
greiningu, frá 20.–25. maí, 10 stunda
kennsla á dag í 6 daga. Nánari uppl. á
www.eyolgy.com og með tölvupósti á lit-
himnugreining@gmail.com
Útivist og íþróttir
Garðabær | Golfleikjanámskeið fyrir for-
eldra, ömmur og afa, unglinga og börn.
Námskeiðin eru fimm daga og er farið á
golfvöll síðasta daginn. Námskeiðin eru kl.
17.30–19, eða 19.10–20.40. Kennari er Anna
Día íþróttafræðingur og golfleiðbeinandi.
Mýrin, Garðabæ | Vatnsleikfimi í Mýrinni,
Garðabæ. Fyrir eldri borgara kl. 9.30–
10.30, mánudaga og miðvikudaga. Fyrir
yngra fólk 7.40–8.20, 4x í viku. Skráning er
hjá Önnu Díu íþróttafræðingi í síma
691 5508. Mýrin er nýtt íþróttahús við
Bæjarbraut í Garðabæ.
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Miðvikudaginn 24.
maí. kl. 13 verður farin fyrsta sum-
arferðin. Akranes verður heimsótt
undir leiðsögn Bjarnfríðar Leósdótt-
ur, safnahverfið heimsótt og í lokin
drukkið kaffi. Skráning í afgreiðslu
Aflagranda, sími 411 2700.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa-
vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl.
9–16.30. Heilsugæsla kl. 9.30–11.30.
Spil kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað-
gerð, spiladagur.
Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er
öllum opið. Munið félagsvistina alla
þriðjudaga kl. 14. Vorhátíð 19. maí
hefst kl. 14. Skemmtun, uppákomur
og gott með kaffinu. Uppl. í síma
588 9533.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin í
dag kl. 10–11.30. Viðtalstími í Gjá-
bakka kl. 13–16. Félagsvist verður
spiluð í Gjábakka í dag kl. 13.
Félag eldri borgara, Kópavogi,
ferðanefnd | Brottför 18. maí frá Gjá-
bakka kl. 13.30 og Gullsmára kl.
13.45. Nesjavallavirkjun skoðuð
ásamt sýningu OR um Hellisheið-
arvirkjun. Írafossvirkjun skoðuð.
Kaffihlaðborð á Hótel Örk. Skoðaðar
framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun
sem eru á lokastigi. Leiðsögn: Pálína
Jónsdóttir. Skráning hafin.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Söngvaka kl. 14, undirleikari Árni
Norðfjörð. Söngfélag FEB, æfing kl.
17. Aðalfundur í Leikfélagi eldri borg-
ara „Snúð og Snældu“ verður hald-
inn í Stangarhyl 4 föstudaginn 19.
maí kl. 13. Venjuleg aðalfundarstörf,
lagabreytingar. Nýir félagar velkomn-
ir. Stjórnin.
Félagsheimilið Gjábakki | Boccía kl.
9.30. Handavinna kl. 10. Félagsvist kl.
13. Bobb kl. 17.
Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 |
Kynning verður í Gullsmára, Gull-
smára 13, miðvikudaginn 17. maí kl.
14 á sumardagskránni. Allir velkomn-
ir, heitt á könnunni.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Bútasaumshópur í Kirkjuhvoli kl. 13.
Kvennaleikfimi kl. 9, 9.50 og 10.45 í
Kirkjuhvoli. Opið í Garðabergi kl.
12.30–16.30. Brids í Garðabergi eftir
hádegi.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar. Kl. 10.30 gamlir
leikir og dansar. Frá hádegi spilasalur
opinn. Kl. 14.30 kóræfing. Kl. 16 kem-
ur Gaflarakórinn í Hafnarfirði í heim-
sókn. Leiðsögn í vinnustofum fellur
niður á morgun og föstud. vegna
uppsetningar sýningar. Allar uppl. á
staðnum í síma 575 7720.
wwwgerduberg.is
Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9
aðstoð við böðun, bókband. Kl. 13
leikfimi og kl. 14 sagan. Kaffiveitingar
kl. 15. Allir velkomnir.
Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður,
postulínsmálun, kaffi, spjall, dag-
blöðin, fótaaðgerð. Kl. 12 hádeg-
ismatur. Kl. 13 brids. Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9.
Línudans kl. 11. Saumar kl. 13. Gler-
skurður kl. 13. Pílukast kl. 13. Gafl-
arakórinn kl. 16.15.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
kl. 9–16 hjá Sigrúnu. Jóga kl. 9–12.
Samverustund kl. 10.30 lestur og
spjall. Bingó kl. 14, góðir vinningar,
kaffi og meðlæti. Böðun fyrir hádegi.
Fótaaðgerðir, hársnyrting. Sími
535 2720.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
öllum opið. Fastir liðir eins og venju-
lega. Vorhátíð hefst kl. 14 föstudag-
inn 26. maí. Uppákomur og sérdeilis
gott með kaffinu. Púttið er hafið!
„Gönuhlaup“ alla föstudagsmorgna
kl. 9.30. „Út í bláinn“ alla laug-
ardagsmorgna kl. 10. Sími 568 3132.
Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 9–
16.30 opin vinnustofa, kl. 9 opin fóta-
aðgerðastofa, sími 568 3838. Kl. 14
félagsvist, kaffi, verðlaun.
Selið | Handverkssýning eldri borg-
ara í Reykjanesbæ verður opin alla
vikuna eða til föstudagsins 19. maí.
Samhliða sýningunni er opið kaffihús.
Allir velkomnir að koma og skoða
glæsilegt handbragð eldri borgara.
Húsið er opið frá kl. 13–18 alla dag-
ana.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–16 mynd-
mennt. Kl. 10–12 sund (Hrafnistu-
laug). Kl. 11.45–12.45 hádegisverður.
Kl. 12.15–14 verslunarferð í Bónus,
Holtagörðum. Kl. 13–14 Spurt og
spjallað. Kl. 13–16 tréskurður. Kl.
14.30–15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
9–12.30, handmennt almenn kl. 10–
16.30. Bókband kl. 10. Morgunstund
kl. 10. Verslunarferð kl. 12.30.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn
kl. 9.30–11.30. Allir foreldrar vel-
komnir með börn sín.
Áskirkja | Hreyfing og bæn í safn-
aðarheimili II milli kl. 11 og 12 í dag.
Bessastaðasókn | Dagur kirkjunnar í
Haukshúsum. Foreldramorgnar eru
frá kl. 10–12, kynning á Volare-
náttúrusnyrtivörunum. Opið hús eldri
borgara er frá kl. 13–16, Guðrún Vil-
hjálmsdóttir garðyrkjufræðinemi
spjallar um garðvinnuna.
Bústaðakirkja | Starf aldraðra í Bú-
staðakirkju! Samverur okkar eru á
miðvikudögum frá kl. 13. Við spilum,
föndrum og erum með handavinnu.
Um klukkan 15 er kaffi. Gestir dags-
ins eru þau Arngrímur og Ingibjörg
og munu þau skemmta okkur með
söng og hljóðfæraleik. Öllum er vel-
komið að taka þátt í þessu starfi.
Dómkirkjan | Hádegisbænastund alla
miðvikudaga 12.10–12.30 Léttur há-
degisverður á kirkjulofti að lokinni
bænastund. Tekið við bænarefnum í
síma 520 9700 og domkirkj-
an@domkirkjan.is
Garðasókn | Foreldramorgnar eru
hvern miðvikudag klukkan 10–12.30.
Fyrirlestur mánaðarlega. Gott
tækifæri fyrir mömmur og börn að
hittast og kynnast. Allir velkomnir.
Alltaf heitt á könnunni.
Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í
hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr-
irbænir. Boðið er upp á léttan hádeg-
isverð á vægu verði að lokinni stund-
inni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir
altari, orgelleikari Hörður Bragason
Allir velkomnir.
Hallgrímskirkja | Morgunmessa alla
miðvikudagsmorgna kl. 8 árdegis.
Íhugun, altarisganga. Einfaldur morg-
unverður í safnaðarsal eftir mess-
una.
Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar á
miðvikudögum kl. 10–12.
Hjálpræðisherinn á Akureyri |
Bænastund kl. 12. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Há-
degisbænastund kl. 12–13. Einnig
bænastund kl. 20. Allir velkomnir.
www.gospel.is
Kristniboðssalurinn | Samkoma í
Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut
58–60, miðvikudag 17. maí kl. 20.
„Hve mörg brauð hafið þér?“ Mar-
grét Jóhannesdóttir talar. Bæna-
stund. Kaffi eftir samkomuna. Allir
velkomnir.
Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu-
morgunn í umsjá sr. Hildar Eirar
Bolladóttur. Kl. 10.30 Gönguhópurinn
Sólarmegin. Allt fólk velkomið að
slást í för. Kl. 14.10 Kirkjuprakkarar.
Vegna mikillar þátttöku ætlum við að
halda starfi Kirkjuprakkara áfram
eitthvað út í vorið.
Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10.
Vorgleði. Farið á Kaffi Nauthól. Fyr-
irbænamessa kl. 12.15. Prestur sr.
Örn Bárður Jónsson.
Víðistaðakirkja | Kyrrðarstundir á
miðvikudögum kl. 12. Súpa og brauð í
safnaðarheimilinu á eftir.
Víðistaðakirkja | Opið hús fyrir eldri
borgara á miðvikudögum kl. 13. Spil,
spjall og kaffiveitingar.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos