Morgunblaðið - 17.05.2006, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 43
RAFRÆN Reykjavik hefur verið afar dugleg í vetur við
að kynna Íslendinga fyrir fyrsta flokks raftónlistar-
mönnum og nú þegar sumarið er gengið í garð eru árar
aldeilis ekki lagðar í bát. Ein allsherjar listahátíð mun
fara fram í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi helgina 9.–11. júní þar sem um fjörutíu tón-
listarmenn troða upp og skemmta áðdáendum raf-
tónlistar.
Fjölbreyttur hópur listamanna
Rafræn Reykjavík hefur sett saman fríðan hóp ís-
lenskra og erlendra listamanna og má þar af nefna nýja
hljómsveit skipaða þeim Jóhanni Jóhannssyni, DJ
Musician og Stilluppsteypu sem kallast Evil Madness.
Hyggjast þeir frumflytja glænýtt efni sem reiknað er
með að komi út í haust. Þá koma einnig fram Hermi-
gervill, Sometime, Reykjavik Swing Orchestra, Ruxpin,
Frank Murder, Mr. Silla og margir fleiri. Erlendu lista-
mennirnir sem koma fram eru ekki af verri endanum;
Sebestian Tellier frá Frakklandi, Daedelus frá Banda-
ríkjunum, Judith Juillerat frá Sviss, Misc og Ada frá
Köln í Þýskalandi og síðast en ekki síst raftónlistaraðall-
inn Ellen Allien & Apparat frá Berlín. Alls eru þetta um
fjörutíu listamenn sem koma fram þessi þrjú kvöld.
Skartgripir, nudd og nýlist
Hátíðinni er skipt niður á þrjá daga frá kl. 18 á
föstudeginum til kl. eitt aðfaranótt mánudags. Ítarleg
dagskrá verður kynnt á heimasíðu hátíðarinnar,
www.bright-nights.com. Haldnir verða tónleikar á litlu
útisviði á daginn og þar verður tónlist sem hentar veðr-
áttunni spiluð. Einnig verður markaður þar sem margir
af efnilegustu hönnuðum landsins selja varning sinn, en
allt frá skartgripum til nudds verður á boðstólum. Þá
hyggst Nýlistasafnið standa fyrir ýmsum viðburðum s.s.
vídeólistar- og ljósmyndasýningum svo eitthvað sé nefnt.
Upp úr kvöldmat verður tónleikahald fært inn í félags-
heimilið, þar sem haldnir verða magnaðir tónleikar langt
fram á nótt.
Staðsetning og miðaverð
Tjaldsvæðið í Árnesi er steinsnar frá félagsheimilinu
þar sem heitur pottur, grillaðstaða, sturtur og salernis-
aðstaða eru fyrir hendi en einnig er mjög góð sundlaug
um 50 metrum frá svæðinu. Árnes er í Þjórsárdalnum og
staðurinn er rómaður fyrir náttúrufegurð. Um hálftíma
akstur er til Árness frá Reykjavík.
Miðaverð er 7.500 kr. og tjaldstæði er innifalið í verð-
inu. Hægt er að kaupa miða á midi.is, í 12 tónum og í
Smekkleysubúðinni á Laugavegi.
Listamennirnir
Þessir tónlistarmenn hafa staðfest komu sína en búist
er við að fleiri muni bætast í hópinn: Judith Juillerat
(Shitkatapult), Apparat & Ellen allien (Bpitch-control)
Daedelus (Ninja Tune), Sebestian Tellier (Recordmak-
er), Misc. (Sender), Gus Gus, Plat, Dr. Disco Shrimp,
Reykjavik Swing Orchestra, The Fortunes, Steve
Sampling, Frank Murder, Hermigervill, Ruxpin, Silla &
Mongooze, Agzilla, Dj Steinar A., Disco Valante, Dj
Xylic, Worm Is Green, Beatmaking Troopa, Sometime.
Tónlist | Rafræn Reykjavík heldur listahátíð í Árnesi 9.–11. júní
Sveitungi þeirra úr Misc., Ada, mun einnig leika há-
gæðaraftónlist á hátíðinni sem fram fer í júní.
Alþjóðleg
raftónlistar-
hátíð
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Mr. Silla verður á meðal þeirra íslensku tónlistar-
manna sem fram koma á hátíðinni.
Þýski rafdúettinn Misc. verður á meðal þeirra sem
troða upp á tónlistarhátíðinni í Árnesi í júní.
www.bright-nights.com
Leikararnir Charlie Sheen ogDenise Richards segjast nú
vinna að farsælli lausn í skiln-
aðardeilu sinni. Richards sótti um
lögskilnað við Sheen í mars í fyrra
og sagði ástæðuna þá, að Sheen
hefði hótað henni lífláti og ítrekað
heimsótt klámsíður þar sem afar
ungar stúlkur væru sýndar með
ósæmilegum hætti.
Sheen neitaði allri sök en dómari
setti á hann nálgunarbann, að hann
mætti ekki koma nær Richards en
300 fet, eða um 90 metra. Sheen og
Richards hafa nú sent frá sér yfir-
lýsingu þar sem segir að þau vinni
að sáttum.
Þriðjudaginn síðastliðinn sættust
þau á að Sheen gæti heimsótt dætur
sínar undir eftirliti, en þær eru tíu
mánaða og tveggja ára.
Fólk folk@mbl.is
jass á fimmtudögum
Við höldum áfram með
lifandi jass alla fimmtu-
daga í maí á Primavera
í samstarfi við
vínframleiðandann
Castello Banfi.
Í kvöld spilar Óskar
Guðjónsson, ásamt
bróður sínum Ómari og
Tómasi R. Einarssyni
Borðapantanir í síma
561 8555
Í næstu viku:
Trio Jóels Pálssonar
#3: 18. maí
Matseðill
Grilluð hörpuskel á teini með blómkálspurré og humargljáa
Gnocchi með graslauk, ólífum og tómötum
Hægeldaður svínabógur kryddaður með fennel,
chili og hvítlauk
Lime-og ricotta kaka með vanilluís og jarðaberjasalati
kr.5200.-
Mannbætandi og
þrælfyndin rómantísk
gamanmynd með með
Uma Thurman og Meryl
Streep í fantaformi!
Sýnd kl. 8 og 10:20 B.i. 14 ára
Sími - 551 9000
400 KR.
Í BÍÓ
*
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
eeee
VJV, Topp5.is
„...einn útsmognasti, frumlegasti
og vitrænasti spennutryllir ársins“
eeee- SV, MBL
„Pottþétt skemmtun“
eeee-LIB, Topp5.is
„...gleðitíðindi fyrir unnendur
góðra trylla.“ - FGG, Fréttablaðið
Sýnd kl. 8 og 10:20 B.i. 16 ára
eeee
-MMJ kvikmyndir.com
„Pottþétt skemmtun“
eeee
-LIB, Topp5.is
eeee
-MMJ kvikmyndir.com
eee
H.J. mblEins og þú hefur aldrei séð hana áður
Sýnd kl. 6 ÍSL. TAL
eee
JÞP blaðið
-bara lúxus
Bandidas kl. 6, 8 og 10 B.i. 10 ára
Cry Wolf kl. 8 og 10 B.i. 16 ára
Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 6, 8 og 10
Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 6
Prime kl. 5.45 og 8
The Hills Have Eyes kl. 10.10
Skrolla og Skelfir
Á SALTKRÁKU
500krVERÐ Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 10 ára
EFTIRSÓTTUSTU BANKARÆNINGJAR
VILLTA VESTURSINS ERU MÆTTIR
Salma
hayek
pénelope
cruz
S.U.S. XFM
FRÁBÆR GRÍNSPENNUMYND FRÁ
SNILLINGNUM LUC BESSON
ÐA Í FULLUM GANGI • HEIMSFRUMSÝND 19. MAÍ • BÍÓ.IS
Sýnd kl. 6 íslenskt tal
BYGGT Á METSÖLUBÓK ASTRID LINDGREN
Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU
FRÁBÆRT ÆVINTÝRI FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
500krVERÐ
ÍSLENSKT TAL
ÍSLENSKT TAL