Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 135. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Farsi er ekkert grín Flækjur og syndir á fjölum Borgarleikhússins | Menning hjól BANKASTJÓRN Seðlabankans hækkaði stýrivexti um 0,75% í gærmorgun, úr 11,5% í 12,25%. Er þetta 14. vaxtahækkun Seðlabank- ans frá því í maí 2004, þegar stýri- vextir voru 5,30%. Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að ákvörð- unin sé tekin í ljósi þess að verð- bólguhorfur hefðu versnað mjög að óbreyttum stýrivöxtum. Davíð sagði að flestir hagvísar bentu til þess að eftirspurn hefði enn vaxið ört það sem af er árinu. Innflutningur neysluvöru og veltu- tölur bentu til þess að einkaneysla hefði vaxið hratt. „Enn sjást ekki merki þess að hægt hafi á vexti út- lána banka og sparisjóða. Þrátt fyrir fréttir um minnkandi umsvif og einstök dæmi um verðlækkun fasteigna eru enn ekki skýrar vís- bendingar um að íbúðamarkaður- inn sé farinn að kólna.“ Bankastjórar viðskiptabank- anna segja aftur á móti í viðtali við Morgunblaðið að upp á síðkastið hafi dregið úr útlánum bankanna. „Það hefur hægt verulega á um- fangi útlána bankans,“ segir Ing- ólfur Helgason, forstjóri KB banka. „Tölurnar fyrir þennan árs- fjórðung munu bera þess augljós merki, íbúðalánum hefur fækkað og það hefur hægt á útlánum.“ Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að verulega hafi dregið úr útlánum bankans undan- farið. „Það hefur verulega dregið úr útlánavexti hjá okkur, en það tekur alltaf einhvern tíma að vinda ofan af þeim málum sem eru í píp- unum. Það er hins vegar klárlega minni útlánavöxtur hjá okkur núna, einkum á lánum til fyrir- tækja og á íbúðalánum til einstak- linga.“ Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir að þegar aðstæður breytist í sam- félaginu taki það tíma fyrir áhrifin að koma fram, hvort sem um sé að ræða ytri áhrif eins og stýrivaxta- hækkanir eða þá ákvörðun bank- anna að hægja á lánveitingum. Seðlabankinn hækkar stýrivexti í fjórtánda skipti á tveimur árum Sjá ekki merki um að hægt hafi á útlánum Viðskiptabankarnir segja að dregið hafi úr útlánum upp á síðkastið Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is  Vaxtahækkun | Miðopna Í FRAMHALDI af vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands um 0,75 pró- sentustiga hækkun stýrivaxta hefur Glitnir ákveðið að hækka óverðtryggða vexti sína um 0,60– 0,75 prósentustig. Breytingin tek- ur gildi frá og með 22. maí. Í fréttatilkynningu kemur fram að jafnframt hafi Glitnir ákveðið að hækka vexti á verðtryggðum lánum sínum um 0,30 prósentu- stig. Þar með munu vextir nýrra húsnæðislána til viðskiptamanna bankans hækka úr 4,6% í 4,9%. Húsnæðislán Glitnis hækka í 4,9% VAXANDI ótti er nú við borgarastríð með- al Palestínumanna vegna þess að tvær fylk- ingar öryggissveita keppa um völdin á Gaza. Annars vegar eru það liðsmenn nýrra sveita á vegum Hamas, sem ræður ríkis- stjórninni, hins vegar menn í hefðbundnum öryggissveitum en félagar í þeim eru flestir úr Fatah-flokki Mahmoud Abbas forseta. Stjórnleysi og ringulreið hafa ríkt á Gaza undanfarna mánuði og sögðu Hamas-menn að nýju sveitirnar ættu að ráða bót á því ástandi. Liðsmenn beggja sveita gengu í gær um helstu götur Gaza-borgar með hríð- skotariffla um öxl og létu sem þeir sæju ekki keppinautana. Til bardaga kom aðfara- nótt föstudags milli fylkinganna við hús Pal- estínuþings í borginni og særðust tveir menn úr liðinu sem hlýðir skipunum Abbas. Einnig kom til átaka á Vesturbakkanum þegar félagar í vígahópi sem tengist laus- lega Fatah skutu á bíl varaforsætisráðherr- ans Naserdine al-Shaer úr Hamas. Abbas milli tveggja elda Abbas hefur samkvæmt lögum yfirum- sjón með öryggismálum í Palestínu. Emb- ættismenn Abbas segja að hann muni þó ekki beita valdi til að hrekja nýju örygg- issveitirnar á brott frá Gaza af ótta við borgarastríð. En grípi hann ekki til neinna aðgerða gegn þeim á hann á hættu að vera talinn veiklundaður leiðtogi. Liðsmenn nýju sveitanna eru úr röðum Hamas og fleiri vígahópa sem vilja enga samninga við Ísr- aela, andstætt Abbas sem vill leysa deil- urnar með friðsamlegum samningum. Reuters Liðsmaður hinna nýju öryggissveita. Palestínu- menn óttast borgarastríð Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SILVÍA Nótt hlaut ekki náð fyrir augum Evrópubúa þegar for- keppni Evróvisjón fór fram í Aþenu í gærkvöldi. Lag hennar, Congratulations, varð ekki meðal þeirra 10 efstu og því verður Ís- land ekki með í lokakeppninni annað kvöld. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá íslenska hópnum þegar úrslitin lágu fyrir. „Það er ljóst að Aust- ur-Evrópa er í tísku núna,“ segir Selma Björnsdóttir söngkona. „Mörg lög þaðan komast í gegn án þess að eiga það skilið,“ segir Selma. „Ég lít svo á að forkeppnin hér heima sé aðalatriðið og við höld- um henni ótrauðir áfram,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Silvía Nótt hafði ekki erindi sem erfiði í Evróvisjón í Aþenu í gærkvöldi Ísland ekki með í hópi þeirra bestu Morgunblaðið/Eggert Vonbrigðin leyndu sér ekki í svip Silvíu Nóttar þegar úrslitin lágu fyrir í Aþenu í gærkvöldi.  Silvía Nótt | 6 og 67 London. AFP. | Nýtt hneykslismál hrellir nú breska innanríkisráðu- neytið. Embættismenn staðfestu í gær að fimm ólöglegir innflytjendur frá Nígeríu hefðu í gærkvöldi verið handteknir við störf sín sem ræsti- tæknar hjá aðalskrifstofu ráðuneyt- isins í London. Hún ber einmitt ábyrgð á að slíkum innflytjendum sé vísað úr landi. Uppljóstrunin gæti vart komið á verri tíma fyrir innanríkisráðu- neytið en Charles Clarke, fyrrverandi innanrík- isráðherra, var gert að taka pokann sinn í uppstokkun Tony Blairs forsætisráðherra eftir mikinn ósigur Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum nýverið. Við embættinu tók John Reid. Talsmaður Íhaldsflokksins, sem er í stjórnarand- stöðu, lét þetta tækifæri til að koma höggi á stjórnina ekki fram hjá sér fara. „Þetta hefur þróast frá hinu há- leita til hins hlægilega þegar geta innanríkisráðuneyt- isins til að hafa hendur í hári ólöglegra innflytjenda er svo lítil að því tekst jafnvel að ráða þá til að þrífa hjá sér, við skulum gera ráð fyrir að það hafi verið óvart,“ sagði David Davis, talsmaður Íhaldsflokksins í innan- ríkismálum á þingi, í gær. Beint fyrir framan nefið á þeim John Reid innan- ríkisráðherra. Bílar | Einn magnaðasti sportbíll sögunnar  Nýir bílar og nýjar leiðir í rallinu  Tveir nýir í kvartmíluna Íþróttir | Svíar tefla fram sterku liði  Meistararnir gefast ekki upp baráttulaust Bílar og Íþróttir í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.