Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Þetta er tiltölulega nýtt verkeftir Ray Cooney, sem erkannski sá allra flottasti íþessum bransa; í það minnsta hafa leikrit eftir hann verið ógurlega vinsæl hérna,“ segir Egg- ert Þorleifsson mér um Viltu finna milljón? þar sem við sitjum á kaffi- húsi á sólskinsdegi í miðbænum. Íslenskir leikhúsgestir þekkja Cooney fyrir verk eins og Tveir tvö- faldir og Með vífið í lúkunum sem sýnd hafa verið við miklar vinsældir. Flækjur og syndir „Cooney er verkfræðingur og kannski þess vegna að verkin hans eru óhemjuflóknir farsar, saman- súrraðir eins og burðarþolsteikn- ingar. Söguþráðurinn í þessu verki er eins og yfirleitt gerist í försum: óbærilegir hlutir henda venjulegt fólk,“ útskýrir Eggert. „Farsar fjalla yfirleitt um ein- hverja af dauðasyndunum: losta, græðgi og allt þetta. Þetta verk tek- ur á græðginni, en án þess að ljóstra of miklu upp hefst sagan á þá leið að persóna í leikritinu tekur í mis- gripum tösku með umtalsverðu magni af peningum. Hann reiknar með að peningarnir séu illa fengnir, og telur sér því frjálst að eigna sér þá, en peningarnir hafa auðvitað til- heyrt mönnum sem kalla ekki allt ömmu sína. Við það að láta undan þessari dauðasynd og eigna sér inni- hald töskunnar fer svo auðvitað af stað ferli sem ekki nokkur mann- eskja gæti ráðið við.“ En af hverju þetta verk? Er kannski verið að deila á græðgi landans á tímum hækkandi skulda og gengissveiflna? Nei, ástæðan er allt önnur, segir Eggert: „Þetta verk er valið af þeirri einföldu ástæðu að Íslendingum finnst of- boðslega gaman að fara á farsa. Fólki finnst svo gaman að hlæja og skemmta sér, og það er nú bara það, sem er hið göfuga markmið með því að setja upp farsa,“ segir Eggert glettinn. Allt á heljarþröm Þó farsinn sem leikform virðist léttur í meðförum, með ys og þys og gríni, þá er formið vandmeðfarið. – Það er ekkert grín að gínast: „Já, þetta er voðalega vandmeðfarið,“ segir Eggert. „Það verður að geir- negla alltsaman, því um leið og leik- urinn fer að slappast eða truflast dettur hún niður, spennan sem gerir farsann svo skemmtilegan. Farsar eru ofboðslega hættulegir, í sögunni er yfirleitt allt á heljarþröm að fara beina leið til helvítis! Bygging góðs farsa er flókin og mikið verk að láta allt falla saman svo að verkið takist á loft og virki, fyrir utan hvað er of- boðslega leiðinlegt að æfa farsa.“ Ég skelli auðvitað uppúr, að heyra að einum ástsælasta gam- anleikara þjóðarinnar geti þótt leið- inlegt í vinnunni, og verð að spyrja nánar út í hvað sé svona leiðinlegt við að æfa farsa: „Eftir tvo daga af æfingum er maður búinn að gleyma hvað maður sá fyndið við verkið þegar maður las það fyrst,“ gantast Eggert. „Svo fara menn bara að vinna eins og verkfræðingar að því að gera verkið fyndið: – „er þetta fyndið svona?“ – „nei, þetta er ekki fyndið svona.“ Þetta er auðvitað fá- ránleg staða, fólk er allan daginn að tala um hvað er fyndið og hvað ekki og engum stekkur bros á vör í einn og hálfan mánuð!“ En svo verður andinn allt annar þegar sýningar hefjast og áhorf- endur eru komnir í salinn: „Áhorf- andinn er í rauninni einn mikilvæg- asti leikarinn í farsa og viðbrögð hans gera verkið skemmtilegt. Án áhorfenda er þetta ofboðslega leið- inlegt, erfitt og þreytandi að æfa farsa. Og svo er það allt öðruvísi í farsa en í venjulegu leikriti, að mað- ur verður alltaf að nota eðlishvötina. Þegar menn lenda, eins og söguhetj- urnar, í svona hræðilegum kring- umstæðum hafa þeir aldrei tíma til að hugsa heldur bregðast bara við með því fyrsta sem þeim dettur í hug. Að æfa farsa er eins og hálf- gerð þolfimi, maður er einhvernveg- inn á tánöglunum allan daginn og enginn hlær –það er það erfiðasta.“ Landslið grínara Eggert er aðeins einn úr úrvals- liði gamanleikara sem taka þátt í uppfærslunni. Gísli Rúnar Jónsson þýðir verkið, sem á frummáli heitir Funny Money, og Þór Túliníus leik- stýrir. Auk Eggerts koma fram Helga Braga Jónsdóttir, Marta Nordal, Þórhallur Sigurðsson, Berg- ur Þór Ingólfsson, Gunnar Hansson, Guðmundur Ólafsson og Theodór Júlíusson. „Þetta er ágætis uppstill- ing. Eins og þeir segja í íþrótta- heiminum er þetta sigurstranglegt lið; þykir góð blanda að stilla upp í bland eldri boltum sem standa vörn- ina og nokkrum léttum ungum.“ HELGI Vilberg sýnir um þetta leyti 10 ný málverk í Jónasar Viðars Gall- eríi á Akureyri. Helgi var virkur á sýningarvettvangi á árum áður. Þar hefur lítið borið á honum undanfarið en hann hefur haft í nógu að snúast sem skólastjóri Myndlistarskólans á Akureyri um þriggja áratuga skeið. Margir þekktir málarar af yngri kyn- slóð, Akureyringar að uppruna, hófu nám undir leiðsögn Helga sem kennt hefur málun og ýmis undirstöðuatriði myndlistar ásamt því að stýra skól- anum. Nýju verkin sýna að hann hefur engu gleymt. Þar bregður hann á leik með myndræna þætti: lit, línu og form og vinnur út frá hughrifum í náttúrunni líkt og titlar verkanna gefa til kynna. Þau einkennast af ið- andi hreyfingu á myndfletinum (akrýl á striga). Helgi gæðir flötinn lífi með ólgandi pensilskrift, þar sem litafletir dansa um myndrýmið, auk þess sem hann býr til mismunandi áferð með því að skrapa sums staðar í máln- inguna. Hann leggur ekki mikla áherslu á dýpt: form leysast upp og myndin byggist fyrst og fremst á meðferð litarins. Verkin eru á mörk- um hins hlutbundna og óhlutbundna en dæmi um hið síðarnefnda er „Septemberhljómur“ þar sem Helgi vinnur með haustliti. Þar er mynd- flöturinn mettur og undirliggjandi tónar skína í gegnum efri litalög. Myndin miðlar nokkrum tjáning- arþunga. „Jökulskjöldur“ ber með sér meiri léttleika: litir eru ljósari og myndflöturinn opnari auk þess sem myndin skírskotar til ákveðinna for- ma í náttúrunni. Þar byggir Helgi flötinn upp með fölum gráum og gul- brúnum tónum og „lyftir“ myndinni með sterkum bláum lit. Færni Helga sem málara og næm tilfinning hans fyrir hinu „maleríska“ nýtur sín innan þeirrar ljóðrænu af- strakthefðar sem hann sækir til. Gaman væri að sjá stærri verk eftir hann þar sem tjáningarkrafturinn og hinn létti leikur, svo sem greina má í áðurnefndum verkum, gæti þróast áfram. Helgi nær fram ljúfum nátt- úrustemmningum með fínlegu lita- samspili. Að mínu mati mætti hann vera ögn djarfari í litameðferð og leyfa lítt blönduðum litum að leika lausum hala í meira mæli um mynd- flötinn. Myndirnar mynda góða heild í gall- erírýminu. Þær bera vitni um fag- mennsku Helga, hreina málaragleði – sem verður æ sjaldséðari nú á dögum – og næma tilfinningu fyrir síbreyti- leika náttúrunnar. Náttúruhrif MYNDLIST Jónas Viðar Gallerí Til 21. maí 2006. Helgi Vilberg „Septemberhljómur“ eftir Helga Vilberg, 80x120 cm, akrýl á striga. Anna Jóa eftir Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar Leikarar: Helga Braga Jóns- dóttir, Eggert Þorleifsson, Þórhallur Sigurðsson, Marta Nordal, Bergur Þór Ingólfs- son, Guðmundur Ólafsson, Gunnar Hansson og Theodór Júlíusson Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Búningar: Stefanía Adolfs- dóttir Leikmynd: Sigurjón Jóhanns- son Hljóð: Jakob Tryggvason Tónlist: Sniglabandið Textahöfundur: Jónas Friðrik Guðnason Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir Leikstjóri: Þór Tulinius Viltu finna milljón? Í Borgarleikhúsinu verður í kvöld frumsýndur farsinn Viltu finna milljón? Ásgeir Ingvarsson ræddi við Eggert Þorleifsson um verkið og hve pínlegt það er að setja upp gamanleikrit. Farsi er ekkert grín „Þetta er auðvitað fáránleg staða, fólk er allan daginn að tala um hvað er fyndið og hvað ekki og engum stekkur bros á vör í einn og hálfan mánuð!“ Eggert Þorleifsson um hvernig það er að æfa farsa. Morgunblaðið/Kristinn Þórhallur Sigurðsson (Grettir) og Eggert Þorleifsson (Haraldur) á viðkvæmu augnabliki í Viltu finna milljón? asgeiri@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.