Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 49
Faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og lang- afi, BJARNÞÓR KARLSSON, Einimeli 19, Reykjavík, sem varð bráðkvaddur laugardaginn 13. maí, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 19. maí kl. 15:00. Að ósk hins látna eru blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Guðrún Bjarnþórsdóttir, Guðmundur Hermannsson, Karl Bjarnþórsson, Harald P. Hermanns, Þórunn Símonardóttir, Þóroddur F. Þóroddsson, barnabörn og barnabarnabarn. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 49 MINNINGAR ✝ Ólína Ása Þórð-ardóttir fæddist á Grund á Akranesi 30. nóvember 1907. Hún lést á Dvalar- heimilinu Höfða á mæðradaginn, hinn 14. maí síðastliðinn, 98 ára að aldri. For- eldrar hennar voru Emilía Þorsteins- dóttir frá Grund og Þórður Ásmunds- son, útgerðarmaður frá Háteigi á Akra- nesi. Systkini Ólínu eru Hans Júlíus, f. 1909, Steinunn, f. 1910, lést í æsku, Ragnheiður, f. 1913, Steinunn, f. 1915, Arndís, f. 1917, Ingibjörg Elín, f. 1920, Þóra, f. 1922, og Emilía, f. 1927. Eftirlif- andi eru Arndís, Ingibjörg Elín og Emilía. Ólína ólst upp í foreldra- húsum á Grund, á Háteigi og síðar á Vesturgötu 47 á Akranesi. Hinn 8. ágúst 1931 giftist Ólína Ólafi Frímanni Sigurðssyni fram- kvæmdastjóra frá Sýruparti á Akranesi, f. 23. mars 1903, d. 28. mars 1991. Foreldrar hans voru Sigurður Jóhannesson formaður í Sýruparti og kona hans Guðrún Þórðardóttir. Ólafur starfaði m.a. hjá Lofti Loftssyni og Þórði Ás- mundssyni í Sandgerði, hjá Bjarna þrjá syni, Ingólf Geir, Þórð og Stefán Orra, sem lést 13. maí 1977. Barnabörnin er fimm. 6) Gunnar, f. 26. nóv. 1945, kvæntur Ragnheiði Jónasdóttur. Þau eiga þrjú börn, Hrafnhildi, Ólaf Frí- mann og Magneu Guðrúnu. Barnabörnin eru þrjú. 7) Ólafur Grétar, f. 16. jan. 1948, kvæntur Dóru Guðmundsdóttur. Þau eiga þrjú börn, Ólöfu Unu, Þórð Emil og Stefán Orra. Barnabörn þeirra eru fjögur. Afkomendur Ólínu Ásu og Ólafs Frímans eru því 58 að tölu. Þau Ólína og Ólafur bjuggu all- an sinn búskap, um 60 ár, á Vest- urgötu 45; fyrstu 15 árin í góðu sambýli með öðrum fjölskyldum og skyldmennum, en nokkru eftir að Ólafur lést, þá bjó Ólína í nokk- ur ár í skjóli Sigurðar og Mar- grétar í Deildartúni 2. Seinustu árin bjó Ólína á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi, þar sem hún undi hag sínum mjög vel. Ólína stundaði nám við Verzl- unarskóla Íslands og hún veitti um skeið forstöðu verslun Þórðar Ás- mundssonar. Hún tók virkan þátt í sjálfboðaliðastarfi sjúkravina Rauða krossins á Akranesi og hún var heiðursfélagi Kvenfélags Akraness. Lengst af var hún þó með opið hús á Vesturgötu 45 og Deildartúni 2 þar sem hin stóra fjölskylda hennar, frændfólk og vinir hittust daglega. Útför Ólínu Ásu verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ólafssyni og Co. en verslaði síðan í Frón áður en hann hóf störf við fyrirtæki tengdaföður síns, Heimaskaga hf. og Ásmund hf. Síðustu starfsárin var hann einnig hjá Síldar- og fiskmjölsverksmiðju Akraness hf. Ólína og Ólafur eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Þórður, f. 11. okt. 1931, d. 8. nóv. 1936. 2) Sigurður, f. 21. sept. 1933, kvæntur Margréti Ár- mannsdóttur. Hún lést 1. febrúar 2004. Þau eignuðust fjögur börn, Ólaf Frímann, Margréti Sólveigu, Emilíu Petreu og Ólínu Ásu. Barnabörn Sigurðar og Mar- grétar eru sex talsins. 3) Ragn- heiður, f. 6. jan. 1935, gift Baldri Ólafssyni. Þau eiga þrjú börn, Ólínu Ásu, Gyðu og Ólaf Gísla. Barnabörn Ragnheiðar og Bald- urs eru sjö talsins og fjögur barna- barnabörn. 4) Þórður Helgi, f. 5. jan. 1937, kvæntur Sonju Hansen. Þau eiga tvö börn, Styrmi og Guð- rúnu en Þórður átti áður Jórunni Ellu. Barnabörnin eru þrjú. 5) Ás- mundur, f. 25. nóv. 1938, kvæntur Jónínu Ingólfsdóttur. Þau eiga Nú þegar sumarið gengur í garð kveður elskuleg tengdamóðir mín þennan heim 98 ára að aldri. Mig langar að minnast hennar nokkrum orðum og þakka fyrir samfylgdina í þau 40 ár sem við höfum þekkst og einnig fyrir vináttuna, sem aldrei hef- ur borið skugga á. Það myndast stórt tómarúm í hjarta okkar allra þegar „ættmóðir- in“ hverfur á braut, en svona er lífið, að fæðast og deyja það er lífsins saga, og þú orðin þreytt og reyndar södd lífdaga. Þú stýrðir af stórhug þínu fjölmenna heimili, sem frekar mætti kannski kalla félagsheimili, því þar var ávallt fullt af fólki og allir vel- komnir, fjölskyldan stór, vinirnir margir og hugurinn góður. Þú varst ljóðelsk og vitur kona, sem gafst börnunum þínum og barna- börnum marga viskusteina með sér út í lífið. Þú vitnaðir svo oft til ljóð- skáldanna þegar þér lá eitthvað mikið á hjarta. Mér er svo minnisstætt þeg- ar þú sagðir að ungt fólk ætti, áður en það færi að skoða heiminn, að eyða nótt í sveitinni, helst einsamalt, um það bil þegar lengstur væri sólar- gangur. Þú hafðir ung verið sumar- tíma hjá vinafólki þínu á Sturlureykj- um í Reykholtsdal, en hafðir farið ein á hestbaki upp að Arnbjargarlæk, að mig minnir. Um miðja nóttina, þegar sólin var enn á lofti, hafðir þú orðið fyrir slíkum áhrifum, að þú fórst af baki hestinum og lagðist á jörðina og heillaðist svo af sveitinni og allri um- gjörðinni að þú þreyttist aldrei á að lýsa þeirri sýn fyrir unga fólkinu. Einnig hafðir þú í sveitinni heillast svo af hestunum að ekkert farartæki komst þar í hálfkvisti. Það var dæmi- gert að ein þín síðasta lýsing áður en andinn yfirgaf þig, var að fara með „Kvöld í sveit“ eftir Guðmund Guð- mundsson skólaskáld: Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit. Komið er sumar, og fögur er sveit. Sól er að kveðja við bláfjalla brún, brosa við aftanskin fagurgræn tún. Seg mér, hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri sveit! Það var mikil gæfa að fá að kynn- ast þér, elsku tengdamóðir. Blessuð sé minning þín. Jónína Ingólfsdóttir. Nú þegar ég kveð tengdamóður mína Ólínu Ásu Þórðardóttur (Lollu á Grund) vil ég þakka henni fyrir sam- fylgdina. Tengdamóðir mín var mik- ilhæf kona, greind og bókelsk, en fyrst og fremst var hún mannvinur. Hún bar lotningu fyrir lífinu og öllu sköpunarverki Guðs enda lífsreynd, hafði þurft að sjá á bak barni, barna- barni systur og fleirum nánum á barnsaldri. Hún fór aldrei í mann- greinarálit heldur virti alla jafnt, hvernig sem ástatt var hjá þeim á lífs- ins braut. Það vakti strax athygli mína þegar ég kom á Akranes hvað margir sem kallaðir eru minnimáttar komu í kaffi til tengdaforeldra minna, sumir jafn- vel daglega. Hjá þeim áttu allir at- hvarf. Lolla var sérstaklega góð amma og barnabörnin sóttu mikið til ömmu. Nokkrum dögum fyrir andlát- ið þegar mikið var dregið af henni bað hún barnabörnin sem stödd voru hjá henni að muna að vaka eina íslenska sumarnótt. Hún minntist þess oft að hún sem ung kona hafði verið ein á ferð á hestbaki uppi í Reykholtsdal um sumarnótt og fallið í stafi yfir ís- lenskri náttúru. Lolla var skemmtileg kona og sér- staklega hnyttin í tilsvörum. Síðustu árin bjó hún á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi og undi hag sínum vel og dásamaði oft heimilið og þá sem þar vinna. Kæra samstarfsfólk á Höfða, þakka ykkur fyrir alla þá vinsemd og virðingu sem þið sýnduð tengdamóð- ur minni. Elsku Lolla mín, megir þú hvíla í friði. Sonja Hansen. Nú þegar farfuglarnir eru komnir og gróðurinn að taka við sér gengur í garð uppáhaldsárstími ömmu Lollu, sem kvaddi þennan heim sl. sunnu- dag í hárri elli. Aldurinn skipti hana þó aldrei máli, nema þegar hún varð þrítug, þá fannst henni hún verða fjörgömul, en síðan velti hún þessu ekki frekar fyrir sér. Hún naut hvers dags og sagði að aldur væri fyrst og fremst hugarástand. Við fráfall hennar er margs að minnast og þakka, hún var ekki ein- asta amma okkar, heldur einn okkar tryggasti vinur og ráðgjafi. Hún var ráðagóð og víðsýn, réttlát og heiðar- leg. Hún tók þó aldrei ákvarðanirnar fyrir okkur heldur lét okkur fljótt skiljast að við yrðum að vita hvað við vildum, segja hug okkar og standa fyrir máli okkar. Sjálf var hún skjót til svars og oft einstaklega hnyttin í tilsvörum. Þegar við vorum aðeins nokkurra ára fór hún með okkur, elstu barna- börnin, til Reykjavíkur í menningar- reisu, í Þjóðleikhúsið á barnaleikrit og í göngu um höfuðborgina. Þessar ferðir eru ógleymanlegar. Hún hvatti okkur eindregið til að ferðast til að eiga góðar minningar til að ylja okkur við. Sjálf kærði hún sig þó lítið um að ferðast í flugvél og gerði það helst ekki, en ferðalög með skipi þóttu henni eftirsóknarverð, en allra helst vildi hún ferðast á hestbaki. Minntist hún oft ferðar sem hún fór ung að aldri ein á Jónsmessunótt milli bæja í Borgarfirði á hestbaki. Þessi nótt var henni algjörlega ógleymanleg. Nokkrum dögum áður en hún dó var hún enn að minnast þessa reiðtúrs og um leið að leggja okkur lífsreglurnar og segja okkur að ferðast meðan við hefðum heilsu og krafta til og vaka eina íslenska sumarnótt í kringum Jónsmessu. „Mikil heimisins undur (eins og hún sagði oft) eru bjartar ís- lenskar sumarnætur fallegar.“ Heimili hennar og afa stóð öllum ævinlega opið. Þar var mikill gesta- gangur alla tíð og oft glatt á hjalla. Hvern virkan morgun var svokallað hálftíu kaffi sem menn vissu af og mættu ef mögulegt var. Þar skiptust menn á skoðunum og stundum var hart deilt um menn og málefni en allir kvöddust þó sáttir. Við minnumst margra slíkra stunda, margt var rætt og skrafað, mikið hlegið, tekist á við lífsgátuna og mörg málin leyst. Allir gestir voru aufúsugestir, þeir skiptu öllu máli og gert var vel við þá. Það virtist aldrei vera mál að bæta manni eða mönnum við í mat og kaffi, alltaf fagnaðarefni að fá fleiri við borðið. Hún hafði lag á því að láta alla njóta sín – smáa sem stóra – allir áttu sinn sess hjá ömmu og hver og einn fékk að fara á kostum og alltaf var pláss. Hún hélt fólkinu sínu saman og hvatti okkur til hittast og njóta sam- verustunda. Síðustu árin bjó hún á Dvalarheim- ilinu Höfða á Akranesi. Þar naut hún frábærrar umönnunar. Nærgætnin, virðingin og hlýjan sem henni var sýnd af starfsfólkinu þar var einstök og vill fjölskyldan við þetta tækifæri þakka öllu því góða fólki fyrir elsku- semi í hennar garð. Að leiðarlokum þökkum við af heil- um hug fyrir að hafa átt hana ömmu að og mikil heimsins undur eigum við eftir að sakna hennar. Ása, Gyða og Óli Gísli. Nú er gengin til hinstu hvílu merk- iskonan hún amma mín. Ég kom oft í heimsókn til hennar og afa upp á Skaga sem barn. Á heimili ömmu og afa var andrúmsloft sem var engu líkt. Alltaf fullt af fólki og fjörugar umræður. Það var eins og alltaf væri nægur tími til að taka á móti gestum og óþrjótandi veitingar sama hversu margir komu. Sem dæmi má nefna að einu sinni á unglingsárum mínum var ég í skólaferðalagi og var ferðinni heitið upp í Borgarfjörð. Við komum við á Skaganum og ég fékk að heilsa upp á hana ömmu mína. Þegar hún frétti að með mér væru um 50 skóla- systur mínar í rútu fyrir utan húsið bauð hún þeim öllum inn, sendi mig út í búð og bauð svo öllum upp á veit- ingar. Ég man hvað ég var stolt af því að eiga svona frábæra ömmu. Hún amma Lolla vissi nákvæmlega hvað skipti máli í lífinu. Að rækta sam- bandið við fólkið í kringum sig en eyða ekki óþarfa tíma í dauða hluti. Hún hafði sérstaka nærveru sem gerði það að verkum að öllum leið vel nálægt henni. Fordómalausari mann- eskju hef ég aldrei kynnst. Hún kom eins fram við alla og sýndi öllum sömu virðingu. Það var samt engin lognmolla í kringum hana ömmu mína. Hún hafði sterkar skoðanir og lét þær í ljós. Hún hafði ríka réttlæt- iskennd og sveið allt óréttlæti. Það var svo gott að tala við ömmu. Hún var hlý og umhyggjusöm. Hún var líka víðsýn og benti oft á aðrar hliðar á umræðuefninu. Samvera mín við ömmu var mjög gefandi hún var mér sterk fyrirmynd og mótaði mig sem manneskju. Fyrir það verð ég ævin- lega þakklát. Móðir mín minnist þess með hlýju hversu vel amma Lolla tók á móti henni og mér þegar ég fæddist. Amma hjálpaði mömmu líka mikið og gætti mín um mánaðartíma þegar ég var á fyrsta ári og oft veik. Fyrir unga einstæða móður var það ómetanleg hjálp. Hvíl í friði, elsku amma. Þín Jórunn Ella. Nú þegar leiðir okkar ömmu Lollu skilur í bili langar mig til að minnast hennar með nokkrum orðum. Amma var alltaf einstaklega falleg kona bæði á líkama og sál. Hún hafði alltaf það lífsmottó að setja sjálfa sig í spor annarra og dreifa kærleika sínum til allra sem á vegi hennar urðu. Amma átti stóra fjölskyldu og sóttumst við öll eftir félagsskap hennar fram á hennar síðasta dag. Hún var einlæg, skemmtileg, með mikla réttlætis- kennd, heiðarleg og glaðlynd. Lífs- viðhorf ömmu voru gott veganesti út í lífið fyrir okkur öll sem þekktum hana. Mig langar að þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman, það er ekki svo lítil gjöf frá Guði að hafa átt þig að, elsku amma. Í barnaskóla var ég látinn skrifa sögu, sem þykir víst ekkert merkileg nú á dögum, en mér fannst þessi saga ansi mikilvæg þá, og langar mig til þess að láta hana verða mína kveðju til þín elsku amma mín: „Einu sinni var lítill strákur sem fór heim til sín en þar var enginn heima. Þá fór hann bara til ömmu sinnar því hún var allt- af heima.“ Þórður Ásmundsson og fjölsk. Ástkær föðursystir okkar Ólína Ása Þórðardóttir frá Grund er látin tæplega 99 ára að aldri. Hún bjó síð- ustu árin á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Lolla frænka eins og hún var kölluð í fjölskyldunni var mikil ættmóðir, umhyggjusöm, gestrisin, trygg og skemmtileg kona. Hún sýndi okkur börnunum í ætt- inni mikinn áhuga og væntumþykju og var gaman að heimsækja hana bæði sem barn og síðar sem fullorðin. Þá var oft spjallað yfir kaffibolla og málin rædd, því hún vildi fylgjast með því sem við vorum að gera. Þau hjón- in Lolla og Ólafur Frímann voru höfðingjar heim að sækja og átti Lolla það til að setjast við píanóið og spila og Ólafur söng með sinni háu raust. Á þessum tíma var meira næði til að gleðjast og rækta ættar- og vina- tengsl. Eitt minningarbrot skýst upp í hugann sem lýsir Lollu frænku vel. Við erum stödd í eldhúsinu á Vest- urgötu 45, Lolla við eldavélina og er að hella upp á könnuna og baka pönnukökur í leiðinni, því hún á von á gestum, frændfólki úr sveitinni. Það vekur aðdáun og undrun hve snögg hún er í hreyfingum og bakar á þrem- ur pönnukökupönnum í einu, þetta var eitthvað nýtt, þvílík vinnuhag- ræðing. Skömmu síðar eru gestirnir sestir við borðið og þá gafst tími til að spjalla og spyrja frétta úr sveitinni. Hugurinn reikar til bernskuáranna á Akranesi í landi Grundar við Vest- urgötu 41-47 þar bjó fjölskyldan í fjórum húsum í röð: Fyrst kom Ragn- heiður og fjölskylda , síðan Júlíus og fjölskylda, Ólína og fjölskylda og síð- ast amma Emilía og Peta frænka á nr. 47. Yngri systurnar; Steina, Ing- ella, Adda og Þóra bjuggu annars staðar í bænum og Emilía yngsta systirin í Hafnarfirði. Það var líf og fjör og samgangur mikill á milli þessara heimila.Við systkinin börn Júlíusar ólumst upp í þessu samfélagi meðal ættingja og vina og var samheldnin og vináttan mikil milli barna og fullorðinna. Af- komendur systkinanna á Grund halda vel saman enn þann dag í dag með ýmsu móti, með frænkuklúbbum og ættarmótum sem er afkomendun- um mjög dýrmætt. Að leiðarlokum viljum við systkin- in þakka Lollu frænku samfylgdina, umhyggjuna og tryggðina sem hún sýndi okkur og fjölskyldum okkar alla tíð.Við vottum Didda, Röddu, Dadda, Ásmundi, Gunnari og Óla og fjölskyldum þeirra samúð og erum þakklát og stolt að hafa átt Lollu fyrir frænku. Við teljum að við minnumst hennar og forfeðranna á Grund best með því að rækta vináttu og frænd- semi og sýna hvert öðru áhuga og at- hygli eins og svo ríkt var hjá þessu fólki. Blessuð sé minning Lollu frænku. Edda, Ragnheiður, Emilía, Þórður, Dísella og Gunnhildur. ÓLÍNA ÁSA ÞÓRÐARDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Ólínu Ásu Þórðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Höfundar eru: Emilía, Þorsteinn, Margrét , Petrea og Inga Svava Ingólfsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför STEFANÍU INGIBJARGAR SNÆVARR. Aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.