Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Magnús ÁgústTorfason fædd- ist í Hvammi í Hvít- ársíðu 3. apríl 1945. Hann varð bráð- kvaddur 8. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Torfi Erlingur Magnús- son, bóndi í Hvammi, f. 17. nóv- ember 1897, d. 15. janúar 1983, og Jó- hanna Egilsdóttir, húsfreyja í Hvammi, f. 15. apríl 1900, d. 30. janúar 1987. Systkini Magnús- ar eru: 1) Guðlaugur, f. 12. apríl 1930, d. 13. júní 1996, maki Stein- unn Anna Guðmundsdóttir, f. 1931, þau eiga fimm börn og átta barnabörn. 2) Svanlaug, f. 7. maí 1934, maki Ásgeir Þór Óskarsson, f. 1935, þau eiga þrjár dætur og fimm barnabörn. Magnús kvæntist 26. október 1973 Steinunni Thorsteinson, ljós- móður, f. 12. janúar 1950. Börn þeirra eru: 1) Rósa, f. 10. apríl 1974, sam- býlismaður David Reimer, f. 28. nóv- ember 1975. 2) Torfi, f. 8. ágúst 1977, sambýliskona Eva Sveinbjörns- dóttir, f. 28. ágúst 1977. Dóttir þeirra er Íris, f. 13. maí 2004. Magnús lauk námi frá Reykholts- skóla árið 1962 og fór þá í Iðnskól- ann í Reykjavík þar sem hann lærði rafvélavirkjun. Hann starf- aði á ýmsum verkstæðum í Reykjavík, Garðabæ og Kaup- mannahöfn, varð meistari í iðn- inni og hóf eigin rekstur í Mögnun í Ármúlanum árið 1973. Útför Magnúsar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Það voru stoltir foreldrar sem lögðu af stað til Bandaríkjanna til að vera viðstaddir doktorsvörn Rósu dóttur sinnar við Chapel Hill-háskól- ann í Norður-Karólínu. Gleðin skein úr augum þeirra hjóna og eftirvænt- ingin mikil. Aldrei þessu vant rigndi, drungi og myrkur grúfði yfir borg- inni. Á einu augabragði breyttist allt eins og hendi væri veifað. Magnús var látinn. Eftir sátu mæðgurnar Stein- unn systir mín og Rósa, einar í fjar- lægu landi, langt í burtu frá ástvinum og fjölskyldu. Engin faðmlög að heiman, engin snerting, aðeins hugg- un gegnum síma. Frá fyrsta degi var Magnús klett- urinn í fjölskyldunni og alltaf til stað- ar. Hann birtist okkur sem traustur, þögull og ósérhlífinn maður sem gerði ekki mál úr smámunum. Í hans huga voru ekki til vandamál, heldur verkefni sem þurfti að leysa. Snögg handbrögð og vandvirkni einkenndu allt það sem hann tók sér fyrir hend- ur. Hann bjó yfir verkþekkingu bónd- ans, enda fæddur og uppalinn í sveit, frá Hvammi í Hvítársíðu í Borgar- firði. Sögð orð stóðu. Það skipti ekki máli hver átti í hlut, fjölskyldan, vinir eða viðskiptavinir, heilindi voru hon- um í blóð borin. Magnús var höfðingi heim að sækja í orðsins fyllstu merkingu. Mikil gleði einkenndi nærveru hans á góðum stundum. Þá var hann hrókur alls fagnaðar og hafði einstakt lag á að hrífa aðra með sér. Magnús var lánsamur í lífinu og þau hjón voru afar samhent. Það sem skipti mestu máli voru börnin tvö, Rósa og Torfi, tengdabörnin David og Eva og afabarnið litla, sólargeislinn Íris. Það er skarð fyrir skildi við fráfall Magnúsar og sárt að þurfa að kveðja góðan dreng. Mitt í sorginni hlaut Rósa það erfiða hlutskipti að verja doktorsritgerð sína í skugga fráfalls föður síns, honum til heiðurs, í minn- ingu hans. Eftir sitja ljúfar og ógleymanlegar stundir sem eiga eftir að ylja okkur um ókomna framtíð. Við kveðjum Magnús með virðingu og söknuði, klettinn sem fyrir rúmum þrjátíu ár- um vann hug og hjarta systur minnar og fjölskyldunnar allrar. Megi algóður Guð veita þeim styrk og blessun í sorg og söknuði. Birgitta Thorsteinson. Nú þegar hann Maggi mágur er horfinn á braut koma margar minn- ingar tengdar honum upp í huga mér. Minningar bæði tengdar Mögnun sf. rafmagnsverkstæðinu hans í Ármúl- anum en þar hef ég eytt mörgum góð- um stundum í gegnum tíðina og minningar úr bernsku minni þegar Maggi og Steina systir fóru með mig upp í Hvamm til foreldra Magga í fyrsta skiptið með rútu og náð var í okkur í Reykholt á splunkunýrri VW- bjöllu M-201 árgerð 1973. Ferðirnar urðu svo fleiri eftir að þau eignuðust Novuna. Þessar ferðir urðu svo auð- vitað til þess að ég tengdist foreldrum Magga og var hjá þeim í sveit í fyrstu og síðar hjá Guðlaugi bróður hans og Steinunni konu hans en öll árin í Hvammi skipa stóran sess í mínu lífi og hefði ég alls ekki viljað missa af þeim. Í sveitinni var ég í fyrstu þekkt- ur sem mávur hans Magga en þegar ég varð aðeins eldri og skildi merk- ingu orðsins þá varð ég mágur hans Magga því allir vissu jú hver Maggi var þótt hann væri reyndar alltaf kall- aður Ágúst í sveitinni. Maggi var allt- af glaðlyndur og aldrei man ég eftir að hafa hitt hann illa fyrir kallaðan og alltaf var stutt í húmorinn. Mér er minnisstætt þegar við systkinin vor- um í útilegu í Galtalæk árið 1994 en þá var í för með þeim Magga og Steinu þýsk unglingsstúlka og Maggi eyddi miklum tíma í að útskýra fyrir henni að það væri alveg sama hvert í heiminum þú færir, alls staðar væri fólk hrætt við hákarla en á Íslandi væru þeir étnir. Íslendingar borða hákarla. Um leið og ég votta fjölskyldu þinni, henni Steinu systur minni og börnunum ykkar þeim Rósu og Torfa og mökum þeirra mína dýpstu samúð þá sendi ég þér mína hinstu kveðju og óska þér velfarnaðar á nýjum stað. Steingrímur Árni Thorsteinson. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú og aldrei svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (M. Joch.) Nýleg ljósmynd af frænda okkar þar sem hann dansar í afmælisveislu, svo unglegur og vel á sig kominn, gæti verið fertugur, hugsuðum við. Snögglega er klippt á lífsþráðinn og svo óraunverulegt að Ágúst sé farinn og við sem gáfum okkur svo sjaldan tíma til að hafa samband, héldum allt- af að tíminn væri nægur. Ótal minningar eru tengdar okkar yndislega frænda, bróður pabba. Minningin um hann er samofin upp- vexti okkar, hann var alinn upp á sama bæ og átti þar heima fram til tvítugsaldurs. Við minnumst eftir- væntingar og tilhlökkunar þegar von var á honum og Svönu föðursystur okkar í heimsókn úr Reykjavík í jóla- og páskafríum eða við önnur tæki- færi. Við biðum eftir því að sjá bíl- ljósið í fjarska nálgast og okkur fannst líða óratími þangað til þau voru komin heim. Aldrei fengum við aðrar eins jólagjafir og frá Ágústi, framandi leikföng eða fatnað og alltaf valið það vandaðasta og fallegasta. Við kepptumst um að ná athygli Ágústs frænda og oft þótti okkur hann sofa helst til lengi út, sátum þá í ömmutröppum og biðum þess að hann vaknaði. Hann var örverpi afa og ömmu sem höfðu eignast hann langt komin á fimmtugsaldur og amma vildi sjálfsagt tala meira við hann þegar hann kom í heimsóknir en við sátum um hann, fengum hann til að spila við okkur og taka þátt í leikj- um okkar. Ágúst sýndi okkur tak- markalausa þolinmæði og skipti sjaldan skapi. Hann var hjálpsamur og greiðvikinn og hjálpaði pabba mik- ið við viðgerðir á vélum og tækjum. Eftir því sem árin liðu uppgötvuð- um við að hann var aðeins nokkrum árum eldri en við en meðan maður er ungur finnst manni þeir sem eldri eru vera svo miklu miklu eldri. Þrátt fyrir annir í fyrirtækinu var gott að leita til frænda með bilaða bíla og ýmiss konar hjálp og áttum við hann oft að, allt var sjálfsagt. Það skal nú þakkað þótt seint sé. Ágúst fékk snemma áhuga á ferða- lögum og ferðaðist ásamt fjölskyldu sinni bæði innanlands og utan. Hvort sem þau birtust á Ítalíu eða á Norður- landi var gaman að hitta þau. Við erum þakklátar fyrir, þó allt of fáar, samverustundir hin síðari ár. Afi, amma og pabbi hafa tekið vel á móti honum og eflaust eru þeir bræð- urnir farnir að lagfæra eitthvað, svo laghentir sem þeir báðir voru. Innilegar samúðarkveðjur til Steinu, Torfa og Rósu við ótímabært fráfall Ágústs sem skilur eftir sig stórt skarð í hugum ættingja og vina. Blessuð sé minning hans. Arnheiður, Jóhanna og Bryndís Guðlaugsdætur. Sú harmafregn barst okkur frá Bandaríkjunum að vinur okkar og ná- granni til margra ára væri látinn. Það sem fór fyrst í gegnum hugann var að þar hefði farið góður drengur alltof fljótt. Kynni okkar af þeim hjónum Magnúsi og Steinunni urðu er þau fluttu í Stuðlaselið og þau kynni breyttust í áralanga vináttu. Magnús hafði gaman af því að ferðast og hélt hann upp á fimmtugsafmælið sitt í Karabíska hafinu ásamt göngu- klúbbnum okkar. Við hjónin minn- umst ferðalags með þeim Steinunni og Magnúsi er við fórum til Túnis og riðum á úlföldum inn í Saharaeyði- mörkina og einnig er við fórum til Kanaríeyja með gönguklúbbnum er ég varð fimmtugur. Oft rifjuðum við upp þessar ferðir er ég kíkti á verk- stæðið til Magnúsar en hann rak verkstæðið Mögnun í Ármúlanum. Þorrablótin eru einnig lifandi í minn- ingunni sem gönguklúbburinn hélt árlega. Við hjónin þökkum þér fyrir sam- fylgdina og vináttuna í gegnum árin. Farðu í friði, kæri vinur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við Stella sendum Steinunni, Rósu, Torfa og fjölskyldum innilegar sam- úðarkveðjur. Gunnar. ,,Það syrtir að er sumir kveðja.“ Þessi ljóðlína kom í hugann þegar bárust fréttir um að Magnús Ágúst Torfason hefði orðið bráðkvaddur langt um aldur fram, þá staddur í Bandaríkjunum. Um vika var síðan hann var með okkur bekkjarfélögum sínum úr Reykholtsskóla í Borgar- firði í sameiginlegum sextugsafmæla- fagnaði hópsins. Gústi, eins og við kölluðum hann, setti skemmtilegan og glaðlegan svip á bekkjarhópinn. Hann var glaðlynd- ur, dagfarsprúður og stundum hlé- drægur en hrókur alls fagnaðar á góðum stundum með þeim skemmti- lega húmor sem hann tileinkaði sér. Þó að fjörutíu og fjögur ár séu liðin síðan við útskrifuðumst úr Reykholti hafa vinaböndin haldist æ síðan og verið ræktuð og efld með því að hitt- ast næstum árlega síðan. Oft var Gústi gestgjafi þegar við komum saman og opnaði heimili sitt fyrir okkur. Fram eftir síðustu öld þegar sam- göngur voru erfiðari en við þekkjum nú þótti það sjálfsagt að ungmenni sem í sveitum bjuggu færu í heima- vistarskóla og dveldust fjarri fjöl- skyldum sínum heilu veturna. Í þenn- an hóp blönduðust alltaf einhverjir sem komu úr þéttbýli. Það gefur því auga leið að þetta unga fólk varð að læra að aðlagast hvað öðru og temja sér ákveðna tillitssemi. Fyrir þá sem aðlöguðust hópnum og mynduðu vin- áttubönd varð þessi tími hinn ánægjulegasti við nám og leiki. Og margt var brallað og margra skemmtilegra uppátækja að minnast. Að loknum skólanum fluttumst við Magnús til Reykjavíkur, Leigðum okkur herbergi sinn í hvoru hverfinu. Við vorum sem sagt lagðir af stað út í lífið allnokkru yngri en gert er nú á tímum. Magnús Ágúst var fæddur að Hvammi í Hvítársíðu og ólst þar upp. Eftir þriggja vetra nám í Reykholts- skóla flutti hann til Reykjavíkur og hóf nám í rafvélavirkjun sem hann gerði að ævistarfi sínu. Rak hann um árabil rafvélaverkstæðið Mögnun við Ármúla. Við strákarnir úr bekknum héldum nokkuð vel hópinn eftir að skólavistinni lauk, bæði innfæddir Reykvíkingar og þeir sem utan af landi komu. Oftar en ekki hittumst við hjá Magnúsi í Mjóstræti 3, „Vina- minni“, en þar leigði hann herbergi í mörg ár. Stelpurnar héldu saman í saumaklúbb og síðan gengust hóp- arnir fyrir samkomum þar sem allir komu saman. Það sem við skrifuðum í skólabæk- urnar okkar þegar við kvöddumst vorið 1962. ,,Mundu mig, ég man þig“, höfum við haldið í heiðri allar götur síðan. Og þegar félagar hverfa sökn- um við þeirra og minnumst með sorg í hjarta. Við hjónin kveðjum hér góðan vin. Sama gerum við skólafélagarnir. Fyrir hönd okkar allra vil ég votta Steinunni og börnum þeirra Magnús- ar, þeim Torfa og Rósu og fjölskyld- um, innilegustu samúð. Snorri Bjarnason. Mánudaginn 8. maí síðastliðinn bárust mér þau dapurlegu tíðindi að vinur minn og félagi Magnús Ágúst Torfason hefði látist þegar hann var staddur ásamt eiginkonu sinni Stein- unni, á ferðalagi í Bandaríkjunum en þau voru á leið í heimsókn til dóttur sinnar. Þessi frétt var mér mikið áfall eins og ég þekkti Magga vel. Kynni okkar Magga hófust árið 1977 er ég flutti fyrirtæki mitt í hinn endann á bakhúsi í Ármúla 32, við hlið fyrirtækis Magnúsar, Mögnun. Fljótt varð okkur vel til vina og ekki leið sá vinnudagur sem við hittumst ekki. Oftast var hist yfir kaffibolla og þjóð- málin brotin til mergjar og skegg- rædd og lá oft stríður straumur vina og kunningja Magga til að taka þátt í spjallinu og þiggja af könnunni. Ekki leið á löngu áður en við fórum að ferðast saman ásamt eiginkonum okkar og var farið víða hérlendis sem og út um allan heim. Það var sérstak- lega gaman að ferðast með Magga, alltaf var hann jafn rólegur og ávallt var stutt í húmorinn.Áttum við marg- ar góðar stundir með þeim hjónum á ferðalögum okkar. Maggi var fæddur og uppalin í Borgarfirði og þekkti mjög vel til sinna heimaslóða. Sérstaklega er minnisstæð og skemmtileg ferðin þegar hann bauð okkur hjónunum í bíltúr eitt sinn upp um Borgarfjörð, en þar vorum við saman stödd í sum- arbústað, þar sem hann keyrði kring- um fæðingarstað sinn og sagði okkur á sinn einstaka máta frá því sem á hans daga hafði drifið auk skemmti- legra sagna frá ýmsum stöðum sem hann gjörþekkti. Það var gott að eiga Magga að sem vin, tryggari vin gat maður ekki eign- ast, hann var ávallt boðinn og búinn að rétta manni hjálparhönd ef með þurfti. Fljótlega eftir að við Maggi kynnt- umst tókum við eftir hve hann var mikill fjölskyldumaður, hann, Stein- unn og börnin voru mjög samheldin, enda studdu þau hjónin við börn sín í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur af miklum krafti enda stoltir foreldrar. Við hjónin eigum eftir að sakna samverustunda með Magga í framtíð- inni en við munum aldrei gleyma þeim góðu stundum sem við höfum átt saman í gegnum tíðina. Elsku Steinunn, Rósa og Torfi, David, Eva og Íris litla, megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu stund- um. Guð blessi ykkur öll. Erlingur og Erla. Steinninn í brekkunni minni er mikill uppáhaldssteinn. Ég veit að í honum býr álfkona og hún er vinkona mín. Á vorkvöldum jafnt sem sum- arnóttum nýt ég þess að sitja á stein- inum, teyga í mig heilnæmt fjallaloft- ið og láta hugann reika. Um leið fylgist ég með því hvernig gróðurinn vex og dafnar. Brekkan er um margt sérstæð, reyndar finnst mér hún bæði margslungin og ótrúleg. Gróð- urinn neðst er fremur lágvaxinn og ungur. Hann krefst þess að vel sé að honum hlúð. Með áburðargjöf, þolin- mæði, umhyggju og natni teygja litlu angarnir sig upp úr moldinni fullir trúnaðartrausts. Í brekkunni miðri er lundur. Þetta er miðaldra lundur, þar sem vaxa aðallega bjarkir og reyni- tré. Trén í honum eru kringum sextíu ára gömul. Þegar ég fór að fylgjast með lundinum, fyrir fjörutíu og fjór- um árum, voru trén ung og börkurinn á þeim viðkvæmur. Ég vissi að þau höfðu komið hvert úr sinni áttinni, full eftirvæntingar að takast á við sitt nýja hlutskipti. Ofar í brekkunni tek- ur við gisnari gróður, malarflákar á milli og klappir efst. Jarðvegurinn er þarna bæði rýr og lítill, en með skiln- ingi, hlýju og hjálp getur gróðurinn staðið langt fram á haust. Brekkan mín litskrúðuga hefur komið vel undan vetri og er óðum að færast í sumarbúning. Eitthvað er samt öðruvísi en það á að vera. Trén í lundinum standa öll hnípin og þögul og ég sé að þar ríkir sorg. Sorg vegna þess að einn reyniviðurinn er dáinn, Gústi er dáinn. Lundurinn hefur grisjast þetta árið því bæði Sævin og Ómar eru farnir líka. Ég sit á steininum mínum og lítið er um svör við þeim spurningum sem leita á. Svör við því hvers vegna Gústa var ætlað að hverfa svo fljótt í ljósið. Gústa sem okkur öllum stelpunum í saumaklúbb Reykholtshópsins þótti svo undur vænt um, og átti hana Steinu sem var í raun ein af okkur. Reykholtshópurinn okkar hefur stað- ið saman í gegnum þykkt og þunnt þau fjörutíu og fjögur ár sem liðin eru síðan við vorum í Reykholti. Fimmtán og sextán ára unglingar sem voru þess fullviss að heimurinn biði eftir okkur til verka, og myndi veita okkur gjöfult og gott líf. Í flestum tilfellum hefur sú vissa gengið eftir, enda hóp- urinn um margt sérstakur og harð- duglegt fólk. Eitt er þó sem upp úr stendur eftir öll árin. Vináttan og kærleiksböndin sem við hnýttum barnung hafa vaxið, dafnað og hald- ist, orðið sterkari með hverju ári sem líður, og makar okkar hafa einnig orð- ið hluti af því. Um nótt er gott að trúa á ljósið. Í sorgarmyrkrinu sem nú umlykur lundinn okkar er þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa átt vináttu Gústa og samfylgd. Við saumaklúbbssystur sendum Steinu og börnunum samúðarkveðjur og biðjum algóðan guð að blessa þau og styrkja. Nú er glóhödduð að græðisdjúpi hnigin sól af himinleiðum. Dagur er horfinn dimmt er í geimi, svipast víðbláum, svörtum skýjum. (Kristján Jónsson.) Blessuð veri minning okkar kæra skólabróður. Fyrir hönd saumaklúbbs Reyk- holtshópsins, Sigþrúður Ingimundardóttir. MAGNÚS ÁGÚST TORFASON  Fleiri minningargreinar um Magnús Ágúst Torfason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Andrés Erlingsson, Tappafélagar og Guð- mundur Guðlaugsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.