Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 29 UMRÆÐAN ÉG OG nágranni minn tókum spjall saman einn fagran apríldag. Við stóð- um úti og dásöm- uðum hið fagra út- sýni sem við höfðum yfir Viðey, með Snæfellsjökul í fjarska og fjalla- hringinn í norðrinu. En Adam var ekki lengi í paradís því nágranni minn sagði mér frá heim- sókn sinni inn á lóð Áburðarverksmiðjunnar sálugu yfir páskana og lýsti því sem hann sá þar. Ég trúði vart mínum eigin eyrum því hann átti ekki nógu sterk lýsingarorð yfir allan sóða- skapinn sem viðgengst á þessu svæði sem er í eigu Reykvíkinga. Þarna ægir öllu saman, járnadrasli, bílhræjum og umbúðum alls konar. Án alls vafa leka þarna spilliefni út í jarðveginn. Annað og verra er fjallhár haugur undir berum himni af kurluðu timbri og spýtnabraki, gjörsamlega óvarið fyrir gestum og gangandi. Þarna þarf lítinn neista til að úr verði mikið bál. Í niðurníddum verk- smiðjuhúsunum fer fram alls kyns atvinnustarf- semi þar sem notuð er bæði raf- og logsuða rétt við timburhauginn. Einn brunahani er ekki fjarri haugnum en hann hafði verið keyrður niður og lá brotinn á jörðinni. Þarna á svæðinu eru margar ef ekki allar reglur um at- vinnustarfsemi þver- brotnar og allar eftirlits- stofnanir borgarinnar eitt fúafen. Þetta er allt gert með leyfi R-listaflokkanna; Samfylk- ingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ég nefni þessa flokka hér í Reykjavík sem mestu umhverfissóða landsins. Ég átta mig síst á að Vinstri-græni flokk- urinn skuli láta þetta viðgangast því þar á bæ eru sorgarrendur undir nöglum talinn hinn mesti sóðaskapur. Hrein torg, fögur borg, gala fulltrúar þessara flokka standandi efst á eigin fjóshaug. Ég hvet fólk og fjölmiðla til að skoða og sannreyna þetta áður en borg- aryfirvöldum tekst að klóra yfir skítinn. Það muna eflaust einhverjir eftir sprengingu sem varð í Áburð- arverksmiðjunni fyrir nokkru. Strax og nágrannar verksmiðj- unnar fóru að viðra áhyggjur sínar var snarlega snúið á þá með þeim orðum að verksmiðjan væri að fara og yrði fljótlega rifin. Hún stendur, enn þá ljótari og sóðalegri en áður. Að efna það sem sagt er eða lofað er virðist mjög framandi fyrir R- listaflokkana. Umhverfissóðar Björgvin Arngrímsson fjallar um sóðaskap í borgarlandinu ’Hún stendur, enn þáljótari og sóðalegri en áð- ur. Að efna það sem sagt er eða lofað er virðist mjög framandi fyrir R- listaflokkana.‘ Björgvin Arngrímsson Höfundur er framkvæmdastjóri og býr í Grafarvogi. Í ÁR fagna nemendur Mennta- skólans á Akureyri glæstum sigri í Gettu betur. Þó svo að keppnin hafi verið skemmtileg og spennandi, eins og fyrri ár, urðum við fyrir miklum von- brigðum með fram- kvæmd hennar. Síð- ustu ár hefur RÚV komið út á land og sent út keppnina það- an ef skóli úti á landi hefur komist áfram í keppni í Sjónvarpinu. Sérstakur stýri- hópur skipulagði keppnina í ár. Þar sátu nemendur fimm skóla, þar af einn úr MA. Á fundum stýrihóps og RÚV var rætt um að hafa sama fyr- irkomulag og áður, það stóð svart á hvítu í skilmálum RÚV að ferða- styrkur yrði greiddur þeim skóla sem þyrfti að ferðast á milli lands- hluta, jafnt frá Reykjavík út á land og þaðan til Reykjavíkur. Þegar leið á keppnina tilkynntu sjónvarpsmenn að ef við kæmumst í Sjónvarpið myndi RÚV ekki senda keppnina út frá Akureyri. Núna yrðu allar sjónvarpsumferð- irnar háðar í húsnæði sem RÚV hefði á leigu við Fiskislóð í Reykjavík. Búið væri að betr- umbæta sviðsmyndina svo ekki væri hægt að fara með hana út á land. Það var undarleg betrumbót! Þetta var einhliða ákvörðun Sjón- varpsins. Hún var tekin án þess að nokkurt samráð væri haft við stýrihópinn eða nem- endur skólanna. Eru slík vinnu- brögð í lagi? Við héldum suður og öttum kappi við MR. Að sjálfsögðu varð skólafélagið Huginn að bjóða nemendum MA ókeypis rútuferð svo nógir áhorfendur yrðu í sal. Sjónvarpið út- hlutaði sætum, en styrkurinn sem fékkst frá RÚV til þessarar ferðar var einn fjórði af ferðakostnaði. Ef við hefðum einungis borgað undir þann fjölda sem styrkurinn frá RÚV dugði til hefðum við komið með sjötíu manns. Það hefði verið sér- kennilegt ef aðeins hefði verið set- ið í 20% okkar sæta. Eftir sigurinn á MR sendum við kvörtunarbréf til RÚV og sögð- umst ekki geta mætt aftur með fólk í sal ef styrkur yrði ekki stór- aukinn eða, sem réttara væri, að næsta umferð yrði fyrir norðan. Þá var styrkurinn þrefaldaður. Ekki vildi RÚV hálftóman sal, það kemur víst ekki vel út í Sjónvarpi. Við urðum að rukka nemendur sem fóru þessa ferð um þúsund krónur á mann, enda styrkurinn enn ekki nægur. Skólafélagið Hug- inn borgaði það sem upp á vantaði. Þegar leit út fyrir að við kæmumst ekki suður vegna veðurs sögðu sjónvarpsmenn að það gerði ekk- ert til, bara ef liðið kæmist!!! Við komumst í úrslit og fórum þriðju og síðustu ferðina suður. Rúmlega fjögur hundruð manns skráðu sig í ferðina og fannst okk- ur nauðsynlegt að bjóða öllum þeim sem vildu fara suður. Því miður gátum við það ekki þar sem RÚV vildi ekki koma frekar til móts við okkur. Við báðum RÚV að útvega okkur sal nálægt keppn- isstað, þar sem þeir sem ekki fengju sæti í sal gætu fylgst með keppninni. Það eina sem þeir buðu voru ölstofur í Reykjavík! Það kom auðvitað ekki til greina af okkar hálfu. Við urðum að neita 100 manns um að sjá úrslitakeppn- ina. Þar á meðal fólki sem hafði stutt liðið dyggilega í fyrri um- ferðum. Fargjaldakostnaður skólafélags- ins Hugins af þessum suðurferðum er á aðra milljón króna og nem- endur hafa sjálfir borgað einhver hundruð þúsunda til viðbótar. Sjóður skólafélags er félagsgjöld nemenda. Hver eyrir er skipulagð- ur í byrjun árs. Að sjálfsögðu var aldrei búist við útgjöldum sem þessum. Félagsstarf skólans er miklu meira en Gettu betur. Sumt sækjum við suður: Söngkeppni framhaldsskólanna, Morfís, Gettu betur, margvíslega keppni í ýms- um íþróttum og öðrum greinum. Það kostar peninga. Það má vera ljóst að óvænt útgjöld vegna Gettu betur, fáránlega lágir styrkir frá RÚV og einhliða ákvörðun RÚV að keppa ekki á heimaslóð, hafa haft mjög mikil áhrif á annað fé- lagsstarf í skólanum og raskað því sem fyrirfram hafði verið skipu- lagt og ýmislegt verður að fella niður. Kostnaðurinn er eitt, en röskun á skólastarfi er mun alvarlegri. Þrisvar hafa þrjú til fjögur hundr- uð manns farið suður á fimmtu- degi (Sjónvarpið ákvað að hafa keppnina þá). Komið var heim að lokinni keppni milli þrjú og fjögur aðfaranótt föstudags. 4–5 tíma svefn dugar ekki unglingum Því raskaðist skólastarf á föstudög- unum líka. Þrisvar hafa hluti fimmtudags og föstudags farið í súginn í þessum skóla, hinir skól- arnir kepptu allir heima. Er Ríkisútvarpið ekki lengur út- varp allra landsmanna? Á það ekki að koma eins fram við alla óháð búsetu? Ætti sviðsmynd ekki að vera þannig að hægt sé að ferðast með hana um landið? Er rétt að láta nemendur eins skóla missa af kennslu aftur og aftur vegna Gettu betur? Er eðlilegt að nemendur MA þurfi að borga talsvert á aðra milljón króna í fargjöld til þess að geta tekið þátt í Gettu betur? Snýst Gettu betur ekki lengur um keppni og þátttöku skólanna? Okkar krafa er sú að allir skólar sem taka þátt í Gettu betur sitji við sama borð hvað varðar kostnað og vinnutap nemenda. Samningar um keppnina sem í upphafi eru gerðir eiga að standa og þeim á ekki að breyta án samráðs allra sem að þeim standa. Það er sárt að geta ekki notið af heilum hug glæsilegs sigurs í Gettu betur í þetta sinn vegna mismununar af hálfu Ríkisútvarpsins. Það á að taka meira tillit til okkar nemenda á landsbyggðinni og hafa það í huga að ungt fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Útvarp allra landsmanna? Edda Hermannsdóttir fjallar um Gettu betur og þátttöku MA ’Okkar krafa er sú að all-ir skólar sem taka þátt í Gettu betur sitji við sama borð hvað varðar kostnað og vinnutap nemenda.‘ Edda Hermannsdóttir Höfundur er formaður skólafélags MA. MEÐ nýgengnum hæstaréttar- dómi í þjóðlendumálum í Öræfasveit er fram komið það sem margir höfðu óttast en enginn viljað trúa. Lögverndaður þjófnaður á þing- lýstum eignum er orðin að veruleika. Hvað segja nú þingmenn og ráðherrar sem farið hafa hér um sveitir og sagt mönnum að ekk- ert slíkt myndi nokk- urn tíma gerast? Þegar kvartað hefur verið við þá undan þessum stef- nivargi sem þeir hafa sent okkur lands- byggðarfólki hafa þeir jafnan verið í bland pirraðir en um leið skömmustulegir og viðkvæðið alltaf það sama: „Verið alveg rólegir, þetta fer allt vel og þegar þessu lýk- ur verða menn alveg öruggir um sín- ar eignarheimildir til allrar fram- tíðar“. Auðséð er nú eins og reyndar allt- af var vitað að þessi huggunarorð hafa aldrei verið annað en marklaust blaður. Og hver getur verið öruggur með sitt eftir þetta? Hvenær spretta næst upp sprenglærðir snillingar úr lagadeild Háskóla Íslands með ennþá nýrri lögfræði- kenningar um eign- arrétt manna sem ganga enn lengra en þær sem nú eru not- aðar til að réttlæta þessar gjörðir? Og ætli alþingismenn setji ekki þá eins og nú kíkinn fyrir blinda augað? Alveg eins og stjórnarherrarnir og stuðningslið þeirra gerir varðandi skattpíningu láglaunafólks, öryrkja og gamal- menna. Já, hann er mikið notaður þessi kíkir og þetta blinda auga nú um stundir. En þetta hefur þjóðin kosið yfir sig og þangað leitar jafnan klárinn þar sem hann er kvaldastur. Eftir stríðsyfirlýsingar á hendur öðrum þjóðum ásamt því sem að framan er getið er fátt eitt sem kem- ur manni orðið á óvart úr þessum herbúðum. En ótrúlega er það nú lít- ilmannlegt að íslenska ríkið skuli vera að rýja þá Kvískerjabræður eigum sínum. Þjóðlendumál í Öræfasveit Þórir N. Kjartansson fjallar um nýgenginn þjóðlendudóm ’En ótrúlega er það núlítilmannlegt að íslenska ríkið skuli vera að rýja þá Kvískerjabræður eigum sínum.‘ Þórir N. Kjartansson Höfundur er framkvæmdastjóri og búsettur í Vík. VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN Margrét K. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri og varaborgarfulltrúi 2 sæti „Björgum 19. aldar götumynd Laugavegarins.“ Lloret de Mar í maí og júní frá kr. 49.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða einstakt tilboð á einn vinsælasta áfangastað Costa Brava strandarinnar við Barcelona, Lloret de Mar. Gott hótel með góðri aðstöðu, fallegum garði, sundlaug og veitingastöðum. Örstutt í golf og á ströndina. Öll herbergi með baði, sjónvarpi og síma. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is 5 nætur - allt innifalið Verð kr. 49.990 allt innifalið Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með allt innifalið á Hotel Sunrise í 5 nætur. 25. maí, 8. júní og 15. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.