Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 41 MINNINGAR ✝ Guðrún Ólöf Þórfæddist á Akur- eyri 19. apríl 1919. Hún lést á Landspít- alanum 11. maí síð- astliðinn. Faðir hennar var Jónas Þór, forstjóri Ullar- verksmiðjunnar Gefjunar á Akur- eyri, f. 8.9. 1881, d. 6.11. 1951, en hann var sonur Þórarins Jónassonar bónda á Hofsá í Svarfaðardal og Ólafar Thorla- cius. Móðir Guðrúnar var Helga Sigríður Kristinsdóttir, f. 27.6. 1889, d. 18.1. 1928, dóttir Kristins Jósepssonar sjómanns á Akureyri og Guðlaugar Benjamínsdóttur. Guðrún átti tvo bræður, Arnald Þór garðyrkjubónda og sr. Þórarin Þór, og eina systur, Guðlaugu Kristínu Þór hjúkrunarkonu, og hálfbróður, Jónas Þóri Björnsson. Guðrún giftist Herði Þórhalls- syni viðskiptafræðingi, f. 5. júlí 1916, d. 17. desember 1959. Þau eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Gunnar, f. 9. nóvember 1940, bú- settur í Bandaríkjunum, var kvæntur Sigurbjörgu Magnúsdótt- ur, f. 22.4. 1943. Þau skildu. Dóttir þeirra er Arna vörustjórnunar- fræðingur, f. 10.12. 1963, gift Birni Steingrímssyni vélvirkjameistara, f. 6.11. 1962. Börn þeirra eru Hlyn- ur, f. 11.8. 1985, Bjarki Már, f. 9.2. 1989, og Harpa Lilja, f. 19.4. 1992. K. 2 Sigríður Birna Bjarnadóttir, f. 10.5. 1938, d. 22.3. 2001. Börn þeirra eru Pétur Þór, f. 28.2. 1969, Birna, f. 14.5. 1973, og Sigurbjörg Sigríður María, f. 31.8. 1975, maki Leif Arne Pedersen, sonur þeirra Alexander Smári L. Pedersen, f. 17.10. 2001. K. 3 Dorothy Saska. 2) Þresti Ingvasyni málara, f. 9.4. 1971. 4) Hrafn Andrés bæjarbóka- vörður í Kópavogi, f. 9.4. 1948. Kona hans er Anna Sigríður Ein- arsdóttir forstöðumaður Bóka- safns Hafnarfjarðar, f. 14.8. 1948. Börn þeirra eru: a) Hörn vatnsauð- lindaverkfræðingur, f. 15.9. 1972, gift Þórði Ólafi Þórðarsyni, hdl., f. 14.6. 1972, þau eiga soninn Hrafn, f. 14.1. 1994. b) Leifur, f. 31.12. 1974, d. 11.8. 1975. 5) Hulda þroskaþjálfi, f. 5.1. 1950, gift Hall- dóri Björnssyni verktaka, f. 25.8. 1946. Börn þeirra eru: a) Þórhallur sameindalíffræðingur, f. 5.8. 1969, kvæntur Huldísi Franksdóttur þroskaþjálfa, f. 5.5. 1968. Börn þeirra eru Bjartur, f. 19.5. 1990, og Aðalheiður, f. 26.11. 1993. Fyrir á Huldís Annel Helga, f. 1.8. 1986. b) Bjarney fulltrúi, f. 13.11. 1970, gift Elíasi Birki Bjarnasyni bifreiða- smið, f. 30.11. 1971. Dætur þeirra Hrund, f. 15. september 1991, og Eyrún, f. 3. september 1995. c) Arn- ar, f. 30. nóvember 1972, sambýlis- kona Helga Þórkelsdóttir kennari, f. 5.11. 1973, sonur þeirra Ívar Fannar, f. 5. september 2000. d) Daði, f. 27. september 1975, sam- býliskona Iben Højer Larsen. Son- ur þeirra Malthe Kristófer, f. 20. september 2002. Guðrún Ólöf fór ung að heiman og lærði m.a. blómaskreytingar í Köln í Þýskalandi. Þau Hörður byggðu heimili sitt í Kópavogi, fyrst á Skjólbraut 9 en síðar á Kópavogsbraut 4. Eftir að hún varð ekkja starfaði hún sem skrifstofu- maður, afgreiðslumaður í bóka- búðum í Reykjavík og ritari á Borgarspítala. Hún tók virkan þátt í félagsstarfi og var m.a. í stjórn Leikfélags Kópavogs og átti sæti í Lista- og menningarráði Kópa- vogs. Þá lék hún með Leikfélaginu, starfaði með Félagi eldri borgara og fleira. Guðrúnu Ólöfu verður sungin sálumessa í Kristskirkju í Landa- koti í dag og hefst athöfnin klukk- an 15. Helga blómaskreytir, f. 7.5. 1942, gift Sig- urði Grétari Guð- mundssyni pípulagn- ingameistara, f. 14.10. 1934. Börn þeirra eru: a) Kol- brún þjónustustjóri Visa, f. 26.6. 1961, gift Kristni Briem við- skiptafræðingi, f. 7.1. 1961. Synir þeirra eru Hafsteinn, f. 28.2. 1991, og Brynjar Orri, f. 25.4. 1997. b) Hörður, starfsmaður Hugvits ehf., f. 7.9. 1962, sambýlis- kona Hrefna Friðriksdóttir lög- fræðingur, f. 25.4. 1965. c) Fjalar ráðgjafi, f. 27.1. 1964, sambýlis- kona Arna Sigurðardóttir við- skiptafræðingur, f. 16.1. 1970. Börn þeirra eru Helga Rakel, f. 21.1. 2001, og Sigurður Patrik, f. 28.3. 2002. Dóttir Örnu er Hrefna Hagalín, f. 18.9. 1989. Sonur Fjal- ars er Atli Óskar, f. 10.8. 1992. d) Sváfnir kynningarstjóri, f. 1.7. 1969, kvæntur Erlu Hrönn Vil- hjálmsdóttur sálfræðingi, f. 12.9. 1969. Sonur þeirra er Eyþór Andri, f. 26. ágúst 1999. Dóttir Sváfnis og Þórhildar Olgeirsdóttur er Guðrún Helga, f. 18.11. 1989. Dóttir Erlu er Eva Lind Albertsdóttir, f. 4.6. 1988. e) Erpur kvikmyndagerðarmaður, f. 20.10. 1975. 3) Hildur kennari og leiðsögumaður, f. 8. desember 1943, gift Sigurði E. Þorkelssyni skólastjóra í Keflavík, f. 20.11. 1940, d. 11.11. 2005. Börn þeirra eru: a) Melkorka þjónustufulltrúi, f. 13.9. 1969, gift Valtý Guðbrands- syni rafvirkja, f. 4.2. 1968. Börn þeirra eru Þórhildur, f. 14.10. 1990, og Aron Ingi, f. 25.2. 1993. b) Guð- rún Ólöf, f. 22.5. 1971, d. 19.6. 1973. c) Þorkatla, f. 28.11. 1972, gift Margur ungur maður hefur gengið óstyrkur með sinni útvöldu undir þá eldskírn að vera kynntur fyrir vænt- anlegum tengdaforeldrum. Þetta varð ekki mitt hlutskipti því atburð- arrásin var þveröfug. Ég hafði þekkt og starfað með Guðrúnu Þór um tveggja ár skeið þegar ég komst að því að hún átti gjafvaxta dóttur, eða því sem næst. Árið 1957 kom saman hópur Kópa- vogsbúa, flestir nær miðjum aldri ásamt nokkrum allt að því ungling- um. Þessi hópur stofnaði Leikfélag Kópavogs og setti upp fyrstu sýning- arnar í Kópavogsskóla. En svo var Félagsheimili Kópavogs byggt og opnað á útmánuðum 1959. Þar setti Leikfélag Kópavogs upp kínverskan ævintýraleik, Veðmál mæru lindar, undir stjórn hins fjölhæfa leikhús- manns Gunnars Róbertssonar Han- sen. Í því leikriti réðu ríkjum hefð- arhjón og héraðshöfðingjar, hefðarkonuna lék Guðrún Þór. Þau áttu að sjálfsögðu dóttur sem átti að giftast einhverjum höfðingjasyni í fyllingu tímans, hana lék Sigríður Þorvaldsdóttir, eitt af hennar fyrstu hlutverkum, hún þá kornung. Ég fékk ekki hlutverk aðalsmanns held- ur garðyrkjumanns hefðarhjónanna, Sá vann það afrek að vinna hjarta dótturinnar og var brúðkaup þeirra haldið að þarlendum sið. Þar með var ég orðinn tengdasonur Guðrúnar Þór, þó allt í plati. Margt er skvaldrað og skrafað að tjaldabaki í leikhúsi. Eitt sinn sagði Guðrún við mig að ég léki tengdason hennar mætavel og spurning hvort ég væri ekki til í að verða það í alvöru. Ég taldi öll tormerki á því, dóttir hennar barn að aldri, það yrði bið á því að hún yrði gjafvaxta. Guðrún sagðist þá eiga aðra nokkuð eldri sem væri á klausturskóla á Írlandi, en ég vissi að Guðrún og maður hennar Hörður Þórhallsson voru kaþólskrar trúar, sem þótti nokkuð sérkennilegt í þá daga. En ung stúlka í írskum klausturskóla hlaut þó að vekja áhuga og í hljóði var ákveðið að á hana skyldi líta vandlega þegar hún kæmi til landsins með vorinu. En margt vill gleymast í dagsins önn, eins fór um þennan ásetning. Þegar leið á sumarið var farið að und- irbúa frumsýningu á hinum þekkta trylli, Músagildrunni eftir Agöthu Christie. Ég var í þeim leikhópi og skömmu fyrir frumsýningu tók ég eftir fallegri stúlku sem farin var að vinna í miðasölu Kópavogsbíós, þar sem við sýndum. Jókst áhuginn við hvert tillit, en mikið að gera, frekari aðgerðir yrðu að bíða þar til eftir frumsýningu. En eins og landanum er tamt var farið að spyrjast fyrir um hverra manna þessi myndarlega stúlka væri og var mín undrun ekki lítil þegar mér var sagt að þetta væri Helga dóttir Guðrúnar Þór, komin var meyjan úr klaustrinu. Þessi saga verður ekki lengri hér, nema að við Helga gengum saman að altarinu í Landakotskirkju árið 1961 þar sem kaþólski biskupinn Jóhannes Gunnarsson, ömmubróðir Helgu, gaf okkur saman. Guðrún Þór, sem við kveðjum í dag, hefur því verið tengdamóðir mín í 45 ár í raunveruleikanum. En ég eignaðist aldrei tengdaföð- ur. Í desember árið 1959 lést Hörður, maður Guðrúnar, var þá í aðgerð á sjúkrahúsi sem átti að tryggja end- anlega að hann væri laus við berkla- veikina sem hafði hrjáð hann árum saman. En það fór á annan veg. Guðrún var þá fertug að aldri og þegar litið er yfir þann tíma sem síð- an er liðinn, hefur þetta líklega verið áfall sem hún jafnaði sig aldrei á. Með árunum einangraðist hún æ meir en bjó þó ætíð í námunda við Huldu dóttur sína og soninn Hrafn, lengst af á sínu gamla heimili að Kópavogs- braut 4. En síðustu árin var hún svo heppin að fá vist á sambýlinu að Skjólbraut 1. Þeim valinkunnu sæmdarkonum, sem þar stýra heimilishaldi, verður seint fullþakkað af okkur venslafólki Guðrúnar fyrir það atlæti sem hún varð þar aðnjótandi og gerðu henni síðustu hérvistarárin bærilegri. Sigurður Grétar Guðmundsson. Föðursystir okkar, Guðrún Þór eða Gunna systir eins og faðir okkar kallaði hana jafnan, er látin. Ung fundum við mikinn kærleik og náin tengsl þeirra systkina. Og minningar okkar um Gundý eru miklar úr bernsku. Helst tengjast þær gagn- kvæmum heimsóknum þegar fund- um bar saman ýmist í Blómvangi eða á Kópavogsbraut. Okkur systkinum úr sveitinni þótti heimilið á Kópa- vogsbraut afar sérstakt, svo hlýlegt og menningarlegt. Þar var meira að segja arinn. Frændsystkin okkar voru mörg og þau voru líka um allt húsið. Þegar spurt var við matarborð hvar Hildur væri þá var svarið: „Hún er að lesa“. Meira var ekkert um það sagt, þetta greinilega var daglegt brauð. Og maturinn sem á borð var borinn var alltaf veislumatur þótt oft hafi hann verið gerður úr litlu. Jóla- boðin heima í sveitinni eru ógleym- anleg ekki síst vegna þess að frændur okkar og frænkur voru leikarar af guðsnáð. Látbragðsleikir og spurn- ingakeppnir urðu að stórkostlegri skemmtun í þeirra höndum. Og mikið var hlegið. Og Gundý tók alltaf þátt. Hún hafði ekki aðeins gott lag á börn- um sínum heldur tókst henni iðulega að koma okkur systkinum í leikinn. Við fundum strax að hún lét sig varða okkar líf og störf, spurði reglu- lega hvernig gengi og beið svars. Gundý var vel lesin, las á ýmsum tungumálum og kom það sér vel því um margra ára skeið vann hún í bókaverslun í Reykjavík. Þangað var gott að koma og greiddi hún alltaf götu okkar. Hún var heimskona, einstaklega tíguleg í fasi og framkomu en samt ávallt svo einstaklega hlý og góð. Og sú minning um þessa dásamlegu föð- ursystur er okkur svo kær. Guðrún, Jónas og Ólöf Helga. Okkur langar að skrifa fáein kveðjuorð um vinkonu okkar, Guð- rúnu Þór. Guðrún Þór var ógleymanleg kona. Alls staðar þar sem hún kom vakti hún athygli með framkomu sinni. Guðrún Þór var heimskona, það sá maður strax á því hvernig hún bar sig og talaði. Við áttum margar góðar stundir með henni og þá ekki hvað síst í drottningaboðunum sem við kölluðum svo. Drottningaboðin héld- um við fyrir mæður okkar og var þar Guðrún Þór ein af aðaldrottningun- um. Þau héldum við með reglulegu millibili en það hafði dregið úr þeim vegna heilsubrests drottninganna. Við sem eftir sitjum munum Guðrúnu Þór sem glæsilega, sterka og stolta konu. Við vottum afkomendum hennar samúð og keðjum Guðrúnu Þór með þakklæti. Hvíli hún í friði. Sigríður Hulda og Tore. GUÐRÚN ÓLÖF ÞÓR Móðir okkar, GUÐRÚN FR. HOLT, elliheimilinu Grund, áður til heimilis á Suðurgötu 6, Reykjavík, lést föstudaginn 12. maí. Bálför hefur farið fram að ósk hinnar látnu. Anton og Patrik Holt og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HREFNA BERGMANN EINARSDÓTTIR, Bústaðavegi 83, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 12. maí. Jarðarförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 19. maí kl. 13.00. Magnús Ásmundsson, Ásmundur Magnússon, Auður Magnúsdóttir, Halldór Kristiansen, Stefanía Júlíusdóttir, Sigurður Jónsson, Magnús Ásmundsson, Hrefna Ásmundsdóttir, Einar Halldórsson, Davíð Einarsson, Gabríel Aron og Mikael Máni Sigurðarsynir. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir, systir og amma, HAFDÍS STEINGRÍMSDÓTTIR, Hraunholti 5, Akureyri, lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 18. maí. Jarðarför verður í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Óskar Erlendsson, Elvar Óskarsson, Fjóla Björk Karlsdóttir, Erlendur Ari Óskarsson, Sonja Róbertsdóttir, Regína Kristinsdóttir, Steingrímur Antonsson, systkini og barnabörn. Ástkær amma okkar, ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Tunghaga, lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum miðvikudaginn 17. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ármann Halldórsson, Gróa Kristmannsdóttir, Þuríður Halldórsdóttir, Smári Fjalar, Þóra Katrín Halldórsdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Gunnlaugur Hafsteinsson, Sigþór Halldórsson, Anna Hannesdóttir, Sigurður Halldórsson, Elín M. Stefánsdóttir, Halldór Halldórsson, Elín S. Einarsdóttir, Halldór Ármannsson, langömmu- og langalangömmubörn. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblað- ið í fliparöndinni – þá birtist valkost- urinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrest- ur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.