Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EF FRAMBJÓÐENDUR stjórn- arflokkanna í borgarstjórnarkosn- ingunum meina eitthvað með því sem þeir eru að segja um end- urbætur á kjörum eldri borgara ættu þeir að láta það vera sitt fyrsta verk að afnema með öllu þær vanhugsuðu laga- breytingar um al- mannatryggingar sem gerðar voru 2003, en samkvæmt þeim er okkur gamla fólkinu skylt að áætla tekjur okkar fyrir næsta ár, en engum öðrum rík- isborgurum. Það sem er gefið með hægri hendinni er að mestu leyti tekið til baka með þeirri vinstri. Með hverju árinu sem líður verður þetta dæmalausa kerfi okk- ur æ flóknara og óskiljanlegra. Af hverju í ósköpunum förum við ekki að dæmi nágranna okk- ar, Svíanna, þar sem slíkar skerðingar tíðk- ast ekki? Nei, það fyndist flestum þing- mönnum okkar, þess- um svokölluðu „fag- mönnum“ í pólitík, af og frá. Ósjálfrátt læð- ist að manni sá ljóti grunur að þess- ir háu stjórnarherrar, sem eru sjálf- ir tryggðir bæði í bak og fyrir, stefni ljóst og leynt að því að gera okkur ekki aðeins lífið leitt, heldur murka það líka sundur og saman úr okkur með þessum taumlausu skerðingum og yfirgengilegu skött- um og svo nú til að kóróna allt svínaríið þá hefur þessi dáðlausa ríkisstjórn aftur komið á fráleitu til- vísunarkerfi fyrir hjartasjúklinga. Ég hef haft spurnir af því að þessa dagana sé gríðarlega mikið annríki á loforðadeildum stjórn- arflokkanna. Hver sjálfstæðismað- urinn á fætur öðrum kveður sér hljóðs og þykist allt vilja fyrir okk- ur gera, menn eins og t.a.m. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Júlíus Vífill Ingvarsson að ógleymdum for- manni Heimdallar, Bolla Thorodd- sen. Litli bróðir tekur nánast í sama streng og Stóri bróðir með Björn Inga Hrafnsson í fararbroddi. En þegar öllu er á botninn hvolft þá vaknar sú lúmska spurning í huga manns hvort hugur fylgi máli? Það er brýnasta spurningin sem kjósendur verða að spyrja sjálfa sig í einlægni áður en þeir greiða at- kvæði í borgarstjórnarkosning- unum. Treystir nokkur hugsandi maður þessum skrautlegu hönum sem gala alltaf svo fagurlega fyrir allar kosningar? Ein er sú samkunda hér á landi sem fer naumast framhjá nokkurri lifandi sál, en það er Landsfundur sjálfstæðismanna sem haldinn er í Laugardalshöllinni. Þar ríkir gleði og glaumur, skoðanabræður fallast í faðma. Þar eru fluttar skörulegar og háfleygar ræður um landsins gagn og nauðsynjar. Stöku sinnum vill það til að einhver sem er ekki alveg dús við stefnu flokksins í ein- hverju máli kveður sér hljóðs, en það hefur yfirleitt engin teljandi áhrif á fundarmenn og spillir því engan veginn stemmingunni í saln- um. Svona hjáróma raddir eiga sér jafnan lítinn hljómgrunn í flokkn- um. Loks sakar ekki að geta þess að þarna eru iðulega samþykktar ýmsar ályktanir um ólíkustu mál- efni. Í beinu framhaldi af þessu væri ef til vill ekki úr vegi að fara örfáum orðum um eina slíka ályktun er samþykkt var á L.S. fyrir all- mörgum árum. Hún fjallaði ein- göngu um öldrunarmál, þar sem var lögð þung áhersla á að nauðsynlegt, já bráðnauðsynlegt væri að bæta lífskjör eldri borgara verulega og það sem fyrst. Svo leið og beið og ekkert gerðist. Er kunningja mín- um Guðmundi Garðarssyni fór að leiðast biðin innti hann þáverandi fjármálaráðherra Friðrik Soph- usson eftir efndum, fékk hann svar sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Mikið get- urðu verið grænn, blessaður Guðmundur minn. Veistu ekki að enginn lifandi maður tekur mark á svona ályktunum? Þetta ætti Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson að vita manna best nema hann sé þá álíka grænn og Guðmundur er að dómi Friðriks. Sá síðast- nefndi hefur reyndar mikið sér til frægðar unnið. Hann var t.a.m. fyrstur manna til að klípa af Fram- kvæmdasjóði aldraðra og nota féð til annars en til var ætlast. Gæti það hugsanlega flokk- ast undir misferli, spyr sá sem ekki veit? Eft- irmenn hans í Fjár- málaráðuneytinu hafa svo farið að hans dæmi. Talið er að sú upphæð sem klippt hefur verið af sjóðnum nemi um 2,5 milljörðum, hvorki meira né minna. Að lokum langar mig til að rifja upp eitt atvik sem gerðist á fundi fulltrúa okkar í Samráðsnefndinni með þáverandi fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, fyrir nokkrum ár- um. Hann var ekki beinlínis blíður á manninn þegar hann tók á móti þeim og byrjaði strax að hreyta í þá ónotum og sagði m.a. eitthvað á þá leið: „Þið eruð alltaf að agnúast út í forsætisráðherrann“. Þeir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið, en nokkrum dögum fyrir fundinn hafði birst grein eftir mig, þar sem „for- ingjanum“ var fundið sitthvað til foráttu. Framkoma Geirs H. Haarde á þessum fundi getur naumast talist herraleg og síst af öllu ráðherraleg. Sýna ekki þessi dæmi er hér hafa verið nefnd svart á hvítu hvaða hug helstu ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum bera til okkar eldri borgara? Loks langar mig að leggja það til að við Íslendingar hættum ekki að- eins við að sækjast eftir þátttöku í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna heldur hættum ennfremur að sinna fríðargæslu í fjarlægum löndum. Skattpeningum almennings væri betur varið til annarra og þarfari hluta. Mér er spurn hvers vegna sé lagt slíkt kapp, já mér liggur við að segja ofurkapp á að komast í þetta rándýra ráð. Ekki getur það verið gert af fordild einni saman? Ha? Hvaða erindi á þessi örþjóð, Ísland, sem nær því ekki einu sinni að vera peð á skákborði stórþjóðanna, eig- inlega þangað? Áður en ég slæ botninn í þennan pistil get ég ekki stillt mig um að minnast á mynd í Morgunblaðinu af utanríkisráðherrum Nato á fundi í Rúmeníu. Hún var býsna for- vitnileg. Þarna stóð utanríkis- ráðherra vor, Geir H. Haarde, hálf umkomulaus en samt skælbrosandi og með aðdáunarglampa í augum að baki átrúnaðargoði sínu, Conde- leezza Rice, sem virtist vera í hrókasamræðum við einhvern koll- ega. Maður fékk það ósjálfrátt á til- finninguna að hann væri þarna eins og hálfgerð boðflenna. Burt með alla bak- reikninga frá TryggRó Halldór Þorsteinsson skrifar um samfélagsmál Halldór Þorsteinsson ’Treystir nokk-ur hugsandi maður þessum skrautlegu hön- um sem gala allt- af svo fagurlega fyrir allar kosn- ingar?‘ Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs. SAMEINUÐU þjóðirnar lögðu til að 15. maí skyldi verða alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar. Þetta var gert með samþykkt 47/237 sem var stað- fest þann 20. september árið 1993 Aðildarríki gætu einnig notað aðra dagsetningu, sem dag fjölskyld- unnar ef það hentaði betur í viðkom- andi ríki, en lönd voru hvatt til að helga einn dag á ári fjölskyldunni. Þema fjölskyldudags- ins árið 2006 er „Breyttar fjölskyldur: Áskorun og mögu- leikar“ eða „Changing Families: Challenges and Opportunities“ svo notað sé hin engil- saxneska útgáfa. Um hinn alþjóðlega fjöl- skyldudag má sjá á vefsíðunni: http://www.un.org/ esa/socdev/family/ IntObs/IDF/ IDFFrames/ IDF2006.htm Í hinni hefðbundnu kjarna- fjölskyldu var faðirinn útivinnandi, skaffari heimilisins og móðirin heimavinnandi. Fyrir um 30 árum fóru konur í auknum mæli út á vinnumarkaðinn. Í framhaldi fóru flest börn á barnaheimili og í dag er viðurkennt að leikskóli er fyrsta skólastigið. Hlutverk nútíma föð- urins er annað en feðra okkar. Í dag er ætlast til að feður og mæður séu jafnvíg á vinnumarkaði og við heim- ilisstörfin. Feður taka virkan þátt í uppeldi barna, njóta m.a. réttinda á við mæður í fæðingarorlofi. Við- urkennt er að barn skal njóta upp- eldis beggja foreldra. Þessi gildi eru í góðu lagi á meðan foreldrar búa saman. Um þetta er almenn sátt í samfélaginu. Við skilnað kollvarpast þessi gildi. Feður verða þá aftur skaffarar (meðlagsgreiðendur) eins og í hinni gömlu kjarnafölskyldu. Þeim er ýtt til hliðar frá uppeldi barnanna, en fá þau hugsanlega í heimsókn aðra hverja helgi. Það eru alls eng- ar rannsóknir sem sýna að þetta sé barni fyrir bestu. Þvert á móti sýna rannsóknir að þegar skilnaður for- eldra er orðin stað- reynd er aldrei mik- ilvægara fyrir börn að hafa náið samband við báða foreldra. Erlend- ar rannsóknir sýna að skilnaðarbörn sem njóta áfram ríkra sam- vista við báða foreldra spjara sig betur en önnur skiln- aðarbörn. Það er mikilvægt að samfélagið fjalli um fjölskylduna og allar gerðir fjölskyldna og hvernig við tryggjum best velferð barnanna. Fjölskyldan er áfram hornsteinn í okkar sam- félagi. Hún er orðin fjölbreyttari og flóknari. Félag ábyrgra feðra berst fyrir því að þau gildi séu viðurkennd að forsjárlaust foreldri, sem oftast er faðir, skuli áfram njóta fjöl- skyldulífs með börnum sínum og börnin njóti ávallt uppeldis beggja foreldra. Viðurkennt verði að börn á Íslandi eigi heima á tveimur heim- ilum þegar foreldrar búa ekki sam- an. Það er ögrun fyrir samfélag nú- tímans að tryggja öllum börnum þessi réttindi. Viðurkennd verði sú staðreynd að foreldrajafnrétti séu bestu hagsmunir barna. Þetta er í anda réttarfarsþróunar erlendis. Barátta Félags ábyrgra feðra er í anda þess, sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu upp með árið 1993 þegar hinn alþjóðlegi fjölskyldudagur var stofn- aður, en barátta félagsins er ekki síður í anda þess þema sem dag- urinn ber í dag, „Breyttar fjöl- skyldur: Áskorun og möguleikar“. Það væri þarft verkefni fyrir Alþingi Íslendinga að fjalla um hvort Íslend- ingar ættu ekki að merkja fjölskyld- unni einn dag á dagatalinu, en ekki síður er mikilvægt að löggjafinn tryggi foreldrajafnrétti á Íslandi, enda eru það bestu hagsmunir barnanna okkar. Foreldrajafnrétti – Bestu hagsmunir barnanna Gísli Gíslason skrifar í tilefni af alþjóðlegum degi fjölskyld- unnar sem var 15. maí sl. ’Það er mikilvægt aðsamfélagið fjalli um fjöl- skylduna og allar gerðir fjölskyldna og hvernig við tryggjum best velferð barnanna.‘ Gísli Gíslason Höfundur er markaðsstjóri og formaður Félags ábyrgra feðra. ÞRIÐJI hluti af athugasemdum við fræðslurit sem gefið hefur verið út af undirstofnun samgöngu- ráðuneytis: Allundarlegt ákvæði er í IV. kafla um vakt- stöðu. Í undirkafla 6 „Skip á fiskveiðum eða í leit að fiski“ stendur (Skipið er að veiðum en ekki skipverjarnir) í lið 6.2. allsérstakt ákvæði sem hlýtur að vefjast fyrir flestum sem eiga að starfa eftir þessum reglum. Samkvæmt ákvæðinu skal yfirmað- ur á vakt m.a. huga að traustleika vatnsþéttra skilrúma. Orðrétt stendur: „þegar afli er lestaður skal, þegar siglt er til löndunarhafnar, huga að mikilvægum kröfum um nægjanlegt fríborð, nægjanlegan stöðugleika og traustleika vatns- þéttra skilrúma og athuga eldsneyt- iseyðslu og birgðastöðu, líkur á óhag- stæðum veðurskilyrðum, einkum að vetrarlagi, hættu á ísingu á eða yfir óvörðu þilfari á svæðum sem vænta má ísingar.“ Svo mörg voru hin heil- ögu orð meistaranna. Vakthafandi yfirmanni er skylt samkvæmt greininni að huga að vatnsþéttum skilrúmum í skipi og traustleika þeirra. Er ekki verið að velta ábyrgð opinberra eftirlitsaðila yfir á herðar skipstjórnarmanna með svona orðaleik. Þegar fiskilestin er full af fiski á skipstjórnarmaður að huga að veikleika í skiljum á milli rýma sem geta verið ótalmargar. Væri æskilegt að skýrt væri á hvaða hátt skipstjórnarmaður á að sann- reyna traustleika vatnsþétts skil- rúms sem hann ekki kemst að til skoðunar. Ákvæði þetta er „bull“ sem lýsir mikilli vanþekkingu á smíði og búnaði skipa. Liðurinn stýrisskip- anir (bls. 95) er góðra gjalda verður en ófullkominn. Þar sem getið er um skipun um – að létta á stýrinu – hefði mátt vera skiljanleg skýring á því hvað er átt við með vísan til enska textans sem fylgir. Hefði mátt koma fram að það ætti að minnka útslátta á stýrinu eða minnka hornið sem stýrisblaðið myndar með langskurðarfleti skipsins með vísan til stýrismælis (rudder in- dicator). Fyriskipunin „svona beint“ hefur fram að gildistöku þessara reglna þýtt að sá sem er við stýrið á að stýra þá stefnu, gráðu eða strik, sem áttavitinn sýnir þegar skipun er gefin. Ef skipið snýst áfram á rórmaður að koma skipinu á þá stefnu sem lesin var af áttavitanum þegar skipun var gefin. Skipanirnar – svona beint, eins og horfir, eins og gengur, þetta beint – hafa verið notaðar í áratugi og í þeim kemur ákveðið fram hvað á að stýra eftir að skipi hefur verið snúið eða í lok snúnings. Með þessum nýju fyrirmælum þýða fyrirmælin – svona beint – að það eigi að stöðva snúninginn á skip- inu og stefnan getur orðið allt önnur en var þegar fyrirskipun var gefin. Svo undrast fólk að mistök verði. Ekki verður skilið við þennan lið án þess að geta þess sem gleymst hefur og það er fyrirskipunin „ekk- ert til stjórnborða“. Í upptalningunni á blaðsíðum 95 til 99 kemur fram „ekkert til bakborða“. Við stjórn skips kemur fyrir að nauðsynlegt er vegna aðstæðna að stýra eða gefa fyrirmæli um að skipið leiti helst ekkert til stjórnborða frá uppgefinni stefnu en þá leyfilegt lítils háttar frá- vik til bakborða. Því verður það að teljast undarlegt að þetta hafi gleymst við samningu á þessu leið- beiningum. Þetta gleymda frávik hefur oft þurft að nota við siglingu skips inn eða út úr höfn við erfiðar veðuraðstæður, á þrengri sigl- ingaleið á fljóti eða skipaskurði og á siglingu innan um hafís svo og öðrum þrengri leiðum. Kaflinn „Stjórnskipanir við gang- skiptingu í brú og vélarúmi“ er mein- gallaður eins og margt í þessu fræðsluriti. Megingallinn er við alla liði er varða stjórnun véla, þ.e.: merking , skilgreining á því hvað hin- ar ýmsu fyrirskipanir þýða. Skipunin full ferð áfram er skil- greind sem – mestur snúningshraði aðalvélar (vélin sem knýr skipið áfram, ekki ljósvél) skipsins fyrir ferð áfram. – Þessi skilgreining er ófullnægjandi og í öðrum fyr- irmælum um gangstig vélar röng. Þessi skilgreining á aðeins við skip sem er með fasta skrúfu, þ.e. ekki um að ræða skiptiskrúfu. Í þeim til- vikum sem um er að ræða skipt- iskrúfu þar sem t.d. ásrafall er á skrúfuás snýst vélin á fullum snún- ingi allan tímann en aflbreyting verður við að breyta stigningu skrúf- unnar og hægt að láta vélina vinna einnig aftur á bak án breytinga á ganghraða (snúningshraða) vél- arinnar. Þar af leiðandi er skilgreiningin ófullnægjandi sem fram kemur í fræðsluritinu. Við skipunina mjög hæg ferð áfram getur snúningshraði vélarinnar verið sá sami og við fulla ferð en vélaraflið minnkað með breytingu á skurðstefnu skrúfu- blaða. Allar skipanir um aflnotkun drifvélar skipsins eru rangar eða ófullnægjandi. Gera mætti fleiri athugasemdir við umrætt fræðslurit en þetta látið nægja. Opið bréf til sam- gönguráðherra Kristján Guðmundsson gerir athugasemd við fræðslurit sem gefið hefur verið út af undir- stofnun samgönguráðuneytis ’Væri æskilegt að skýrtværi á hvern hátt skip- stjórnarmaður á að sann- reyna traustleika vatns- þétts skilrúms sem hann ekki kemst að til skoð- unar.‘ Kristján Guðmundsson Höfundur er skipstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.