Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 6
SILVÍA Nótt verður ekki í Evró- visjónkeppninni á laugardag. Það kom í ljós eftir forkeppnina í Ól- ympíuhöllinni í Aþenu í gærkvöldi. Það var púað og baulað á hana bæði fyrir og eftir flutning hennar á laginu Congratulations eftir Þor- vald Bjarna Þorvaldsson. Þegar baulinu linnti eftir söng hennar heyrðust hins vegar mikil fagn- aðarlæti. Silvía Nótt kom síðust fram í röð tuttugu og þriggja keppenda í for- keppninni, en tíu efstu lögin kom- ust áfram. Skoðanir fólks á ís- lenska framlaginu til keppninnar hafa verið mjög tvískiptar og Silvía umdeild, – annaðhvort virðist fólki líka mjög vel við hana, eða mjög illa. Löndin sem komust áfram voru Rússland, Makedónía, Bosnía og Hersegóvína, Litháen, Finnland, Úkraína, Írland, Svíþjóð, Tyrkland og Armenía. „Það er hluti af leiknum sem heitir Evróvisjón að geta tapað,“ sagði Jónatan Garðarsson, hóp- stjóri íslenska liðsins, eftir að úr- slitin lágu fyrir í gærkvöldi. „Atrið- ið okkar hefur vakið mjög misjöfn viðbrögð, en hópurinn stóð sig mjög vel á sviðinu og það var mikill kraftur í þeim. Þau gerðu sitt besta og skiluðu sínu vel.“ Selma Björnsdóttir hefur tekið þátt í Evróvisjón fjórum sinnum, þar af tvisvar sem söngvari. Hún söng í keppninni í fyrra, en var danshöfundur hópsins nú. „Það er ljóst að Austur-Evrópa er í tísku núna,“ sagði Selma í gærkvöldi. „Mörg lög þaðan komast í gegn án þess að eiga það skilið, því þau eru ekki góð. Þetta eru svo margar þjóðir, að við hérna megin í Evrópu eigum hreinlega erfitt uppdráttar. Það er ekki mikil hvatning fyrir ís- lenska lagahöfunda að taka þátt í keppninni við þessar aðstæður.“ Ýmist fagnað eða baulað í Aþenu Morgunblaðið/Eggert Silvía Nótt með lífvörðum sínum allt annað en ánægð að lokinni keppninni í Aþenu í gærkvöldi. 6 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lagadeild Allar upplýsingar í síma 525 4386 og á www.hi.is. Umsóknarfrestur er til 6. júní. Laganám í Háskóla Íslands: Metnaður, gæði og árangur. FYRSTA skóflustungan var tekin að byggingu nýs þjónustukjarna ásamt hjúkrunaríbúðum og rýmum fyrir aldraðra við Boðaþing í Kópavogi í gær, en hana tók Jóhanna Arnórs- dóttir, heiðursfélagi í Félagi eldri borgara í Kópavogi (FEBK) og fyrr- verandi formaður samtakanna. Áætlað er að fyrsti áfangi verksins verði tilbúinn þegar á næsta ári, en um er að ræða samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Hrafnistuheimil- anna. Viðræður standa nú yfir við heilbrigðisráðuneytið um að rekstur heimilisins verði með öðru sniði en nú tíðkast hér og að sjálfstæði og fjárræði heimilisfólks verði í fyrir- rúmi. Hugmyndin að baki hinu nýja rekstrarformi byggist m.a. á vilja bæjaryfirvalda að heimilisfólkið haldi tekjum sínum og greiði sjálft hefðbundin útgjöld, s.s. húsaleigu og fæði, en að hið opinbera greiði fyrir hjúkrun og aðhlynningu. Fyrir vikið verði greiðslur og útgjöld heimilis- manna mun sýnilegri en nú er þegar allar greiðslur fara gegnum trygg- ingakerfið og heimilisfólk sér hvorki tekjur sínar né í hvað þær fara. Út- hlutanir í hjúkrunaríbúðirnar og rýmin verða óháð efnahag og fara í gegnum hefðbundið vistunarmat. Meira sjálfstæði og vellíðan Hugmyndin byggist einnig á fé- lagslegu sjónarhorni umönnunar, þ.e. að gamla fólkið er ekki sjúkling- ar í hefðbundnum skilningi, heldur býr það við skerta færni. Hjúkrunar- íbúðirnar verða því heimili gamla fólksins og tekur umönnun og menntun starfsfólks mið af því. Veik- ist hinn aldraði getur hann þurft tímabundna þjónustu á sérhæfðu sjúkrahúsi eins og aðrir, en að því loknu getur hann snúið til síns heima. „Það er lykilatriði að einstakling- urinn hefur fjárhagslegt sjálfstæði fram á hið síðasta,“ segir Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, um hið nýja fyrirkomulag. „Það er ólíkt því sem er í dag, ef fólk er í hjúkr- unarrými eru fjárráðin tekin af því og ríkið tekur greiðslur frá Trygg- ingastofnun og séreignarlífeyrissjóði allt upp í 180.000 krónur á mánuði og viðkomandi fær vasapeninga upp á 30–40.000 krónur á mánuði.“ Gunnar segir þetta kerfi hafa verið reynt m.a. í Danmörku, Hollandi og Finnlandi undanfarin tíu til fimmtán ár og fólki líði mun betur innan þess. „Þetta er ekki dýrara úrræði heldur en hjúkrunarrými heldur í raun ódýrara og minni skriffinnska sem fylgir.“ „Þetta er mannúðlegt og við erum að hugsa um það að gera þjón- ustuna virkari og betri og heimilis- legri. Við erum að hugsa um þetta sem heimili og ekki sem stofnun. Þarna verður umönnun fyrir einstak- lingana en þeir halda sínum heimilis- læknum, svo þeir geta kallað á hann.“ Íbúðirnar og rýmin verða 88 tals- ins og er hver íbúð 36 fermetrar með baði auk sameignar sem er 28 fer- metrar á hverja íbúð. Ellefu íbúðir verða saman í einingu en lögð verður áhersla á litlar og heimilislegar kjarnaeiningar. Í sameign verður þvottaaðstaða, eldhús og borðstofa. Hjúkrunaríbúðirnar munu tengjast þjónustukjarna sem er með sund- laug, sjúkraþjálfun, dagvistun, net- kaffihúsi og félagsmiðstöð sem ætluð verður öllum eldri borgurum í hverf- inu. Aldraðir eru um 10,9% af íbúum Kópavogs og er biðtími eftir plássi á hjúkrunarheimili í bænum lengri en hjá öðrum bæjarfélögum. Ástæður þessa eru fjölbreyttar, en Gunnar kveður nauðsynlegt að ríkið taki þátt í kostnaði og rekstri. Nýstárlegur þjónustukjarni fyrir aldraða rís í Kópavogi Sjálfstæði og fjárræði heimilisfólks í fyrirrúmi Morgunblaðið/RAX Fyrsta skóflustungan var tekin að byggingu nýs þjónustukjarna ásamt hjúkrunaríbúðum og rýmum fyrir aldraðra við Boðaþing í Kópavogi í gær. ÉG lít svo á að forkeppnin hér heima sé aðalatriðið og við höldum henni ótrauðir áfram. Síðan verður það að koma í ljós hvort smekkur Íslendinga fellur að smekk annarra í Evrópu. Kannski kemur einhvern tíma að því en það hefur ekki gerst hingað til,“ sagði Páll Magnússon útvarpsstjóri að lokinni undan- keppni Evróvisjón í gærkvöldi þar sem Silvía Nótt komst ekki áfram með framlag Íslendinga, Til ham- ingju Ísland. Er þetta í annað skipt- ið í röð sem Íslendingar komast ekki áfram í keppninni. Brugðið getur til beggja vona „Sem áhorfandi vonaðist ég til þess að hún kæmist áfram í úrslitin. En meginávinningurinn af þessu fyrir okkur er auðvitað keppnin hér heima á Íslandi. Síðan kemur loka- keppnin sem rökréttur lokapunktur og þar getur brugðið til beggja vona. En þetta rýrir ekkert gildi keppninnar hér heima sem er mjög skemmtilegt fyrirbæri. Raunar er þannig litið á þetta víðast annars staðar, t.d. telja flestar sjónvarps- stöðvarnar á Norðurlöndunum að kjötið á bein- unum sé keppnin í hverju heima- landi,“ sagði Páll. „Að þessu sinni byrjuðum við aftur í formi forkeppni, en lagið með Selmu Björnsdóttur í fyrra, sem komst heldur ekki áfram, var ekki valið í neinni for- keppni, heldur beinlínis fenginn höfundur til að semja og útsetja lagið og listamaður fenginn til að flytja það. Ég held að hvor aðferðin sem notuð er tryggi engan árangur í þessari lokakeppni. Aðalatriðið er keppnin hér heima.“ Forkeppnin hér heima aðalatriðið Páll Magnússon VARLA var maður á ferli á höf- uðborgarsvæðinu þegar und- ankeppni í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva fór fram í gærkvöldi. Lögreglan í Kópavogi sagði göturnar hafa verið tómar, símann varla hafa hringt og því hefði verið vægast sagt mjög rólegt á vaktinni. Svipaða sögu hafði lög- reglan í Hafnarfirði að segja. Þar var „dauður tími“ og varla að sím- inn hringdi á lögreglustöðinni. Og hjá Reykjavíkurlögreglunni þagn- aði síminn nánast á meðan keppnin stóð yfir og mjög rólegt var yfir mannlífinu. Varla nokkur maður á ferli ÞAÐ var eins og einhver þeirra áhorfenda sem bauluðu á Silvíu Nótt í Aþenu í gærkvöldi hefði komist í rafmagnið á Hvolsvelli og í nærsveitum, því rafmagnið þar sló út skömmu áður en Silvía Nótt átti að flytja lag sitt og komst ekki á aftur fyrr en um 20 sekúndur voru eftir af laginu. Ekki nóg með það því Hvols- vellingar og nærsveitamenn, sem voru að vonum óhressir með þetta, hugsuðu sér gott til glóðarinnar og ætluðu sér að horfa á Silvíu á RÚV+ sem send er út með klukkutíma seinkun. Þá vildi ekki betur til en svo að rafmagnið fór aftur af 58 mínútum eftir að því sló út í fyrra sinnið, þannig að sú ráða- gerð fór líka út um þúfur. Samkvæmt upplýsingum Rafmagnsveitna ríkisins var það spennir sem sló út í bæði skiptin. Ekki er vitað hvað olli og átti eftir að rannsaka það betur í gærkvöldi. Hins vegar er ljóst að það átti ekki fyrir Hvolsvellingum og nærsveita- mönnum að liggja að sjá Silvíu Nótt flytja framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva í gærkvöldi, hvort sem það voru máttarvöldin eða einhver önnur öfl sem þar voru að verki. Hvolsvell- ingar sáu ekki Silvíu Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.