Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristján SamúelJúlíusson fædd- ist í Reykjavík 14. nóvember 1923. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut 12. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristín Þóra Krist- jánsdóttir frá Ísa- firði, f. 11. maí 1903, d. 27. júlí 1948 og Júlíus Sigurðs- son prentari frá Ísa- firði, f. 15. júlí 1894, d. 7. febrúar 1960. Systkini Kristjáns sam- mæðra eru Stefán Þorvaldsson, f. 1928, d. 1991, Vigdís María Magn- úsdóttir Kelly, f. 1931, d. 1981, Guðrún Guðbrandsdóttir, f. 1936, Róbert Fearon, f. 1942 og Betty Fearon, f. 1943. Samfeðra voru Sigurður Normann, f. 1918, d. 1981, Aðalheiður R., f. 1923, d. 2002, Soffía Eydís, f. 1925, d. 1968, Þórður Kristinn, f. 1928 og Gunn- ar Agnar, f. 1936. Dóttir Kristjáns er Marta S.H., f. 11. september 1952, maki Guð- jón Gestsson. Dætur þeirra eru Rakel Rán og Sonja Sól. Kristján kvæntist Eddu Ágústs- dóttur 19. okt.1957, f. 28. okt.1934. Foreldrar hennar voru; Elín Fanný Friðriksdóttir frá Vestmannaeyjum, forstöðukona í Mýrdal sem lausamaður. Sem ungur maður hóf hann störf til sjós og var háseti á togurum, með- al annars á Ármanni, Sigríði, Helgafelli og Kára. Í millitíðinni stundaði Kristján smíðanám og var hann alla tíð mikill hagleiks- maður. Árið 1954 hóf hann störf á Gullfossi hjá Eimskipafélagi Ís- lands og hófst þá, sá kafli sjó- mennskunnar sem snýr að milli- landasiglingum. Starfaði hann á hinum ýmsu skipum Eimskipa- félags Íslands, meðal annars á Lagarfossi, Selfossi og Langjökli. Stundaði hann sjómennskuna til ársins 1964. Á sjómannsárum sín- um heillaðist hann af hnefaleikum og var mjög virkur hnefaleika- maður í íþróttafélagi Ármanns og keppti fyrir þeirra hönd. Kristján varð Íslandsmeistari árið 1947. Hann stundaði hnefaleika allt þar til þeir voru bannaðir. Þegar í land kom árið 1964 stundaði hann húsasmíðar og aðra trésmíða- vinnu. Árið 1971 hóf hann störf við Þjóðleikhúsið og var leik- myndasmiður og síðar tæknimað- ur allt til starfsloka árið 1993. Kristján var ávallt mjög hjálpsam- ur og ævinlega fús að leiðbeina og aðstoða við hinar ýmsu smíða- lausnir. Kristján var greiðvikinn maður og barngóður, vinur vina sinna og vinahópurinn afar stór. Hann stundaði sund og göngur. Núna seinni árin tók hann virkan þátt í líflegri starfsemi Korpúlf- anna, félags eldri borgara í Graf- arvogi. Kristján verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Saumastofu Þjóðleik- hússins, f. 10. feb. 1910, d. 28. nóv. 1997 og Jóhann Björgvin Ágúst Jónsson sjó- maður, f. 24. júní 1904, d. 4. ág. 1944. Fyrir átti Edda dótturina Elínu Eddu Árnadóttur, f. 23. ág. 1953. Maki Sverrir Guðjónsson. Synir þeirra eru Ívar Örn og Daði. Börn Kristjáns og Eddu eru: 1) Katrín, f. 11. apríl 1958. Dóttir hennar er Arna Eir Einarsdóttir. 2) Ágúst Rafn, f. 21. júní 1959. Maki Ágústa Kroknes. Börn þeirra eru Árni Pétur, Edda Fanný og Eva Rún. 3) Kristján, f. 23. feb. 1962. Maki Mi- haela Kristjánsson. Dóttir þeirra er Helena. Frá fyrra hjónabandi á hann Viktor Daníel og Birtu Dröfn. Kristján ólst upp í Reykjavík hjá móðurömmu sinni Stefaníu Stef- ánsdóttur fram að tíu ára aldri en þá fór hann á Löngumýri í Skaga- firði og vann þar við almenn sveitastörf og naut hann far- kennslu þar. Hann dvaldist á Löngumýri fram yfir fermingar- aldur og var hann fermdur í Glaumbæ. Hann dvaldi í Skaga- firði í átta ár. Síðar átti hann stutta viðdvöl á bænum Hvoli í Vík Við hljóma hofklukkunnar skrifa ég fáein orð til þín, elsku faðir. Hún hljómar hógvær og lítillát, eins og þú. Nærvera þín og snert- ing í þögn, sagði meira en mörg orð. Þér var eiginlegra að segja hlutina á kyrrlátan og þögulan hátt. Líkamlegt atgervi þitt var sterklegt og andlit þitt svipmikið. Trúlega hef ég aldrei kynnst eins góðum manni og pabba. Góðsemi hans teygði sig yfir lönd og strönd, þar sem örlæti var engum takmörkum háð. Ferðalög þín um heimsins höf hófust snemma á þínum æviferli. Þú sóttir sjóinn strax sem ungling- ur og hélst því áfram fram eftir aldri, sem farmaður á stórum flutn- ingaskipum Eimskipafélagsins. Mér þótti sjómannslíf þitt afar spennandi og ævintýralegt í barns- minningunni. Eftirvæntingin að fá þig heim eftir langa útiveru í faðm fjölskyldunnar í Glaðheimum, og svo kveðjustundirnar sem oft fylgdi söknuður. Á þeim tímum fylgdist maður með skipafréttunum og hlustaði á Gufunesradíó eftir frétt- um af siglingaferðum þínum. Þú varst timburmaður. Já, þú varst svo sannarlega eðalsmiður, allt lék í þínum stóru myndarlegu höndum. Tré- og húsasmíðin nýttust þér vel er þú tókst endanlega landfestar á sjöunda áratugnum, og síðar leik- myndasmíðar við Þjóðleikhúsið. Þar átti ég hauk í horni þegar ég þurfti að njóta faglegrar ráðgjafar sem leikmyndahönnuður. Þú kunnir svo margt og vissir hvernig átti að útfæra hlutina, vel og vandlega. Já, það á að vanda sig við verkið, og það á vissulega við um margt í þínu lífi. Hvalfjörðurinn tók þér og mömmu opnum örmum, á áttunda áratugnum. Ómótstæðileg vin í ykkar lífi. Þarna reistir þú hús sumarsins og mamma gróðursetti heilan skóg í kring, í landi sem hýs- ir álfhól og blómatíva. Fjöruborðið á næsta leiti og freistandi að fiska á bátkænu, ef veiða þurfti í soðið. Þá var fjörðurinn í alfaraleið og vina- heimsóknirnar margar, því traustur vinur varstu vina þinna. Í hitabylgjunni nú í maí hittumst við fjölskyldan í Hvalfirðinum og leituðum huggunar hvert í öðru, eftir að ljóst var að þú varst á för- um, á nýjar slóðir. Það bar brátt að, þegar dauðans óvissi tími gerði skyndilega boð á undan sér. Ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að leiða þig þessi síðustu spor, í átt til ljóssins. Mín litla hönd í þinni, stóru og sterku. Ljósið sem vísaði veginn var gullslegið bjarma, líkt og sólskinið á spegilsléttum Hval- firðinum, sem birtist í hitabylgjunni og kórónaði nærveru þína í rauðri sólinni, við sólarlag. Þannig vil ég muna þig alltaf í hjarta mér, um aldur og ævi, þar sem við leiðumst hönd í hönd, við hljóma hofklukk- unnar. Þín elskandi dóttir, Elín Edda. Kvöldroði sólar spegilsléttur hafflötur tungl við sjónarrönd. Gatan er greið inn í griðlandið. Glaðheimar í augsýn. Við förum fet- ið. Andardrátturinn hægist, en hjartsláttur fararskjótans herðir upp hugann þegar fjörðurinn breið- ir út faðminn í heiðríkjunni. Hús sumarsins stendur styrkum fótum við litla lækinn og tívarnir renna sér fótskriðu upp og niður álfhólinn. Hljómur hafsins í fjöru- borði og úthafið speglar sig í hvolfi himinsins. Litli langafastrákurinn er þreytt- ur og sofnar í fanginu. Ég halla mér í rúm langafans og hlusta á hjartslátt drengsins renna saman við andardrátt hússins. Hér slær hjarta hans. Hamars- höggin heyrast yfir fjörðinn, þar sem selir synda og hvalir flutu forð- um í sína hinstu för. Hér er hans heimur og handtökin óteljandi: pall- ar, grunnar, spýtur, brýr, stólpar, gluggar, strompar. Ekki bara eitt hús, tvö eða þrjú, heldur heil þyrp- ing, því smiður þorpsins er greið- vikinn maður með styrkar hendur, sem siglt hefur um heimsins höf og tekið fast í hönd Louis ARMS- TRONG, í Nýju Jórvík. Þá var það jazzsveiflan sem réð ríkjum og stjörnurnar barðar augum í klúbb- um heimsborganna. Dansgólfin voru ekki efst í huga, en boxhring- urinn hitaður þeim mun betur upp, enda – Stjáni box – Íslandsmeistari í þungavigt hnefaleikanna. Þegar allt fór í kaldakol í erlendri höfn, gerði það gæfumuninn að nefna nafn Stjána, þegar lítið lá við. Langafastrákurinn rumskar þétt mér við hlið og horfir vökulum aug- um á veggi, glugga, hillur, loft og allar spýturnar sem langafinn hefur smíðað. Hans minning er alltum- lykjandi. Við göngum út í laut, lítil hönd í stórri og horfum til himins. Rauða sólin kinkar kolli um leið og hún speglar sig í haffletinum. Háa fjallið, stoð og stytta bak við hús sumarsins, horfir til hafs. Á fjarlægri strönd með byr í báða vængi – fullt tungl í fjarska. Sverrir Guðjónsson. Elsku afi minn, ég er svo þakk- látur fyrir að hafa átt þig að. Það er erfitt að kveðja þig og þó að mál- tækið segi að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur þá á það ekki við nú. Ég hef alltaf vitað hvað þú hefur verið mikilvægur fyrir okkur fjölskylduna og þó þú hafir þurft að fara svo skyndilega þá þykir mér gott að kveðja mann sem hefur átt svo fallega ævi. Ég hefði viljað heyra fleiri af skemmtilegu sögunum þínum síðan þú varst yngri, þegar þú sigldir um höfin blá, þegar þú varst Íslandsmeistari í boxi fyrir rétt rúmum 50 árum, þegar þú fórst inn á hárgreiðslu- stofu í Ameríku og sagðir með þinni takmörkuðu ensku „ól off“ og komst út slétt rakaður á skallanum, þegar þið sjóararnir villtust inn í Harlem í New York og enduðuð á knæpu þar sem Louis Armstrong spilaði fyrir dansi og þið voruð eins og ljósaperur innan um hina gest- ina. En ég veit að amma rifjar upp gamla tíma með okkur. Afi, þú varst hið mesta ljúfmenni og hjálpsamur með eindæmum, þú varst líka einn harðasti nagli sem ég hef kynnst og ég mun aldrei gleyma þér. Þú átt svo mikið í mér. Ég er þakklátur fyrir að Arngrímur minn fékk að kynnast þér líka. Afi minn, ég kveð þig nú með söknuði og í mínum huga skilur þú við lífið með sátt. Þinn Ívar kaldi (eins og þú kall- aðir alla strákana þína). Ívar Örn. Með trega og söknuði kveð ég þig, elsku afi minn. Fáir sýndu jafn mikla góðvild, gjafmildi og kærleik í garð náung- ans. Þú tókst öllum eins og þeir voru og komst ávallt til dyranna eins og þú varst klæddur. Mér er enn í fersku minni er við bræðurnir kröfðumst þess að þú syngir sálm yfir nýjarðsettum þresti. Ég man glettið, hversu feg- inn þú varst er faðir okkar kom þér til bjargar. Meðan þú lést aðra um sönginn gátu fáir leikið eftir hæfni þína, sem þúsundþjalasmiður. Ég þakka þér öll sumrin sem ég fékk að verja með þér og ömmu í Glaðheimum, paradís á jörðu sem þú reistir með eigin höndum. Þú varst svo frábær afi, þú varst – Stjáni box – sem stríddir og lékst við okkur, kenndir okkur að smíða bát sem rann niður lækinn, gafst okkur gotterí og sýndir okkur hlýju og umhyggju, þegar lætin fóru úr böndunum. Þú varst ávallt til stað- ar, þegar á þurfti að halda. Það er sárt að kveðja þig svo skjótt, frá fjarlægu landi. Sál þín hefur vitjað nýrra slóða, þar sem fjarlægðir skipta ei lengur máli. Í hjarta mínu ertu ávallt nærri. Guð geymi þig, elsku afi minn. Þinn Ellusonur, Daði Sverrisson, Edmonton, Kanada. Góður vinur minn og félagi er fallinn frá. Mín fyrstu kynni af Kristjáni voru þegar hann var við bygging- arvinnu hjá föður mínum, sem þá var að byggja hús sitt við Sigtún í Reykjavík. Þá var ég 11 ára. Tveimur árum síðar bauð Kristján mér með sér í mína fyrstu utan- landsferð. Hann var þá háseti á togaranum Helgafelli og var að fara í söluferð til Aberdeen í Skotlandi. Þar varð mér strax ljóst hvern mann Kristján hafði að geyma og hvílíkur öðlingur hann var. Árin 1958–1959 urðu tengsl okk- ar enn meiri þegar við byggðum okkur hús í Glaðheimum 10 í Reykjavík ásamt Halldóri bróður mínum og þar bjuggum við ásamt eiginkonum okkar í mörg ár. Mikil og góð vinátta myndaðist milli okk- ar en ekki síður milli eiginkvenna okkar og hélst sú vinátta alla tíð. Kristján og Edda byggðu sér síð- ar sumarhús í Hvalfirði eða nánar tiltekið í Hvammsenda í Kjós. Árið 1981 hringdi hann í mig og sagði að ég gæti keypt land við hlið hans og hvort ég vildi ekki koma og skoða. Ég fór ásamt Helgu konu minni og okkur leist mjög vel á. Við keyptum landið og strax næsta ár byrjaði Kristján að byggja fyrir okkur bú- stað. Við fluttum inn í glæsilegan bústað árið 1983. Kristján var einstaklega laginn og góður smiður og með ólíkindum handsterkur. Oft á tíðum fannst mér eins og honum væri ekkert ómögulegt. Hann var sannkallaður þúsundþjalasmiður. Dugnaður hans og vinnusemi var einstök og þegar við unnum saman hafði ég oft á til- finningunni að ég væri að vinna með mér mun yngri manni. Þegar ég var orðinn þreyttur og vildi hætta sagði hann það ekki koma til greina, vildi halda lengur áfram, svona 2–3 tíma í viðbót en þá var hann búin að vera að í 10 tíma. Betri nágranni verður vart fund- inn enda var samband okkar við Eddu og Kristján alla tíð ákaflega farsælt og gott. Sveitin verður ekki söm án Kristjáns og það myndast ákveðið tómarúm við þá tilhugsun að geta ekki rölt yfir og sest í gras- ið hjá Kristjáni og spjallað um dag- inn og veginn. Elsku Edda og fjölskylda, við Helga og börnin vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að varðveita ykkur. Þinn vinur Birgir Lúðvíksson. Þegar kveðjustund rennur upp fljúga minningar liðinna ára gegn- um hugann, allar eru þær dýrmæt- ar hver fyrir sig, en svo ótrúlega margar góðar minningar á ég um samverustundir okkar Kristjáns að það nægði til að skrifa margar síð- ur, þannig að ég mun stikla á stóru í þessari kveðju minni. Ég var mjög ungur þegar leiðir okkar Stjána lágu saman. Ég skráðist sem háseti á togarann Helgafell þar sem hann var að mínu áliti aðalmaðurinn, pokamaðurinn sjálfur, hlutverk sem aðeins úrvalsmenn hlutu. Hann var einnig sá besti leiðbeinandi sem ungur sjómaður gat óskað sér, ávallt reiðubúinn til að vísa rétta veginn og kenna réttu handtökin. Einnig varði hann ungu piltana fyr- ir áreitni þeirra eldri, sem var nokkuð algengt, að minnsta kosti á þeim tímum. Ósjálfrátt laðaðist ég mjög að Stjána og hann tók mig undir sinn verndarvæng bæði til sjós og lands. Á ég góðar minningar frá landveru í erlendum höfnum þar sem ég gat aðeins komið honum að notum, ég talaði erlend tungumál en hann frekar lítið, en hann kunni annað og það var að halda okkur frá skugga- hverfunum og sífellt minna á að við værum ekki á Íslandi. Þarna lærði ég að meta mann- kosti Stjána og er honum þakklátur fyrir þessi ár, en sem betur fer áttu leiðir okkar eftir að liggja saman eftir þónokkur ár og þá til lengri tíma. Við ásamt nokkrum öðrum reistum okkur sumarhús í landi Hvamms í Kjós, hvar við unnum hörðum höndum að því að byggja húsin og rækta landið, og þar var réttur maður á réttum stað. Þarna fékk Stjáni útrás fyrir sína hæfi- leika sem snilldar handverksmaður, öll smíðatól léku í höndunum á hon- um og allt sem hann gerði var lista- vel unnið og síðast en ekki síst afar traust. Þá var hann boðinn og búinn til að leiðbeina og ljá hönd þegar ná- grannana skorti kunnáttu og eða getu. Held ég að við öll sem byggð- um okkur skjól þarna höfum á einn eða annan máta notið hæfileika hans og kunnáttu, þar sem hann orðalaust og án þess að ætlast til neins í staðinn var til reiðu, hvort sem var á nóttu eða degi. Eigin- kona hans, Edda, var ábyggilega ekki alltaf sátt við hve örlátur hann var á sinn tíma fyrir aðra, en hún þekkti sinn mann og umbar þetta með rósemi, enda sá hún fljótlega að án hans hefði sumarhúsabyggðin ekki orðið jafn glæsileg og sam- band íbúanna svo gott. Hann gat rætt við alla án fordóma og æv- inlega með glettni á vörum, svo ég gleymi nú ekki þykjast boxhögg- unum hans, sem voru hans máti að segja: komdu sæll, hvað segirðu í dag. Fyrir mig og fjölda annarra er mikil eftirsjá að vini okkar, en hver getur ráðið við ellina og sjúkdóma sem henni fylgja. Þessi kveðjuorð mín eru þrátt fyrir allar góðu minningarnar full af sorg og trega, sagt er að maður komi í manns stað, en tæplega í þessu tilfelli. Því segi ég að lokum: Kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt, eftir stendur það góða sem þú skapaðir og minn- ing um góðan mann. Ég og Þóra sendum Eddu, börn- um og öllum aðstandendum hlýjar samúðarkveðjur. Atli Ágústsson. KRISTJÁN SAMÚEL JÚLÍUSSON Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, HEIÐDÍS EYSTEINSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ mánu- daginn 15. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Steinunn Klara Guðjónsdóttir, Páll Jóhannesson, Heiðar Ingi Svansson, Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, Birna Klara Björnsdóttir, Þorgrímur Jónsson, Heiðdís Björnsdóttir, Þorvaldur Gísli Kristinsson og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.