Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 37 UMRÆÐAN sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Vordögum lýkur laugardaginn 20. maí 20% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM Skólavörðustíg 8 - 101 Reykjavík Sími 551 8600 - Fax 551 9680 www.halligullsmidur.is Hjúkrunarkonan Bifvélavirkinn Smiðurinn Útskriftarstytturnar vinsælu Fáðu úrslitin send í símann þinn MIG langar að segja ykkur af hverju bæjarbúar eiga að kjósa Framsóknarflokkinn í skólabænum Ak- ureyri 27. maí nk. Í rannsókn sem gerð var meðal Ak- ureyringa 2005 kom eftirfarandi í ljós: 95,7% telja þjón- ustu leikskólanna mjög góða eða frekar góða. 92,2 % telja þá menntun sem grunnskólarnir veita sé mjög góð eða frekar góð. 97,3 % telja menntun framhaldsskól- anna mjög góða eða frekar góða. 97,4 % telja að menntun háskólans sé mjög góð eða frekar góð. Þetta er frábært. Akureyri er sannkallaður skólabær. Að auki má þess geta að önnur bæjarfélög horfa til Akureyrar vegna úrræða fyrir krakka sem finna sig ekki í hefðbundnum grunn- skólum. Þar á ég við Hlíðarskóla og Skjöld sem eru til fyrirmyndar og nú í haust tekur til starfa ný deild fyrir stúlkur. Akureyringar, ef þið viljið áfram vera svona ánægðir með skólana ykkar þá kjósið Framsóknarflokkinn. Vinnum saman! XB XB í skólamálum Eftir Erling Kristjánsson Höfundur er kennari, skipar 4. sæti á lista Framsóknarflokksins á Akureyri. Í STEFNUSKRÁ Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi má lesa að það verði ódýrast fyrir barnafjölskyldur að búa í Kópavogi fái D- listinn umboð til áframhaldandi for- ystu í bæjarfélaginu. Við sjálfstæðismenn lofum reyndar ekki fríum leikskóla en að frumkvæði sjálfstæðismanna hafa leikskólagjöld nýlega verið lækkuð um 30%. Við munum hins vegar tryggja að samanlagður kostnaður við rekstur fjölskyldunnar verði minni í Kópavogi en í nágrannasveit- arfélögum. Er þá átt við aukna styrki til íþrótta-og tómstundaiðk- unar, lægri fasteignagjöld og al- mennt betri kjör á þjónustu bæj- arins. Hagfræðingurinn Milton Fried- man sagði eitthvað á þá leið að ekk- ert væri til sem héti frír hádeg- isverður. Þá var hann að útskýra að ekkert væri frítt. Það þyrftu alltaf annan milljarð króna þrátt fyrir að skuldir hafi verið greiddar niður á síðasta ári. Það kostar að skulda og bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa kosið að nota fjármuni sem annars færu í vaxtagjöld til uppbyggingar í bæn- um. Það er nefnilega ekkert til sem heitir frítt lán. Lánin kosta og það eru íbúarnir sem borga vextina. Við sjálfstæðismenn í Kópavogi leggjum ríka áherslu á sterka fjár- málastjórn í stefnuskrá okkar því við vitum að öflug hagstjórn er lyk- ilatriði fyrir velferð íbúanna. Okkar kappsmál er að gera sem best við íbúana á skynsamlegan hátt. Sjálf- stæðismenn hafa þolið og kjarkinn og við gerum okkur grein fyrir því að uppbygging og rekstur sveitarfé- lags er langhlaup en ekki sprett- hlaup. Þess vegna geysumst við ekki fram með hljómfögur en innihalds- rýr loforð undir kjörorðunum „frítt“ eða „ókeypis“. Við þurfum ekki að skreyta okkur með glópagulli. einhverjir að greiða fyrir hlutina. Þetta skiljum við sjálfstæðismenn vel en svo virðist sem mótherjar okkar í pólitíkinni átti sig ekki á því að það kostar fjármuni að reka bæj- arfélag og það kostar að bjóða allt „frítt“. Bæjaryfirvöld, undir forystu sjálf- stæðismanna, hafa undanfarin ár styrkt innviði bæjarins, byggt upp og lagt grundvöllinn að öflugra bæj- arfélagi og aukinni hagsæld íbú- anna. Við sem bjóðum fram krafta okkar í þágu bæjarins erum sjálf íbúar í Kópavogi og þurfum að neyta þeirrar þjónustu sem bærinn býður. Að sjálfsögðu er okkur hjart- ans mál að standa sem best að þeim málum. Undanfarin ár höfum við klárlega bætt hag bæjarins og varið fjár- munum skynsamlega með það að markmiði að geta uppskorið vel. Samkvæmt opinberum tölum er rúmlega 10 milljarða samanlagður halli á rekstri sveitarfélaga í land- inu. Sem betur fer stendur Kópa- vogur styrkum fótum og í ár er rekstrarafgangur sveitarfélagsins á Glópagull vinstrimanna Eftir Ragnheiði Kristínu Guðmundsdóttur Höfundur er markaðsstjóri og skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. ÁGÆTI kjósandi! Senn líður að kosningum og standa Garðbæingum þá til boða tveir kostir, Bæjarlistinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Hér hefur Sjálf- stæðisflokkurinn verið við völd frá upp- hafi og hefur hann á þeim tíma náð að hreiðra ansi vel um sig. Við þurfum hins vegar að spyrja okkur, er það Garðbæ- ingum til bóta að einn hópur fólks ráði þar lögum og lofum samfleytt í ein 40 ár? Er það nokkrum til góðs að sitja sem fastast í hásæti sínu svo lengi? Í framboði hjá Bæjarlistanum er fólk sem þekkir bæj- arfélagið og þekkir af eigin raun hverju þarf að koma í verk og hverju þarf að breyta. Við vitum að í Garðabæ er gott að búa, en er það eitthvað sem Sjálfstæðismenn geta eignað sér? Allt í kringum okkur eru undurfagrar náttúruperlur sem gera ásjónu bæjar okkar jafn fallega og hún er. Er það Sjálfstæðisflokknum að þakka? Hér skilar bæjarfélagið 500 milljón króna tekjuafgangi fyr- ir síðasta ár. Á sama tíma hafa tekjur af fasteignagjöld- um á öllu höfuðborgarsvæðinu verið að hækka, sam- fara hækkuðu fasteignaverði. Þróunin hefur því verið sú að bæjarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa öll verið að fá meiri tekjur í hendurnar. Eru auknar tekjur Garðabæjar þá Sjálfstæðisflokknum að þakka? Á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn stærir sig af ábyrgri fjármálastjórn og hálfum milljarði í tekju- afgang, spyr ég mig hvers vegna þeir telji nú fyrst nauðsynlegt að hrinda af stað umtalsverðum breyt- ingum á hag eldri borgara, rétt fyrir kosningar? Hvers vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki nýtt sér tekjur sínar til að gera betur við eldri borgara öll þau ár sem hann hefur setið við völd? En ég þekki það af eigin raun að aðstoð við eldri borgara í Garðabæ er af skornum skammti. Ég hvet því fulltrúa á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins til að kynna sér dagvistunaraðstöðu eldriborgara í Holtsbúð. Er það við hæfi að bjóða eldri borgurum sem sækja dagvistun upp á gluggalausan niðurgrafinn kjallara, sem nær varla fullri lofthæð? Síðustu ár hefur íbúum í Garðabæ fjölgað umtals- vert. Ég get sagt fyrir mitt leyti að bærinn sem ég ólst upp í er ekki sá sami og hann var. Ég fagna því að fleira fólk fái tækifæri til að búa í Garðabæ, bænum sem mér þykir svo vænt. Hins vegar þykir mér ákaflega dap- urlegt að hugleiða hversu erfitt það er fyrir ungt fólk að festa kaup á húsnæði hér í bænum. Senn líður að því að ég fljúgi úr hreiðrinu og verð ég að segja að 25.000.000 verðmiði fyrir tveggja herbergja íbúð er ekki sérlega aðlaðandi. Í staðinn fyrir að flytja úr bæj- arfélaginu líkt og svo margir jafnaldrar mínir hafa neyðst til að gera ákvað ég hins vegar að bjóða mig fram í bæjarstjórn. Sem málsvari ungra Garðbæinga vil ég freista þess að breyta þessari þróun, frekar en að flýja úr bæjarfélaginu mínu. Kæru lesendur, það er kominn tími til að breyta í Garðabæ og leyfa rödd hagsmuna þeirra sem yngri og eldri eru að njóta sín. Setjið X við A. Garðabær, bær fyrir unga sem aldna? Eftir Hjördísi Evu Þórðardóttur Höfundur er í 3. sæti Bæjarlistans í Garðabæ. AUKIÐ frelsi í Reykjavík – já takk! Kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins er frelsi til að velja. Frelsi til athafna og frelsi til að velja. Staðreyndin er sú að í Reykjavík vantar verulega upp á að íbúar hafi raunverulegt frelsi. Skoðum skólamálin í þessu samhengi. Í Reykjavík eru í dag starfræktir bæði borgarreknir og sjálfstætt starfandi skólar. Sjálfstæðu skólarnir hafa verið settir á fót af fagfólki sem vill leggja aðrar áherslur í starfi sínu en gerist og geng- ur í kerfinu. Þetta fólk er oft boðberrar nýrra hugmynda sem það hefur trú á og kemur í framkvæmd. Þarna gefst tækifæri á að koma á framfæri ólíkum straumum og stefnum sem við íbúarnir höfum val um að nýta. Slík þróun leiðir til fjölbreytni og grósku í samfélaginu. Reynslan af sjálfstætt starfandi skólunum er jákvæð og færri komast að en vilja. Tengsl foreldra við skólann eru sterk enda hafa þeir valið að sækja um viðkomandi skóla vegna einhverrar þjónustu eða gilda sem þar eru viðhöfð og eru í samræmi við þeirra eigin sjónarmið. Þetta virkar hvetjandi og bætir samfélagið. Drögum úr miðstýringu og stofnanavæðingu Þegar fólk með þekkingu og hugmyndir fær frelsi til að njóta sín njóta allir góðs af. Þar sem einkaframtakið fær að blómstra er minni stofnanavæðing. Þar sem miðstýringin er viðhöfð nær hins vegar stofnanavæðingin yfirhönd- inni. Framtíðarsýn okkar sjálfstæðismanna er skýr: Minni miðstýring – fjöl- breyttara val! Einn mikilvægasti liðurinn í því að hvetja til fjölbreytninnar og grósku- nnar er að öll börn njóti sama stuðnings óháð því hvort foreldrar velja borg- arrekinn eða sjálfstætt starfandi leik- eða grunnskóla. Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru framlög í dag til leik- og grunnskóla sem rekin eru af einkaað- ilum lægri en framlög til borgarreknu leikskólanna. Hér er á ferðinni tíma- skekkja sem fyrir löngu ætti að vera búið að lagfæra. Sjálfstæðisflokkurinn mun lagfæra þetta á næsta kjörtímabili verði meirihluta náð í vor. Aukið frelsi í Reykjavík – já takk! Eftir Áslaugu Maríu Friðriksdóttur Höfundur er framkvæmdastjóri í 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.