Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STÁL Í STÁL Á GAZA Tvær fylkingar öryggissveita, annars vegar sveitir sem hollar eru Mahmoud Abbas forseta og hins vegar nýjar sveitir á vegum ríkis- stjórnar, halda nú uppi öryggis- gæslu á Gaza-svæðinu. Aðfaranótt föstudags kom til skotbardaga milli þeirra og særðust tveir lög- reglumenn. Er vaxandi ótti um að borgarastyrjöld geti hafist milli Fatah-manna Abbas og Hamas-liða. Mótmæla morði á dómara Tugþúsundir manna komu í gær saman við grafhýsi Kemal Atatürks í Ankara í Tyrklandi til að mótmæla morði á dómara og tilraunum sumra stjórnmálamanna til að gera Tyrk- land að íslömsku ríki. Stýrivextir hækka Bankastjórn Seðlabankans hækk- aði stýrivexti um 0,75% í gærmorg- un, úr 11,5% í 12,25%. Er þetta fjór- tánda vaxtahækkun Seðlabankans frá því í maí 2004, þegar stýrivextir voru 5,30%. Silvía ekki áfram Silvía Nótt komst ekki áfram í undankeppni söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva í gærkvöldi og hefur því lokið keppni að þessu sinni. 10 lög af 23 komust áfram og bættust við þau fjórtán lög sem þeg- ar voru í úrslitum. Gjaldeyrisvarasjóðir Lífeyrissjóðirnir geta gegnt auka- hlutverki sem gjaldeyrisvarasjóður og unnið þannig gegn óæskilegum sveiflum á gengi krónunnar, að sögn Davíðs Oddssonar, formanns banka- stjórnar Seðlabankans. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 34 Fréttaskýring 8 Viðhorf 36 Viðskipti 16 Bréf 39 Úr verinu 17 Minningar 40/49 Erlent 18/19 Myndasögur 56 Minn staður 20 Dagbók 56/59 Austurland 21 Víkverji 56 Höfuðborgin 22 Staður og stund 58 Akureyri 22 Leikhús 60 Suðurnes 23 Bíó 62/65 Daglegt líf 24/25 Ljósvakamiðlar 66 Menning26/27, 60/65 Veður 67 Umræðan 28/39 Staksteinar 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %            &         '() * +,,,                           YNGRA fólk leitar í auknum mæli til Ráðgjafarstofu um fjármál heim- ilanna (RFH) og eru dæmi um að fólk á þrítugsaldri skuldi marga tugi milljóna, að því er fram kemur í ársskýrslu RFH, en ársfundur stofunnar fór fram á Grand hóteli í gær. Ásta S. Helgadóttir, forstöðu- maður RFH, segir að heimsóknir árið 2005 hafi verið færri en árið áður og telur hún innkomu bank- anna á íbúðalánamarkað vera skýr- inguna á því, fólk fái nú í auknum mæli aðstoð og ráðgjöf hjá bönk- unum. Þetta svigrúm hafi gert RFH kleift að sinna fræðslu meira en áður og er nú farið allt niður í grunnskóla. Meðalskuldir þeirra sem leituðu til RFH á síðasta ári voru tæplega 7,5 milljónir króna en meðalvanskil tæpar 2,3 milljónir. Í skýrslunni kemur fram að of- fjárfesting sé önnur algengasta or- sök þess að leitað sé til RFH en hin sé veikindi. Ásta segir það umhugs- unarefni fyrir banka og lánastofn- anir hve offjárfesting er algeng og segir að bankarnir ættu að huga að því hvort tímabært sé að taka greiðslumat við lántöku til endur- skoðunar. Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur ASÍ, flutti erindi á ársfund- inum og fjallaði um skuldir heim- ilanna og hvernig þær hafa þróast að undanförnu. Hann sagði að ekk- ert væri verra fyrir skuldsett heim- ili en verðbólga og hún væri 7,6% um þessar mundir. Heildarskuldir heimilanna væru nú komnar upp í 1.080 milljarða króna og ykjust hratt vegna verðtryggingar, en um 85% af skuldum landsmanna eru verðtryggð. Verðlagsáhrifa gætir hvað mest á hæstu lánin, þ.e. íbúðarlánin, og sýndi Ólafur Darri fram á hvernig afborganir af 10 milljóna króna íbúðaláni til 20 ára á 4,6% vöxtum þróast með ólíkum hætti eftir því hver verðbólgan er. Ólafur Darri tók sem dæmi að ef engin verð- bólga væri á 20 ára tímabili yrðu heildarafborganir af láninu um 15 milljónir króna, væri verðbólgan 4,0% yrðu heildarafborganir um 24 milljónir króna, væri verðbólga 7,6% yrðu afborganir rúmar 35 milljónir króna og færi verðbólgan upp í 9%, eins og svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir, yrðu afborganir um 43 milljónir króna á tímabilinu. Greiðslubyrðin svipuð og 2000 Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, sagði í erindi sínu á fund- inum að greiðslubyrði heimilanna væri nú svipuð og árið 2000 þegar krónan veiktist um 20% og verð- bólgan fór hæst í 9,6%. Hún sagði að heimilin ættu hins vegar að geta staðið við skuldbind- ingar sínar þrátt fyrir snarpa leið- réttingu krónunnar. Hún sagði að hækkun fasteignaverðs að undan- förnu hefði valdið því að veðhlutföll í nýjum íbúðalánum bankanna væru um 61% en meðaltalið er um 70%. Hjá Eddu kom einnig fram að skuldir heimilanna hefðu aukist mikið og sem hlutfall af ráðstöf- unartekjum skulduðu íslensk heim- ili næstmest af þeim tólf löndum sem hún bar saman, en aðeins í Danmörku er hlutfallið hærra. Edda benti hins vegar á að greiðslubyrðin hefði ekki aukist hlutfallslega frá því sem var árið 2000 og nefndi hún hækkun ráð- stöfunartekna, lengri lánstíma heildarskulda, lægri vexti á veðlán og að heimilin hefðu skuldbreytt óhagstæðustu lánunum sem ástæð- ur þess. Ársfundur Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna Yngra fólk leitar í auknum mæli aðstoðar Morgunblaðið/Jim Smart Ásta S. Helgadóttir, Ingi Valur Jóhannsson, Jón Kristjánsson og Edda Rós Karlsdóttir fluttu erindi á ársfundi Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is LANDEIGENDUR við Laxá á Ás- um hafa auglýst veiðiréttinn í ánni fyrir tímabilið 2007 til 2009. Laxá á Ásum er ein kunnasta lax- veiðiá landsins. Um langt árabil gaf hún bestu veiði landsins á stöng og hefur verið ein sú allra dýrasta á markaðinum. Lax-á fer nú með veiðiréttinn. Veitt er með tveimur stöngum í ánni. Hér áður var veiðin oft æv- intýraleg, eins og árið 1975 þegar 1.881 lax var skráður í veiðibók- ina. Meðalveiði áranna 1974 til 2004 er 1.040 laxar. Síðustu sum- ur hefur veiðin verið mun lakari og minnst var hún árið 2003 þeg- ar 308 laxar veiddust. Veiðin hef- ur síðan farið batnandi; 2004 veiddust 462 laxar og 703 í fyrra. Páll Þórðarson, formaður Veiði- félags Laxár á Ásum, segir að landeigendur séu alls ekki óánægðir með núverandi leigu- taka heldur sé ætlunin að kanna markaðinn um leið og ákveðnum breytingum verður komið á. „Við erum að færa veiðitímann aftur. Nú í sumar hefst veiðin 20. júní en árið 2007 ekki fyrr en 30. júní. Síðustu ár hefur lítið gengið af laxi í júnímánuði. Veitt verður til 10. september en skylt að sleppa öllum laxi sem veiðist í septembermánuði. Það verður veitt í 72 daga – dögunum fækkar aðeins.“ Páll segir að áfram verði ein- göngu veitt á flugu, það hlífir ánni eitthvað að nota ekki annað agn og þá séu viðskiptavinirnir í dag fluguveiðimenn. Leyft verður að veiða út tímabilið í Langhyl, helsta veiðistað árinnar, en sumir hafa viljað loka honum seinnipart sumars til að vernda hrygning- arfisk. Tilboð verða opnuð 12. júlí en þá er einnig síðasti möguleiki til að skila tilboðum. Laxá á Ásum boðin út JÓN Kristjánsson félagsmálaráð- herra sagði á ársfundi Ráðgjafar- stofu um fjármál heimilanna að vaxandi hlutur einhleypra karla í hópi þeirra sem leita til stofunnar væri athyglisverður. „Í ársskýrslunni er bent sérstak- lega á að háar meðlags- og skatta- skuldir reynist þeim oft erfiðar við- fangs,“ sagði Jón og bætti við að ýmislegt benti til að þessi hópur ynni „undir yfirborðinu“ eða svart til að forðast að innheimtumenn hins opinbera tækju lungann úr launum hans. „Ástæðan er talin sú að ríkisvaldið má samkvæmt lögum taka allt að 75% af launatekjum þeirra upp í skuldir. Ég tel fyllstu ástæðu til að skoða þetta sérstak- lega með það fyr- ir augum að tryggja rétt ein- staklinga til að geta haldið eftir ákveðnum lág- markstekjum til að geta séð sér farborða,“ sagði Jón og benti á að á Norðurlöndum væri löggjöf sem veitti lögvarinn rétt til grunnfram- færslu meðan unnið væri að greiðslu skulda samkvæmt sér- stöku samkomulagi. „Ég tel að við ættum að kanna gagnsemi þess að taka upp svipað fyrirkomulag,“ sagði Jón. Vill skoða vaxandi skulda- söfnun einhleypra karla Jón Kristjánsson BÆJARSTJÓRAR Garðabæjar og Kópavogs munu í dag undirrita samning um að Garðabær kaupi allt að 2 milljónum tonna af vatni árlega handa íbúum sínum og fyrirtækjum af Vatnsveitu Kópavogs, frá og með fyrri hluta árs 2007. Bæjarstjórarnir undirrita á sama tíma viljayfirlýs- ingu um uppbyggingu á sameigin- legu hesthúsasvæði við Kjóavelli þar sem gert er ráð fyrir að sameinað hestamannafélag Gusts og Andvara hafi aðstöðu. Vatnið sem Garðabær kaupir af Kópavogi, samkvæmt samningnum, kemur úr borholum í landi Vatns- enda en þar fyrirhugar Vatnsveita Kópavogs að taka vatnsveitu í notk- un á fyrri hluta árs 2007. Um leið er stefnt að því að leggja niður vatns- veitu í Dýjakrókum í Garðabæ í áföngum, frá árinu 2008 til ársins 2010. Sveitarfélögin munu vinna saman að tillögu að breyttri skil- greiningu á vatnsverndarsvæðum, samkvæmt svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið, í samræmi við þessar breytingar á vatnsöflun. Samningurinn nær til ársloka 2047 og er óuppsegjanlegur af hálfu Kópavogs til þess tíma. Garðabær greiðir 3,44 kr. fyrir hvern rúm- metra á tímabilinu 2007–2017. Á tímabilinu 2018–2027 greiðir Garða- bær 6,08 kr. fyrir rúmmetrann og 8,10 kr. á árunum 2028–2047. Garðabær kaupir vatn af Kópavogi LÖGREGLAN í Kópavogi leitar manns sem rændi lyfjaverslun á Smiðjuvegi á ellefta tímanum í gær- morgun. Maðurinn ógnaði starfsfólki með exi og heimtaði lyf, sem hann fékk afhent, og hljópst á brott. Að sögn lögreglu var maðurinn einn að verki. Hann var klæddur í svartan jakka og svarta hettupeysu eða kufl en í ljósum buxum. Mað- urinn er talinn vera á milli þrítugs og fertugs, grannvaxinn, kinnfiskasog- inn og um 170 cm á hæð. Ekki liggur fyrir hvaða lyf það eru sem maðurinn heimtaði en vitað er að það var tals- vert magn. Rannsókn málsins heldur áfram. Rændi lyfj- um vopn- aður exi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.