Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 4
Varðskipið Óðinn var að auki sendur á stað til móts við skipið, og einnig var kallað eftir aðstoð frá þyrlum varnarliðsins, og frá danska varðskipinu Triton. Þyrla Tritons flaug með fleiri reykkafara áleiðis til móts við Akureyrina, en var snúið við þegar ljóst var að bú- ið væri að ná tökum á eldinum. Alls voru 13 reykkafarar til reiðu að fara um borð í skipið, til við- bótar við þá fjóra sem fóru um borð, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Skipverjar reyndu lífgunartilraunir Þrjú skip sem voru í nágrenninu tóku þegar stefnuna á Akureyrina, en það voru Júlíus Geirmundsson – sem var staddur 6 sjómílur frá staðnum, Guðmundur í Nesi, og Örvar. Júlíus Geirmundsson kom á vettvang um 30 mínútum eftir að neyðarkallið barst, og var til taks ef rýma þyrfti Akureyrina. Skipin lánuðu auk þess ýmsan búnað um borð í Akureyrina; reykköfunar- tæki, dælur, slöngur, hjartastuð- tæki o.fl., auk þess að sjá skipverj- TVEIR skipverjar af Akureyrinni EA-110 létust þegar eldur varð laus um borð í skipinu um 75 sjó- mílur vestur af Látrabjargi um kl. 14 á laugardag. Skipverjar börðust við eldinn, og var þyrla Landhelg- isgæslunnar send á vettvang með slökkviliðsmenn og lækni, auk þess sem nærstödd skip héldu til að- stoðar. Átján manns voru í áhöfn Akur- eyrinnar, 900 brúttólesta skuttog- ara Samherja, sem var með veið- arfærin úti þegar eldsins var vart, sagði Ásgrímur Ásgrímsson, yfir- maður Vaktstöðvar siglinga. Skip- verjar höfðu náð tökum á eldinum þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang með þyrlunni, og þurftu slökkviliðsmennirnir aðeins að slökkva í glæðum og reykræsta. Mennirnir sem létust voru sof- andi í káetum sínum þegar eld- urinn kom upp, segir Ingi Tryggvason, formaður Rannsókn- arnefndar sjóslysa. Nefndin rann- sakar atvikið ásamt rannsóknar- deild Lögreglunnar í Hafnarfirði, en tæknideild Lögreglunnar í Reykjavík veitti aðstoð við rann- sókn á vettvangi. Talið er að eld- urinn hafi komið upp í káetu sem hýsti sólarlampa, en óvíst er ná- kvæmlega hver upptökin eru, segir Ingi. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, skildi slökkviliðsmennina og sigmann eftir um borð í skipinu og flaug með sex skipverja á Land- spítala – háskólasjúkrahús. Þeir munu hafa fengið snert af reyk- eitrun, og var þeim veitt áfalla- hjálp. Leitað að þeim sem létust Eldurinn kviknaði á annarri hæð í yfirbyggingu skipsins, í vistarver- um skipverja. Eldur logaði í fleiri en einni káetu, auk eldhúss og matsals, en barst ekki í vélarrúm eða brú skipsins. Vélar skipsins og ljósavélar voru í gangi allan tím- ann. Þegar skipverjar urðu eldsins varir hófst leit að tveimur skip- verjanna sem ekki gáfu sig fram, og fundust þeir síðar látnir. Um borð í Akureyrinni er góður útbúnaður til að berjast við eld; slökkvitæki, reykköfunarbúnaður, ásamt slöngum og dælum til að dæla sjó, eins og krafa er gerð um í lögum, segir Ásgrímur. „Áhafnir íslenskra skipa eru skyldugar til að fara á námskeið í Slysavarna- skóla sjómanna þar sem þeir læra meðferð þessara tækja. Ég er sannfærður um að sú kunnátta sem þessir menn hafa haft hefur bjargað miklu.“ Neyðarkall barst frá skipinu kl. 14.10 á laugardag, og voru áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar og reykkafarar frá Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins þegar kölluð út, auk þess sem Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SÝN, fylgdi þyrlunni til öryggis. um fyrir mat, enda eldhús og búr ónothæf og matur allur skemmdur. Þegar þyrla Landhelgisgæslunn- ar kom á staðinn virtist ástandið um borð sæmilegt, lítill reykur steig upp af skipinu, og skipverjar á dekki reyndu endurlífgunartil- raunir á mönnunum sem létust, segir Jakob Ólafsson, flugstjóri TF-LÍF í leiðangrinum. Eftir að ástandið um borð var orðið stöðugt hífðu skipverjar trollið um borð, og sigldu áleiðis til Hafnarfjarðar. Júlíus Geirmunds- son, skipið sem fyrst kom að Ak- ureyrinni, fylgdi henni áleiðis til hafnar, enda skipið mikið laskað og ekki öruggt, samkvæmt upplýs- ingum frá Landhelgisgæslunni. Skipin mættu svo varðskipinu Óðni á miðjum Breiðafirði, sem tók þá við og fylgdi Akureyrinni til hafn- ar. Thorben J. Lund, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, sem var sigmaður í ferðinni og samhæfði björgunarstarf um borð í Akureyr- inni, segir að vélarrúmið hafi sloppið við eldinn, sem og brú skipsins. Brúin var þó í mikilli hættu, enda logaði eldurinn tveim- ur hæðum fyrir neðan hana, og á hæðinni fyrir neðan var hitinn svo mikill að loftljósin bráðnuðu. Tals- verður reykur barst í brúna, og einhver tæki urðu fyrir skemmd- um, en hún var þó eina rýmið á skipinu sem var íveruhæft. Allar aðrar vistarverur í skipinu voru skemmdar af eldi, reyk og vatni. Skipið lagðist að bryggju í Hafn- arfirði um kl. 9.30 í gærmorgun, og tóku sérfræðingar frá rannsókn- arnefnd sjóslysa og lögreglumenn á móti skipinu. Rannsóknardeild Lögreglunnar í Hafnarfirði fer með rannsókn málsins, en hefur sér til aðstoðar tæknideild Lög- reglunnar í Reykjavík. Rannsókn á skipinu hófst þegar í gærmorgun, og verður fram haldið í dag. Lík- legt er talið að niðurstöður verði gerðar opinberar um miðjan dag í dag, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni í Hafnarfirði. 4 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við frábært tilboð til Alicante á síðustu 14 flugsætun- um þann 1. júní og síðustu 19 sætunum þann 8. júní. Þú bókar 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og njóttu sum- arsins á Benidorm í júní. Fjölbreytt gisting í boði á Benidorm. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 Alicante 1. eða 8. júní frá kr. 19.990 Munið Mastercard ferðaávísunina *** Aðeins 14 sæti *** Verð kr.19.990 Netverð á mann. Flug og skattar, m.v. 2 fyrir 1 tilboð. 14.10 Akureyrin sendir frá sér neyðarkall, 75 sjómílur vestur af Látrabjargi. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar og reykkafarar SHS kallaðir út. 14.32 Danska varðskipið Triton beðið um aðstoð. Þyrla þess send eftir fleiri reykköf- urum. Varðskipið Óðinn, og þrjú skip sem voru í nágrenn- inu leggja af stað að Akureyr- inni. Björgunarbátar á Vest- fjörðum og Snæfellsnesi settir í viðbragðsstöðu. 14.57 TF-LÍF, þyrla Land- helgisgæslunnar, fer í loftið, ásamt TF-SÝN, Fokker flug- vél Landhelgisgæslunnar. Þyrla varnarliðsins kölluð út, og flýgur til Reykjavíkur, reiðubúin að flytja fleiri slökkviliðsmenn um borð. 16.00 Áhöfn Akureyrinnar sendir boð um að tekist hafi að slökkva eldinn. 16.25 Eldur blossar upp að nýju. 16.40 TF-LÍF komin, lætur fjóra reykkafara, lækni og sig- mann síga um borð í Akureyr- ina, og hífir sex skipverja um borð. 17.34 TF-LÍF heldur frá skipinu með stefnu á Rif, millilendir til að taka eldsneyti og heldur til Reykjavíkur. 17.37 Þyrlur Tritons og varn- arliðsins afturkallaðar. 18.02 Slökkviliðsmenn um borð búnir að ná tökum á eld- inum, skipið siglir fyrir eigin vélarafli. 18.09 Staðfest að búið sé að ráða niðurlögum eldsins. Skipið siglir áleiðis til Hafn- arfjarðar. Tímasetn- ingar á laugardag Tveir menn létust þegar eldur kom upp um borð í Akureyrinni 75 sjómílur vestur af Látrabjargi Ljósmynd/Landhelgisgæslan Þyrla Landhelgisgæslunnar ferjaði fjóra slökkviliðsmenn og lækni um borð í Akureyrina á laugardag. Voru sofandi í káetunum þegar eldur blossaði upp Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is                                                                                   ! "#   $$$$   $! %  $$     ! $&     '   (!  )  &  !                        Morgunblaðið/ÞÖK Sex skipverjar voru fluttir til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar seinnipart laugardags, en þeir höfðu fengið snert af reykeitrun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.