Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 33 MINNINGAR Það vantaði einhvern veginn rétta andrúmsloftið sem fylgdi því að borða niðri hjá þér. Þú hefur alltaf verið svo hlý og góð við okkur, svona eins og ömmur eiga að vera, og til dæmis ef við urðum ósátt við mömmu og pabba var alltaf hægt að leita til þín og þú tókst okkar málstað. Nú þegar við urðum eldri fannst þér svo vænt um að gáfum við okkur alltaf tíma til að líta við hjá þér þegar við komum heim úr skóla og vinnu. Svo einfalt en gefur samt svo mikið. Minningarnar sem við höfum um þig eru dýrmætar og þakklát munum við geyma þær svo lengi sem við lifum. Með söknuði kveðjum við þig úr þessum heimi en við trúum að nú líði þér vel elsku amma okkar og að við munum á endanum hittast aftur. Þangað til höfum við elsku afa og vit- um að þú vakir yfir honum og okkur öllum. Þín barnabörn, Einar, Karen og Jóhannes. Elsku besta amma. Nú þegar þú hefur kvatt þetta líf og heldur á betri stað komum við saman og minnumst þín. Elsku amma, brosið þitt, hlýr faðmurinn, húmorinn, maturinn þinn. Það var alltaf svo gott að vera hjá þér og afa á Barón, þetta stóra hús var eitthvað svo heillandi, fullt af krókum og kim- um sem maður gat leikið sér í. Þar sem við bjuggum í næstu götu lá leið- in heim úr skólanum alltaf fyrst á Barón og það brást ekki að þú lum- aðir á kókómjólk og köku eða kleinu- hring handa okkur í mallakútinn, þú bakaðir bestu súkkulaðiköku í heimi. Við sátum oft saman í eldhúsinu og þú fræddir okkur um gamla tímann, maður gat vel ímyndað sér hvernig Reykjavík leit út áður fyrr, og að margt hafi breyst. Við áttum okkar uppáhaldsþætti sem við horfðum allt- af á saman, miðvikudagar voru uppá- haldsdagarnir mínir því þá kom ég og við horfðum á Beverly hills og Mel- rose place. Það var líka svo gott að læra í „sjónó“, þar var svo mikill frið- ur, þá lækkaðir þú í útvarpinu svo maður gæti nú örugglega einbeitt sér að heimavinnunni, mjög oft var ein- beitingin svo mikil að maður datt út í gamla góða beddanum, það var aldrei neitt stress hjá þér, amma mín, og við vorum því sammála að ungt fólk þyrfti að leggja sig líkt og þeir eldri svo þú læddist inní „sjónó“ og breidd- ir yfir mann brúnköflótta teppið. Við vitum að frá þeim stað sem þú ert núna komin á átt þú eftir að líta eftir okkur og passa okkur eins og þú gerðir þegar við vorum lítil. Þú hafðir dálæti á okkur öllum og í þínum aug- um voru allir jafnir, heimili þitt var okkar, ást og hlýja þín var okkar, það voru alltaf allir velkomnir til þín, við minnumst örlætis þíns og erum stolt af því að vera afkomendur þínir, amma. Í okkar augum ert þú hetjan sem við munum hitta aftur á öðrum stað á öðrum tíma. Megir þú hvíla í friði, elsku Þóra amma. Ástar- og saknaðarkveðja, Íris Rán Ægisdóttir og Lúðvík Friðrik Ægisson. Elsku amma, mig langar með nokkrum orðum að minnast þín. Mér finnst við hafa þekkst frá því að ég fæddist, en svo var ekki. Ég var svo heppin að þegar við Þór fórum að vera saman þá eignaðist ég líka ömmu og afa. Þú varst einhvern veg- in svo ekta. Ekta amma sem annaðist fólkið sitt og vildi fylgjast með öllum. Fyrir mér var það mjög dýrmætt að fá að búa í kjallaranum á Barónsstíg, þótt það væri ekki nema í eitt ár. Við urðum svo góðar vinkonur, ég tala nú ekki um þegar ég var heima í nokkra mánuði eftir bílslysið, þá voruð þið afi minn aðalfélagsskapur. Við svoleiðis drukkum í okkur sápuóperur sjón- varpsins og ræddum þær fram og aftur, lásum blöðin og töluðum um allt milli himins og jarðar. Þetta var sko góður tími. Eftir að við Þór flutt- um í Hafnarfjörðinn héldum við alltaf sambandi, ef þér fannst langt líða á milli þess sem við Þór komum í heim- sókn eða við heyrðumst í síma, hringdir þú gjarnan og spurðir hvað þetta væri eiginlega með mig. Svona fylgdist þú með og vildir vera í sam- bandi. Eftir að þú veiktist fækkaði símtölunum en alltaf jafngott að koma á Barónsstíginn og hitta ykkur afa. Mikið rosalega held ég að hafi ver- ið vel tekið á móti þér hinum megin, með harðfiskveislu, súkkulaði og góðu kaffi. Að lokum vil ég þakka þér sam- fylgdina, elsku amma mín. Samúðar- kveðjur sendi ég afa, Sigurði, Bryn- dísi, Jóhönnu, Ásgerði, Þóru, tengdabörnum, barnabörnum og þeim sem eiga svo yndislegar minn- ingar um ömmu á Barónsstíg. Fríða. Þóra mágkona mín og vinkona er dáin. Ulla frænka eins og hún var kölluð á mínu heimili var mjög mynd- arleg kona, bar sig vel, var skemmti- leg, glettin, gat verið stríðin, en um- fram allt gull af manni sem ekki mátti neitt aumt sjá. Hún giftist Jóhannesi Guðmundssyni húsgagnasmiði og eignuðust þau fimm börn, fjórar stúlkur og einn dreng. Skammt var milli heimila okkar Hverfisgötu 55 og Barónsstígs 11 og mikill samgangur. Ulla stundaði nám við Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Hún var fyrir- myndarhúsmóðir sem endurspeglað- ist í klæðaburði barna hennar og snyrtimennsku á heimili hennar og ávallt var nóg af heimabökuðu kaffi- brauði er hún var sótt heim. Hún var einnig góð hannyrðakona sem sjá mátti af borðdúkum (löberum) sem hún gaf systrum sínum og mágkon- um og var minn með handsaumuðu mynstri í stíl við kaffistellið mitt. Ulla hefur haldið margar góðar og glæsilegar veislur á Barónsstígnum en þegar hún varð áttræð héldu börn hennar veislu henni til heiðurs í fögru umhverfi Elliðaárdals. Ulla var þar sem drotting í rauðum glæsilegum kjól og naut sín vel umvafin afkom- endum og vinum. Ein af dætrum þeirra Jóhannesar hefur til margra ára búið í Ástralíu með eiginmanni og fimm dætrum. Mér er enn ofarlega í minni þegar Ulla tók sig til á efri ár- um og ferðaðist hálfan hnöttinn og sótti fjölskylduna heim til Ástralíu. Þetta var fyrsta og eina utanlands- ferð hennar. Ulla kunni að rækta garðinn sinn. Oft hef ég heyrt hana segja „ég er á leið til þín, ég kem fljótlega“ og ávallt stóð hún við það. Hún mundi alla af- mælisdaga fjölskyldunnar og gladdi börnin með gjöf við hæfi, enda muna þau öll eftir Ullu frænku. Það er margs að minnast á langri ævi, bíó- ferðir, leikhúsferðir, tónleikar, sund- ferðir og aðrar samverustundir. Ulla tók sér ekki orðið gamall í munn enda sagði hún að fólk ætti ekki að velta sér upp úr aldri. Hún hefur ekki gengið heil til skógar á undanförnum árum en kvartaði þó aldrei í mín eyru. Í þessum veikind- um hefur hún notið góðrar umhyggju eiginmanns og barna. Ullu er sárt saknað og er það ósk mín og fjölskyldu minnar að guð megi styrkja Jóhannes og fjölskyldu. Brynja Helga Kristjánsdóttir. Það er undaleg tilfinning að hugsa til þess að mín kæra vinkona sé ekki heima á Barónstígnum. Þú sem alltaf varst heim, enda var oft og iðulega einhver í kaffi eða mat hjá ykkur Jó- hannesi. Það eru svo margar minn- ingar sem koma upp í hugann, og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér Þóra mín. Ég gæti tekið ótal atvik sem lýsa þér og þínu stóra kærleiksríka hjarta. Það eru tvö at- vik sem mig langar að minnast á. Þegar ég kom fyrst á Barón sem feimin ung kona og Sigurður var að kynna mig var mér ákaflega vel tek- ið, ég átti Sæmund sem var þá tveggja ára og vildi nú ekki blanda honum í þetta strax. Í þriðju ferðinni þá sagðir þú þessi ógleymanlegu orð: Hvernig er þetta á ég ekki að fá að sjá barnabarnið mitt eða hvað? Þetta voru þau fallegustu orð sem ég hafði heyrt. Upp frá þessu var Sæmundur barnabarnið ykkar og við hinar bestu vinkonur. Hitt atvikið var þegar Sæmundur átti að fermast, við vorum fyrir norð- an þá. Það var í maí og þið hjónin lögðu af stað á föstudegi, þegar þið komuð að Holtavörðuheiði var orðið ófært fyrir fólksbíla svo þið sneruð við aftur í bæinn. En þú, Þóra mín, varst nú ekki á því að gefast upp nei, þú tókst rútuna daginn eftir, mikið óskaplega þótti mér vænt um þetta. En svona varst þú við alla, mundir ef- ir öllum, það voru ekki bara börn, tengdabörn eða barnabörn heldur barnabarnabörn allar frænkur og frændar, engum gleymdir þú, enda var ekki hægt að halda afmæli eða annan fagnað nema þú værir, þú naust þess svo innilega að vera með stórfjölskyldunni. Þegar leiðir okkar Sigurðar skildu, þá sýndir þú enn og aftur skilning og þroska. Þú sagðir þá á þinn ábúðar- mikla hátt, þú skalt ekki voga þér að skilja við mig kæra tengdadóttir, svona var tryggð þín mikil. Elsku Þóra mín þakka þér fyrir vináttuna og kærleikan sem þú veitt- ir mér, börnunum, tengdabörnunum og barnabörnunum, við söknum þín sárt. En við njótum þeirra forrétt- inda að eiga góðar minningar um góða ömmu og vinkonu. Góða ferð og Guð blessi þig. Kæri Jóhannes og allir barónar, megi Guð veita ykkur styrk og bless- un. Erna Lúðvíksdóttir. Kynni mín af Þóru hófust fyrir tæpum 14 árum þegar ég kynntist manninum mínum, Valdimari dóttur- syni hennar. Á heimili tengdafor- eldra minna var margt fólk á þessum árum og alveg óhætt að segja að heimilishaldið hafi verið umfangs- mikið. Þóra og Jóhannes dvöldu þá á sumrin í Fjalli og aðstoðuðu dóttur sína og tengdason við heimilishaldið og útiverkin. Húsið var fullt af fólki á sumrin og mikið fjör. Eitt sumarið vorum við 12 í heimili og svo bættust við dætur Þóru og fjölskyldur og aðr- ir gestir um helgar, því munaði miklu að Þóra kæmi og hjálpaði til. Það var svo sannarlega alltaf komið sumar þegar Þóra og Jóhannes komu upp í Fjall og biðu allir eftir því að þau kæmu. Það varð eitthvað svo nota- legt þegar amma Þóra var komin. Að koma inn til hennar og fá sér kaffi og spjalla, oft bakaði hún lummur fyrir okkur og það voru sko bestu lummur í heimi. Seinna bjuggum við í kjallaranum hjá Þóru í stóra fjölskylduhúsinu þeirra á Barónsstígnum. Þá var gott að geta alltaf hlaupið upp til hennar hvenær sem var og spjallað. Þóra er í mínum huga eins og bestu ömmur geta verið. Þau hjónin voru sannkall- aðir hornsteinar fjölskyldunnar. Allt- af til staðar og kannski lýsir það þeim best að allir kalla þau ömmu Þóru og afa Jóhannes, hvort sem það eru barnabörnin, tengdabörnin eða krakkarnir sem hafa verið í sveit í Fjalli. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst ömmu Þóru og votta aðstandendum hennar samúð mína. Minningin um þessa góðu konu lif- ir. María Karen. Hún Ulla frænka mín er látin og minningar bernsku- og unglingsár- anna koma upp í hugann: Hlaupið út á Barónsstíg 11 í kaffitímanum til að fá bita af súkkulaðiköku með mjúku smjörkremi. Alltaf myndarleg hús- móðir, hún Ulla, með góðgætið tilbúið, enda ekki vanþörf á þar sem fjölskyldan er stór og mikill gestagangur á Barónsstígnum. Hvít- ur þvottur blaktir á snúrum í bak- garðinum, nóg að gera á stóru heim- ili. Ferskur andblær fylgir henni þegar hún gengur léttstíg upp úti- dyratröppurnar á Sóló, bernsku- heimili sínu og síðar mínu, þar sem hún og systur hennar sungu svo hátt, í den, að heyra mátti allt niður í Kirkjugarðsstræti. Hún kemur til að líta á hann föður sinn í kjallaranum og líka hana Helgu systur sína. Síðan liggur leiðin upp á loft og ég sýni henni stolt nýju hansahillurnar mín- ar. Þá strýkur hún sólbrúnum vísi- fingrinum eftir einni hillunni, sposk á svip, og segir: „Og fylgdi rykið með?“ Skömm mín er fullkomin að láta hana Ullu sjá að ég sé ekki nógu dugleg að taka til. Hún Ulla var alltaf tilbúin að stríða og gantast við litlu frænku sína sem var bara næstum fædd sama mán- aðardag og hún sjálf en lét þó bíða eftir sér í nokkra klukkutíma þannig ekki náðist það alveg. Við vorum fæddar hvor sinn daginn, 23. og 24. júní, svolítið líkar, enda í sama stjörnumerki. Og nú er hún farin, hvíldinni fegin og maður bankar ekki lengur upp á á Barónsstígnum til að fá súkku- laðiköku með mjúku smjörkremi hjá Ullu frænku. En eftir standa minn- ingar um góða konu, sanna húsmóður og móður sem stóð upprétt í blíðu og stríðu og bauð kökur fram í andlátið. Megi minningin um ástkæra frænku lifa. Þórhildur. Hún Ulla á Barónsstígnum er lát- in. Ég var barn að aldri þegar ég kynntist Ullu. Hún var gift honum Jóa á Barónsstígnum, uppeldisbróð- ur mömmu. Á Barónsstíg 11 fórum við í jólaboð og afmæli og þar lékum við systurnar okkur af hjartans lyst við börn Ullu og Jóa. Hvergi var jafn gaman að leika sér og í stóra húsinu á Barónsstíg, þar var nóg pláss og oft glatt á hjalla. Þau Ulla og Jói bjuggu uppi á lofti en Guðmundur afi og Ingibjörg amma, foreldrar Jóa á fyrstu hæð og þar bjó einnig Dísa, móðuramma mín. Náin tengsl hafa alltaf verið milli heimilanna. Þegar ég var um tvítugt og Ingi- björg amma orðin ekkja, kíkti ég stundum til hennar í kaffi. Ulla kom þá oft niður og við spjölluðum saman. Ulla var hress kona og þar á ofan mikill húmoristi sem kom mér æv- inlega í gott skap. Eftir að ég fluttist til Svþjóðar fækkaði heimsóknunum á Baróns- stíginn. Ég kom ekki lengur í jólaboð eða afmæli. En á hverjum jólum í hart nær þrjátíu ár fékk ég kort frá Ullu og fjölskyldu. Ulla spurði um mig og tók mér ávallt fagnandi þótt stundum liðu ár án þess ég kæmi til Íslands. Mér þótti ég svo einkanlega velkomin þegar ég sat með Ullu í eld- húsinu á Barónsstíg og þáði kaffi og heimabakað eða í sófanum inni í stofu við hliðina á henni sem sýndi mér myndir í fjölskyldualbúmunum og sagði fréttir af börnum og barna- börnum. Í desember sl. þáði ég síðast kaffi og kökur í eldhúsinu hjá hjá Ullu og Jóa og var það notalegt að vanda. Ég vil þakka Ullu allar góðar stundir og þá einstöku hlýju og um- hyggjusemi sem hún sýndi mér og mínum gegnum árin. Fjölskyldunni á Barónsstíg 11 vottum ég og fjölskylda mín í Svíþjóð okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ullu. Þórdís. Aðfaranótt hins 20. maí sl. lést á Borgarspítalanum í Reykjavík, móð- ursystir mín Þóra Einhildur Sigurð- ardóttir. Hún var þriðja í röð sex systkina og jafnframt sú þriðja sem kveður þennan heim, en þegar eru látin þau Helga, húsmóðir og hár- greiðslumeistari og Sigurður versl- unarmaður. Eftir lifa móðir mín Kristjana Margrét, Arinbjörn skip- stjóri og Ingibjörg hjúkrunarfræð- ingur. Ulla eins og hún var alltaf kölluð af vinum og fjölskyldu ólst upp á Sól- vallagötunni í vesturbæ Reykjavíkur. Ung kynntist hún manninum sín- um, Jóhannesi Guðmundssyni, hús- gagnasmíðameistara og stofnuðu þau heimili sitt í húsi foreldra hans að Barónstíg 11 í Reykjavík og bjuggu þar alla tíð síðan. Börnin urðu fimm, en þau eru, Bryndís, Sigurður Einar, Jóhanna, Ásgerður og Þóra, barnabörnin nítján og barnabarnabörnin tíu. Ulla frænka mín var ekki kona sviðsljóssins. Það eftirlét hún öðrum. Hún var sannkölluð hvunndagshetja, húsmóðir af gamla skólanum, þar sem heimilið og fjölskyldan var sett í öndvegi og velferð hennar var henni allt. Vinum og fjölskyldu reyndist hún ávallt vel og tilbúin að rétta hjálp- arhönd ef eitthvað bjátaði á. Á kveðjustund sem þessari er auð- vitað margt sem kemur upp í hugann og minningarnar eru allar góðar. Efst er þó í huga hlýjan og vel- vildin sem hún bar til allra og sá sem þessar línur ritar þakkar forsjóninni fyrir að hafa fengið að vera henni samferða um hríð. Ullu verður sárt saknað af þeim sem hana þekktu, en sárastur er söknuður hennar nánustu, eigin- mannsins sem kveður lífsförunautinn eftir rúmlega fimmtíu ára samveru, barna, barnabarna, barnabarna- barna og eftirlifandi systkina, sem nú kveðja elskulega systur. Þeirra missir er mestur og eru þeim hér sendar innilegar samúðar- kveðjur og bæn um styrk á erfiðri stund. Hvíl í friði, kæra frænka. Guðmundur Pétursson. Þóra æskuvinkona okkar hefur kvatt þetta líf. Það var gott að alast upp við Sólvallagötuna og í minning- unni vorum við nánast alltaf úti að leika okkur í leikjum þess tíma. Í þá daga laut lífið lögmáli einfaldleikans öðru fremur. Þegar við uxum úr grasi var lóðin númer átta við götuna óbyggð. Þar var leikvöllur okkar og aldrei við okkur amast. Landakots- túnið var einnig athafnasvæði okkar en yfir því réð Ferdinand munkur og rak krakka úr túninu ef leikirnir tóku að breyta því í svað en á þessum ár- um voru á túninu kýr á beit. Það breytti því ekki, að kl. 18 fengum við að fylgja honum upp í turn þar sem hann hringdi kirkjuklukkunum, sem við litum á sem opinberan tímavörð bæjarins. Á unglingsárunum voru kvöldgöngur okkar á „rúntinum“ m.a. til að sýna sig og sjá aðra og hitta kunningja sem bjuggu fyrir austan læk. Þóra var einstaklega trygg og heimsótti foreldra okkar reglulega þegar aldurinn færðist yfir þau. Vinskapur okkar var alla tíð gegn- heill og áreynslulaus. Það er aðall vináttunnar. Halldóra og Ingibjörg Elíasdætur. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.