Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég hef mjög einfaldan húmor. Hlutur kvenna ísveitarstjórnumlandsins jókst um tæplega fjögur prósentu- stig samkvæmt niðurstöð- um kosninganna um helgina. Hlutur kvenna í sveitarstjórnum landsins er nú um 35,9%, en var 32% eftir síðustu sveitar- stjórnarkosningar. Þar áður var hlutur kvenna um 28% í sveitarstjórnum landsins. Alls var kosið um 529 sveitarstjórnarsæti í ár. Samkvæmt niðurstöðum helgarinnar náðu 339 karlar sæti í sveitarstjórnum og 190 konur. Hlutur kvenna er þar með 35,9% eins og áður sagði. En lítum á einstaka landshluta. Á höfuðborgarsvæðinu var kosið um samtals 70 sveitarstjórnar- sæti. Í kosningunum um helgina náði þar alls 41 karl sæti í sveit- arstjórn og 29 konur. Hlutur kvenna þar er því um 41,4%. Á Suðurnesjum var kosið um samtals 39 sveitarstjórnarsæti. Í kosningunum um helgina náðu þar 24 karlar inn í sveitarstjórn og 15 konur. Hlutur kvenna þar er því um 38,4%. Á Vesturlandi var kosið um samtals 68 sveitarstjórnarsæti. Niðurstaða kosninganna var sú að alls 44 karlar náðu inn í sveitar- stjórn og 24 konur. Hlutur kvenna þar er því um 35,2%. Á Vestfjörðum var kosið um samtals 58 sveitarstjórnarsæti. Þar náðu samtals 37 karlar inn í sveitarstjórn og 21 kona. Hlutur kvenna þar er því 36,2%. Á Norðurlandi vestra var kosið um samtals 45 sveitarstjórnar- sæti. Þar náðu samtals 30 karlar inn í sveitarstjórn og 15 konur. Hlutur kvenna þar er því um 33,3%. Á Norðurlandi eystra var kosið um samtals 100 sveitarstjórnar- sæti. Alls 67 karlar náðu þar inn í sveitarstjórn og 33 konur. Hlutur kvenna þar er því 33%. Á Austurlandi var kosið um 61 sveitarstjórnarsæti. Þar náðu samtals 38 karlar inn í sveitar- stjórn en 23 konur. Hlutur kvenna þar er því 37,7%. Á Suðurlandi var kosið um sam- tals 88 sveitarstjórnarsæti. Þar náðu samtals 58 karlar inn í sveit- arstjórn og 30 konur. Hlutur kvenna þar er því um 34%. Framför hjá litlum sveitarfélögum Þegar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er beðinn að út- skýra þessar tölur, segir hann að litlar breytingar hafi orðið á hlut kvenna í sveitarstjórnum á höfuð- borgarsvæðinu frá árinu 1994. Frá þeim tíma hafi hlutfallið þar verið í kringum 40%. Ólafur segir hins vegar að hlut- fall kvenna í sveitarstjórnum utan höfuðborgarsvæðisins hafi rokkað á bilinu 30 til 35% á sama tímabili, þ.e. frá 1994 og fram til dagsins í dag. „Meginbreytingin nú er sú að það er veruleg framför hjá litlum sveitarfélögum, utan höfuðborg- arsvæðisins, þar sem talan er nú um 35%.“ Til samanburðar hafi hlutfall kvenna í stjórnum þessara sveitarfélaga verið um 20% frá árinu 1994. Inntur eftir skýringum á því hvers vegna hlutfall kvenna hafi hingað til verið almennt lægra ut- an höfuðborgarsvæðisins, segir hann: „Þjóðfélagsbreytingar eiga sér yfirleitt fyrst stað í borgar- samfélaginu, en dreifbýlið fylgir á eftir – mishratt.“ Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins, seg- ir aðspurð um hlut kvenna í kosn- ingunum að það sé gott að sjá að hlutur þeirra sé að fara aðeins upp á við. „En þetta er auðvitað ekki nóg. Það var ljóst strax þegar prófkjörin voru búin að það stefndi í það að hlutur kvenna yrði svipaður og áður. Það hefur greinilega gengið eftir.“ Spurð hvers vegna hún telji að það skipti máli að hlutur kynjanna sé sem jafnastur í stjórnum sveit- arfélaganna segir hún: „Konur eru helmingur þjóðarinnar, sem þýðir að ef við ætlum að hafa virkt lýðræði í landinu, verða konur að hafa jafn mikil völd og karla og koma að ákvarðanatöku í sama mæli og þeir.“ Stefanía Óskarsdóttir stjórn- málafræðingur tekur í sama streng: „Það er lýðræðisleg krafa að fulltrúarnir endurspegli marg- breytileikann í þjóðfélaginu. Því er mikilvægt að konur komi að því að móta samfélagið með jafn sterkum hætti og karlar.“ Konur eru í meirihluta í nokkr- um sveitarstjórnum landsins, samkvæmt niðurstöðum helgar- innar. Þær eru í meirihluta á Sel- tjarnarnesi, í Garði, í Vogum, í Grundarfirði, í Höfðahreppi, í Að- aldælahreppi, í Rangárþingi eystra, á Vopnafirði, í Hornafirði, í Hörgárbyggð og í Skútustaða- hreppi, en í tveimur síðastnefndu sveitarfélögunum kom enginn framboðslisti fram, og því fór þar fram óhlutbundin kosning. Í fimm sveitarfélögum er engin kona í sveitarstjórn, þ.e. í Eyja- og Miklaholtshreppi, í Grímseyj- arhreppi, í Svalbarðshreppi, í Djúpavogshreppi, og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í þremur fyrr- nefndu hreppunum fór fram óhlutbundin kosning. Fréttaskýring | Hlutur kvenna eykst Hlutur kvenna er um 35,9% Auka hlut sinn í minni sveitarfélögum Hlutur kvenna jókst um helgina. Hlutur kvenna á framboðs- listum var alls um 44%  Hlutur kvenna á framboðs- listum fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar um helgina var 44%. Þetta hlutfall var 41% í kosning- unum 2002 og 38% í kosning- unum 1998. Konur leiddu 22% þeirra lista sem í framboði voru um helgina, samanborið við 20% í kosningunum 2002, að því er fram kemur á vefnum kosning- ar.is. Konur voru 32% fulltrúa í sveitarstjórnum eftir síðustu kosningar en eru nú um 35,9%. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur úrskurðað þrjá karl- menn á þrítugsaldri í gæsluvarðhald fram til föstudagsins 2. júní nk. Mennirnir eru grunaðir um alvarleg- ar misþyrmingar á þremur karl- mönnum í húsi í miðbæ Akureyrar sl. fimmtudag, þar sem m.a. var klippt framan af fingri karlmanns með garðklippum. Lögreglan á Akureyri óskaði eftir því að mennirnir myndu sæta varð- haldi til 6. júní en dómurinn taldi gæsluvarðhald fram á föstudag nægja. Mennirnir hafa áður komið við sögu lögreglunnar fyrir ofbeldis- og fíkniefnabrot. Árásarmenn í gæsluvarðhaldi til föstudags AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 LÖGREGLAN í Reykjavík hafði í nógu að snúast aðfaranótt sunnu- dags. Mikill fjöldi fólks var saman kominn í miðbæ Reykjavíkur og var ölvun áberandi, sem endranær. Skemmtanahald fór þó nokkuð frið- samlega fram að undanskilinni lík- amsárás sem átti sér stað undir morgun í Hafnarstræti, þar þurfti að flytja karlmann slasaðan á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Fjórir voru handteknir í kjölfarið, grunaðir um aðild að árásinni, en ekki er ljóst hvort játningar liggja fyrir. Rannsókn er í höndum lögregl- unnar í Reykjavík og heldur áfram. Einnig voru ellefu ökumenn stöðv- aðir vegna gruns um ölvun við akst- ur. Erill hjá lögreglu á kosninganótt ♦♦♦ ♦♦♦ LÖGREGLAN á Vík í Mýrdal handtók tvo karlmenn vegna brota gegn fíkniefnalöggjöfinni á Kirkju- bæjarklaustri í fyrrinótt. Í báðum tilvikum fannst lítilræði af fíkniefn- um sem talin eru hafa verið til eigin nota. Mennirnir voru færðir á lög- reglustöð til yfirheyrslu en sleppt að henni lokinni og málin teljast upplýst. Tveir teknir með fíkniefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.