Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 23
UMRÆÐAN
SNEMMA í vor þegar ég fór að
huga að sumarleyfum starfsfólks sá
ég fram á það að líklega þyrfti að
skikka fólk til að taka stutt sum-
arfrí. Mér leist satt best að segja
ekkert á blikuna og því varð ég svo
fegin þegar mér voru kynntar þær
leiðir að fá danska hjúkrunarfræð-
inga í afleysingar. Þá um leið lækk-
aði blóðþrýstingurinn hjá mér og
ég var viss um að allir kæmust í
frí. En þetta örþrifaráð er því mið-
ur skammtímaráð og mun aðeins
virka yfir hásumarið.
Mannauður Landspítala – há-
skólasjúkrahúss (LSH) er mikill og
þeim sem mæta á vaktina við
hvaða aðstæður sem er ber að
launa vel. Það er hins vegar nauð-
synlegt fyrir alla að taka frí og of-
ur skiljanlegt að vilja ekki fórna
því til að bjarga starfseminni. Það
kemur heldur engum til góða,
hvorki starfsfólkinu né stofnuninni,
að fólk vinni sleitulaust þar til það
brennur út og verður óvinnufært af
þreytu.
Annars horfi ég á umræðuna að
undanförnu sem tvíþætt mál. Í
fyrsta lagi að við fáum erlent
vinnuafl til sumarafleysinga vegna
þess að íslenskt hefur ekki fengist
og í öðru lagi hvað er verið að
borga fyrir það.
Yfir 200 hjúkrunarfræðingar
starfa utan heilbrigðisstofnana og
LSH hefur auglýst 35 sinnum á
þremur mánuðum, sem litlu eða
engu hefur skilað. Það er mikið
áhyggjuefni að hjúkrunarfræðingar
skili sér ekki til starfa á LSH. Ég
sé hins vegar ekki að það skili
neinu til þeirra sem þar starfa að
krækt sé í fólk fyrir utan með
gylliboðum, hvort sem það er ís-
lenskt eða erlent. Eðli málsins
samkvæmt vilja hjúkrunarfræð-
ingar á LSH fá sinn hluta af kök-
unni eftir strit og púl undanfarna
mánuði. Það má þó ekki gleyma að
íslenskir verktakar hafa unnið á
LSH í allan vetur án þess að rætt
hafi verið um það eða laun þeirra
sérstaklega.
Aðlögun og tungumálakunnátta
þeirra hjúkrunarfræðinga sem
væntanlegir eru til landsins hefur
komið til tals. Eftir því sem ég get
komist næst er þetta mjög vant
starfsfólk á sínu sviði sem getur
nánast gengið beint til starfa.
Flestar deildir LSH byggja sum-
arafleysingar sínar á hjúkr-
unarnemum sem eru frábær starfs-
kraftur, en þurfa samt meiri
aðlögun en vanir hjúkrunarfræð-
ingar, þótt erlendir séu. Við vitum
einnig að flestir Skandinavar tala
fleiri en eitt tungumál, t.d. ensku
eða annað Norðurlandamál eins og
við Íslendingar og því held ég að
samskiptin verði ekki vandamál.
Nú þegar starfa um 50 erlendir
hjúkrunarfræðingar á LSH og hafa
þeir flestir fallið vel að starfsem-
inni.
Skortur á hjúkrunarfræðingum
hefur verið mikið ræddur í vetur
og í því samhengi talað um að út-
skrifa þurfi fleiri. Ég tek undir það
sem eitt langtímaverkefnanna til að
fjölga í stéttinni og því er nauðsyn-
legt að byrja strax í haust að taka
fleiri inn í námið. En ég veit að
starfandi hjúkrunarfræðingar hafa
áhyggjur af því hvernig þeir geti
sinnt fleirum en nú þegar koma.
Ég hef þó fulla trú á því að hjúkr-
unarfræðideildir háskólanna muni
vinna að skipulagningu verknáms
hjúkrunarnema þ.a. það gangi upp
að mennta fleiri. Að auki tel ég að
vanir hjúkrunarfræðingar sem
sinna skildu sinni á háskólasjúkra-
húsi taki nemum opnum örmum,
sem fyrr. Að þessu gefnu er bolt-
inn hjá yfirvöldum, því endurskoða
þarf fjárveitingar til þess að fjölg-
un nema geti orðið að veruleika.
Starfsmannavelta innan hjúkr-
unar er mér hugleikið efni og veld-
ur áhyggjum. Allt of margir hjúkr-
unarfræðingar hætta eftir u.þ.b.
fimm ár í klínísku starfi, sem hefur
í för með sér skort á
vönu fólki til kennslu
nýliða. Þetta eitt og
sér er stórmál og al-
varlegur vítahringur.
Það er mín skoðun
að forysta FÍH hafi
stigið heldur óvarlega
til jarðar með því að
bera saman laun verk-
taka og launþega á
þann hátt sem gert
var. Þær samanburð-
artölur sem birtar
voru hafa bókstaflega
gert allt vitlaust á
mínum starfsvettvangi. Þær eru
hins vegar enn óstaðfestar af yf-
irstjórn LSH, enda
hefur enginn samn-
ingur við starfs-
mannaleigu verið und-
irritaður ennþá. Góð
samskipti eru mik-
ilvæg í hjúkrun og
stuðla að starfs-
ánægju og öryggi
sjúklinga, en atburðir
síðustu daga hafa
skaðað samskiptin
innan LSH og spillt
vinnufriði.
Hvað er hægt að
gera? Ég tel að fram-
undan sé stórt samstarfsverkefni
allra hjúkrunarfræðinga, stjórn-
enda LSH, forystu FÍH og hjúkr-
unarfræðideilda háskólanna að
ógleymdum stjórnvöldum sem
halda fast um krónusekkinn.
Stjórnendur LSH þurfa að skoða
alla möguleika varðandi umbun og
bætt starfsumhverfi innan spítalans
til að auka starfsánægju og halda í
það góða fólk sem þar starfar.
Framtíðarlausnir verða að fela í
sér krafta íslenskra hjúkrunarfræð-
inga með góða þjálfun, í viðunandi
vinnuumhverfi og fá borgað í takt
við menntun og framúrskarandi
vinnuframlag. FÍH ber mikla
ábyrgð í forsvari kjaramála fé-
lagsmanna, en ekki síður sem sam-
einingarafl þeirra. Hjúkrunarfræð-
ingar eru upp til hópa jákvæðir og
mjög metnaðarfullir í starfi. Þeir
skila vinnunni sinni vel og vilja
vinna sameinaðir að uppbyggingu.
Ég tel að innan LSH séu ótrúlega
miklir persónukraftar sem hægt er
að virkja og nýta, stofnuninni, ís-
lensku heilbrigðiskerfi og hjúkr-
unarfræðingum öllum til heilla.
Hjúkrun! Hvað þarf til?
Erla Dögg Ragnarsdóttir
fjallar um málefni
hjúkrunarfræðinga
’Stjórnendur LSH þurfaað skoða alla möguleika
varðandi umbun og bætt
starfsumhverfi innan
spítalans til að auka
starfsánægju og halda í
það góða fólk sem þar
starfar.‘
Erla Dögg
Ragnarsdóttir
Höfundur er hjúkrunardeildarstjóri
á skurðsviði LSH.