Morgunblaðið - 29.05.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 37
Atvinnuauglýsingar
Sumarvinna
Óskum eftir rösku starfsfólki sem er tilbúið í
mikla vinnu við búslóðapakkanir á Keflavíkur-
flugvelli. Akstur til og frá Reykjavík, meirapróf
æskilegt. Góður bónus í boði. Einungis 20 ára
og eldri koma til greina.
Áhugasamir hafi samband við Evu í síma
896 3092.
„Au pair“
í Stokkhólmi
Íslenska fjölskyldu i Stokkhólmi vantar „au
pair“ frá ágústmánuði, helst til eins árs.
Upplýsingar: tjonsdottir@gmail.com eða í
síma 00-46-84648969/00-46704126440
Raðauglýsingar 569 1100
Fyrirtæki
Gott kauptækifæri
Merkjaland er öflugt
fyrirtæki með áralanga
reynslu af bílamerking-
um, skiltagerð og risa-
prentun ásamt silki-
prentun.
Fyrirtækið var stofnað
árið 1993 og hefur
síðan vaxið jafnt og
þétt. Í dag er Merkjaland með öflugan og
traustan hóp viðskiptavina, góða verkefna-
stöðu og afkomu. www.merkjaland.is .
Áhugasömum er bent á að hafa samband við
KONTAKT fyrirtækjaráðgjöf í síma 414 1200
eða með tölvupósti á kontakt@kontakt.is .
Tilkynningar
Lokað!
Viðskiptavinir ath.! Lokað þriðjudaginn 30. maí
vegna viðgerða.
FRÉTTIR
FRAMHALDSSKÓLANUM á
Húsavík var slitið við hátíðlega at-
höfn í Húsavíkurkirkju á dögunum
og útskrifuðust 19 stúdentar. Einn
nemandi lauk námi af almennri
braut, þrír nemendur brautskráðust
af almennri braut – endurmenntun,
þrír af starfsbraut og fimm af
sjúkraliðabraut en tveir þeirra luku
einnig viðbótarnámi til stúdents-
prófs.
Sextán nýstúdentar brautskráð-
ust af bóknámsbrautum frá FSH að
þessu sinni og helmingur þeirra, eða
50%, lauk námi sínu á skemmri tíma
en fjórum árum. Viðurkenningu fyr-
ir hæstu meðaleinkunn á stúdents-
prófi fékk Arna Rún Oddsdóttir en
hún lauk stúdentsprófinu á þremur
árum og er fimm hundraðasti nem-
andinn sem útskrifast frá skólanum.
19 brautskráðust frá FSH
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
230 NOTUÐUM tölvum hefur verið
safnað hér á landi frá íslenskum fyr-
irtækjum og stofnunum fyrir grunn-
skóla á Seychelleseyjum sem liggja
1600 km austur af Kenýa í Afríku.
„Þetta eru fallegar litlar eyjur
með um 80 þúsund íbúa og efna-
hagsástandið er ekki gott,“ segir
Guðmundur Hólmsteinsson sem var
frumkvöðull að söfnuninni. „Ég hef
farið tvisvar til eyjanna sem ferða-
maður og hugmyndin að þessu
kviknaði þegar ég skoðaði þarna
barnaskóla og sá að tölvuverið í hon-
um samanstóð af mjög gömlum tölv-
um. Ég vissi að hér á landi er mikið
skipt um tölvur og fór því af stað
með að framkvæma hugmyndina.
Ég átti fund með fulltrúa mennta-
málaráðherra Seychelleseyja í nóv-
ember síðastliðnum og leist honum
ljómandi vel á þessa hugmynd en
bað um að formlegu sambandi milli
ráðuneyta yrði komið á og utanrík-
isráðuneytið hér heima kom mér svo
til aðstoðar.
Ég byrjaði á því að fara í Opin
kerfi og bað þá að aðstoða mig, út úr
því kom að Hafnarfjarðarbær var að
skipta út tölvum og meirihlutinn af
tölvunum sem fór út kom þaðan.
Hugmyndin er m.a sú að börnin í
Hafnarfirði séu að gefa börnunum á
eyjunum sínar gömlu tölvur. Síðan
fór ég á milli ýmissa staða til að
biðja um hjálp og niðurstaðan er
þessi að fyrir rúmum mánuði fóru
tveir gámar fullir af góðum tölvum
af landi brott.“
Guðmundur fer síðan sjálfur
ásamt fimm öðrum til Seychelles-
eyja eftir hálfan mánuð til að setja
tölvurnar upp í a.m.k tíu grunnskól-
um. „Við gefum líka kennsluforrit
frá Námsgagnastofnun og fara
nokkrir út í ágúst til að þjálfa kenn-
ara í að nota það. UNESCO, Menn-
ingarmálastofnun Sameinuðu þjóð-
anna, styrkti Námsgagnastofnun til
að þýða kennsluforritið fyrir verk-
efni í Afríku og fengum við að koma
inn í það. Því það er ekki nóg að
koma með tölvurnar, það verða að
vera einhver verkefni til að leysa í
þeim. Ég fer svo aftur út í haust til
að kanna stöðuna,“ segir Guðmund-
ur sem vinnur í tölvudeild Íslenskra
aðalverktaka. „Þetta er allt unnið í
sjálfboðavinnu og styrkt af góðum
fyrirtækjum eins og KB banka,
Eimskip, Hafnarfjarðarbæ, Opnum
kerfum, Skýrr, Og Svo og ÍAV.“
Aðspurður hvað þetta geri fyrir
börnin á eyjunni segir Guðmundur
vonast til að með aukinni tölvukunn-
áttu og menntun grunnskólabarna
geti efnahagsástandið á eyjunni
lagast smám saman í framtíðinni.
„Efnahagsástandið þarna er mjög
bágborið. Um 30% tekna ríkissjóðs
koma frá ferðamönnum, en ferða-
mannaiðnaðurinn hefur dalað tals-
vert undanfarið, og um 70% frá
gjaldeyri. Aðrar tekjur eru túnfisk-
vinnsla, kókosolía og kanilbörkur.“
230 notaðar tölvur farnar í gámi til Afríku
Íslendingar gefa
skólum á Seychell-
eseyjum tölvur
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
HALDIN var sýning á afrakstri vetrarins í tómstundastarfi aldraðra í Norð-
urbrún 1 fyrir skömmu síðan. Hátt í fimmtíu manns áttu verk á sýningunni
og var þar um margvíslega hluti að ræða, eins og útsaum, málverk. leirmuni,
útskurð, prjón og margt fleira.
Sýna handverk aldraðra
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Margvíslegan útsaum mátti sjá á sýningunni.
Kistillinn er glæsilega útskorinn.
BANDARÍSKU hjónin Neal G.
Copeland og Nancy A. Jenkins eru
komin hingað til lands og munu
halda fyrirlestra við Háskóla Ís-
lands á morgun, þriðjudag. Þau
eru hér stödd í boði Háskóla Ís-
lands, Félags um klíníska lífefna-
fræði og lækningarannsóknir á Ís-
landi og sjóðs Níelsar Dungal.
Copeland og Jenkins eru í flokki
virtustu vísindamanna heims.
Copeland hefur einkum fengist við
krabbameinsrannsóknir og Nancy
við þroskunarfræði en þau reka
saman rannsóknarstofu við
National Cancer Institute í Mary-
land í Bandaríkjunum.
Fyrirlestur Neal Copeland ber
yfirskriftina „Harnessing
transposons for cancer gene
discovery“ og erindi Nancy Jenk-
ins „Itchy mice, the Notch
pathway and autoimmune di-
sease“.
Fyrirlestrarnir verða haldnir í
stofu 132 í Öskju og hefjast kl. 14.
Frumkvöðlar á sviði líf-
vísinda halda fyrirlestur